This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Skúlason 17 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar. Síðasta sunnudag vorum við félagar á eftir Arctic Trucks mönnum upp á lyngdalsheiði og inn á Langjökul. Misstum reyndar af lestinni því okkur þótti hraðinn svo mikill á þeim ágæta hóp. Þar var fremstur í flokki nýji Navaran sem Arctic Trucks menn eru nýbúnir að breyta. Gaman væri að heyra hvernig Navaran var að standa sig. Við sáum að menn voru búnir að vera að spæna upp einhverja brekku við Tjaldafell (minnir að þetta heiti það). Og svo lá leið þeirra upp á Langjökul (af förunum að dæma).
Nú beini ég spurningu minni til þeirra er voru með í för eða vita eitthvað um málið. Hvernig var nýji bíllinn?
kv Þorvaldurp.s. Þurfti enginn að fara inn í skúr að skipta um eitthvað eða gera við eitthvað því mér fannst hraðinn vera slíkur á mönnum að eitthvað hlyti að gefa sig. (allavega brotnaði einn dempari og ein ballance stöng hjá okkur, sem erum reyndar á soldið eldri bílum og kannski þreyttari)
You must be logged in to reply to this topic.