FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

nýji 38″ Navara

by Tolli

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › nýji 38″ Navara

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Skúlason Skúli Skúlason 18 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.12.2006 at 08:35 #199109
    Profile photo of Tolli
    Tolli
    Participant

    Sælir félagar. Síðasta sunnudag vorum við félagar á eftir Arctic Trucks mönnum upp á lyngdalsheiði og inn á Langjökul. Misstum reyndar af lestinni því okkur þótti hraðinn svo mikill á þeim ágæta hóp. Þar var fremstur í flokki nýji Navaran sem Arctic Trucks menn eru nýbúnir að breyta. Gaman væri að heyra hvernig Navaran var að standa sig. Við sáum að menn voru búnir að vera að spæna upp einhverja brekku við Tjaldafell (minnir að þetta heiti það). Og svo lá leið þeirra upp á Langjökul (af förunum að dæma).
    Nú beini ég spurningu minni til þeirra er voru með í för eða vita eitthvað um málið. Hvernig var nýji bíllinn?
    kv Þorvaldur

    p.s. Þurfti enginn að fara inn í skúr að skipta um eitthvað eða gera við eitthvað því mér fannst hraðinn vera slíkur á mönnum að eitthvað hlyti að gefa sig. (allavega brotnaði einn dempari og ein ballance stöng hjá okkur, sem erum reyndar á soldið eldri bílum og kannski þreyttari)

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 07.12.2006 at 08:48 #570562
    Profile photo of Ísak Fannar Sigurðsson
    Ísak Fannar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 490

    Já nú er ég sammála honum Tolla. Gaman væri að fá að vita eitthvað um það hvernig bíllinn virkaði í þessum dagstúr sem talað var um hér að ofan og hvernig mönnum líst á breytinguna á bílnum…(Navara)
    –
    kv Ísak Fannar





    07.12.2006 at 09:10 #570564
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    [url=http://www.arctictrucks.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3265:1c9bso51][b:1c9bso51]Flottur Navara[/b:1c9bso51][/url:1c9bso51]

    Væri alveg til í einn,en minn er "bara svo góður".

    Kv
    JÞJ





    07.12.2006 at 09:57 #570566
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Er þetta einhver spurning.. Erum við ekki að tala um pallbíl með 2.5 turbo dísel með klafa að framan… vigt sirka 1800 kg.. Þetta hljómar nú óttalega nálægt því að vera toyota hilux… eða nissan double cab eða izuzu crew cab.. Það ætti nú ekki að vera nein bylting í gangi þar sem eini munurinn á þessum bíl er jú að hann er að skila nokkrum hestöflum meira heldur en fyrri pallbílar og jú hann lítur töluvert betur út en fyrri pallbílar.

    Svarið sem þið fáið er að hann drífur fínt, síðan verður eh komment á að hann þurfi bara að losna við klafana að framan til að hann fari að drífa.

    En jú þetta er nú nissan sem er nú ofar í huga mér fyrir bíla sem drífa heldur en margar aðrar tegundir.

    Flottur bíll en engin bylting býst ég við.. ekki nema toyota menn hafi gert einhverja nýja uppfinningu og fundið 300 kílóa járnplötu í bílnum sem hann hefði verið léttur um.

    kv
    Gunnar





    07.12.2006 at 10:48 #570568
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Kanski engin byltin í þessum Navara, en það væri samt gaman að fá að heyra hvernig honum gekk?
    Er verið að gera einhverja endurbætur eftir þessa fyrstu ferð, eða kom hann bara ágætlega út? Ég var einmitt á leiðinn á lyngdalsheiðina á mínum lata lúxa þegar að Artic hersingin brunaði framm úr, langar að vita hvernig gekk með hann. Hann komst allavega yfir jökul sá ég í einhverju myndaalbúmi.
    Kv Bjarki





    07.12.2006 at 11:11 #570570
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    nissan navara er ekki hægt að líkja saman við fyrri gerðir og aðrar gerðir af pallbílum. navara er mun plássmeiri og fer miklu betur með mann heldur en td. toyota hilux. það heyrist ekki múkk í vélinni og götuhljóð er ekkert inní honum. þessi nokkur fleirri hestöfl eru nákvæmlega 176 eða ca 90 fleirri en í öðrum pallbílum og 4 færri en í bílnum mínum. þar að auki er togið í vélinni yfir 400 nm og hefur það mun meiri áhrif en 190 nm tog í toyotu hilux. 6 gíra kassinn í beinskipta bílnum er snilld og sjálfskiptingin er mjög góð. sem dæmi ók ég svona beinskiptum navara yfir holtavörðuheiði um daginn og jók hann hraðan úr 100 í 120 í 6. gír upp bröttustu brekkuna sunnanmegin á leið norður, á 32" dekkjum með tvo farþega og engan farangur.
    ég hef alla tíð líkað illa við nissan, eitthvað við þá bílategund sem ekki hefur fallið mér í geð, einnig hef ég aldrei séð tilgangin í pallbílum, hvað þá að líka plássleisið, hávaðan og dósahljóðið. en nissan navara skítféll ég fyrir við fyrstu sýn og prufukeyrslu.





    07.12.2006 at 11:47 #570572
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Já, ég get nú eiginlega ekki samþykkt að nýi Navara bíllinn sé í sama flokki og Hilux. Það á að vísu eftir að koma á daginn hvernig hann endist (sem skiptir auðvitað ekki litlu máli) en við fyrstu kynni er Navarann bara svo miklu meiri bíll. Stærri, kraftmeiri (munurinn er gríðarlegur) og skemmtilegri í akstri, a.m.k óbreyttur.

    EE.





    07.12.2006 at 12:19 #570574
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Þarna er greinilega komin einn ein byltingin í bílaframleiðslu sem við fáum að upplifa. 2.5 L disilvél sem vinnur eins og bigblock. Innra rími virðist vera meira en ytra rúmál samkvæmt frásögnum kunnugra. Svo er hann svo hljóðlátur að maður getur hlustað á nið fjallalækjanna þegar maður æðir yfir þá á öðru hundraðinu.
    Skrítið samt að þegar ég less yfir tækniupplýsingar fyrir þennan bíl þá sé ég bar fárálega þungan fisksalbíl : (





    07.12.2006 at 12:21 #570576
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Góðan daginn við hjónin vorum þarna með í för og fannst Navar bara koma nokkuð vel út hinsvegar reyndi kanski ekki mikið á drifgetu fyrr en uppá jökli þar sem við lentum í frekar erfiðu færi en þá hleyptu allir vel út og þá var þetta ekkert stór mál fyrir neinn í okkar hóp allavega.Skúli var mjög ánægður með bílinn fjöðrun,vinslu og fl þótt hann sé enþá á fjöðrum að aftan.

    Já hraðinn var stundum full mikill á mönnum en enginn braut neitt í þessum Hossing upp að jökli.

    Kveðja Sæmi og Hrönn





    07.12.2006 at 13:15 #570578
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Verð að mótmæla með pláss í nýja navara og nýja toyota það er mun meira pláss í nýja hilux en navara. Hitti einn um daginn á 35" navara og hann var ekki par hrifinn af honum eins og hann orðaði þá nánast langaði honum að skila honum til baka því ekkert væri að marka hestafla tölu í navara reyndar var hann á sjálfskiftum . En einga síður glæsilegur bíll svona 38" nú langar manni að fara skella mínum á 38" bara ef maður ætti pening fyrir því :) en einginn bíll jeppi er eins sem betur fer:)

    Kv Hjalti toy maður





    07.12.2006 at 13:32 #570580
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er ekki að koma hilux með stærri vel eftir áramótin….. félagi minn pantaði ser eitt stykki og þá voru komnir 250manns a biðlista eftir slikum bíl þá held eg að þetta seu sambærilegir bilar og toy mun ódyrari…….3,180m átti luxinn að kosta og svo minnir mig að sami maður hafai skoðaða navöruna og hun hafi verið á 3,7m…. það þarf ekkert að skoða þetta mál nanar=) nissan hefur bara ekki sannað sig miðað við toyotuna svo einfalt er það=)





    07.12.2006 at 13:41 #570582
    Profile photo of Skúli Skúlason
    Skúli Skúlason
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 10

    Það er gaman að sjá hversu áhugasamir menn eru um nýjan Navara á 38". Mig langar að gera tilraun til að segja ykkur frá minni upplifun við reynsluakstur á þessum skemmtilega bíl. Sjálfur er ég, eins og sum ykkar vita, alinn upp á Land Crusier og þá gjarnan á 38". Eftir að hafa skoðað þennan bíl vel á undanförnum mánuðum ákvað ég að fjárfesta í einum slíkum. Bíllinn er að SE gerð og er sjálfskiptur. Hann er hækkaður upp á yfirbyggingu um 80 mm og 40 mm á fjöðrum. Hann er með Dana 44 bæði að aftan og framan en Ljónsstaðabræður eiga heiðurinn af smíðinni fyrir okkur á framdrifinu. Við hjá Arctic Trucks ákváðum að skipta út upprunalega framdrifinu, en það er sambærilegt við framdrifið í eldri Land Crusier 90, en það er heldur tæpt miðað við mikil átök. Hlutföll eru 4:56 og er 100% læsing bæði að aftan og framan. Ég setti á hann CarryBoy hús, grind og ljós að framan, dráttarbeisli og spilbita, ásamt loftdælu og kút. Einnig er í honum VHF stöð, NMT sími og GPS.

    Bíllinn er afar þéttur og maður fær mikla gæðatilfinningu við að aka honum. Ekki heyrist nokkurt skrölt eða tíst frá einu eða neinu. Stýrið er ótrúlega nákvæmt og gott (spindilhalli náðist í 3,5 gráður). Fjöðrun að framan er að mínu viti með því allra besta sem ég hef upplifað í svona bíl. Afturfjöðrun er góð þrátt fyrir að vera blaðfjöðrun, þó auðvitað sé betra að hafa hana á gormum. Við teljum eigi að síður að með nýjum höggdeyfum sem hægja á bakslaginu væri hægt að bæta hana enn frekar. Vinnslan er mjög góð og erum við félagarnir sammála um að hlutföllin passi sjálfskiptingunni sérlega vel. Bíllinn virkaði vel á fjöllum og virðist jafnvægið vera gott á milli fram- og afturhjóla. Færið á jökli var þungt en bíllinn tók það mjög skemmtilega. Sérstaklega fannst mér gaman að finna hversu gott var að losa hann af eigin rammleik, þrátt fyrir að hann væri kominn á kaf í snjó og við það að setjast. Hann öslaði upp jökulinn og virtist hafa lítið fyrir því.

    Því miður endaði þessi annars frábæri dagur á því að ég skemmdi bílinn talsvert. Við hjónin vorum búin að pumpa við Jaka og héldum sem leið lá niður að Húsafelli. Þegar við komum yfir brekkuna sem liggur niður að Hvítá (efri hlutinn) þá ætlaði ég að hægja á mér en lenti á ís sem leyndist undir nýföllnum snjó. Bíllinn hreinlega jók ferðina ef eitthvað var (ABS kerfið virkar ekkert á hreinum ís) og ekkert annað að gera en að stýra bílnum beint af augum ellegar velta honum út í stórgrýtið. Því miður urðu verulegar skemmdir á undirvagni, þó ekki sjái á bílnum að öðru leyti. Engar merkingar eru þarna sem vara við 90 gráðu beygju en auðvitað ók ég of hratt miðað við aðstæður. Það er alltaf þannig þegar maður lendir í svona aðstæðum. Við hjónin teljum okkur lánsöm að hafa ekki slasast við þetta óhapp enda munaði minnstu að bíllinn færi á hliðina þar sem mikið högg kom á hægra framhjól sem lyfti honum upp á tvö hjól.

    Kveðja,
    Skúli K.





    07.12.2006 at 13:44 #570584
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jú mikið rétt hilux á að koma með 3 lítra vélinni eftir áramót 170 hestar skilst mér og sjálfskift en að örðu leiti eins og þessi sem ég er með sem er ekki nema 102 hoho en það fer bráðum að breytast upp í 120 jafnvel meira . En ég er sammála þeim með að navara sé stórglæsileg svona á 38" túttum .

    Kv Hjalti toy maður





    07.12.2006 at 14:11 #570586
    Profile photo of Skúli Skúlason
    Skúli Skúlason
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 10

    Navara SE kostar kr. 3.350.000,- og er með 100% læsingu að aftan. Miðað við það, þá verða bílarnir á sama verði. (Navara / Hilux)





    07.12.2006 at 14:14 #570588
    Profile photo of Kristófer Helgi Sigurðsson
    Kristófer Helgi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 506

    verð að segja að toyotan heillar mig meira, ég fór uppí toyotu um daginn að skoða nýja bílinn, og það er merkilegt fnnst mér að sitja aftur í þessu miðað við gamla… ég setti frammsætið aalveg aftur og samt var ég með meira pláss afturí en í gamla, Svo ég tali nú ekki um þau 160 bHp sem hún á að skila (ekki 170) og einhversstaðar á milli 3-400 nm í tog að mig minnir, og seinast en ekki síst kominn á gorma að frama og 310cm á milli hjóla(orginal)….. samt sem áður finnst mér ekkert að þessum nissan en nú er ég bara toyotu maður 😀

    Kristótoyotumaðurútíeitt





    07.12.2006 at 14:31 #570590
    Profile photo of Kristófer Helgi Sigurðsson
    Kristófer Helgi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 506

    126 kW , 163 HP DIN @ 3,400 rpm; , 343 Nm @ 1,400 rpm

    meira um nýja hiluxinn hér: [b:35tw0cpd][u:35tw0cpd][url=http://www.drive.com.au/buy/commercial/car_features.asp?from=9&m=toyota%7Chilux%7C3.0+sr+t/diesel+double+cab+4×4&pg=1&spg=415&init=70380720060912http://www.drive.com.au/buy/commercial/car_features.asp?from=9&m=toyota%7Chilux%7C3.0+sr+t/diesel+double+cab+4×4&pg=1&spg=415&init=70380720060912:35tw0cpd]hér[/url:35tw0cpd][/u:35tw0cpd][/b:35tw0cpd].





    07.12.2006 at 15:22 #570592
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Er Navara orginal á Dana 44 að aftan?

    kv. Kiddi





    07.12.2006 at 17:06 #570594
    Profile photo of Skúli Skúlason
    Skúli Skúlason
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 10

    Já það er Dana Spicer að aftan í Navara, sem er 44 og er einna líkust afturhásingu í Grand Cheerokie, sem kom ca. 98-99.





    07.12.2006 at 17:37 #570596
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Áttu þá við að hún sé með álmiðju eins og Grandinn?

    kv. Kiddi





    07.12.2006 at 18:06 #570598
    Profile photo of Skúli Skúlason
    Skúli Skúlason
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 10

    Nei, ekki álmiðja, en svipuð uppbygging. Hásingin er smíðuð fyrir Nissan af Dana. Kemur frá USA smíðuðum Nissan bílum.
    kv, Skúli K.





    07.12.2006 at 20:48 #570600
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Já við tökum undir það með Skúla sem betur fer sluppu þau ómeidd !! Okkur brá ansi mikið og vorum mjög glöð að sjá alla heila.En Navaran virtist virka mjög vel því miður prófuðum við hana ekki þrátt fyrir að Skúli hafi boðið öllum að gera það.Bætum úr því næst en annars takk fyrir góðan dag Skúli.

    kveðja Sæmi og Hrönn





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.