This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ríkarður Sigmundsson 11 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Hér er nýjasta útgáfan af sprungukortinu. Þetta eru tvær skrár, sprungukortaglæra sem hentar í nýrri útivistartæki og nuvi tæki og svo sprungukort sem er blandað við útgáfu GPS Kort 2012 Old Format sem er fyrir svokölluð bátatæki.
Útgáfan fyrir bátatækin virkar fínt í nýrri bátatækjum, það er; GPSmap 420/421, 520/521, 525/526, 720, 4010 og öðrum tækjum sem hafa komið á markað eftir 2006. Eldri tæki eins og 182C, 172C, 292 og 276C hafa ekki verið prófuð að 182C undanskildu og í því kom hættulegasta svæðið ekki í ljós heldur blandaðist við annað svæði. Það getur verið að það komi nýtt gagnasett í fyrramálið eða á hádegi á morgun, fimmtudag og því gætu þeir sem eru að fara seint af stað náð að setja þetta í og prófað. Ég mun halda ykkur upplýstum hér á þessum þræði á morgun og því skulum við halda umræðum í lágmarki, frekar að stofna annan þráð ef menn vilja slíkan þráð núna.
Útgáfan fyrir bátatækin er einnig spes í MapSource og nRoute því hún sýnir ekki litina eins og þeir birtast í tækjunum… Ahhh, við elskum þessa tækni!
Athugið að útgáfan fyrir bátatækin virkar að sjálfsögðu ekki nema menn eigi 2012 kortið í tækinu sem á að nota kortið í, það þarf leyfislykil fyrir þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli og við erum ekki búin að gefast upp á að láta þetta virka í bátatækjum með eldri útgáfum en svona er þetta í dag.
Sprungukort – Glæra: https://kort.samsyn.is/data/Joklar_2012_03_NT.zip
GPS Kort 2012 Old Format með sprungukorti: https://kort.samsyn.is/data/Joklar_2013_9Hlutar_bt.zip
Vinsamlegast athugið að þetta eru bráðabirgðakrækjur og verður aftur á Safetravel sem fyrst, þetta er sett hér inn vegna ferðarinnar um helgina.
Kveðja úr Garminbúðinni,
Rikki
You must be logged in to reply to this topic.