This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 12 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Neðst á síðunni eru komnir tveir gluggar. Annars vegar „NÝJAR MYNDIR OG UMMÆLI. “ og hins vegar NÝ MYNDSKEIÐ OG UMMÆLI. Þegar smellt er á eitthvern tengilinn opnast viðkomandi myndamappa. Nýjar myndir og ummæli verður að færa handvirkt í gluggan og mun ég sjá um það jafnóðum og myndir berast á safnið. Meðan Jomla og myndagalleríið hefur ekki verið uppfært verður þetta að vera svona. Myndskeiðin virka sjálfvirkt því þau tengjast ekki galleríinu. Þessa tvo glugga á að færa ofar á forsíðuna.
Ummæli um myndir eða myndskeið er hægt að fjalla um eins og málefni á „VIRKAR UMRÆÐUR“. Þegar umræða fer fram um myndir eða myndskeið færast viðkomandi tenglar efst í gluggann. Hægt er að sækja eldri myndir og myndskeið með því að smella á rauðlitaða textan efst í viðkomandi gluggum.
Ég er bara búin að tengja nokkra tugi myndamappa inn á spjallkerfið og bæti kanski við fleirrum ef geðheilsan leyfir. Ef áhugi er á geta félagsmenn komið með hugmyndir af góðum myndamöppum og sent á vefnefnd@f4x4.is með tengli á möppuna. Ég mun síðan skella þeim inn.
Svo er bara að bíða og bíða þar til búið er að uppfæra Jomla og Galleríið og sauma það síðan saman. Þá ætti þetta nú að fara að koma.
Kv. SBS.
You must be logged in to reply to this topic.