Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › nýja vefsíðan
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.07.2009 at 11:40 #205175
ég á ekki orð yfir því hvað fólki finnst þetta flott síða mér finnst hún ömurleg og það er fáránlegt að opna síðu sem er ekki tilbúin p.s það þarf mikið til að pirra mig kv bæbæ
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.07.2009 at 19:03 #651502
hahahaha sem skrifað úr mínum munni. Alveg rosalega mikið sammála.
Og það sem mér finnst verst af öllu slæmu hér er að það skuli ekki vera hægt að sjá hver er á bak við notandann.
Þetta er nákvæmlega sama level og Barnaland.
kv Lella
13.07.2009 at 19:40 #651504Það er alveg ótrúlegt hvað sumir hafa alltaf allt á hornum sér ef einhverjar breitingar verða. ég persónulega þoldi ekki gömlu síðuna þyngri og ömulegri síðu hef ég aldrei kynst. mér fynst þessi síð amjög efnileg auðvita mættu hlutirnir alveg gerast hraðar en það er bara eins og það er.
13.07.2009 at 20:41 #651506Helvítis fokkin fokk
var búin að skrifa hér meters langt svar og þegar ég ætlaði að setja það inn var tíminn útrunninn og EKKI hægt að fara til baka til að copy
Maður gat það á gömlu hægvirku síðunni
kv Lella
13.07.2009 at 21:06 #651508Ég get ekki með nokkru móti skilið þau vinnubrögð að setja hér inn tóma síðu, það hlýtur að flækja það sem eftir er að gera að hafa síðuna í notkun.
Auglýsingar – það sjást bara 10 nýjustu á forsíðunni, til að setja inn auglýsingu eða sjá eldri þarf að smella á einhverja auglýsingu sem er á forsíðunni til að komast í auglýsingarnar.
Engin leitarvél – leitarvélin á gömlu síðunni virkaði mjög vel á auglýsingarnar.
Til að komast í mínar upplýsingar þar að fara í HJÁLP og svo inn í mínum upplýsingum er allt frekar takmarkað, allavega finn ég ekki pósta sem ég hef skrifað ?
Klúbburinn – Stjórn tómt, varla erfitt að setja inn nokkur nöfn og símanúmer, Sagan – tómt, hellingur til á rafrænuformi sem hægt væri að henda inn.
Deildir – allt tómt hvorki upplýsingar um deildina eða stjórn. Ef margir þeir sem ég hef þurft að tala við væru ekki vinir mínir á fésbók hefði ég ekki getað fundið upplýsingar um þá til að hafa samband.
Nefndir – allt tómt. Örugglega verið mikið leitað til Hjálparsveitar er það ekki ?
Dagatal – þetta var nú það flottasta sem vefnefndin hafði að sýna þegar vefurinn var opnaður
Fróðleikur – þar má finna ótrúlegan fróðleik.
Erlendar síður einstaklinga – síða hjá gaur sem veit allt um Toyota vélar.
Deildir, nefndir og annað tengt 4×4 – þar má finna prufu og svo veðrið í Setrinu.
Næsti linkur heitir Deildir – þar eru gamlar upplýsingar um 2 deildir og linkur inn á heimasíðuna hjá þeim. Skil ekki afhverju undir linknum fróðleikur er 2x deildir, afhverju í ósköpunum er þetta ekki undir Deildir á forsíðunni ?
Síðasti liðurinn er GPS-síður þar hélt ég að væri að finna marg um talaða síðu þar sem félgar geta sett inn ferla og sótt en nei þarna er linkur á heimasíðu Garmin.
Undir fróðleik væri fróðlegt að sjá öll útgefin Setur, veit ekki betur en þau séu öll til á rafrænu formi, svona til dæmis.
Mér finnst þessi síða óspennandi að sjá þegar maður opnar hana, grá og ljót.
Á forsíðunni í dag er auglýsing um “nú er hin sívinsæla landgræðsluferð f4x4 að bresta á um helgina.” Þetta er löngu búið, man ekki betur en það hafi verið talað um það þegar vefurinn var kynntur að fréttir væru tímastilltar þannig að þegar þær væru búnar þá færu þær af forsíðunni ?
Svo finnst mér númer 1,2 og 3 þetta nafnleysi algjörlega óþolandi. Öll umræða sem hefur verið í mörg ár um nýjan vef þá hefur þetta alltaf komið upp og lang flestir ef ekki allir sammála um að ef ekki væri fullt nafn við skrif viðkomandi þá ætti að vera hægt að sjá á bak við nikkið fullt nafn og félagsnúmer. Þegar vefurinn var kynntur þá kom það svar að þetta væri stillingaratriði og því spyr ég hvenær á að stilla þetta ? Þegar maður fer inn á notanda þá kemur upp sá möguleiki að setja sem vin eða setja sem óvin ? er nú ekki nóg af stríðum samt ? allavega ég vil fá upplýsingar þann 15 október næstkomandi um hver er mesti vinurinn og hver er mesti óvinurinn, þar með eru komnar 2 viðurkenningar fyrir árshátíðina 😉
Í þræðinum Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4 skrifar haffi vefnefndarmaður um myndaalbúmið þann 23 júni að það yrði keyrt inn í vikunni ? hvaða viku ? eða hvaða ár ?
Þegar þú ert innskráður þá sést bara Innskráning og svo möguleikinn Útskráning. Það sést ekki hver er innskráður, á gömlu góðu síðunni sást skýrt og greinilega hver var innskráður sem er mjög gott á þeim heimilum þar sem fleiri en 1 nota þetta. Eða er kannski bara gert ráð fyrir einum ?
Hversu langur tími líður frá því þú skráir þig inn þar til þú dettur út ? því það er ekki hægt að bakka og sækja það sem maður skrifaði eins og var hægt á gömlu síðunni.
Margir hafa gengið í kúbbinn eingöngu vegna þeirra afslátta sem við fáum, hér er hvergi möguleiki að sjá listan um þá.
Kveðja Lella sem hefur það hlutverk að hafa þessa síðu á hornum sér, allavega þar til hægt verður að segja að hún sé nothæf
13.07.2009 at 21:24 #651510Er þetta ekki að verða spurning um að fá sér sæti, skella einum köldum í sig og slaka aðeins á. Fyrirtíðaspenna á ekkert erindi á almannafæri.
13.07.2009 at 21:25 #651512ég er búin að vera þolinmóð í einn og hálfan mánuð og nú er bara nóg komið af því .
kv Lella
13.07.2009 at 21:44 #651514þetta er nú svolítið fyndið stebbi,
kona rífur kjaft og þá er hún með fyrirtíðarspennu ? en karl sem rífur kjaft er hann ekki bara töff ? eða hvað ?
Er þetta ekki svipað og kona sem sefur hjá 70 körlum er hóra eða mella á meðan karl sem tekur 70 kerlur er töff og öfundaður ?
ég bara spyr
kv Lella sem get ekki séð að ég hafi verið að rífa kjaft eða æsa mig, var einfaldlega að segja það sem mér finnst um þessa blessuðu vefsíðu
13.07.2009 at 23:28 #651516Lella þetta er flott fyrirspurn hjá þér og réttlát því að þessi síða er frekar döpur miðað við gömlu síðuna þó hún hafi verið róleg í umgengni. Gaman væri að það færi eitthvað að virka á þessari síðu. Þegar breytingar eru gerðar væri gaman að þær virkuðu þó eins og sú gamla fyrst farið var í breytingar.
14.07.2009 at 00:25 #651518ræsum gamla kvikindið og hendum þessari inn þegar hún er orðin ready þetta er eins og eiga 2 hús og annað er fokhelt og einhverju hluta vegna ákveður maður að búa í fokhelda húsinu hvað rugl er það
14.07.2009 at 00:27 #651520og ég heiti Georg Þór Steindórsson stend undir nafni kv bæbæ
14.07.2009 at 02:46 #651522Ég anda alveg rólegur þó að síðan sé svona meingölluð og ljót eins og hún er. Þetta hlítur að lagast með haustinu. Mig langar hins vegar til að vita hvað aðsóknin að henni sé núna?
Krafan um að [b:p5dog0as]SÍÐAN[/b:p5dog0as] skyldi opnuð hið bráðasta, var orðin svo knýjandi að þeir urðu að gera það. Nokkurskonar "sumargjöf" til félagsmanna.
En einnig held ég að þar sem um gersamlega nýtt vefumsjónarkerfi er að ræða gátu þeir ekki keyrt báðar síðurnar. Það sem aftur kom mér í opna skjöldu við opnunina var að, upplýst var að 90% af verkinu var unnið af SKÝRR og erum við búin að borga 2 millur fyrir það. Bíddu, hvað hefur þá vefnefnd verið að gera?Ég vona að vefnefnd geti varpað ljósi á þessi mál í þessum spjallþræði svo óánægju og þolsprungnum notendum verði svarað.
Kv. Magnús G.
14.07.2009 at 22:03 #651524[quote:1zh9iug7]þetta er nú svolítið fyndið stebbi,
kona rífur kjaft og þá er hún með fyrirtíðarspennu ?[/quote:1zh9iug7]Ó, ertu kona? Ég hélt að þetta væri eitthvað pungdýr uppfullt af testósterum að hvessa sig út í sjálfboðaliðana.
14.07.2009 at 23:26 #651526Ég er sammála Lellu í þessu máli, gamla síðan var bara MJÖG góð miðað við þessa…
14.07.2009 at 23:38 #651528stebbi, reyndu ekki að snúa þér út úr þessu, þú vissir nákvæmlega að ekki var um karl að ræða.
kv Lella
15.07.2009 at 00:04 #651530Sammála lellu þessi síða má fara í ruslið því eins leiðinlegt er að segja það þá nenni ég varla að fara inn á hana lengur sökum þess að það vantar allt á hana og þetta er leiðindar notenda umhverfi.
kv. Atttto
15.07.2009 at 00:51 #651532Þessi síða má fara í ruslið mínvegna. Bæði ljót og með ömurlegt viðmót.
15.07.2009 at 01:16 #651534Flottur fídus á forsíðunni núna að hafa fréttina á bak við spjallgluggan 😉
endalaus snilld sem kemur í ljós á þessari "flottu" síðu.
Kv Lella
15.07.2009 at 17:48 #651536[quote:3u5mu6ea]stebbi, reyndu ekki að snúa þér út úr þessu, þú vissir nákvæmlega að ekki var um karl að ræða.
kv Lella[/quote:3u5mu6ea]Mér er svosem alveg sama hvað er á milli lappana á þér, mér finnst þú bara búin að væla og tuða svo mikið yfir þessari nýju síðu að þú ættir hreinlega að standa við stóru orðin, vertu bara á Facebook.
Ég held að þið tuðararnir getið alveg gleymt því að eitthvað lagist í sumar á síðuni svo lengi sem veðrið hangir svona gott. Þeir sem eru í vefnefnd og eiga að sjá um þetta eiga sér líka líf.
Persónulega myndi ég frekar nota tíman í ferðalög og útilegur á meðan það er svona hlýtt og gott veður í stað þess að hanga yfir tölvuni og vinna í einhverju sem maður fær hvort eð er skítkast fyrir og engin laun.
15.07.2009 at 19:06 #651538stebbi ég nenni ekki að munnhöggvast hér við þig hef ekki hugmynd um hver þú ert, en ef vefnefnd hafði ekki tíma til að klára síðuna af hverju í ósköpunum voru þeir þá að setja hana í loftið í byrjun júní ? þá vitandi að þeir væru að fara í sumarfrí og allt því tilheyrandi ? Held að það verði ansi margir fleiri en ég sem snúa frá þessari síðu ef þetta á að vera svona í marga mánuði.
kv Lella
15.07.2009 at 20:04 #651540Ég verð nú eiginlega að taka undir með stebba, ef þessi síða er svona ómöguleg í guðabænum verið þið bara inná fésbókinni,
eða er það kannski málið að það er ekkert að gerast þar sem hægt er að skammast yfir þannig að þið þurfið að fá útrás á þessari
hálfkláruðu síðu, mig finnst þettað allvegna óþarfi en reyndar virðist þettað ekki vera stór hópur sem er með leiðindi og væri örugglega hægt að telja putta á annarri hendi fjöldan á leiðindapúkunum sem eru mest áberandi, og ef ég man rétt eru þettað þeir sömu og voru mest að þrasa á gömlu síðunni, blessuð sé minning hennar.
En hvað um það að þá er ég nú ekki sá duglegasti að tjá mig hér en hef hinsvegar mjög gaman af því að kjíkja hér inn og geri það stundum oft á dag, mig líst bara vel á þessa síðu og hlakka mikið til þegar myndaalbúmið verður klárt svo ég geti hent inn myndum að jeppanum sem ég er búinn að vera hamra saman.
Með baráttu kveðju úr sveitinni
Atli Sveinn Svansson Bóndi með stóru b og Toyotu maður með risa t.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.