Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nýja kortið
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.03.2009 at 12:28 #204023
Nú var ég að fá nýja kortið inn um lúguna. Og þar stendur á blaðinu sem fylgdi með að afslátturinn sé 7kr hjá Skeljungi og 5kr hjá Orkunni. Verð miðast við dæluverð. Hvað þýðir dæluverð? Er það verðið sem er á þeirri dælu sem við förum á, eða er það þjónustuverð?
Semsé ef ég fer á Shell í skógarhlíð og dæli sjálfur, þar kostar líterinn af bensíni 139,8 fæ ég þá 7kr afslátt af þeirri krónutölu? Eða fæ ég 7kr afslátt af 146,9 sem er þjónustuverð?
Og einnig er talað um að það sé 15% af olíuvörum, er þá ekki afsláttur af bílavörum? Rúðuhreinsi og þessháttar?
Kveðja
Þengill -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.03.2009 at 13:29 #643356
Ég talaði við shell í morgun og mér var sagt að þetta væri verð sem væri á dælunni og myndum við sjá afsláttinn strax. þannig að við eigum að geta tekið þessar 7kr af miðað við það verð sem dælan segir til um.
13.03.2009 at 14:20 #643358Dæluverð er það verð sem gefið er upp á dæluni,
Hér áður var miðað við útgefið listaverð (þjónustuverðið ) en með þessum nýju kortum er verið að miða afsláttinn við dæluverðið á dæluni.
Þú færð sjö krónur frá 139,80 sem gerir 132,80
Afsláttur er 15 % á olíuvörum, við erum að vinna í að breyta þessu þannig að afsláttur verði á fleirri flokkum.
13.03.2009 at 14:41 #643360Er það á hreinu hvort maður þurfi að sína bæði kortin? Eins og ég sagði í öðrum þræði þá hafa bensínafgreiðslumenn ráðlagt mér að láta renna báðum kortunum í gegn til að fá afsláttinn.
13.03.2009 at 14:56 #643362eins og ég skildi þjónustufulltrúa shell í morgun þá kemur afls strax fram með nýja kortinu.
13.03.2009 at 15:02 #643364Sælir Þröstur heiti ég og starfa hjá Skeljungi
Ef þið eruð búnir að tengja nýja kortið þá þarf ekki að sýna neitt annað. Nýju kortin virka bæði hjá Shell og Orkuni.
13.03.2009 at 17:13 #643366Hvað með vildarpunktana fylgja þeir með á þessu nýja korti??
13.03.2009 at 17:49 #643368hvernig er það, get ég ekki áfram sýnt bara kortið og fengið afsláttinn þó ég borgi með debet, kredit eða með peningum, þarf ég að borga með kortinu??
Kv, Kristján
13.03.2009 at 17:55 #643370Hvernig er það,
var ekki afslátturinn okkar 12 krónur í fyrra.
og núna 7 krónur.+ aukin álagning samkvæmt FÍB.
hvernig eru þessir samningar orðnir, vinavinavæðing í gangi ? Hættir að leita tilboða ?
Við erum örugglega eyðslumesti klúbbur landsins. fyrir utan stórfyrirtæki.
kv
Gunnar
13.03.2009 at 18:57 #643372Eru þá viðskiptakortin dottin úr gildi? Nýja kortið var að koma í pósti í dag og í lettersbréfinu er mér sagt að ég geti vikjað það sem staðgreiðslukort og tengt það við hvort heldur kredit eða debetkort. En eru sum sé reikningsviðskiptin dottin upp fyrir?
13.03.2009 at 19:05 #643374En svo segir í bréfinu sem fylgdi ef ég hef skilið það rétt. Er þá hægt að nota kortið á sjálfsölu-dælum, líkt og með örgjörva frá AO og fleirum, og úttektin fer á tengt kredit- eða debitkort. Það stendur til að prófa þetta en ef einhver er búinn að því eða veit fyrir víst hvernig þetta virkar þá væri gaman að heyra af því.
13.03.2009 at 19:27 #643376Ekkert um örgjörva í bréfinu sem ég fékk. En ég get ekki skilið bréfið á annan veg að ef ég virkja ekki kortið sem staðgreiðslukort, þá virkjast ekki afslættir.
"Um leið og þú hefur virkjað kortið, veitir það þér fasta afslætti hjá Skeljungi og Bensínorkunni, þegar greitt er með því fyrir eldsneyti og vörur."
Þ.e. reikningsviðskipti eða afslættir?
13.03.2009 at 19:32 #643378nánar hérna, tekið af vef Skeljungs. Ég hefði átt að lesa þetta betur, stendur allt hér:
http://www.skeljungur.is/default.aspx?pageid=578
Greinlega einhver annar díll fyrir almúgann, þarna er bara verið að tala um 5 kall í afslátt. Nú er bara að finna dæluna með lægsta verðinu
13.03.2009 at 20:50 #643380á síðunni fær maður uplýsingar þegar maður er búinn að tengja kortið og þá stendur:
Almennt um Staðgreiðslukort:
Staðgreiðslukortið er viðskiptakort með innbyggðum örgjörva. Kortið má bæði nota í sjálfsala og einnig er hægt að beina því að eldsneytisdælu og opnast þá fyrir úttekt sjálfkrafa.
ekkert annað að gera an að prufa 😀
14.03.2009 at 00:18 #643382miðast við fullt verð með þjónustu, og er það ekki ca. 5 krónum hærra en sjálfsafgreiðsluverðið, þannig að við höfum verið að fá ca. 7 kr í afslátt af sjálfsafgreiðsluverðinu. En með nýja kortinu þá fæst líka 5 kr beinn afsláttur af því verði sem stendur á skiltinu á orkustöðvunum, ég er fyrir með orkulykil sem gefur mér 2 kr í afslátt strax og tekur það beint út af debet kortinu mínu eins og nýja kortið á að virka.
14.03.2009 at 12:32 #643384Ég spyr eins og aðrir hérna – eru reikningsviðskipti sem sagt úr sögunni ?
Á maður að henda rauða kortinu ?Hvað með aukafélaga ? Fá þeir ekki kort ? Konan mín notaði 4×4 afslætti meira heldur en ég og ég hef þegar fengið kort en hún ekki.
Svo sé ég að það er aftur kominn þessi 1 kr á l sem rennur til klúbbsins – sem var áður og skilaði klúbbnum sáralitlu. Þá spyr ég er þá búið að fella út árlegan styrk til klúbbsins upp á nokkrar milljónir á ári sem að samið var um síðast þegar að samið var – og var ekki þá samið til nokkurra ára ?
Það væri forvitnilegt fyrir okkur félagsmenn að fá að sjá samninginn eða úrdrátt úr honum….
Annars er þetta orðið þannig að ég sem einstaklingur og stórnotandi á olíu ( 1000 – 1500 l á mánuði) fæ betri kjör heldur en þetta hjá N1.
Benni
14.03.2009 at 13:52 #643386Að mínu mati er það mun einfaldara að fá afsláttinn strax á dælunni heldur en í gegnum reikningsviðskiptin. Fyrstu mánuðina var bölvað basl að losna við seðilgjaldið hjá Shell, en samkvæmt samningnum (ef ég man hann rétt) þá áttu félagsmenn og aukafélagar ekki að borga seðilgjald.
Auk þess þá fékk konan mín sem aukafélagi ekki sama bensínafslátt og ég af aðalkortinu eftir nokkurra mánaða viðskipti. Þetta þýðir að ég þarf AFTUR (!!!) að sækja alla reikningana flokka þá í sundur (aðal og aukakort) og reikna HANDVIRKT (!!!) hvort og hvaða reikningar eru endalaust vitlausir. Þetta er tóm handavinna, símtöl, tölvupóstar og kvart þannig að ég dauðfeginn að losna við þessi reiknings"viðskipti".
Verst er reyndar að ég get ekki tekið neitt bensín ef ég er blankur.Ég sakna aukafélagakortsins já, ég vil endilega fá staðgreiðslukort fyrir konuna líka.
Einfaldari afsláttur sem kemur strax fram á dælunni er jákvætt að vissu leyti en nú þarf maður aftur að kíkja við í Skógahlíðinnni (139,8 af 95okt og 149,7 af Diesel) , eða á Vík í Mýrdal, Stykkishólm eða Grundarfjörð (135,7 af 95okt og 145,5 af Diesel) til að fá besta afsláttinn miðað við verðið í dag.
Afsláttur af öðru en bensíni væri best að fá yfir alla línuna, 15% mat, nammi bílavörum og öllu hinu.
Það væri voða gaman að fá á hreint hvort við fáum líka Vildarpunkta, en ég er allavegana ekki að fara að fljúga neitt í bili….
Hefur Ferðaklúbburinn mælt hversu mikið af bensíni, olíu og öðrum vörum eru keypt með þessum afsláttum? Nú þegar kortin eiga öll að vera tengd við debet og kreditkort hefði ég haldið að klúbburinn ætti skilið að fá meiri afslátt en stórnotandi með 1000-1500l á mánuði ( þ.e. EF notkun félagsmanna er umfram það í magntölum, tel það reyndar afar líklegt…). Rök mín fyrir þessu er að fyrst reikningsviðskipti eru úr sögunni þá er áhætta Skeljungs á að fá reikninginn greiddan úr sögunni, sem og nær allur kostnaður Skeljungs við að rukka (bréf í pósti, ítrekanir o.s.frv.). Það eina sem Skeljungur gerir er að prenta félagsnúmerin okkar á kortin, það kostar varla svo mikið aukalega eða hvað ?!?
14.03.2009 at 17:22 #643388Kona mín er aukafélagi og fékk kort í gær, en ég sem hef verið félagi í nokkur ár fékk ekki kort sent. Ég hafði samband við shell og þá var mér sagt að ég væri sennilega ekki búinn að greiða félagsgjaldið og fæ því ekki kort. Ég borgaði mitt félagsgjald um leið og greiðsluseðilinn barst en samt er ég dottinn af félagaskrá eða orðinn aukafélagi.
Hvernig verður þetta fá aukafélagar þá ekki kort og geta því ekki nýtt sér þessa afslætti.
14.03.2009 at 18:24 #643390Spurning til stjórnar….
Er búið að gera breytingar á samningnum sem gaf klúbbnum 10.000.000.- á ári í styrk til 5 ára (2008-20012 samtals 50.000.000.-) eða er 1 kr á seldum lítra hrein viðbót við samninginn???????
Kveðja
Agnes karen Sig
14.03.2009 at 20:16 #643392Sæl, til að taka af allan vafa þá er samningurinn við Shell enn í gildi og hefur honum ekkert verið breytt. Við fáum sömu upphæð og um var samið. Um nýju kortin get ég voða lítið sagt ykkur um ég fékk bréfið sem sett var inn á vefin í síðustu viku og las mér til um afslættina. Ég hef verið eins og fleirri í reikningsviðskiptum við Skeljung og reiknaði með að halda þeim áfram. Við báðum Þröst um að filgjast með vefnum og svara spurningum sem kæmu upp hjá félagsmönnum um kortin og þau vandamál sem kæmu upp. Það er kannski sniðugt að þeir sem lendi í vandræðum sendi póst á netfangið hjá mér og ég skal fara með póstin til Shell og fá svör við spurningunum á mánudaginn. Þeir sem vilja geta sent póst á klettas8@simnet.is og ég mun koma því til skila og senda svör til baka. Samt mun ég birta bæði spurninguna og svarið í spjallþræði sem ég stofna fyrst með spurningunni og svarið strax undir. En þetta verður ekki fyrr en á mánudaginn. Endilega sendið spurningar og ég geri mitt besta
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður f4x4
15.03.2009 at 22:05 #643394Ég fékk ekki krónu í afslátt á laugardaginn.
Búinn að senda þér póst.Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.