This topic contains 63 replies, has 14 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 9 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Eins og fram kom á félagsfundinum 1. september erum við að fara af stað með framkvæmdir í nýja húsnæðinu okkar í Síðumúlanum. Þessi spjallþráður er settur af stað í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um framgang mála og svara fyrirspurnum ef einhverjar eru. Það kom fram á fundinum að við ætlum að hafa vinnukvöld á mánudags og miðvikudagskvöldum frá ca. hálf sjö til tíu. Núna á miðvikudaginn þriðja september ætlum við að hefjast handa. Farið verður í að skrúfa niður hillur, opna stigaop á milli hæða, taka niður þá gifsveggi og plexiglersveggi sem ekki eiga að standa og koma öllu því efni sem í þessu er niður á neðri hæðina til geymslu og síðari nota. Við þurfum aðstoð ykkar félagsmanna og gott væri ef þið gætuð komið með einhver verkfæri svo sem hamra, kúbein, skrúfvélar, sagir og þess háttar. Ef einhverjir eru með tröppur eða stiga væri gott að fá slíkt. Þetta verður svona til að starta framkvæmdinni og byrja að þreyfa á verkinu og sjá hvernig það fer af stað og síðan verður sett upp nýtt prógram fyrir næsta mánudag. Hlökkum til að sjá ykkur.
Fasteignanefndin.
You must be logged in to reply to this topic.