This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Í gærkvöldi komu menn og konur saman í hinu nýja húsnæði félagsins og héldu gott housewarming með tilheyrandi stöðluðum siðum sem felast í glasalyftingum, samræðum góðum og einstaka stemmusöng, að því er mér skilst aðallega borinn uppi að leynigesti kvöldsins, Robert nokkrum Marshall, missti því miður af því enda komst ég ekki á staðinn fyrr en seint og um síðir, þurfti þar af leiðandi að ná í hælana á þeim sem fyrir voru hvað mjöðdrykkju varðar, naut þar dyggrar aðstoðar Glanna nokkurs sem sá um að ég kæmist aldrei nema niður í 1/3 af glasinu og þá, eins og fyrir einhver töfrabrögð var það alltaf orðið fullt aftur. Menn geta bara ímyndað sér hvað skeði, þetta er svona eins og hlaupari sem er alltaf að koma í mark og herðir alltaf á sér en markið er alltaf fært jafnóðum þannig að hann nær því aldrei. Og í dag er mjög vel sóttur aðalfundur hjá trésmiðafélaginu en mér er ekki nokkur leið að skilja þá ráðstöfun að þeim hafi verið uppálagt að mæta hver með sinn fundarhamar og nota þá svo óspart sem raunin er. Jafnvel þessi gamli, þið vitið, fúli með yfirvaraskeggið og vinstihandarsögina sem aldrei hefur getað lamið neitt hamast nú sem óður væri á fundarhamrinum. Og virðist ekkert vera á því að fara í mat eða kaffi, hvað þá reykpásu, kallskrattinn. En engu að síður, þakka fyrir gott kvöld, öllum sem að stóðu til mikils sóma og nýja húsnæðið glæsilegt og býður upp á góða möguleika hvað varðar félagslíf klúbbmeðlima. Ætla hér með að fara upp í Heiðmörk og sjá hvort ég geti ekki labbað af mér alla trésmiðina, þeir hljóta að fara að þreytast á þessum hamagangi.. Bestu kveðjur, L.
You must be logged in to reply to this topic.