Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýja AT 405 dekkið
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2001 at 22:14 #191167
Sælir félagar.
Hvernig lýst mönnum á nýja „38 dekkið frá Arctic Trucks svona við fyrstu sýn?
Ég verð að játa að ég er pínu spenntur að prófa þetta, enda virðist talsverð nýjung á ferðinni, sbr. það sem fram kom hjá Freysa á síðasta mánudagsfundi.
Eru þessi nýju Parnelli Jones dekk að gera eitthvað meira eða betra en Mudder og Cepek?
Með ferðakveðju,
Björn Þorri
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.10.2005 at 22:43 #457392
Hvernig má reikna með að dekkið endist í samanburði við td. mudder eða ground hawk. Slitnar mjúkt vetrargúmmí hratt eða hægt eða vita menn ekkert um það.
21.10.2005 at 14:52 #457394Miðað við mælingar á prufudekkjunum ætti dekkið að endast ca 69542km en þar sem það er harðara gúmmí í prufudekkjunum gæti það breyst núna með mýkra gúmmí. Við völdum mýkra gúmmí til að fá betra grip í frosti, mýkra gúmmí þýðir yfirleitt hraðara slit og þá sérstaklega í heitu veðri og þegar ekið er hratt. en það þarf samt ekki að vera algilt að mýkra gúmmí slitni hraðar, þar kemur inn sveigjanleiki kubbana í dekkinu, kæling og önnur gæði gúmmísins.
það sem hefur mest áhrif á endingu:
Þyngd bíls
fjöðrun og hjólastilling
gúmmíblanda
Hitastig, sumar/vetur
Aksturshraði
Akstursmáti
gerð munsturs
munsturfylling.Í stuttu máli vitum við ekki hvernig dekkið kemur til með að endast, það verður reynslan að sýna en það eru vísbendingar um að það verði ekki langt frá endingu Mudder eða Ground Hawk, meiri munsturfylla sveigjanlegri kubbar en á móti mýkra gúmmí.
21.10.2005 at 15:02 #457396Mig langar helst að henda þessu glænýju Mudderum sem ég á og fá mér svona dekk….ekki er nú verra að fá hann á 35kall stk.
21.10.2005 at 16:42 #457398Já það hefði verið spannandi að prófa þessi dekk enn það vildi svo til að ég var nýbúinn að kaupa muddera, eða viku áður en það kom tilkynning um að AT405 dekkin væru að lenda… eftir að hafa haft góða reynslu af BFG AT dekkjum hef ég fulla trú á þessu fína munstri… en svona er þetta bara…. maður verður bara að sætta sig við reynslusögur þangað til næst…
Kv.
Óskar Andri
21.10.2005 at 16:55 #457400við sem erum á nýjum mudderum verðum bara að vera með næst, þá verður líka kominn reynsla á dekkin.
24.10.2005 at 22:25 #457402Hafa menn eitthvað að segja um þessi nýju dekk.
Einhverjar frekari reynslusögur. Er kominn í mjög ríka þörf fyrir ný dekk. Hef hingað til ekið um á Mudder. Spurning hvort maður prófi þessi.
31.10.2005 at 08:49 #457404Jæja eru menn farnir að fara á fjöll á dekkjunum og athuga hvort þau drífa eitthvað í snjó?
Gaman væri að fá reynslusögur. Eða eru menn kanski fastir í Húnavatnssýslunni og ekkert virkar.
07.11.2005 at 12:06 #457406bara að athuga hvort menn eru farnir að prufa nýja dekkið. Ég er ekki búinn að setja mín undir enþá :<(
Hinn Bensíndraugurinn
07.11.2005 at 14:44 #457408Hann Gísli Ólafs var á þessum dekkjum með okkur nú um helgina og ég gat ekki betur séð en að hann væri að drífa mjög vel (reindar eins og venjulega) en lentum í mjög þungu færi, hann kemur kanski með einhverja punkta.
Benni
07.11.2005 at 21:55 #457410Sælir félagar, ég fjárfesti í AT 405 nú fyrir stuttu, og er búinn að keyra svolítið í snjó á þeim, meðal annars fór ég upp á Kveravelli á laugardaginn síðasta og daginn eftir fórum við á nokkrum bílum á langjökul, og var ég sá eini á þessum dekkjum, annars bara bílar á grand hawk, það var svolítið misjafnt færi og virkuðu þau BARA VEL, dekkin bælast mjög vel við úrhleypingu. Og það skemmtilega að mér fannst við þessi dekk er að það er hægt að krafsa ótrúlega áfram á smá spóli án þess að bíllinn grafi sig strax niður eins og maður var að gera á grófari dekkjum, og gaman væri að heyra frá fleiri AT 405 eigendum, kv, Valur
07.11.2005 at 23:15 #457412Sælir félagar.
Þá er ég búinn að búinn að keyra eina helgi á fjöllum í mjög þungu færi á nýju AT405 dekkjunum mínum og hér kemur það helsta sem ég man eftir.
Ég var alla helgina að keyra með bílum sem ég hafði oft ferðast með áður t.d. var Bjarni Ejólfsson á sínum Hilux sem er svipað útbúinn og minn bíll og hefur yfirleitt gengið svipað vel hjá okkur að drífa.
Það er skemmst frá því að segja að ég varð ekki var við að ég drifi neitt betur eða verr en t.d. Bjarni og mér sýndist samanburðurinn við aðra bíla vera nokkuð svipaður og þegar ég var á Möddrunum.
Það eru nú samt nokkur atriði sem eru umhugsunarverð, mér fannst til dæmis að ég finndi fyrir því að dekkin standa betur mál en mödderinn (sem ég er búinn að keyra á síðustu 10 árin að minnsta kosti) kannski er það bara huglægt ég veit það ekki alveg en mér fannst hásingarnar sleppa ótrúlega vel við grjótið að þessu sinni sem var vissulega nóg af.
Annað sem ég tók eftir var það að þegar maður bankaði felgunni í grjót þá virtist höggið verða mýkra, kannski að þessi felguvörn sem ég hafði sáralitla trú á til að byrja með sé bara að virka.
Eitt enn sem ég tók eftir sem er verulega frábrugðið Möddernum er að maður getur spólað meira í lausum án þess að grafast niður en samt er gripið alveg frábært.
Að lokum smá vangaveltur, flestir vita að Mödderinn er oftast erfiður meðan dekkin eru glæný og batna svo bara eftir því sem þau eldast og slitna, ef þetta verður eins með AT 405 dekkin þá verður þetta bara frábært þegar dekkin fara aðeins að slitna og mýkjast.Kveðja
Gísli Ólafsson
Akureyri
08.11.2005 at 08:43 #457414"38,1 tomma
20. október 2005 – 21:36 | Vilhjálmur Freyr Jónsson, 129 póstarAT405 stendur 38,1 tommu á 12,5" felgu, (Mudder er 37,55 tommur"
Þarna höfum viðþað. AT dekkin eru bara talsvert hærri, sem er bara gott. Og já það verður gaman að sjá hvernig það kemur út þegar það er farið að slittna. Allavega hlakkar mig til að prófa
Lifið heil
Hinn Bensín Draugurinn
08.11.2005 at 16:22 #457416Mínar athuganir, sem voru gerðar á göngugreiningartækjunum hjá Össur bernda til þess að mudderinn stígur mjög fast í axlirnar meðan hann er nýr en lagast svo þegar hann slitnar svolítið á meðan AT405 dekkin eru jafngóð allan líftímann. þessvegna er ólíklegt að dekkin batni mikið í drifgetu frá því sem þau eru meðan þau eru ný.
Frekar neðarlega á þessari síðu er göngugreiningin . AT405, Mudder og Dick Cepek kevlar:
http://www.4x4offroads.com/at405-radial.html
Ég er mjög ánægður að þau standist samanburð við Mudder í drifgetu Ég hef alltaf sagt að Mudder séu jafnbestu 38" dekk sem búin hafa verið til. (vonandi þangað til nú)
08.11.2005 at 16:48 #457418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
flotið virðist vera mun meira, sökum betri þyngdardreyfingu, sá einn rauðan punkt þarna á AT405 en Mudderinn virðist vera allur úti í rauðu…mudderinn hefur staðið sig hingað til í flotinu, svo ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af þessu dekki
09.11.2005 at 00:55 #457420Mudderin kemur svona út með mikið af rauðum blettum augljóslega af því að hann er með opnasta munstrið en þegar dekkin eru í snjó skiptir það ekki máli hvað varðar flot. Þegar maður skoðar footprintið og reynir að meta hvort dekkin séu góð til brúks á linu hlýtur að vera síst minna atriði að skoða miðjuna og þá svörtu svæðin, þar er baninn farinn að lyftast upp af fletinum. það þíðir að miklir innri kraftar eru að verki í dekkinu sem valda mikilli veltimótstöðu. reyndar held ég að þetta segi mjög lítið um drifgæði þessara dekkja í snjó. Bani dekksins hefur aldrei þessa lögun þegar verið er að reina að drífa í þyngsta færinu þá er baninn meira sporöskjulaga og felgan situr bara neðar í dekkinu en þetta sýnir vel hvernig þau virka á ís. Mér líst mjög vel á AT405 dekkið og vil endilega fá fleiri sögur að lesa um það hér.
kv guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.