Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýja AT 405 dekkið
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2001 at 22:14 #191167
Sælir félagar.
Hvernig lýst mönnum á nýja „38 dekkið frá Arctic Trucks svona við fyrstu sýn?
Ég verð að játa að ég er pínu spenntur að prófa þetta, enda virðist talsverð nýjung á ferðinni, sbr. það sem fram kom hjá Freysa á síðasta mánudagsfundi.
Eru þessi nýju Parnelli Jones dekk að gera eitthvað meira eða betra en Mudder og Cepek?
Með ferðakveðju,
Björn Þorri
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.10.2005 at 20:50 #457352
Til hamingju Freyr og Arctic Trucks með að þetta sé orðið að veruleika. Menn voru farnir að brosa í kampinn þegar Freysi fullyrti að dekkið kæmi þótt síðar verði en það var aldrei nein uppgjöf á dagskrá þar og árangurinn kominn í höfn. Þetta er eiginlega lýsandi fyrir íslenska jeppamenningu, ef ekki er til það sem mönnum finnst þeim vanta er það bara búið til, hvort sem það er heppilegt dekk eða annað.
Kv – Skúli
12.10.2005 at 21:50 #457354Veit einhver hvað þau kosta?
12.10.2005 at 22:43 #457356Einhvern tíman nefndi hann Freyr töluna 36.900 kr fyrir 4×4 félaga…… Hlýtur að vera nálægt því.
GH í Hjólbarðahöllinni er á 37.600 kr og Mudder á 36.900 hjá BB þessa dagana þannig að m.v. það þá eru þetta ekki slæm kaup, sérstaklega ef tröllasögurnar reynast sannar
kv
AB
12.10.2005 at 23:04 #457358Verðið um þessar mundir er 35900 til 4×4 félaga.
það er mikil sigurtilfinning að vera búinn að þrjóskast við að koma þessu dekki í höfn. Vonandi verða dekkin um öll fjöll í vetur.
13.10.2005 at 16:25 #457360Sælir…
Eru einhverjir búnir að keyra á þessum dekkjum??..Hvernig er veghljóð?
Hvernig er að keyra á þeim hérna innanbæjar? Er einhver búinn að prófa þessi dekk í ferð? Snjó kannski?
Þið sem eruð búnir að fjárfesta í þessum túttum ættuð nú að leyfa okkur hinum að heyra….
Er sjálfur á nýlegum 38" blöðrum þannig að maður er ekkert farinn að huga að því að fá sér ný dekk strax….
En fyrir næsta vetur verður fjárfest í nýjum og hin notuð sem sumardekk.
Ausið nú úr REYNSLU brunninum. Þá á ég við þá sem geta sagt eitthvað þótt stutt sé síðan að fyrstu menn umfelguðu þetta undir sig.
Kveðja
Siggi
13.10.2005 at 22:51 #457362Það eru nú varla margir sem geta sagt reynslusögur því eins og segir í frétt á forsíðunni og hér í þráðinum var fyrsta sending að koma til landsins. Að vísu er Freysi og aðrir ArcticTrucks menn búnir að prófa eitthvað fyrstu prufueintökin og að sögn virkað bara fjandi vel í snjó, en engu að síður dekkin sem koma núna búin að ganga í gegnum einhverjar betrumbætur frá .
Kv – Skúli
13.10.2005 at 23:03 #457364Hvernig er þetta nýja dekk samanborið við Möderinn? Eru hliðarnar jafn þunnar og mjúkar og er gott að keira á þeim úrhleiptum?
kv ice
14.10.2005 at 08:28 #457366Ég gæti sagt mikið af reynslusögum en ég er náttúrlega hlutdrægur því hverjum þykir sinn fugl fagur. ég er búinn að vera á svona dekkjum í 3 ár og hafa dekkin komið ágætlega út. Að vísu voru það testdekk og á þessum 3 árum er búið að endurbæta þá veikleika sem við fundum í þeim. Dekkið var ekki nógu fast á felgunni felgan spólaði í og það þurfti of lítið til að affelga dekkið. nú er það eins fast á eins og við þorum og hefur komið í ljós að illmögulegt er að koma dekkinu á afbrigðilegar felgur til dæmis kantsoðnar felgur. Við erum líka búnir að skifta um gúmmíblöndu í munstri dekksins þar sem gúmíið var of hart og sleipt í kulda. Við lögðum upp með að hafa hliðarnar þunnar til að minka hitamindun þegar við ökum með of lítið loft. við höfum komist að því að hitamyndun er með minnsta móti. í staðin eru þau ekki með eins sterkar hliðar og þau dekk sem eru þykk.
Það væri gaman að fá fljótlega óhlutdrægar reynslusögur því að dekkin hafa farið undir marga bíla í vikunni.
15.10.2005 at 08:24 #457368Ég vissi að það væru ekki til neinar þaulprófaðar reynslusögur, en eins og Freysi segir að þá eru margir komnir á þessi dekk núna í vikunni…og ætti þá einhver að fara að geta tjáð sig eitthvað um þau. Ég er ekki að fara fram á einhverjar svakalegar sögur…heldur bara að fá að heyra hvað mönnum finnst en sem komið er.
VEGAHLJÓÐ og fleira.
Einnig var gaman að heyra þessa frásögn frá Freysa. Segi ég nú ekki annað en að LOKSINS komu þessi blessuðu dekk. Ég fæ mér kannski svona dekk fyrir næsta vetur….ef reynslan af þeim er nógu góð.
Kveðja
SIGGI
16.10.2005 at 00:49 #457370Hvernig verður þetta í framtíðinni, verður hægt að fá 40" dekk ? það væri óskandi.
Kalli
16.10.2005 at 08:57 #457372Stærri dekk eru ekki komin á planið hjá okkur. Við finnum enga leið til að reikna okkur það í haginn. Markaðurinn er líklega of lítill til að geta borgað þróunina og mótin fyrir 40 eða 42" dekk.
16.10.2005 at 22:35 #457374sæll Freyr
Ætlið þið að selja þessi dekk erlendis ?
kv
Agnar
16.10.2005 at 23:02 #457376á ekki að setja á markaðinn 35" og 36" dekk með sama/svipuðu munstri? Hvernig er með hliðargrip á þessum dekkjum, eins og þegar maður er að keyra í hliðarhalla eða taka krappar beygur?
17.10.2005 at 12:49 #457378Það hefur ekki verið ákveðið að fara í aðrar stærðir, við ætlum að sjá hvernig dekkin reynast og hvernig viðtökurnar eru. Markaðsetning erlendis var á dagskránni í upphafi en við verðum bara að skoða það þegar allt annað er komið í fúll sving hjá okkur.
17.10.2005 at 16:09 #457380Sælir félagar
Ég setti þessi nýju AT405 dekk undir hjá mér í síðustu viku og er búinn að keyra nokkur hundruð km. síðan þá, mest á þjóðvegi en líka innan bæjar hér á Akureyri.
Fyrir helgi var mikil hálka hér hjá okkur og gafst því kjörið tækifæri að prufa gripið, í stuttu máli sagt þá er það bara frábært, t.d. þegar ég bremsaði harkalega eitt skiftið þá kom kassi sem ég var með í aftursætinu í bakið á sætinu mínu.
Aksturseiginleikar eru að því er mér finnst nokkuð svipaðir og Mödderinn, kannski eittvað pínu betri en þetta er að sjálfsögðu svolítið erfitt að meta.
Með veghljóðið, það finnst mér mesta breytingin enn sem komið er miðað við Mödderinn sem ég hef notað núna í c.a. 10 ár þá einfaldlega þegja þessi dekk og það er mikill munur þegar maður er mikið á ferðinni.
Ég hef ekkert farið á þeim til fjalla ennþá þannig að ég get ekket sagt um það hvort þau drífa í snjónum eða ekki en það kemur örugglega tækifæri til þess fljótlega.Kveðja Gísli Ólafsson
19.10.2005 at 11:58 #457382AT405 er mjög mikið skorið dekk, gúmmíblandan í bananum er mjúkt vetrargúmmí og líklega þurfa ekki allir að hafa nagla í dekkjunum sérstaklega ef menn eru að megni til að aka innanbæjar í Reykjavík. Samt er það svo að maður getur lent í glærasvelli, þá sérstaklega á þjóðvegum landsins eða í bleytutíð í jökuljöðrum, þá er ekkert sem bjargar nema naglar.
Margir hafa spurt um hvaða stærð og fjölda af nöglum skuli nota í AT405. þeir helstu dekkjasérfræðingar sem ég hef talað við hafa hver sína sérvisku í þessu.
12×15 eða 12×17 virðast vera hentugir. 12×15 slitna betur með dekkinu og endast lengur en virka kanski ekki nogu vel strax, en 12×17 virka betur strax en fara með tímanum að standa of langt út úr dekkinu með þeim afleiðingum að þeir virka verr seinna (verða eins og skautar) og týnast frekar úr.
Fjöldi naglagata er ca 127 í hverju dekki.
Niðurstaða: 12×15 ef neglingin á að endast í mörg ár
12×17 ef neglingin á að hafa hámarksvirkni strax.Sjálfur ætla ég að nota 12×17 í vetur og plokka naglana úr næsta vor og keira svo naglalaus sumarið og veturinn á eftir.
19.10.2005 at 20:07 #457384Hvar er Artic trucks til húsa???? Veit þið eruð með skrifstofu upp á Krókhálsi. Hvar get ég skoðað dekkin?
20.10.2005 at 10:42 #457386Það er rétt. Arctic er með Skrifstofu á Krókhálsi 5A 3 hæð, síminn þar er 5404900 það er dekk til sýnis á skrifstofunni og oftast eru bílar fyrir utan á dekkjunum. Hjólbarðaverkstæðið Sólning í Kópavogi og Ingi á Húsavík eru líka með dekk til sýnis og sölu
20.10.2005 at 11:24 #457388Veit einhver hvað dekkið stendur hátt á 12" breiðri felgu??
Kv.
Óskar Andri
20.10.2005 at 21:36 #457390AT405 stendur 38,1 tommu á 12,5" felgu, (Mudder er 37,55 tommur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.