Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › nýir bílar
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Leósson 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.10.2007 at 12:13 #200957
Jæja félagar:)
nú er ég með smá pælingu
ef þið væruð að fara að fjárfesta í nýjum pallbíl
og mynduð vilja hafa hann 35″ breyttann hvort mynduð þið velja toyotu hilux double cab eða nissan navara??AT35 fyrir Nissan Navara kostar kr. 865.000.-
AT35 (17″ felgur) fyrir Toyota Hilux kostar kr. 875.000.-
ég kann ekki að setja inn myndir en það er hægt að skoða myndir af báðum þessum bílum inn á http://www.arctictrucks.is
veljiði nú:) -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.10.2007 at 12:21 #599812
Ekki gleyma Izuzu Dmax, sem er kominn með nýjan og kraftmikinn mótor, rúmbetri heldur en t.d Navarran og gefur lítið sem ekkert eftir í útliti og er töluvert ódýrari en báðir þessir bílar, síðan skalltu athuga að 17" felgurnar og dekkin eru dýrari en að taka 15" felgur á 35" og þá færðu töluvert verklegri bíl líka.
Annars myndi ég versla við Toyota frekar en I.H.
13.10.2007 at 12:30 #599814ég sá þetta verð ekki áðan en þetta er hárrétt
AT35 (15" felgur) fyrir Toyota Hilux kostar kr. 800.000-
sorry:)
13.10.2007 at 17:42 #599816Það sem gerir Toyota bíla eftirsóknarverðari en flesta aðra bíla er ekki eingöngu að gæði og ending þeirra er líklega jafnbetri en annarra, heldur er þjónusta Toyota – umboðsins alveg pottþétt. Þetta hefur m.a. það í för með sér að endursöluverð Toyota – bíla er talsvert hærra en annarra bíla, sem hægt er að bera þá saman við varðandi búnað, nývirði og slíkt. Annars er margt í sambandi við bílategundir nánast trúarbrögð hjá fólki, en svona eru nú hinar gallhörðu staðreyndir.
13.10.2007 at 18:11 #599818Heldur færi ég beint í Heklu og fengi mér MMC [url=http://www.mitsubishi-motors.is/tegundir/l200/index.asp:dn5o7nd5][b:dn5o7nd5]L200[/b:dn5o7nd5][/url:dn5o7nd5]
13.10.2007 at 19:16 #599820afhverju í ósköpunum myndirðu velja L200 fram yfir hina? Bara þessi 30 og 40 hestafla munur finnst mér erfitt að bæta upp. Og ekki gerir L200 það með útlitinu.
13.10.2007 at 19:17 #599822Dolli minn nú er ég að spöglera…
Þú áttir einu sinni L 200 heklu bíl var það ekki. Þú bara verður að leiðrétta misminni mitt en varst þú ekki að segja mér einu sinni á opnu húsi frá ferðalagi þínu um Ártúnsbrekkuna… ég bara man ekki hvort að þú komst brekkuna á enda samdægurs eða daginn eftir. Kannski tengist það því að ég man ekki hvort að það var meðvindur eða mótvindur þann daginn. Minnir að ég hafi í kjölfarið séð bílinn svo "verðlausann" á ónefndri bílasölu.Kv. Stef… toyota fan…;->
sennilega vegna þess að ég man aldrei neitt.
13.10.2007 at 20:15 #599824Einfaldlega vegna þess að mér finnst ofantaldir bílar einfaldlega ekki höfða til mín,td eru tvær systur mínar með nýlega Navara bíla og mér finnst þessir bílar bara með hundleiðinleg sæti og lítið pláss fyrir fætur afturfarþega en það vantaði að vísu einnig pláss fyrir fætur í aftursætum á bílnum sem ég átti,einn af ofantöldum bílum kemur td ekki með Intercooler og þarf að kaupa sér,með þessi 30-40 hesta sem á vantar í MMC er að vísu hægt að bæta þá upp með aflgjafa sem er hægt að fá í þessa bíla og fæst hjá umoðinu svo er L200 bíllinn með að mínu mati mikið betri fjöðrun af þessum bílum,en það fann ég þegar ég prófaði hann inn í þórsmörk á vegum pajeroklúbbsins í fyrra.
Hvað varðar bílinn sem ég átti þá var sú beygla með 115 hesta og fór ekki hraðar en 75 í mótvindi á leið til KEF,en maður komst þó á áfangastað,bara svolítið seinna en flestir á sömu leið
Hvað mína skoðun að ofan og útlit varðar er ég á því að allir óbreyttir jeppar eru ljótir uns þeim er breytt,en það er bara mín privat skoðun og endurspeglar ekki á nokkur máta skoðun né mat þjóðarinnar.
13.10.2007 at 20:47 #599826Þú segir, "með þessi 30-40 hesta sem á vantar í MMC er hægt að bæta þá upp með aflgjafa sem er hægt að fá í þessa bíla og fæst hjá umboðinu" en það gerir það ef verkum að þeim mun meira sem tekið er út úr vélinni þeim mun styttra endist hún. Fyrir utan það þá finnast mér línurnar í þessum nýja Mitsa L200 bíl ekki fallegar. Mundi frekar veðja á Toy þó að ég eigi Musso sjálfur og sé ekki á leiðinni að skifta. L.
13.10.2007 at 21:13 #599828Langar bara að benda á það að ég átti Le Navara (sjálfskipt með öllu) og sá bíll var allgjör draumur að ölluleiti nema EIÐSLUNNI, mér fannst hann drekka olíu á við 8 cylendra afmerískan og það pirraði mig mjög. Kveðja Frank
13.10.2007 at 22:39 #599830Þegar ég keypti bílinn minn nýjan 2005 baust mér að taka aflauka í hann með 3 ára ábyrgð við kaup en annars vegar 2 ára ábyrgð skildi ég kaupa aflaukann seinna,eftir að bílnum var breytt á 38" dauðsá ég eftir að hafa ekki látið verða af því,nú svona sérstaklega þegar maður lenti í mótvindi
,,en svona er lífið og það var svo allavega ekki gert á meðan hann var í minni eigu.
Góðar MMC stundir
14.10.2007 at 02:00 #599832aflaukinn í mmc l200 er viðurkenndur af mmc úti og gefur hann fullt afl aðeins í 30sek og eftir þær gefur hann bara 70% af því sem hann á að bæta við aflið í vélinni,
‘eg held líka að þessi aðferð hlífi vélinni og fer betur með hana og ég efa það stórlega að mmc úti í heimi myndi viðurkenna þennan aflpakka í bílinn ef hann myndi fara mjög illa með vél bílsins.
Eitt í lokinn það sem ég hef lært með bíla er að allar þær sögur sem ég heyri um að þessi og þessi tegund sé ónýt eða mokeyðir eldsneyti eða að þessi tegund sé best tek ég af mikilli varúð, þegar ég fékk minn fyrsta pajero árg 91 v6 stuttur, var sagt að ég myndi fara á hausinn vegna mikillar bensin eyðslu og varahlutakaupa en rauninn reyndist vera sú að ég þurfti ekki að kaupa neinn varahlut nema vatnskassan.
eyðslan var um 15L og var hann á 32" dekkjum.
Besta leiðinn til að sjá hvort sögurnar um þessa bíla eru sannar er að fara og prófa þá vel og vandlega.
p.s ég vel mmc l200 fram yfir hiluxinn nýja og nissan pickana er vegna þess að plássið fyrir bílstjórann er ekki ´nóg fyrir mann í minni stærðargráðu
14.10.2007 at 10:06 #599834menn fóru hér algerlega út fyrir efnið:)
ég var að pæla hvort menn myndu velja toyotuna eða nissaninn og þá fara menn að kíta um aflaukningu í l200 haugum:) mig langar ekkert í l200 eða d-max eru menn til í að kíta frekar um toyotur og nissan:)
14.10.2007 at 13:46 #599836tja, ég valdi Hiluxinn fremur en Navara. Það sem skipti öllu var að fá í hann ný hlutföll með 35" breytingunni því þá varð allt annað að keyra hann. Það sem mér fannst helst mæla með Hiluxinum er bara reynslan hér á fjöllum (og Top Gear þátturinn frægi) og svo frábær þjónusta hjá umboðinu. Síðan finnst mér hann bara eitthvað verklegri í útliti en það eru bara tilfinningarök :o)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.