This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórir Gíslason 11 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar,
til tals hefur komið að hafa skálana í Nýjadal opna, heita og vistlega um páskana næstu. Hugmyndin er fara á skírdag 27. mars í Nýjadal og hiti húsin og geri þau vistleg. Einkum „gamla húsið“ sem alla jafna er læst og lokað á vetrum. Allir sem vilja geti svo komið þá strax eða hvaða dag sem er og dvalið í smærri eða stærri hópum að vild. Ef áhuginn reynist nægur verður hér auglýst skipulögð ferð með fararstjóra og dagskrá.Áður en lengra er haldið langar mig að kanna hug manna til þessarar hugmyndar. Er áhugi á því fara í Nýjadal opg dvelja þar um páskana? þá er ég líka forvitinn að vita hvort til séu þeir sem vilja vera „fyrstu menn“ á skírdag og koma hita á húsin osfrv.
Vilja menn taka þátt í skipulagðri ferð (frá Reykjavík og/eða annars staðarfrá) með fararstjórn? Svara má hér á þræðinum en einnig má hafa samband við mig beint.
kveðja, Arnþór s. 8201680 arnthor@vji.is
You must be logged in to reply to this topic.