FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýidalur um páska

by Arnþór Þórðarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Nýidalur um páska

This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Þórir Gíslason Þórir Gíslason 12 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.03.2013 at 15:54 #225734
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant

    Ágætu félagar,
    til tals hefur komið að hafa skálana í Nýjadal opna, heita og vistlega um páskana næstu. Hugmyndin er fara á skírdag 27. mars í Nýjadal og hiti húsin og geri þau vistleg. Einkum „gamla húsið“ sem alla jafna er læst og lokað á vetrum. Allir sem vilja geti svo komið þá strax eða hvaða dag sem er og dvalið í smærri eða stærri hópum að vild. Ef áhuginn reynist nægur verður hér auglýst skipulögð ferð með fararstjóra og dagskrá.

    Áður en lengra er haldið langar mig að kanna hug manna til þessarar hugmyndar. Er áhugi á því fara í Nýjadal opg dvelja þar um páskana? þá er ég líka forvitinn að vita hvort til séu þeir sem vilja vera „fyrstu menn“ á skírdag og koma hita á húsin osfrv.

    Vilja menn taka þátt í skipulagðri ferð (frá Reykjavík og/eða annars staðarfrá) með fararstjórn? Svara má hér á þræðinum en einnig má hafa samband við mig beint.

    kveðja, Arnþór s. 8201680 arnthor@vji.is

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 23 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 12.03.2013 at 19:07 #764319
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Þetta hljómar vel, við fjölskyldan erum líkleg til að kíkja uppeftir og þá í samfloti með einhverju rólegheitar fólki.





    13.03.2013 at 06:16 #764321
    Profile photo of Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 707

    Þetta getur verið gaman að fara. skoða málið hvort maður sé nógu rólegur í þessa ferð ha ha ha
    kv
    Árni





    13.03.2013 at 10:35 #764323
    Profile photo of Ragnar Jónsson
    Ragnar Jónsson
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 273

    Sællir

    Við norðanmenn stefnum á að líta allavega við og jafnvel taka eina nótt í nýja jökuldal um páska

    kv Raggi A-843





    13.03.2013 at 11:12 #764325
    Profile photo of Þórður Már Björnsson
    Þórður Már Björnsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 61

    Sælir

    Ég og konan höfum hug á að fara héðan úr borginni á Skírdag og fara svo áfram með norðan mönnum til Akureyrar hvenær sem það verður.

    Kv
    Doddi





    15.03.2013 at 12:19 #764327
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Sælir félagar,
    Ákveðið hefur verið að efna til hópferðar í Nýjadal á vegum Ferðakúbbsins með brottför kl. 13.00 á skírdag 28. mars frá Stöðinni við Vesturlandsveg. Meiri upplýsingar koma síðar.
    Þeir sem vilja koma með vinsamlega láta vita hér á þessum þræði eða senda mér email: arnthor@vji.is
    Skálagjaldið er það sama og í Setrinu: 1500 kr/mann/nótt.

    kveðja,
    Arnþór





    15.03.2013 at 17:47 #764329
    Profile photo of Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 707

    Ég er klár í þetta, það var flott ferð sem við áttum þegar við fórum að skoða skálana fyrr í vetur
    Held að ég sė með video af því þegar var verið að kenna okkur á kamínuna manstu hvernig það var gert Arnþór?





    17.03.2013 at 08:57 #764331
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Jæja, þetta er allt að taka á sig mynd. Við Árni Bragason ætlum að stjórna ferðinni.
    Brottför er á skírdag kl 13.00 frá Stöðinni við Vesturlandsveg. Komið til baka seint á páskadag. Skráning fer fram hér á síðunni. Gert er ráð fyrir að bílar séu að lágmarki á 38 tommu dekkjum og að hver bíll hafi VHF talstöð og GPS tæki. Ferðast verður út frá Nýjadal og komið þangað í náttstað á hverju kvöldi. Fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Skálagjald er 1500 kr/mann/nótt og verður innheimt á staðnum. frítt fyrir börn yngri en 13 ára.

    Dagskráin er í vinnslu. Allar hugmyndir vel þegnar.

    Arnþór s. 8201680 og Árni s. 8953840.





    19.03.2013 at 11:46 #764333
    Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson
    Gunnar Sigurfinnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 243

    Ef einhver er til í að taka Breskan jeppamann með sem kóara í Nýjadal, eða bara eitthvað á fjöll, vinsamlega hafið samband.

    Gunni Stimpill
    4×4@bodi.is
    691-7000





    19.03.2013 at 23:02 #764335
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Eyfirðingarnir Björn Pálsson (sá yngri) og Gunnar Rúnarsson ætla að mæta, enn er ekki klárt hvenær en skýrist fljótlega.
    Kv
    Bjössi og Gunni





    22.03.2013 at 16:05 #764337
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Jæja, nú er að styttast í páskana. Veðurútlit er gott.
    Hér er dagskráin:

    Ferðaklúbburinn 4×4, efnir til ferðar í Nýjadal um páskana 28.-31. mars nk. Skálavarsla á vegum Ferðaklúbbsins verður þar frá skírdegi og fram á annan í páskum. Heitir skálar og kamarinn í lagi. Stefnt er að því að skapa notalegar aðstæður í báðum skálum. Fjölskyldufólk er velkomið. Ýmislegt verður skemmtilegt á dagskrá, allt eftir veðri og færð. Ekkert þátttökugjald er í ferðina og allir ferðast á eigin vegum með sinn eigin mat.

    Menn geta komið og farið í smærri hópum að vild. Allir eru velkomnir til lengri og skemmri dvalar. Skálagjald er 1500 kr /nótt og frítt fyrir yngri en 13 ára. Þau verða innheimt á staðnum. Annars er ekkert þátttökugjald í ferðina. Formleg brottför með fararstjórn á vegum Ferðaklúbbsins er kl 13.00 á skírdag frá Stöðinni við Vesturlandsveg.
    Fararstjórar eru Árni Bragason og Arnþór Þórðarson. Þátttöku í þessari skipulegu ferð skal til kynna með tölvupósti til arnthor@vji.is eða með skráningu hér á vefsíðunni.

    <strong>Dagskráin er eftirfarandi</strong>:

    [u:1g6h76w6]Miðvikudagur 27. mars[/u:1g6h76w6]: Hraustir menn fara á undan koma góðum hita á skálana.

    [u:1g6h76w6]Fimmtudagur 28. mars[/u:1g6h76w6] Skírdagur:
    Lagt af stað frá Shell / Stöðinni við Vesturlandsveg Reykjavík, kl 13.00 og ekið í Hrauneyjar. Haldið þaðan kl. 13.00 norður Sprengisandsleið. Við Versali er ekið inn á Kvíslaveituveg og hann ekinn á enda. Þar verður ekið eftir vegslóð í Nýjadal.

    [u:1g6h76w6]29. mars (föstudaguinn langi) og laugardagur 30. mars:[/u:1g6h76w6]
    Ferðast um nágrennið og komið til baka í skálann síðdegis. Veður og færð ræður miklu um hvað gert verður: Til dæmis eitthvað af þessu:
    a. Fjallganga á Þvermóð.
    b. Kyrrð og lestur í skála. Bakaðar pönnukökur og rjómi þeyttur.
    c. Gönguferð austur í Jökuldal.
    d. Skoðunarferð norður í Gæsavötn og jafnvel uppí Vonarskarð.
    e. Ekið sunnanfrá í átt að Vonarskarði og gengið um hverasvæðin þar.
    f. Gengið á gönguskíðum um nágrennið.
    g. Gönguferð/gönguskíðaferð austur í Snapadal til að skoða þar hverasvæðin.
    h. Jeppaferð í Gæsavötn og til baka sömu leið.
    i. Jeppaferð upp á Tungnafellsjökul.
    j. Jeppaferð á Vatnajökul.
    k. Baðferð í Laugafell.

    31. mars Páskadagur
    Frjáls dagskrá. Tiltekt og brottför heim á leið kl 13.00.





    23.03.2013 at 20:42 #764339
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    [quote="defender":3hp8bvbl]Eyfirðingarnir Björn Pálsson (sá yngri) og Gunnar Rúnarsson ætla að mæta, enn er ekki klárt hvenær en skýrist fljótlega.
    Kv
    Bjössi og Gunni[/quote:3hp8bvbl]

    Flott dagskrá
    Við leggjum af stað frá Akureyri á fimmtudagsmorgni.
    Björn Pálsson +1
    Gunnar Rúnarsson +1

    Við vitum af fleirum sem ætla að fara, en best er að leyfa þeim að skrá sig sjálfir :)

    Kv
    Bjössi og Gunni





    24.03.2013 at 21:59 #764341
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Bæst hefur í hópinn frá Akureyri, svona er þetta núna:
    Gunnar Rúnarsson +1
    Björn Pálsson +1
    Sindri Thorlacius +1
    Ragnar Jónsson +1

    leggjum af stað frá Shell kl.10 á Skírdag





    25.03.2013 at 18:47 #764343
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    [quote="defender":rertscii]Bæst hefur í hópinn frá Akureyri, svona er þetta núna:
    Gunnar Rúnarsson +1
    Björn Pálsson +1
    Sindri Thorlacius +1
    Ragnar Jónsson +1
    Gunnar Kristdórsson +1
    leggjum af stað frá Shell kl.10 á Skírdag[/quote:rertscii]





    25.03.2013 at 21:17 #764345
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Jæja, þá styttist í páska. Það er enn nóg pláss í Nýjadalsskálum. Í tilefni af góðri veðurspá er búið að flýta brottfor um 2 klst. Lagt verður af stað frá Stöðinni kl. 11.00 á skirdag. Þeir sem ætla að ferðast á eigin vegum í Nýjadal um páskana mega gjarnan hringja í mig og láta vita af sér.
    Akureyringar munu fjölmenna eins og fram hefur komið. Þá er ekki óhugsandi að einhverjir fleiri komi úr Reykjavík á föstudaginn langa og jafnvel austan af fjörðum.
    kveðja, Arnþór s 8201680 og arnthor@vji.is
    [attachment=0:3f5nhabo]Skálar í Nýjadal.jpg[/attachment:3f5nhabo]





    27.03.2013 at 19:41 #764347
    Profile photo of Kristján Bjartmarsson
    Kristján Bjartmarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 18

    Hvernig er með snjóalög og færð að og í kringum Nýjadal?

    Kristján, R-1653





    27.03.2013 at 20:54 #764349
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Varðandi færðina norður sprengisandsleið í Nýjadal þá hef ég eingöngu 2 vikna gamlar fréttir um að þar sé jörð vel frosin og snjólétt. hringdu í mig um kaffileytið á morgun, skírdag og þá get ég vonandi lýst færðinni nákvæmlega.
    Til fróðleiks má nefna að í fyrramálið fara fimm bílar frá Akureyri og fimm bílar frá Rvík áleiðis í Nýjadal.
    kv Arnþór s 8201680.





    27.03.2013 at 21:57 #764351
    Profile photo of Einar Birgir Kristjánsson
    Einar Birgir Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 147

    Austanmenn stefna á að vera þarna á laugardaginn og gista eins og eina nótt. Verðum ca 8 manns a 5 bílum 4 að austan og einn sem kemur að sunnan





    28.03.2013 at 13:15 #764353
    Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson
    Gunnar Sigurfinnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 243

    [quote="Gormur":y3wqgstm]Ef einhver er til í að taka Breskan jeppamann með sem kóara í Nýjadal, eða bara eitthvað á fjöll, vinsamlega hafið samband.

    Gunni Stimpill
    4×4@bodi.is
    691-7000[/quote:y3wqgstm]

    Enginn til í að hafa Vanan Breskan jeppakall sem kóara. Dagsferð eða Nýjadal eða bara eitthvað út í buskann?





    30.03.2013 at 18:48 #764355
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Eyfirðingar komnir heim og mjög ánægðir með ferðina í Nýjadal og nágrenni.
    Takk fyrir okkur

    Bestu kveðjur





    01.04.2013 at 10:58 #764357
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Fjórir bjartir dagar á hálendinu. Skemmtilegt fólk dvaldi í Nýjadal um páskana. Arnþór þakkar fyrir sig.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 23 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.