Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Nýidalur fréttavefur
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
25.11.2005 at 12:53 #196715
Fréttavefur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.11.2005 at 21:04 #534024
reyndar eru þeir fastir á Línuveginum milli Kjalvegar og Kaldadals, semsagt á Haukadalsheiðinni. Í á sem heitir Ásbrandsá og Tungufljót neðan vaðsins. En þessi á hefur leikið marga grátt og fékk Lúter að kynnast henni í fyrra þegar moka þurti Pattan hans upp með gröfu. En Þorgeir og félagar eru komnir á staðinn en eru ekki búnir að ná bílnum upp og virðist það ekki auðvelt verkefni
27.11.2005 at 21:04 #534026Jeppinn sem fór í gegnum ís er 4Runner (spotinn) og er þetta við Ásbrandsá (N64 22.396 W20 08.244) og er hann frosin fastur, núna er verið að brjóta í kringum jeppan og á svo að reina að koma grjóti undir afturhjól til að lyfta honum upp á ísin, það er möguleiki að það vanti 3ja jeppann á staðinn?
Er búinn að fá SMS ljósmynd af staðnum og jeppanum og set hana inn núna rétt strax.
Benni
27.11.2005 at 21:11 #534028Mér skildist á Þorgeir að það væri kominn þarna einn jeppi í viðbót, og það væri 38 tommu Patti. En ef hann er jafn fastur og Lúter var þarna. Þá dugði ekki ef ég man rétt þrjú spil og 3 jeppar sem anker.
Spurning hvort 4×4 þurfi ekki að fara að setja sérstakt viðvörunarmerki við þetta vað helvíti einsog margir eru búnir að lenda illa í því þarna
27.11.2005 at 21:42 #534030Ég var þarna á föstudag, og þá var vatnið í seinni (frá kjalvegi) kvíslinni upp á hurðir á 44" bílum. Ég man eftir 3 festum í þessum skítasprænum, þar sem hefur þurft að fá gröfu til að losa bílana.
27.11.2005 at 21:45 #534032Þegar Lúddi var fastur þarna voru notuð 3 dobbluð spil og 2 44" bíla voru að rykkja með. Hann hreyfðist ekki við þetta og var þá eina ráðið að fá gröfu til að brjóta frá honum.
27.11.2005 at 21:56 #534034Myndir á leiðinni núna….
[img:dajxz2ub]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3304/26571.jpg[/img:dajxz2ub]
[img:dajxz2ub]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3304/26570.jpg[/img:dajxz2ub]
27.11.2005 at 22:03 #534036þeir eru lausir og á leið til byggða
27.11.2005 at 22:49 #534038Jæja þá ætti þetta allt að vera búið eftir þessa helgi og segjum við þetta gott af fréttamensku í bili.
Ágúst á krílinu og Þorgeir voru ekki lengi að redda þessu og eru á heimleið, Rönner er með þeim blautur og kaldur en gengur samt.
Benni
Over and out
28.11.2005 at 00:56 #534040Við vorum komin heim kl 00.30 eftir frábæra helgi og þökkum við öllum kærlega fyrir helgina.
Reynar voru það 3 bílar sem fóru í björgunnarleiðangurinn að Ásbrandsánni þriðji bíllinn var Helgi á "38 LC sáum aldrei "38 Patrol.
Bíllinn var kominn upp kl 22 og gekk það bísna vel spurning hvað litlu bílarnir segja í vor þegar þeir lenda á grjóthnullungunum sem bornir voru í ána.
Bíllinn var skilinn eftir á Laugarvatni þar sem drifin voru ekki sátt við blönuna sem á þeim var.
Kveðja Þorgeir og Lella
28.11.2005 at 12:12 #534042Það eru komnar nokkrar myndir í albúmið mitt á fotki.com.
http://bsmg.fotki.com/jeppaferir/nyjidalur/
Benni
28.11.2005 at 15:40 #534044Ég spjallaði við Lúther áðan og hann lýsti fyrir mér "bilunini" á sjálfskiptinguni. Um hana er það að segja að ég held að Datsún eigendur (ég er fyrrverandi datsún eigandi) verði að fara að rfm sem útleggst rídðefokkíngmanúal. Bíllinn fór í "safemode" og í þessum fína manúal sem fylgir Datsún er sagt frá hvernig bíllinn er endurheimtur úr "safemode". Ég þekki einn sem ók í tvo daga um hálendið um hásumar í "safemode" svo góðir datsúneigendur nú legg ég til að þið lesið manúalin og finnið út hvernig á að gera þetta. Þegar bíllinn fer í "safemode" kemst hann ekki yfir 60kmklst og vélin ekki yfir einhvern ákveðin snúning. Þetta getur verið mjög bagalegt þegar til stendur að taka sem mesta orku út úr vélini ekki satt ?
Góða skemmtun við lesturinn.
28.11.2005 at 19:58 #534046Af hverju vill ég ekki kaupa þessa hugmynd "safemode" það er eitthvað sem pirrar mig og hugsanlega það að dollan geti ekið á 70Km hraða í "safemode" mér finnst þetta langsótt en vona samt að þetta sé málið með budduna hans lúdda í huga.
Benni
28.11.2005 at 20:42 #534048Ég held að málið hafi verið það að þegar Lúther heyrði "ÁSBRANDSÁ" skalf hann og nötraði svo mikið að Pattinn höndlaði þetta ekki.
En það eru komnar myndir á [url=http://trudur.alvaran.com:1qk5a45y]Trúðasíðuna[/url:1qk5a45y]
Kveðja Lella
28.11.2005 at 21:56 #534050Er hugbúnaður frá Microsoft í sjálfskiptingartölvunni í Patrol ????
En er þetta ekki annars svona system í öllum nýrri bílum ? Þetta er allavega svona í Pajero – Tölvurnar geta farið í einhverskonar "safemode" ef maður ofbýður þeim. Þá þarf bara að rjúfa strauminn á bílnum í ca 10 mínútur og þá er allt í fínu lagi.
Reyndar er skiptingin í Pajeró þannig að hún lærir á aksturslagið hjá manni og skiptir sér í samræmi við það. Þetta er líka hægt að endursetja með því að gefa inn og slá af á einhvern ákveðin hátt – Ég bara man ekki alveg hvernig.
Svo er skiptingin hjá mér þannig að ef hún verður of heit þá tekur hún af mér völdin og ég get ekkert gert annað en stoppa….
Þetta dót hefur sem sagt vit fyrir manni og það var væntanlega það sem pattinn vara að gera fyrir Lúther – Halda honum frá Ásbrandsánni og koma honum heim….
Benni
28.11.2005 at 23:59 #534052Ég lánaði einhverjum VHF stöð í túrnum – Hjörtur var það ekki ?
En allavega þá þyrfti ég að nálgast hana í vikunni.
Síminn minn er 898 6561
Kveðja
Benni
29.11.2005 at 00:12 #534054Bíldruslan mín var beinskipt og já þetta er tölvuvandamál í mínum bíl var manual sem sagði til um hvernig ætti að lagfæra þetta ástand. Menn og konur geta hlegið að þessu en ég veit einnig um Rover jeppa sem varð rafmagnslaus við snæfellsjökul. Honum var gefið start, við það lokaði tölvan á allt sem heitir vélargangur og það þurfti að draga drusluna í bæin og opna fyrir tölvuna á verkstæði svo tíkin færi í gang.
Ég vildi bara benda nizzan eigendum á að lesa nú manualin því ég fann lausnina á vandanum þar. Nú ef þið viljið drattast í bæin á 60 þá er það bara ykkar mál.
29.11.2005 at 01:08 #534056"Reyndar er skiptingin í Pajeró þannig að hún lærir á aksturslagið hjá manni og skiptir sér í samræmi við það" Er það semsagt ástæðan fyrir að þú varðst að stoppa með helst ekki meir en 5 km fresti til að kæla skiptinguna eins og sagan segir? er hún ekki að fíla þig nafni.
Benni
29.11.2005 at 09:03 #534058Jú Sennilega hefur hún bara verið að gera grín að mér – eða þá að hún var að hafa áhyggjur af Toyotunum og Pöttunum sem ég var að stinga af og vildi ekki að ég hægði á….
Nei en að öllu gamni slepptu þá hitnaði hún allt of mikið – enda tók svo sem töluvert í að ryðja eða draga bíl og ég þurfti að stoppa 5 – 6 sinnum í túrnum til að kæla og nokkrum sinum að slá af og setja miðstöðina á fullt. En á þessu verður ráðin bót fyrir næstu ferð og nú fer sjálfskiptingarkælir í bílinn og jafnvel olíukælir líka en á eftir að skoða það betur. – Það er endalaust hægt að breyta og bæta…..
Benni
29.11.2005 at 09:15 #534060Hurðu frændi segðu mér hvað er eiginlega mikið eftir af orginal Pajero í bílnum hjá þér, en setja olíu og siptingarkælir í hann er örugglega hið besta mál, skiptingin íChevrolet
caprice sem ég átti gjörbreyttist við að sett var kæling fyrir hana en áður var hitavandi að hrjá hana stundum í miklum akstri. en steinhélt kjafti eftir að kælingin kom.
En að öllum bílaríg slepptum þá ert þú með virkilega flotta græju sem er að virka.
kv Klakinn
29.11.2005 at 09:19 #534062Þetta er nú að mestu orginal – Bara innvolsið í milligírnum sem er amerískt…. Og framlásinn íslenskur, já og aukarafkerfið… Og sjálfsagt eitthvað fleira
En eitthvað voru þeir að tala um að gott væri að nota kæli úr Toyotu – en mér líst nú fjandi illa á það… Þetta Toy dót bilar svo mikið…
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.