Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Nýidalur fréttavefur
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
25.11.2005 at 12:53 #196715
Fréttavefur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.11.2005 at 12:57 #533944
Lúther Gundur og Þorgeir eru komnir inn í hrauneyjar og er snjór yfir öllu og bong og blíða, eru að tappa lofti dekkjum.
25.11.2005 at 16:51 #533946Þá er Björgunarmaður ársins farinn til fjalla ásamt húfunni góðu sem hann fékk á árshátíðinni. Benni lagði af stað úr Akureyrarhreppi um kl. 15:22. Segir nú heldur fátt af einum ennþá. Reikna nú fastlega með að hann sé kominn úr byggð þegar þetta er skrifað.
Grasekkjan
25.11.2005 at 16:56 #533948Er ekki kafalds snjór og stórhríð,slitnir spottar og götuð dekk.
Kv-Jóhannes
25.11.2005 at 19:51 #533950Þetta er ekki hægt engar fréttir,er Luther á réttri leið? fór Benni Hm framhjá Nýjadal? er Óskar abba farinn að syngja? er snjór þarna,? Hvar er °Grasekkjan á Akureyi er hún í sambandi við bóndann HVAÐ ER AÐ FRÉTTA
Klakinn
25.11.2005 at 20:12 #533952Það er helst að frétta af Benna kallinum að hann er núna stopp 58 km norðan við Nýjadal. Lega í framhjóli gaf sig jafnvel þó að sérstaklega hafi verið athugað með þær á verkstæði í vikunnin. Hann kom skilaboðum áleiðis í Nýjadal og þar fannst lega sem er á leiðinni til hans í fríðu föruneyti all nokkra bíla. Benna líður vel og er í góðu yfirlæti að leggja kapal og syngja fyrir sjálfan sig. Hans helstu áhyggjur eru að hann verði keyrður niður af "björgunarflotanum"… Strákar og stelpur, ekki keyra kallinn niður!!
Kveðja Erlingur Harðar
25.11.2005 at 21:23 #533954Ég var að tala við Benna hm og var hann ásamt Þorgeir Ellu og fl að stoppa hjá AkureyrarBenna og viðgerð hafin en hann var við Kiðagilsdrög ferðin hefur gengið framar vonum Benni og Luther fóru Kvíslarveituveg með sína hópa og Þorgeir gömlu leiðina. Það eina sem hefur komið upp var stýrisslanga og viftureim hjá Óskari,annars var liðið að gera það gott á grillinu og eitthvað farið að mýkja raddirnar með þar til hönnuðum vökva.
Stefnan á morgun er á Vatnajökull og Grímsvötn og að öðru leiti eitthvað út í buskann, viðgerð hjá Akureyrar-Benna gengur vel og átti að spretta úr spori til baka. Ég átti að skila kveðu í bæinn bæði norðan og sunnann fjalla
Kveðja Klakinn
25.11.2005 at 21:45 #533956hvernig er með það geta þeir ekki gert neinar gloríur núna heyrst hefur að gemlingarnir bíða spentir eftir því að fara að bjarga þeim úr einhverjum háska og koma sjálfum sér í smá vandræði á leiðinni
25.11.2005 at 21:50 #533958Hvernig er það eiginlega með þessi bílhræ er þetta alltaf bilandi. Er ekki hægt að komast hjá einni einustu ferð án þess að einhver missi buxurnar
Þetta ætti nú að minna vana menn á hvað þarf að vera í varahlutatöskunni í skottinu. framhjólalegur og spindilkúlur stýrisenda , kók parkótín og tyggjó.
Flott að fá fréttir alltaf gaman af þessu brasi í mönnum, og glotta út í annað. Verst að geta ekki verið með í fjörinu.
subbi
26.11.2005 at 03:57 #533960Jæja skilaði mér í byggð rétt um kl. 03:30 og gekk heimferð vel.
lega gaf sig í vinstra framhjóli og var allt gersamlega í ólagi, pakkdós og lega var í hennnnnklum og því miður var ekki til vara pakkdós einungis lega og hálffrosin koppafeiti… þannig að henni var slept og stefnan tekinn heim þar sem ekki var hægt með góðu móti að treysta á þessa lausn. Færið er mjög gott og frábær móral var í öllum og á þetta örugglega eftir að verða frábær ferðahelgi hjá hópnum, við skulum vona að fleiri áföll verði ekki.
Ætli sé ekki bara best að henda sér á koddann og láta sig dreyma hvað þetta hefði geta verið góð helgi hjá mér…
26.11.2005 at 11:40 #533962Benni minn þú hefðir átt að dásama þessar toy beyglur aðeins meira 2 ferðir tvær bilanir ekki gott fáðu þér nú bara Patrol aftur svo að þú komist nú með alla leið næst
ferðakv Tóti
Heyrði í Hannes Jóni áðan og voru þeir á leiðinni á Vatnajökul í fínu veðri og færi
26.11.2005 at 15:09 #533964Var að heyra frá lúdda og er hann núna kominn 4 km upp á Köldukvíslarjökul og er stefnan tekin á Hamar, færið alveg súper og tóm hamingja að heyra. Ekkert hefur frést af hinum hópunum og er viðbúið að þar sé eitthvað óspennandi í gangi nánari fréttir þegar næst til þeirra.
Benni
26.11.2005 at 15:31 #533966Var að heyra frá Tryggva TNT og eru þau núna við Svarthöfða (vonarskarð) og ættla þá leið í Nýadal.
Frést hefur að hugsanlega slæmu óhappi upp á Grímsfjalli og er ekki viðeigandi finnst mér að koma með frekari fréttir í bili af því hér þar sem ég hef takmarkaðar fréttir, er að reina að fá frekari uppl.
Benni
26.11.2005 at 16:52 #533968Allur Nýliðahópurinn er á leið í skála og gengur fínt,Benni á pajero og hópurinn hans er við vonaskarð og Lúther og hans hópur er aðeins fyrir aftan en það gengur allt fínt.
Eitthvað hefur samt rifnað af dekkjum en ekkert sem má ekki laga og halda áfram för.
Benni og áhöfnin á pajero biðja að heilsa ásamt öllum hópum sem eru með í för.
Kv-Jóhannes
26.11.2005 at 18:07 #533970það nýjasta er það að Óskar AbbA var að brjóta afturdrif og er hópurinn enn í Vonarskarði og gengur hægt.
Ef ég heyrði rétt eru þau enn við Svarthöfða og reikna með að verða í Nýjadal n.k Miðvikudag.Benni
26.11.2005 at 18:19 #533972Lúther og Co eru kominn niður af jökli og eru núna stödd við Valafell og fara öfuga leið við hin í Nýjadal þ.e sömu leið og þau komu í dag.
Fréttir af ökumanni sem slasaðist upp við Grímsvötn eru sem betur fer jákvæðar og talið er að hann sé óbrotin og í sæmilegu ástandi miðað við aðstæður. Enn hef ég ekki nákvæmar fréttir hvað gerðist en Lúther hélt að hann hefði lent í stórri sprungu neðan við Grímsvatnaskála og ekki kæmi mér á óvart að það hafi gerst rétt vestan við Griðarhorn?
Benni
26.11.2005 at 20:56 #533974TNT, Benni humm og co eru kominn í Nýadal og eru að fara að kveikja upp í grillinu.
Lúther og co eru ekki í símasambandi og ekkert hefur heyrst í þeim í langan tíma????
Benni
26.11.2005 at 21:11 #533976Að Lúther kallinn sé að kenna hópnum hvernig eigi að festa sig og losa,einnig er hann ábyggilega með kennslu í rötun ef allt samskipta og Gps kerfið í bílnum hrynur.
Yfirtrúðurinn kemur sennilega með útskólaðann hópinn í skála í þann mund sem hitastigið er orðið rétt á grillinu.
Jóhannes
26.11.2005 at 21:31 #533978Er hópur 2 = Lúther
Í nýjadal búnir að grilla og eru að borða.
Segir lúddi að það séu tæpir 15 km í næsta hóp.
En hópur 2 sem eru að borða núna keirðu uppá vatnajökul. Uppá Hamarinn og nutu góðs útsýnis og þóttust menn sjá Skjaldbreið. Eftir að hafa notið fagurs sólarlags (rómantík). Keirðu þeir sem leið lá í skála. Og hafa heirt það að hinn hópurinn sé með óskar abba í togi, einn 4runner með handónít dekk og einn crúser með óníta vökvastírisslöngu. Þannig að hópur 2 ætlar að klára að borða og fara svo og bjarga þessum 2 bílum.Lúther segist vera brjálaður yfir þessum rugl fréttum sem Benni skrifar hérna fyrir ofan. Og segir að hópur 2 sé Laaaaaaaang bestur.
26.11.2005 at 23:08 #533980Ja það verður ekki af honum tekið að hann var sá eini sem kom sínum hóp á jökul, hann er reyndar í mjög slæmum bilanavandamálum núna og ekki sér fyrir endann á því hvenær hann kemst til byggða ef hann mun þ.e.a.s nokurntíman komst til byggða nú er nefnilega þannig komið fyrir hjá honum að hann getur ekki slökt á leitarkastaranum og allt stefnir í óefni, ég reyndar gaf honum það heilræði að henda grjóti í helv….kastarann en honum leist kannski ekki alveg nógu vel á það???
Benni
27.11.2005 at 00:30 #533982Hummarinn(Benni) hringdi um kl 23,45 í mig og var hann að byrja að skola kverkarnar og ná sér niður, honum leiddist ekki neitt mikið að vera í fararbroddi og ryðja leiðina á pæjuni sinni og taldi vel og vandlega up bilanir í Toyjotum og annað sem má flokka í sama farveg en ég get alls ekki látið það á netið sem hann sagði um pattana allavega ekki meðan ég á einn slíkann.
Maturinn rann ljúft niður hjá ferðalöngunm og mér var falið að þakka Jóhannesi fyrir kökuna sem að mér skildist að menn hefðu næstum slegist um til að fá meira og var ekkert eftir af henni nema minningin ein og ljúft bragð í munni og allir sem einn báðu um að skila kveðju og þökk fyrir ljúfmetið.Kv Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.