Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýi Barbíinn strax kominn á sölur ????
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.09.2003 at 19:39 #192831
AnonymousSælir ,
ég hef verið að spá í að fá mér nýjan Cruiser á 38″ og langar að heyra hvernig þeir hafa verið að koma út !
Kíkti aðeins á bílasölur.is og sá að einn slíkur er til sölu, 2003 árgerð breyttur á 38″,sjálfsskiptur og ekinn aðeins ekinn 10.000-
Eru þessir bílar ekki að virka nægjanlega vel eða hvað !
Auðvita geta verið margar ástæður að menn selji svona nýja bíla en afföllin hljóta að vera talsverð.Ásett verð á svona bíl er 7,600,000- og hlýtur hann þá að vera fullbúinn.
Þessi bíll kom á götuna í mars og er á Akureyri þannig að það hlýtur einhver reynsla að vera komin á hann í snjóakstri.
kveðja Pési
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.09.2003 at 20:38 #475986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú þessi bíll svínvirkar. Hef verið með honum á fjöllum. Hann er kannski sérstakur að því leyti að hann er án hásingarfærslu og kemur ekki síður út en hinir, hvorki hvað drifgetu eða útlit varðar. Ég hef ekki setið í honum þannig að ég þekki ekki hreyfingarnar í honum samanborðið við hina. Svo er hann á 40" dekkjum minnir mig frekar en 39". Ég held að þessi bíll sé troðfullur af aukabúnaði.
bv
01.09.2003 at 22:48 #475988Eitthvað kannast ég við þennan…
Hann er reyndar með færslu á hásingu, loftlás að framan, einnig eru allar lagnir fyrir GPS, VHF og NMT komnar sem og loft þ.e. dæla, sér dæla (ARB) er fyrir loftlás.
Hann er breyttur fyrir 40" með það í huga að það eru kominn 40" radial dekk á markaðinn og einnig með það í huga að þegar AT kemur með 44" kanta fyrir hann þá er hann nánast klár fyrir 44". Það var klippt meira innan úr á þessum bíl en á venjulegu 38" bílunum, líka með ísingu í huga.
Þannig að hann er bara fullbúinn og bíður bara eftir snjó.
Kv.
BenniP.S.
Þeir sem vilja frekari uppl: 896 6001.
01.09.2003 at 22:54 #475990P.S.
Pési, ef þú ert að spá í svona bíl þá skalt þú láta vaða á það, ég er búinn að fara nokkrar ferðir á mínum og það er í stuttu máli frábært frá A-Ö að ferðast á þessum bíl og ég get fullyrt að þessi bíll drífur meira en eldri Barbí, hef góða reynslu þar!
Hér ert þú ekki að taka séns á að kaupa eitthvað sem virkar kannski, kannski ekki. Þessi bíll einfaldlega svínvirkar.
Kv.
Benni
03.09.2003 at 10:17 #475992Sæll Benedikt.
Mig langar til að fá smá upplýsingar hjá þér ef ég má.
Hvaða drifhlutföll ertu með í 120 Crusiernum þínum?
Og eins hvað ARB lás ertu með í bílnum? Ég meina hvaða typunúmer? RD???. Ég get ekki fundið þetta á ARB vefnum.
Hafðu þökk fyrir upplýsingarnar.
MogM.
03.09.2003 at 15:33 #475994Smá forvitni og hef ekki alveg fylgst með. hvaða dekk eru 40" radial, er átt við Trexus 39,5 ??
Agust
03.09.2003 at 19:44 #475996já þarna er verið að tala um Trexus þau eru 39.5" en eru ekki radial þetta eru Nylon dekk, kostur-galli? "erfitt að sega".
Ég var að skoða þessi dekk í G.V.S í dag og þar sögðu þeir mér að þetta sé komið undir 4 bíla þannig að reynsla af þeim sáralítil eða þá nokkur.
kv.Lúther
03.09.2003 at 21:17 #475998Lúther!
Þú er bullukollur.
Það eru komin frá GoodYear 40" Radial dekk. Eini "gallinn" er að þau eru bara fyrir 17" felgur ennþá og hef ég svosem ekkert fyrir mér að þau komi fyrir 15". En þau hækka dolluna allavega aðeins upp og minni líkur á að reka hana niður og gata aukatank eða skemma eitthvað annað á grjóti. Almenn drifgeta? Ekkert sem segir okkur að þau verði neitt betri en 38" á 15".
Nú, Trexus er annað dekk sem ég er með undir 120 dollunni og er það 39,5" og er diagonal (ekki radial). Ég er búinn að fara nokkrar ferðir á jökul á þeim og hafa þau komið vel út hingað til. Varðandi almenna keyrslu þá eru þessi dekk mjög góð t.d. finnst mér 120 bíllinn betri á langkeyrslu á þeim en Ground Hawk, ó já, ekkert hopp og bara fín. Gallinn við þau er að þau leita aðeins ef þau lenda í djúpum hjólförum á malbiki í innanbæjarakstri.
Radial dekk er betra fyrir okkur jeppakallana heldur en diagonal.
Hinrik dekkjakarl!
Hvað er að frétta af þessum dekkjum (40" Radial), eru þau ekki að koma? Varst þú ekki búinn að berja þetta í gegn með að fá að flytja þau inn eða ertu enn að hamra á þeim í í útlandinu?Kv.
Benni
03.09.2003 at 22:45 #476000Á hér hjá mér mjög skemmtilega bók, sem meðal annars segir þetta um mismunin á Radial og Diagonal dekk. Diagonal dekk reynir ávalt að klifra upp ójöfnu, en Radial dekkið leitar niður hana.
Þess vegna kalla útlendingarnir okkar víðfrægu hjólför í malbikinu "Radial ruts".Og þess vegna rása þessi blessuðu diagonal dekk (oft ranglega kölluð nylon dekk), svona andskoti mikið á malbikinu. Brölta upp úr hjólfarinu vinstra megin, sem smellir dekkinu hægra megin ofaní hjólfarið þeim megin, og hægra dekkið prílir upp úr og neyðir vinstra dekkið ofaní og……
Kv.
Rúnar.
03.09.2003 at 22:45 #476002Á hér hjá mér mjög skemmtilega bók, sem meðal annars segir þetta um mismunin á Radial og Diagonal dekk. Diagonal dekk reynir ávalt að klifra upp ójöfnu, en Radial dekkið leitar niður hana.
Þess vegna kalla útlendingarnir okkar víðfrægu hjólför í malbikinu "Radial ruts".Og þess vegna rása þessi blessuðu diagonal dekk (oft ranglega kölluð nylon dekk), svona andskoti mikið á malbikinu. Brölta upp úr hjólfarinu vinstra megin, sem smellir dekkinu hægra megin ofaní hjólfarið þeim megin, og hægra dekkið prílir upp úr og neyðir vinstra dekkið ofaní og……
Kv.
Rúnar.
03.09.2003 at 23:11 #476004JA HÉRNA HÉR VÁÁÁÁ!!!!!!!!!!
Brölta upp vinstra megin, smellir niður hægra megin, um
leið prýlar hann upp þeim megin(hægra megin), og svo á sama tíma neyðir hann bílinn upp vinstra megin. En samt alveg bara mjög gott. "Maður lifandi" JÁ SVONA DEKK VERÐ ÉG BARA AÐ FÁ MÉR.Ég er alveg viss um að gamli Hiluxinn verður hreint út sagt æðislegur á götum bæjarins. ALLIR FRÁÁÁÁÁÁ. ÉG er að koma niður Ártúnsbrekkuna.:):)
p.s. Hvernig verður bíllinn þá þegar dekkin eru orðin hálfslitinn? Við ættum kannski bara að fara beint í þau svoleiðis Rúnar??
03.09.2003 at 23:46 #476006Sæll Matti.
Ég er með ARB loftdælulásinn er Algrip sá íslenski sem hefur virkað mjög vel í eldri Cruiserum og fleiri gerðum einnig þannig að ég setti hann í 120 bílinn þar sem hann er mjög sterkur og góður, reynslan af honum hingað til í 120 bílinum er mjög góð.
ARB loftdælu valdi ég bara vegna þess að þær eru ekki að klikka.
Hlutföll, eins og er er ég með 4:30 sem er orginal hlutföll en í hann fara 4:88 og var það keypt með pakkanum á sínum tíma, þau koma einhvern tímann með haustinu og verða þá sett í hjá AT.
Kv
Benni
04.09.2003 at 08:29 #476008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Benedikt,
Þessi 39,5" dekk sem þú ert með undir bílnum, eru þetta Fjallasportsdekkin og hvað ertu með þau á breiðum felgum?.
Ég hef séð þau í "aktion" undir nýja Patrol á Langjökli og þar skiluðu þau þeim bílum lítið áfram, þar sem 35" DoubleCabar keyrðu um án vandræða. Svo heyrði ég eða las einhversstaðar að það væri himin og haf á milli getu þessara dekkja ef farið var frá þessum venjulegu 12-14" breiðum felgum upp í 15-16" breiðar (kannski breiðari?) felgur, þá fyrst færu þessi dekk að virka.
Er þetta eitthvað sem þú hefur reynslu af?
KV
Siggi_F
04.09.2003 at 09:24 #476010vertu ekki með þennan kjaft Lúther minn, og farðu svo að koma með bjórinn minn.
kv.
Rúnar.
04.09.2003 at 18:51 #476012Sæll Siggi.
Nei það eru allt önnur dekk og mjög ólík þessum sem ég er með.
Ég er að nota núna 15×12,5 felgu það væri eflaust mikklu betra að vera með þessi dekk á 14"-16"br. Felgu.Þessi eru ættuð úr GVS aða hvað það nú heitir dekkjaverkstæðið þarna rétt hjá Coke en þeir eru fínir strákarnir þar og hafa séð um mín dekkjamál ásamt Hinriki í Heklu sem ég hef átt fín samskipi við.
Kv
BenniPS í albúminu mínu getur þú séð þessi dekk á 90 Cruser og náttúrlega betri myndir hjá framleiðandanum Super svamper æi hvað heitir hann nú aftur…Inter eitthvað sorry ég er bara gersamlega straumlaus eftir daginn og úr öllu sambandi þarf greinilega að komast út í skúr og ná mér í smá smurningu á puttana þá kanski hressit ég…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.