This topic contains 3 replies, has 2 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 9 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Hæ. Ég er nýr á vefnum ykkar en búinn að fylgjast með í rúmt ár og búinn að fara í tvær Litlunefndar ferðir. Eignaðist fyrsta jeppann minn haustið 2013, MMC Pajero 2.8 TDi sjálfskiptann á 33″ dekkjum. Engin svaka græja, en þar sem ég er rétt að byrja þá held ég að þetta sé bara ágætis bíll.
Ég er búinn að lenda í nokkrum hremmingum með hann samt, tímakeðjan fór og knastásinn kubbaðist í sundur og þar með var heddið ónýtt. Ákvað að setja í hann nýtt hedd þar sem vélin var keyrð 220 þús þegar þetta gerðist, og ég taldi að það væri þá ekki að bila eftir nokkra mánuði aftur ef ég hefði sett notað hedd í hann. Svo fylgdu vandræði með glóðarkerti og olíuþrýsting í olíuverki sem lagaðist ekki fyrr en sett var rafmagnsdæla aftan við olíuverkið sem byggir upp þrýsting þegar ég svissa á og bíð meðan glóðarkertin hitna. Síðan þá hefur allt verið í lagi.
[url=http://www.palljokull.net/p707925758/e17d05d59][img]http://www.palljokull.net/img/s9/v97/p399531353-2.jpg[/img][/url]
Þarna er knastásinn sem brotnaði í fimm parta.[url=http://www.palljokull.net/p707925758/e25f7e614][img]http://www.palljokull.net/img/s7/v162/p637003284-2.jpg[/img][/url]
Fjallaferð um gömlu heimahagana.[url=http://www.palljokull.net/p707925758/e20e9082][img]http://www.palljokull.net/img/s1/v46/p34508930-2.jpg[/img][/url]
Krakatindur og Pajero.
You must be logged in to reply to this topic.