This topic contains 53 replies, has 13 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 9 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagsmenn.
Nú er enn ein vefsíðan komin í loftið. Hún er að við í vefnefnd teljum vera sú sem bestar vonir eru bundnar við. Þar er frábært spjall og póstkerfi. Einnig geta menn hópað sig saman með ýmsu móti. Myndainnsetning er mjög einföld en eftir er að heimfæra þar ýmist að okkar þörfum.
Fjölmargar lagfæringar og breitingar eru eftir að vinna sem miðast að mestu við það sem við í vefnefnd getum unnið sjálfir. Hafliði, formaður vefnefndar er hjá okkur í forsvari sem kunnáttumaður og reynum við Jón Emil að vera hjálpsamir eftir bestu getu með ýmsa þætti.
Síðan eruð það þið félagsmenn sem þetta allt er unnið fyrir. Það er að koma með leiðandi gagnrýni á vefsíðuna svo að hún verði þannig að sem flestum líki. Einnig að nota eiginleika hennar til samskipta á áhugamálum og þeim baráttumálum sem klúbburinn stendur fyrir.
Það er leyfilegt að hrósa, koma með hugmyndir að því sem betur má fara og því sem er vonlaust. Við munum reyna að skrá það niður hjá okkur eins og hægt er.
Kv. Vefnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.