This topic contains 177 replies, has 29 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagsmenn.
Nú fer að hylla undir að allir þættir nýju vefsíðunnar verði kláraðir. Að fínisera það sem eftir er klárast í næstu viku. Ég er búin að senda lista yfir þau atriði sem upp á vantar til Valið Vefsmíði. Þrátt fyrir að tíma-ramminn sé löngu sprunginn hjá þeim samkvæmt tilboði halda þeir að sjálfsögðu áfram með verkið og klára það.Innsetning mynda er mjög einföld. Aðeins má bæta leiðandi ferli með innsetningar og verður það lagfært.
Í þremur tilvikum hefur mönnum mistekist að setja inn myndir. Mikilvægt er að myndir séu í jpg eða jpeg formati og hafi endinguna „.jpg“ eða „.jpeg“ Myndir í .tiff formati eru ekki móttækilegar og þeim er hafnað af mynda-galleríinu.Þegar verið er að sækja nýtt lykilorð í stað þess sem var á gömlu síðunni er hætta á að það lendi í „spam“ eða „ruslafötunni. Menn eru beðnir að hafa þetta í huga við umsókn á nýju lykilorði.
Þegar þessu ferli líkur eftir um viku heldur ferlið áfram og að því markmiði að þjónusta félagsmenn eftir bestu getu. Við Hafliði í vefnefnd gerum það sem við getum til að spara klúbbnum fjárútlát. Annað sem snýr að aðkeyptri vinnu er háð samþykktar stjórnar og á ég ekki von á öðru en skynsamlegar beiðnir frá vefnefnd fái jákvæðar undirtekir.
Ef það eru spurningar varðandi vefinn munum við svara þeim eftir bestu getu. Þá við í vefnefnd og Valið Vefsmíði.
Þá ætla ég að svara einni spurningu áður en hún kemur.
Hvers vegna lá vefurinn niðri frá því seint í gærkveldi og þar til stuttu eftir hádegi í dag?
Svarið er að það varð bilun í ljósleiðaraboxi hjá Vodafone og tók allan þennan tíma að lagfæra þá bilun.
Valið vefsmíði mun leita tilboða í hýsingu hjá tryggari aðilum þar sem svona uppákomur eru nánast útilokaðar. Þar á meðal hjá Símanum og fleirum.Kv. Vefnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.