FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ný vefsíða.

by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Ný vefsíða.

This topic contains 177 replies, has 29 voices, and was last updated by Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.11.2013 at 14:10 #437796
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster

    Sælir félagsmenn.
    Nú fer að hylla undir að allir þættir nýju vefsíðunnar verði kláraðir. Að fínisera það sem eftir er klárast í næstu viku. Ég er búin að senda lista yfir þau atriði sem upp á vantar til Valið Vefsmíði. Þrátt fyrir að tíma-ramminn sé löngu sprunginn hjá þeim samkvæmt tilboði halda þeir að sjálfsögðu áfram með verkið og klára það.

    Innsetning mynda er mjög einföld. Aðeins má bæta leiðandi ferli með innsetningar og verður það lagfært.
    Í þremur tilvikum hefur mönnum mistekist að setja inn myndir. Mikilvægt er að myndir séu í jpg eða jpeg formati og hafi endinguna „.jpg“ eða „.jpeg“ Myndir í .tiff formati eru ekki móttækilegar og þeim er hafnað af mynda-galleríinu.

    Þegar verið er að sækja nýtt lykilorð í stað þess sem var á gömlu síðunni er hætta á að það lendi í „spam“ eða „ruslafötunni. Menn eru beðnir að hafa þetta í huga við umsókn á nýju lykilorði.

    Þegar þessu ferli líkur eftir um viku heldur ferlið áfram og að því markmiði að þjónusta félagsmenn eftir bestu getu. Við Hafliði í vefnefnd gerum það sem við getum til að spara klúbbnum fjárútlát. Annað sem snýr að aðkeyptri vinnu er háð samþykktar stjórnar og á ég ekki von á öðru en skynsamlegar beiðnir frá vefnefnd fái jákvæðar undirtekir.

    Ef það eru spurningar varðandi vefinn munum við svara þeim eftir bestu getu. Þá við í vefnefnd og Valið Vefsmíði.

    Þá ætla ég að svara einni spurningu áður en hún kemur.
    Hvers vegna lá vefurinn niðri frá því seint í gærkveldi og þar til stuttu eftir hádegi í dag?
    Svarið er að það varð bilun í ljósleiðaraboxi hjá Vodafone og tók allan þennan tíma að lagfæra þá bilun.
    Valið vefsmíði mun leita tilboða í hýsingu hjá tryggari aðilum þar sem svona uppákomur eru nánast útilokaðar. Þar á meðal hjá Símanum og fleirum.

    Kv. Vefnefnd.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 101 through 120 (of 177 total)
← 1 … 5 6 7 … 9 →
  • Author
    Replies
  • 15.12.2013 at 23:48 #441461
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Ég hætti ALDREY ;-)
    Ég var búinn að vera bæta við og laga auglýsinguna hér fyrir ofan í þrígang og ætlaði svo einu sinni enn að breyta aðeins orðalagi þá er það ekki hægt.
    Virðist ekki vera hægt að gera þá aðgerð oftar !!
    Ekki gott !!
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    16.12.2013 at 16:11 #441692
    Profile photo of Ingimundur Óðinn Sverrisson
    Ingimundur Óðinn Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 2

    Þetta er prufa





    16.12.2013 at 16:13 #441693
    Profile photo of Ingimundur Óðinn Sverrisson
    Ingimundur Óðinn Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 2

    Það þarf að uppljóma texta og velja link þá smellur þetta.





    17.12.2013 at 00:39 #441864
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Myndagalleri innsetning er orðin mun betri, hinsvegar finnst mer eitt vanta, finnst vanta að það standi undir myndunum með litlum stöfum tildæmis „2 umsagnir“ ef það eru umsagnir við myndirnar, þannig maður gæti séð án þess að fletta í gegnum allar myndirnar sinar hvort einhver væri buin að commenta á þær, einhver spyr spurningar og fær kannski aldrei svar því maður ser ekki að það sé buið að skrifa eitthvað við myndina





    17.12.2013 at 00:58 #441867
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Kjartan.
    Var einmitt að velta þessu fyrir mér að gera umsagnir sýnilegri. Set þetta á listann. Kemur vonandi fljótlega eftir áramótin.
    Kv. SBS.





    17.12.2013 at 10:04 #441875
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Mætti ekki hafa lista á forsíðunni fyrir nýjustu umsagnir, sambærilegan við nýjustu spjallþræði? Eins og sést á fésbók þá skapast oft miklar umræður við skemmtilegar myndir. Þetta gæti hleypt nýju lífi í þessa síðu.

    Bjarni G.





    17.12.2013 at 10:18 #441877
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Bjarni.
    Ég hef einnig verið að hugsa að opna þessar umsagnir. Gæti verið tengill á Áhugaefni félagsmanna. Set þetta á listann.
    Kv. SBS.





    17.12.2013 at 10:33 #441879
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Myndasafnið er mun betra en á gömlu síðunni en spjallið er síðra en það var. Er ekki örugglega verið að vinna í því?

    Ég sakna t.d. tilvitnana (quote) þar sem höfundar er getið. Tími til að leiðrétta færslur er of stuttur. Innsetning mynda/myndbanda í texta þarf að vera einföld og gerast í einu skrefi. Sjáðu bara vinsælustu þræðina á Jeppaspjallinu, þeir eru stútfullir af myndum.

    Bjarni G.





    17.12.2013 at 15:24 #441883
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Tími til að leiðrétta færslur á náttúrulega að vera óendanlegur, ekkert meira pirrandi að geta ekki leiðrétt eða breytt því sem maður hefur sett inn, sérstaklega í söluþráðum , aðal ástæðan fyrir því að maður noti önnur spjallborð meira





    17.12.2013 at 15:32 #441886
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir.
    Þetta er flott. Allt góðar hugmyndir. Ég var með tillögu að hafa tímann 24 kl.st. Menn verða að lesa textann vel yfir. Eins að merkja auglýsingar sem ekki eiga við vegna þess að varan er seld. Frá mér séð er ekki nægur glans yfir þessu spjalli.
    Set þetta allt inn á Google doc. Það er ennþá verið að vinna tilboðið en það klárast fyrir áramót að mestu leiti.
    Síðan er að fá tilboð í það sem stendur út af og fá fjárveitingu frá stjórn. Þetta gengur allt en tekur sinn tíma.
    Kv. SBS.





    17.12.2013 at 15:48 #441889
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég ætla að vera ósammála því að menn geti breytt skrifum á þráðum út í hið óendanlega. Það hefur gerst bæði hér og á Jeppaspjallinu að menn eyði öllum sínum innleggjum eða breyti eftirá þegar þeir eru búnir að æsa alla upp.
    Annað gildir um auglýsingaþræði, þeim ætti að vera hægt að breyta lengur. Síðan ætti að eyða eða fela þá eftir ákveðinn tíma. Ekkert vit í margra ára gömlum auglýsingum.

    Svo myndi auðvitað hjálpa að geta skoðað póstana áður en maður sendir þá inn.

    Bjarni G.





    17.12.2013 at 15:51 #441890
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Síðan er að fá tilboð í það sem stendur út af og fá fjárveitingu frá stjórn. Þetta gengur allt en tekur sinn tíma.

    Það hlýtur að vera í tilboðinu sem klúbburinn fékk að spjallið ætti ekki að vera verra en það var fyrir, þannig að vefverktakinn ætti ekki að rukka fyrir þær lagfæringar.

    Bjarni G.





    17.12.2013 at 15:58 #441891
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Bjarni.
    Leyfum þeim að klára spjallið og okkur að samþykkja að þetta sé komið. 😉 Eigum við ekki að panta broskarla hér inn á spjallið.
    Kv. SBS.





    17.12.2013 at 16:12 #441892
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Jújú upplagt að fá broskalla svo lengi sem menn fara ekki á broskallafyllerí :) Broskallar hafa allavega heppnast ágætlega á þessari síðu sem er trúlega stærsta jeppaspjallsíða í heimi: http://www.pirate4x4.com/forum

    Bjarni G.





    18.12.2013 at 00:36 #441932
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    það er ekki gott þegar maður er að skoða einhvern þráð og dettur í hug að svara honum. Þá þarf maður að innskrá sig sem er eðlilegt en það er ekki eðlilegt að þegar maður er loks innskráður þá þurfi maður að finna þráðinn upp á nýtt. Það er að segja að þegar maður innskráist þá fer maður sjálfkrafa á forsíðuna, maður á að haldast á þeim þræði sem maður ætlar að svara.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    18.12.2013 at 08:40 #441938
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Sammála Hirti, þetta er leiðinda galli og ekki bara bundinn við þessa síðu.
    Ég fer hinsvegar framhjá þessu með sví að hægri-smella á merki klúbbsins efst á síðunni og opna forsíðuna í nýjum flipa og logga mig þar inn.
    Svo endurhleð ég hinn flipan með spjallþræðinum og get svarað.





    18.12.2013 at 09:10 #441941
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir. Komið á listann.
    Kv. SBS.





    18.12.2013 at 13:32 #441946
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    Sælir er hægt að hafa síðuflettingar efst á síðu líka svo að hægt sé að sleppa við að þysja niður síðuna þegar maður vill skoða fyrri síðu.
    < 1…7 8
    Kveðja TKH





    18.12.2013 at 14:27 #441953
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Dísuskr. Það eruð þið sem eigið að þjónusta klúbbinn en hann ekki ykkur. Einn ykkar verður tekin í vefnefnd næst ef þið látið eins og ég gerði hér forðum daga. 😉
    Komið á listann og áfram með smjörið.
    Kv. SBS.





    18.12.2013 at 14:40 #441956
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Þessar upplýsingar eru af jeppaspjallinu „Sunnudaginn 10. nóvember 2013 féllu svo öll fyrri met, 5.172 einstaka gestir á einum degi, sem bendir til þess að veturinn verði áhugaverður.“

    Það væri gaman að vita til samnburðar hvað margir eru að fara inn á spjallið á F4x4 vefnum.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 101 through 120 (of 177 total)
← 1 … 5 6 7 … 9 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.