Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Ný útgáfa af Íslandskorti fyrir Garmin
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin 14 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.10.2010 at 23:55 #215465
Útgáfa 2011 hefur verið gefin út skv heimasíðu Garmin á Íslandi: Íslandskort 2011
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2010 at 11:30 #708340
Samkvæmt sömu heimasíðu kostar uppfærslan 8900 krónur og nú fylgir einungis leyfi til að uppfæra kortið í einu GPS tæki í stað tveggja áður. Ef ég vil uppfæra bæði jeppatækið mitt og litla nuvi leiðsögutækið kostar það liðlega 16300 krónur þegar búið er að draga félagsmannaafsláttinn frá.
Þetta finnst dálítið mikið jafnvel þót tekið sé tillit til þeirrar vinnu, sem liggur að baki uppfærslunni.Kv. Sigurbjörn.
13.01.2011 at 10:04 #708342Hefur einhver prófað hvort uppfærslan virkar á tvö tæki eins og var í gamla kortinu ?
13.01.2011 at 18:02 #708344Sælir. Hverjir sjá um að uppfæra þessi kort? Eru skipulagsyfirvöld sein að skila upplýsingum. Bara hér í kring vantar vegi að æði mörgum nýlega byggðum heimilum . Sumir þessara staða eru búnir að vera í byggð í 5 ár eða meira .Þetta getur verið bagalegt fyrir þá sem ætla á þessa staði og eru ekki alveg vissir um afleggjarann. Bara svona fyrirspurn að gefnu tilefni. Kveðja Olgeir
13.01.2011 at 19:20 #708346Ég held að þessu sé þannig háttað Olgeir, að Samsýn fái gögn frá Landmælingum Íslands. Og Samsýn uppfæri síðan grunninn fyrir Rikka, ásamt efni frá Rikka sjálfum. Galinn á gjöf Njarðar er sennilega að gögn berast Landmælingum illa í gegnum þá aðila sem eiga að skila inn til LMÍ. Sennilega vegagerð og sveitarfélög. Þetta er þó sagt án ábyrgðar. Veit þó að þetta kemur stundum fyrir með nýja vegi.
Það má þó nefna það að Landmælingar eru nánast ekkert í neinum mælingum nema þeim sem við vorum í með þeim og þá var reynt að taka eitt og annað á leiðinni fjöll, svona þegar tækifæri gafst til.
17.01.2011 at 10:15 #708348Skruppum yfir Langjökul á tveimur bílum í "leit að sprungum".
Meðferðis var nýtt sprungukort sem er að koma í sölu sem að ég fékk með til prufu.
Kortið er hreinasta afbragð og ég mæli eindregið með því í alla fjallabíla sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í jöklaferðum.Tek fram að það virkar væntanlega ágætlega þó að menn séu með eldri útgáfu af Íslandskortinu. Ég notaði það fyrst og fremst til viðmiðunar.
"Gaman" frá því að segja að mörg gömul algeng trökk og rútur fara þvert á svæði sem metin eru á hæsta viðvörunarstigi samkvæmt þessu korti.
17.01.2011 at 15:40 #708350Ein mjög ánægjuleg leiðrétting.
Hef af því fregnir núna að jöklakortin verði ekki seld heldur dreift frítt til allra áhugasamra, í gegnum m.a. þennan vef væntanlega.
Hugmyndin er fyrst og fremst forvörn og aukið ferðaöryggi.Þeir sem að þessu standa eiga mikinn heiður skilinn.
17.01.2011 at 15:58 #708352Sælir, eru mögulegt að fá þetta núna eða er þetta ennþá í vinnslu?
Kv Palli Kristófers
17.01.2011 at 16:51 #708354Er skilst mér afar stutt í það, en einhverjir þeirra sjá þennan þráð.
Kannski þeir hafi samband við þig beint ef möguleiki er á því að fá þetta strax.
17.01.2011 at 17:05 #708356[quote="BaddiBlái":1efcxxm7]Skruppum yfir Langjökul á tveimur bílum í "leit að sprungum".
Meðferðis var nýtt sprungukort sem er að koma í sölu sem að ég fékk með til prufu.
Kortið er hreinasta afbragð og ég mæli eindregið með því í alla fjallabíla sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í jöklaferðum.Tek fram að það virkar væntanlega ágætlega þó að menn séu með eldri útgáfu af Íslandskortinu. Ég notaði það fyrst og fremst til viðmiðunar.
"Gaman" frá því að segja að mörg gömul algeng trökk og rútur fara þvert á svæði sem metin eru á hæsta viðvörunarstigi samkvæmt þessu korti.[/quote:1efcxxm7]Hvernig voru snjóalög á jöklinum? Einhverjar myndir?
17.01.2011 at 17:29 #708358Takk fyrir það
Kv Palli kristófers
17.01.2011 at 19:48 #708360[quote="hagalin":18jw99iv]Hvernig voru snjóalög á jöklinum? Einhverjar myndir?[/quote:18jw99iv]
Snjóalög með mestu ágætum ofan við 1100 m. ca.
Sjá myndir t.d. hér: [url:18jw99iv]http://www.facebook.com/album.php?fbid=495769244630&id=773794630&aid=271914[/url:18jw99iv], hér: [url:18jw99iv]http://www.facebook.com/album.php?fbid=497058359081&id=640809081&aid=273150[/url:18jw99iv] og mitt hér: [url:18jw99iv]http://www.facebook.com/album.php?aid=326332&id=763387782[/url:18jw99iv]
17.01.2011 at 19:55 #708362[quote="BaddiBlái":3ko6efe9][quote="hagalin":3ko6efe9]Hvernig voru snjóalög á jöklinum? Einhverjar myndir?[/quote:3ko6efe9]
Snjóalög með mestu ágætum ofan við 1100 m. ca.
Sjá myndir t.d. hér: [url:3ko6efe9]http://www.facebook.com/album.php?fbid=495769244630&id=773794630&aid=271914[/url:3ko6efe9], hér: [url:3ko6efe9]http://www.facebook.com/album.php?fbid=497058359081&id=640809081&aid=273150[/url:3ko6efe9] og mitt hér: [url:3ko6efe9]http://www.facebook.com/album.php?aid=326332&id=763387782[/url:3ko6efe9][/quote:3ko6efe9]
Er hægt að gera myndirnar skoðanahæfar fyrir þá sem eru ekki facebook meðlimir?
18.01.2011 at 01:05 #708364Hef ekki nennt að setja inn myndir hérna ennþá a.m.k. en hver veit hvað verður. Er ekki með þær í þessari tölvu.
18.01.2011 at 20:52 #708366Mér skilst að það sé valmöguleiki á facebook að gera myndirnar "public".
18.01.2011 at 23:45 #708368Held að þetta eigi að vera public slóð: [url:xisb7ar6]http://www.facebook.com/album.php?aid=326332&id=763387782&l=e0ab15397f[/url:xisb7ar6]
En eru reyndar voða fáar myndir í mínu albúmi – kóarinn var meira í myndatökunni
19.01.2011 at 22:15 #708370[quote="hobo":1dwit6mm][quote="BaddiBlái":1dwit6mm][quote="hagalin":1dwit6mm]Hvernig voru snjóalög á jöklinum? Einhverjar myndir?[/quote:1dwit6mm]
Snjóalög með mestu ágætum ofan við 1100 m. ca.
Sjá myndir t.d. hér: [url:1dwit6mm]http://www.facebook.com/album.php?fbid=495769244630&id=773794630&aid=271914[/url:1dwit6mm], hér: [url:1dwit6mm]http://www.facebook.com/album.php?fbid=497058359081&id=640809081&aid=273150[/url:1dwit6mm] og mitt hér: [url:1dwit6mm]http://www.facebook.com/album.php?aid=326332&id=763387782[/url:1dwit6mm][/quote:1dwit6mm]
Er hægt að gera myndirnar skoðanahæfar fyrir þá sem eru ekki facebook meðlimir?[/quote:1dwit6mm]
Ef menn ætla að deila myndaalbúmi af facebook, þá er linkur neðst í albúminu sem er til að deila með öllum, og skiptir ekki máli hvernig privacy settingar eru á albúminu
19.01.2011 at 23:29 #708372Sé að strandlína á suðurlandi hefur verið uppfærð. Kemur sér vel fyrir skipstjórann á Herjólfi . Strandlína suðurlands og jöklar breytast jú stöðugt en varla svo hratt. Er nokkur sérstök þörf að láta plokka af sér pening við hverja uppfærslu?
Kv. Árni Alf.
20.01.2011 at 11:10 #708374Persónulega er ég ekki tilbúinn til þess að greiða tæpar 9000 krónur fyrir uppfærslu og það á aðeins einu eintaki.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.