This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ríkarður Sigmundsson 14 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir MapSource notendur. Ég lofaði í haust að láta vita þegar MapSource yrði uppfært næst með lagfæringum á því sem helst pirruðu menn þegar uppfært var í útgáfu 6.14.1.
Það var helst tvö atriði sem pirruðu menn, hægur skrifhraði, þegar þysjað var inn og út þá tók óratíma að birta kortið á skjánum og þeir sem voru með gamlar tölvur eða litlar fartölvur urðu brjálaðir af óþolinmæði, þar á meðal ég. Hitt atriðið var að búið var að toga og teygja kortið frá austri til vesturs og könnðust menn varla við landið eftir þessa aðgerð.
Við þessu var ekkert að gera nema að bíða eftir uppfærslu eða að taka forritið úr tölvunni og setja það aftur upp af diskinum og ekki uppfæra í útgáfu 6.14.1 aftur…
Nú er komin ný útgáfa, útgáfa 6.15.3 . Þessi útgáfa er dæmi um það þegar menn vinna heimavinnuna sína, skrifhraðinn er orðinn nánast sá sami og var fyrir útgáfu 6.14.1 og er loks hægt að fara nota þetta aftur í þessari útgáfu. En „togað og teygt“ vandamálið er enn til staðar og verður leyst með öðrum leiðum.
MapSource er hugsað í dag til að skipuleggja leiðir eftir vegum en ekki í óbyggðum eins og útivistarfólk hefur notað það hingað til. Enda ef borgarkort eru skoðuð, ferðalög skipulögð erlendis (eða í Reykjavk…) þá sést hvað kortið lítur mikið betur út og er faglegra og hreinna í útliti ásamt því að gefa betri mynd af gatnagerð.
Til að koma á móts við útivstarfólk þá hefur Garmin þróað nýtt forrit sem ber heitið BaseCamp . Þetta forrit verður tilbúið í mars eða apríl og mun verða ókeypis, eigendur MapSource munu geta náð í þetta forrit á heimasíðu okkar sér að kostnaðarlausu. BaseCamp mun bjóða uppá að skipuleggja leiðir í þrívídd, snúa kortinu eftir hentugleika í hvaða átt sem er, með tengingu við ljósmyndasöfn og svo framvegis.
Með bestu kveðju,
Rikki
Garmin.is
You must be logged in to reply to this topic.