This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.03.2005 at 14:37 #195674
Nú fékk ég aldeilis á baukinn pantaði miða á þorrablót og borgaði.Síðan kom það upp að ferðafélaginn hætti við að koma með þannig að ég mætti í Mörkina og sagði frá afföllum var mér tjáð af gjaldkera klúbbsins að senda henni tölvupóst og ég fengi miðan endurgreiddann, svo eftir blótið þegar útkoman á blótinu var ljós er mér tjáð að ekki sé hægt að endurgreiða vegna þess að tap hefði verið á skemmtuninni það voru svo margir sem borguðu ekki.
Ef þetta er ný stefna þá tek ég upp nýja stefnu skrái mig í allar uppákomur sem klúbburinn stendur fyrir og sé svo til hvort ég borga eða á annaðborð mæti bara svona hvernig liggur á mér.
Væri ekki nær að fá greitt frá þeim sem komu(höfðu ekki pantað eða áttu eftir að greiða)heldur enn að láta þá sem koma hreint fram borga fyrir alla hina.
KV
SIGGI
ekki sáttur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.03.2005 at 09:52 #519006
tek ég líka undir með Jóni Snæl. skipulögð sókn er besta vörnin, tek undir með stofnun "ferðanefndar"
kveðja
Js
16.03.2005 at 10:58 #519008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rétt að taka það fram úr því þátttökulistinn er kominn hér fram að þetta er ekki sakamannalisti og ég reikna með að allir sem þarna eru hafi greitt skilvíslega og trúi því meðan annað sannast ekki. Látum því galdrabrennur vera að sinni, en ef í ljós kemur að einhver hafi klikkað á greiðslu verður viðkomandi bara minntur á.
Kv – Skúli
16.03.2005 at 20:43 #519010Sæll Palli!!
Eitt skulum við hafa alveg á hreinu. Ég sagði að mér hafi verið lofað endurgreiðslu útaf þeim aðstæðum sem gerðu að ég komst ekki í ferðina og er það staðreynd sem þú þarft ekki að segja mér.
Svo mættumst við á línuveginum sem liggur af Kaldadal og austur í átt að skálaþyrpingunni sunnan Langjökuls og nefndir þú þar að ég ætti alltaf eftir að fá endurgreitt fyrir ferðina, mikið rétt. En hvorki þá né seinna baðstu mig um reikningsnúmer til að leggja inná heldur nefndir að við ættum að vera í sambandi útaf þessu. Og jú það er líka rétt að þú spurðir mig hvernig systir mín hefði það og kann ég að meta það við þig Páll.
Ég nefndi enginn nöfn þar sem að ég ætlaði ekki að fara að skíta einn eða neinn út. En verð ég nú að segja að mér finnst alveg merkilegt að að fá svona skít í hausinn frá þér hérna.
Ég er ekki að segja að þetta sé bara einhverjum öðrum að kenna, en mér finnst fúlt að þurfa að ganga á eftir pening sem mér var lofað að skyldi endurgreiðast sem ekki hafi þurft að vesenast í að rukka mig um upphaflega þar sem að ég greiddi hann á fyrsta fundinum sem haldinn var vegna þessarar ferðar.
Og til að hafa einn hlut alveg á hreinu PALLI að þá hringdir þú aldrei í mig útaf þessu heldur var þetta bara nefnt í þetta eina skipti sem við hittumst á fyrrnefndum línuvegi.
Og svo annað, ég nenni ekki í einhverja pyssukeppni við þig varðandi skrif á netinu. Vil bara benda þér á það að ég hef nú lítið skrifað á þetta blessaða spjall undanfarna mánuði og hef nú ekki verið að væla í hvert sinn sem ég hef opnað gogginn.
Kveðja
Siggi Frikk ( "vælukjói" )
16.03.2005 at 21:40 #519012Mér leikur smá forvitni á fá að vita hvaða leyfi þú hafðir til að fara á bifreið upp í Ingólfshöfða því bæði Hofsbændur Hofsnesbændur og bændur á Fagurhólsmýri ásamt Þjóðagarðsverði í Skaftafelli BANNA MEÐ ÖLLU umferð véknúinna ökutækja í Höfðanum og eina undantekninginn er ef Sigurður Bjarnason Hofsnesi sem er vitavörður þarf að fara á dráttarvél í höfðann vegna vitans og starfsmenn Siglingarmálastofnunar í sömu erinagjörðum.
kv Sigurlaugur Þorsteinsson(Klakinn)
r2151ps ekki gáfulegt að vera með myndir af lögbrotum hér á síðunni
16.03.2005 at 21:40 #519014Beina þessari fyrirspurn til dasun
Klakinn
16.03.2005 at 23:36 #519016Út í Ingólfshöfða eru farnar skipulagðar ferðir með túrista á Dráttarvél tvær ferðir á dag að jafnaði, leiðin er á korti og er hún stikkuð ég hafði samband við bóndann sem sér um ferðirnar og sagði hann mér að öllum væri frjálst að fara þarna um enda er vegurinn ekki merktur sem lokaður eða friðað svæði bað hann okkur að fylgja slóðanum því borið hefði á því að ekkið væri um allan sand sem skemdi fyrir honum þegar hann færi þarna um með útlendinga.
Þessi leið er ekki lokuð og því ekkrt lögbrot á ferðinni
kv
SIGGI
Annars var þessi þráður um endurgreiðslu þegar afbókað er í ferð tímanlega svo aðrir sem sagðir eru á biðlista komist að.
Listinn sem ég birti er á spjallinu undir Setur þorablót og er birtur af fararstjóra ferðarinnar.Gjaldkeri klúbbsins sagði mér að 27 hefðu greitt.
Í það minnsta 40-45 voru á staðnum
17.03.2005 at 05:41 #519018dasun ég er búinn að fara með túrista til hans Sigurðar á Hofsnesi síðan 90 og þar áður var ég í sveit hjá honum á árunum 59-65og þar af leiðandi er ég nokkuð kunnugur
Þessar túristaferðir á traktornum eru að Höfðanum og síðan er gengið á höfðann en það er ALGJÖLEGA BANNAÐ að fara uppá höfðann á vélknúnu faratæki en hverjum sem er er leyfilegt að fara eftir slóðanum að höfðanum og ganga svo á hann
svo ég ráðlegg þér að fjarlægja þessa mynd og virða friðland framvegis ég veit fyrir víst að Sigurður hefur ekki undir nokkrum kringumstæðum leyft þer að aka upp á höfðann.
Sigurlaugur Þorsteinsson
17.03.2005 at 09:08 #519020
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ein spurning.
Hver á Ingólfshöfða? Þá er ég ekki að meina ,,á" í sama skilningi og margir bændur leggja í orðið þegar þeir þykjast eiga öll holt og allar hæðir á afrétti, heldur hver sé þinglýstur eigandi.
Spyr sá er ekki veit.
Afsakið þráðarránið, en þetta er að verða forvitnilegt.
17.03.2005 at 12:47 #519022Til Toylet.
Að sjálfsögðu eiga bændur það land sem þeir eiga og hafa 100% umráðarétt yfir því, rétt eins og þú átt húsið og lóðina þína.(þ.a.s. ef þú átt svoleiðis).
Flestir bændur sem ég þekki gera ekki athugasemd við það þó að það sé gengið/ekið um þeirra land, svo lengi sem það veldur ekki skemdum á landi/gróðri.
T.d. verðum við öll eiginlega alltaf að fara í gegnum einkalönd þegar við ætlum til fjalla, og hef ég ekki heyrt í neinum landeigenda kvarta yfir því, nema að ílla sé um gegnið.
En því miður er orðið mikið til af landeigendum sem búa ekki á sínum jörðum/landi (oft á tíðum sterk efnað fólk úr þéttbýlum) sem setur upp ramgerð hlið með hengilás á og skilti sem stendur á "óviðkomandi bannaður aðgagnur".
Þetta fólk gerir þetta sennilega vegna þess að það er hrætt við skemdaverk á landi og eignum.
Það er mjög eðlilegt að loka fyrir afgang vélknúina ökutækja og hestaumferð þegar útlit er fyrir það að náttúru- og/eða eingnaspjöll verði vegna ítrekaðs átroðnings. Það er ekki hægt að leyfa einum og svo banna öðrum.
Grasi gróinn brekka getur þolað einn bíl á viku án þess að það sjá á henni, en kannski ekki einn bíl á dag.
t.d. veit ég að það er bannað að aka niður Laugaveginn eða blómagarð í Breiðholtinu á beltagröfu, vegna þess að hún mundi vinna skemdir á umhverfi sínu.
Ég held að allir sem eiga eignir reyni eftir fremsta megni að forða þeim frá skemdum, hvort sem það er land, mannvirki eða annað.
Ég er reyndar hvorki bóndi né landeigandi.
kv. Atli E.
17.03.2005 at 14:30 #519024Það eru bændur á Hofi Hofsnesi Fagurhólsmýri sem eru eigendur að Ingólfshöfða og á flestum þessara bæja er sama ættin búinn að eiga jarðirnar frá seinna Öræfagosi og á Hofsnesi er sama ættin búinn að eiga jörðina í 600 ár svo þarna er ekki um neina ríkisbubba að ræða heldur vinnusamt og gegntraust fólk sem hefur umgengist land sitt með virðingu og nægjusemi.
Ingólfshöfði er í dag friðlýstur og er undir Skaftafellþjóðgarðsverði og er það í samræmi við óskir bænda sem halda öllum nytjum og þegar skipbrotsmannaskýlið var endurbyggt fyrir nokkrum árum þurfti að sækja sérstaklega um leyfi fyrir að fara með vélar og tæki upp á höfðann en öllum er frjáls aðgangur að höfðanum það er að segja á vélknúnum tækjum að höðanum en ganga síðan upp og allir sem spyrja Sigga og Einar son hans sem eru með ferðaþjónustuna fá þessa upplýsingar og er það mjög sjaldgæft að menn virði ekki þessar reglur og meðal annars þess vegna er ekki búið að banna með öllu umferð út í höfðann.þessir feðgar eru líka með ferðir á Öræfajökul og Einar er með betri fjallamönnum á ÍslandiÞess vegna finnst mér að við í 4×4 sem gefum okkur út fyrir að vera með umhverfisvænir ekki vera fá góða auglýsingu ef við erum með myndir í albúminu af slíkum utanvegaakstri og ég hef farið í höfðann að jafnaði einu sinni á ári síðan 59 og þar af leiðandi veit ég að fara upp á höfðann á bíl eða traktor er mjög erfitt og ekki gerlegt nema með gróður raski þar sem sandi sleppir og gras tekur við á brúninni og bændur yfir höfuð í Öræfasveit eru mjög liðlegir til aðstoðar ef þarf og hafa í gegnum tíðina ekki verið með aðrar kröfur en að gengið sé með virðingu um land þeirra og ekki sé verið að valda óþarfa skemdum og þætti mér illt ef það breyttist vegna hugsunarleysis félaga okkar
Kv Sigurlaugur Þorsteinsson
17.03.2005 at 17:49 #519026Þegar ég fór út í höfðann talaði ég við Bóndann daginn áður og spurði hann út í þetta hann talaði ekkert um að bannað væri að fara upp í höfðann sjálfann ég gekk upp og sá hvar slóðin kemur niður í sandinnók síðan upp og fylgdi slóðanum alla leið og ekki urðu skemdir af mínum akstri í höfðanum. Ef þetta er friðað eiga menn að setja upp skilti sem segja til um það t.d. öll umferð vélknúinna ökutækja bönnuð.
17.03.2005 at 18:14 #519028dasun hvernig heldur þú að það sé að hafa skilti út við höfðaveg eða sjálfann höfðann það yrði gljáandi eftir viku ég hef marg oft verið viðstaddur er fólk spyr um hvort leifilegt sé að fara á einkabíl og Sigurður tekur það alltaf fram að það sé í lagi að fara að höfðanum og það dugar þú ert sá eini sem ég veit um sem "misskilur" Sigga skammastu þín bara og fjarlægðu myndina og reyndu ekki að réttlæta þig það er enginn réttlæting til í þessu þú hefur aldrei og munt aldrei fá leyfi hjá Sigga til að aka upp á höfðann né heldur þjóðgarðsverði eða öðrum bónda sem hlut á í höfðanum en til áréttingar mun ég heyra í Sigga í kvöld og spyr hann þá eftir þessu og gef honum þær upplýsingar sem hann vill fá hvort það verðu gert eitthvað í þessu er þá hans eða þjóðgarðvarðar
SÞ
17.03.2005 at 18:22 #519030Hvað segiru laugi eigum við að fara útá höfða ég kem á skodanum.
kv
JÞJ
17.03.2005 at 18:38 #519032Við Einar Sigurðsson núna fyrir 3 mín staðfesti hann það sem ég er að halda fram og jafnframt að þeir sem staðnir verði að því að aka upp á höfðann verði undanteknigarlaust kærðir Höfðinn er friðland en Einar var ekki par hrifinn af umgengni jeppamanna um sveitina og hefur sú umræða skotið upp kollinum í sveitinni að loka slóðum og banna allann akstu utan hringvegs og er engum um að kenna nema þeim sem virða ekki almennar siðareglur varðandi akstur utan alfaravega
Jóhannes ég skal fara með þér á Skoda út í höfða og labba með þer um hann allann og fá leyfi til þess að gista í skýlinu ef þarf en pantaðu sprautun áður því hætt er við að lakkið máist aðeins ef sandurinn fer að fjúka
SÞ
17.03.2005 at 18:44 #519034þetta banna hitt, svo sem óþarfi að vera að keyra þar sem spjöll geta orðið og eða þar sem bannað er að keyra samkvæmt lögum ekki einhverjum bænda-lögum, en þetta orð banna banna banna frá bændum er farið að hljóma frekar leiðinlega
jamm og jæja
jon
17.03.2005 at 19:04 #519036
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sko það eiga nátturulega að vera skilti sem banna akstur þar sem við á, Maður á líka ekki að keyra þar sem maður veit að maður skemmir gróður, sandfok ætti nu ekki að skemma skiltið ef það er sett aðeins frá þar sem sandur og gróður mætast það kæmi þá i veg fyrir að menn færu alla leið uppá höfðann, bændur…… ég veit nú allt um þá og þeir skiptast í 2 flokka menn sem glaðir hleypa fólki um land sitt og jafnvel leiðbeina og þeir sem eru bara durgar og leiðinlegir, muniði nu td vikartind þegar hann strandaði akveðin bóndi sem átti fjöruna asamt allavega 2 öðrum var æfur og girti af fjöruna og meinaði folki aðgang með þeim rökum að landið lægi undir skemmdum, sem var ekkert nema sandauðn og stöku melar hvaða skemmdir gætu orðið af því? þannig að ég held að menn passi sig bara almennt og virði landið og eigendurna og auðvitað geta menn misskilið og allavega, svo við skulum nu ekki hengja menn uppi á dindlinum.
17.03.2005 at 19:35 #519038Nú held ég að Klakinn geti bráðnað honum er orðið svo heitt í hamsi. En Klakinn sagði að bændurnir hefðu átt heima þarna í 600 ár eða frá árinu 1405, þrem árum eftir að Svartidauði barst á land við Hvalfjarðarströnd, því getur mað velt fyrir sér hvernig þeir eignuðust bæinn og Höfðan 1405 var það kannski vegna þess að allir voru dauðir í sveitinni eða hvað. Mér fynnst það skipta máli hvernig menn eignist þetta eða hitt og oft voru jarðir fyrr á tímum illa fengnar og fór þar kirkjan fremst í flokki og þess vegna er oft ekki hægt annað en að bros út í annað þegar frekir landeigendur eru með hótanir. Ég held t.d með bændur á þessum slóðum að þeir telji sig eiga Vatnajökul meira og minna, þeir hafa kannski nýtt hann svona mikið til kornræktar í gegnum tíðina að það hafi skapast hefðir á það en þær reglur eru nú einar þær heimskustu sem um getur. Og hvort bændur séu að hugsa um að loka slóðum út frá þjóðvegi 1 eru þeir allir að vinna hjá vegagerðinni og sýslumanni eða hvað.
Er orðin leiður á þessu helvítis lokunarkjaftæði
Og ef þetta er friðland þá á að sjálfsögðu að setja upp skilti þar sem það kemur fram.Ég spjalla stundum við ríkann mann sem veit vart aura sinnar tal, hann fékk þá flugu í höfuðið að kaupa sér bæ og síðan keypti hann nágrann bæinn líka. Þar sem hann var skindilega orðinn landeigandi þá fannst honum upplagt að loka svæðinu vel af " sem þó hafði altaf verið opið almenningi áður" Nú er hann búinn að keðja að flesta slóðir sem liggja um land hans. Það verst í þessu máli er að landareign hans er gífurlega víðferm tugi km í allar áttir frá landeigandanum slæma.
17.03.2005 at 19:49 #519040Það eru ti 2 tegundir bænda eis og þú segir og sá sem mér hefur verið tíðrætt um er einn af þeim sem hefur með glöðu geði leiðbeint mönnum um land sitt og bent þeim á forvitnilega staði ásamt þorra bænda í Öræfum og þess vegna finnst mér það vera alvörumál ef eitthverjir úr okkar hóp eru að skemma fyrir öðrum með því sem við skulum kalla hugsunarleysi og ég held að í ljósi umræðu og frétta í fyrravor varðandi utanvegaakstur ásamt yfirlýsingum forvígismanna okkar um að við séum ábyrgir aðilar sem hægt sé að treysta beri okkur að gera athugasemdir og benda mönnum á það sem betur mætti fara allavega er það hluti af okkar rökum að við göngum með gætni og virðingu um land okkar og óþarfi sé að loka og banna.hvað varðar skilti á umræddu svæði þar er sandfokið niðri á melunum slíkt að ekkert skilti stendst´þau átök og er meðal annar ástæðan fyrir því að það þarf að stika slóðann út í höfða á hverju ári sandurinn hreinlega étur stikurnar upp.
Hvað varðar bóndann sem lokaði fyrir fjöruna sem Vikartindur strandaði í þá myndi hann selja ömmu sína 2 ef hann gæti og tilheyrir hann hinum flokki bænda sem þú skilgreindir ágætlega
Hengja menn upp á dindlinum er ekki mitt áhugasvið en það ergir mig ef menn eru að afsaka sig með haldlausum rökum í stað þess að viðurkenna mistök,mistök eru til þess að læra af og enginn minni fyrir það.en að öðru leiti verðum við að standa undir því að við séum ábyrg félagasamtök og þess traust verð sem við erum að krefjaMeira um þetta má hef ég ekkert að segja
Kv SÞ
17.03.2005 at 20:04 #519042á að viðhalda og endurnýja burt-séð frá sandfoki eða öðrum orsökum, saman á við björgunarhringi á bryggum og við brýr….ef þeir falla í sjóinn eða í ánna vegna roks eða þó ekki sé nema vegna skemmdarfýsnar sem því miður er oftast skíringin þá þarf að setja hring í staðinn
kv
jon
18.03.2005 at 02:43 #519044Sælir félagar!
Ég vil byrja á að þakka öllum þorrablótsförum fyrir frábæra helgi.
Mér sýnist ég nú reyndar vera orðinn of seinn að skrifa í þennann þráð, allavega um aðalmálefni hans, en ætla að gera það samt.
Það var keyptur matur fyrir 50 manns þar sem ljóst var að allnokkrir höfðu boðað afföll. Listinn sem er hér ofar er langt því frá að vera réttur og er því ekki marktækur sem neinn sakalisti enda góðir og gildir "allavega eftir borðhaldið" félagsmenn á honum.Það er rétt sem fram hefur komið að það voru 43 þátttakendur á þorrablótinu. Þegar farið var að fara yfir útprentun af innborgunum á reikningi félagsins og þátttökulistanum vantaði ansi mikið. Því þurftum við Agnes að fara í að hringja í fólk og spyrja skýringa á greiðslu. Sem betur fór tóku allir sem ég hringdi í mjög jákvætt í þessa fyrirleitan okkar og kom þá einnig í ljós að ákveðins misskilnings hafði gætt við innheimtur.
Það sem eftir stendur er því ekki eins svakalegt og sýndist í byrjun. En náttúrulega getur klúbburinn ekki gengist við því að hafa tap á ferðum og verður því að gefa eitthvert síðasta tækifæri til að afboða og krefjast endurgreiðslu.
En af þessu má læra það að innheimta ætti að fara fram með öðrum hætti. Mætti þar hugsa sér; að eingöngu sé greitt inn reikning; miðar séu afhendir við hverja greiðslu eða að áðurnefnd ferðanefnd verði stofnuð sem sjái alfarið um þessi mál.
Ég er ósammála þeim sem vilja leggja skipulagðar ferðir af á vegum klúbbsins, því að þær eru okkur akkúrat til framdráttar og margir byrja sínar fyrstu ferðir þar. Ég hafði til dæmis aldrei áður haft tækifæri á að komast upp á Hofsjökul og var það eins og fjarlægur draumur.
Bkv. og góðar stundir
Magnús G. Skemmtinefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.