This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.03.2005 at 14:37 #195674
Nú fékk ég aldeilis á baukinn pantaði miða á þorrablót og borgaði.Síðan kom það upp að ferðafélaginn hætti við að koma með þannig að ég mætti í Mörkina og sagði frá afföllum var mér tjáð af gjaldkera klúbbsins að senda henni tölvupóst og ég fengi miðan endurgreiddann, svo eftir blótið þegar útkoman á blótinu var ljós er mér tjáð að ekki sé hægt að endurgreiða vegna þess að tap hefði verið á skemmtuninni það voru svo margir sem borguðu ekki.
Ef þetta er ný stefna þá tek ég upp nýja stefnu skrái mig í allar uppákomur sem klúbburinn stendur fyrir og sé svo til hvort ég borga eða á annaðborð mæti bara svona hvernig liggur á mér.
Væri ekki nær að fá greitt frá þeim sem komu(höfðu ekki pantað eða áttu eftir að greiða)heldur enn að láta þá sem koma hreint fram borga fyrir alla hina.
KV
SIGGI
ekki sáttur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.03.2005 at 16:27 #518966
Kæri Sigurður, þar sem þessu erindi er beint að stjórninni. Þá er það svo að gjaldkeri klúbbsins hefur verið að vinna í þessu, en ferðinn var ekki á vegum stjórnar og hefur gjaldkeri marg kallað eftir upplýsingum um Þorablótið í Setrinu.
Gjaldkeri veit ekki fyrir vist hverjir fóru í Setri, hverjir greiddu, hverjir afboðuðu og þá hvenar þeir afboðuðu, en það skiptir máli hvenar það er gert. Því ekki er hægt að fara fram á endurgreiðslu eftir að fararstjórn er búinn að leggja út í kostnað saman ber mat.Jón Snmæland
15.03.2005 at 16:45 #518968Afboðun fór fram áður en að blótinu kom greitt var í heimabanka beint inn á reikn klúbbsins svo það ætti ekki að vefjast fyrir stjórn að sjá það dagsetningu greiðslu hefur gjaldkeri fengið senda ég veit ekki um aðra en á blótinu voru í kringum 40-45 manns og var mér tjáð að aðeins 27 hefðu greitt það hlítur að skrifast á þá sem stóðu fyrir þessu að fylgjast með hverjir voru búnir að borga og hverjir ættu það eftir og rukka þá eða vísa frá eftir hentugleika
kv
SIGGI
15.03.2005 at 17:30 #518970Er þetta rétt sem ég les hérna um að
menn hafi ekki borgað en mætt og
troðið í sig matnum? Hvert stefnum við?
Hvar er samviska þessara manna sem borguðu ekki?
Ég auglýsi eftir henni ef hún er til, enn og
aftur ég trúi þessu bara ekki.
Hvernig er það með hofsjökulsferðin borguðu kannski
ekki allir þar? Gaman væri að fá að vita það
og hver er ábyrgur fyrir að rukka menn um þessar uppákomur
hvort sem er þorrablót eða ferðir, mér finnst ekki réttlátt
að menn mæti bara og taki þátt án þess að greiða.
Ég spyr um hofs.ferðina af því að ég svaf úti í bíl
fyrir utan Setrið á föstudagskvöldinu af því að það var ekki pláss inni þó ég væri búinn að borga Fúlt ef einhver annar svaf þar inni en hefur ekki borgað!
kveðja Helgi
15.03.2005 at 17:53 #518972
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú veit ég ekki hvernig var með Þorrablótið, nema hvað ég veit að margir hættu við eftir að búið var að kaupa matinn og jafnvel tilkynntu ekki forföll og útkoman var að nú eins og alltof oft áður var tap af þessari uppákomu. Ég veit líka að fulltrúi skemmtinefndar og gjaldkeri eru búin að vera að skoða þetta, hverjir hafi greitt, hverjir hafi mætt og hugsanlegt misræmi þar á milli. Ef í ljós kemur að einhverjir hafi mætt, etið, drukkið og verið glaðir en ekki greitt þá verður væntanlega einfaldlega birt opinberlega nafngreind áskorun til þeirra að gera upp við guð og menn, en vonandi eru engin slík tilfelli og við skulum ekki ganga út frá slíku fyrr en slíkt sannast.
Ég get hins vegar fullyrt að um slíkt var ekki að ræða í Hofsjökulstúrnum, því þar fékk enginn nein gögn nema vera búinn að borga og þá viðkomandi hópur hafi borgað. Enda kemur sú uppákoma út réttu megin við núllið. Við fengum að vísu nokkra gagnrýni fyrir að gjaldið væri hátt, en hefði það verið mikið lægra hefði getað farið svo að við hefðum tapað líka á þessu sem hefði verið hábölvað. Stærsti kostnaðarliðurinn var maturinn og salurinn, en svo þarf auðvitað að borga fyrir þau hús sem við vorum að nota sunnan jökla. Það var eitt gjald hvernig sem gistu enda öruggt mál að ef við hefðum farið að flokka verðskrá eftir því hvar menn hölluðu sér um nóttina hefði allt bókhald farið í tóma steypu.
15.03.2005 at 18:12 #518974Í Hofsjökulstúrnum var eitt látið yfir alla ganga, eitt verð hvort sem menn svæfu einsog englar í svítum eða hringuðu sig niður á gólfinu einsog ég gerði, sem reyndar var bara helvíti gott og svo svaf kóarinn úti í bíl einsog flestir í Rottugenginu.
Allir borguðu í ferðina og ekki einungis það heldur borguðu menn mjög tímanlega og eiga hrós skilið fyrir það.
Þorrablótið í Setrinu, það var það sem verið var að fjalla um í þessum þræði.
Einsog ég sagði þá er óljóst hverjir voru þar, hverjir greiddu, hverjir hættu við o.s.f
Enda er tap á þeirri ferð.Fararstjórar geta einir verið ábyrgir fyrir greiðslum.
Annað sem menn ættu almennt að hafa í huga þegar þeir fara fram á endurgreiðslur vegna ferða sem þeir fóru ekki í, þá skiptir það höfuð máli hvenær menn afboða.
Það gefur augaleið að þeir sem snúa við á Hellisheiðinni fái ekki endurgreitt þegar maturinn er þegar kominn á staðinn og í þessu tilfelli var maturinn fastur í krapapytti skammt frá Setrinu.
15.03.2005 at 20:29 #518976Ég má nú til með að skjóta svipuðu máli að þó svo að það sé orðið rúmlega 2gja ára gamallt.
Var búinn að skrá mig í nýliðaferð og búinn að greiða fyrir mig og kóarann kostaði samtals 8.000.-
Var orðinn klár að leggja af stað í ferðina og aðeins ca: 1/2 tími til brottfarar. Búinn aðgera bílinn kláran og var að sækja kóarann þegar hringt er í mig og mér sagt að systir mín hafi lent í mjög alvarlegu bílslysi með öll börnin sín í bílnum, ákvað ég því að fresta því eins lengi og ég gat að fara af stað í ferðina þar til að ég vissi betur hvernig ástand þeirra var.
Hringdi ég í Fararstjóranna fljótlega og varð að tilkynna að ég kæmist ekki með í ferðina þar sem að systir mín væri á gjörgæslu nær dauða en lífi. Var mér tjáð að ég fengi endurgreitt þær 8.000.- sem ég hafði lagt út þar sem að þetta væri eitthvað ófyrirsjáanlegt.
Ég er ekki að kvarta yfir að hafa ekki fengið endurgreitt þar sem að það eina sem skipti mig máli var systir mín og börn hennar.
En mér finnst svolítið fúlt að mér hafi verið sagt að ég fengi endurgreitt en að það hafi svo aldrei komið.
Þetta eru þó tvenn ársgjöld í klúbbnum og rúmlega það.
Sumt í rekstri félagsins þarf að endurskoða.
Kv
Siggi
15.03.2005 at 22:33 #518978Þegar ég pantaði miða á blótið var mér tjáð að aðeins væri pláss fyrir tvo bíla eða 4 persónur pantaði ég þessi sæti og borguðum við fyrir loka frest sem settur var þá voru rúmlega 60 þáttakendur skráðir til leiks og biðlisti, vegna þessa tilkynnti ég strax um forföll þegar það var orðið ljóst að ég væri einn í mínum bíl, bíll félaga míns bilaði að vísu á leiðinni og borgaði hann því fyrir tvo sem mættu á blótið en höfðu ekki greitt.
Þegar ég fór að spurjast fyrir með þessa endurgreiðslu var mér sagt að aðeins 27 hefðu borgað þar af borgaði ég og félagi minn fyrir fjóra en aðeins EINN mætti og naut veitinganna,ég taldi lauslega og tel að 43 hafi mætt á blótið af þessum rúmlega 60 sem skráðu sig hvernig er það var þessi greiðslutími bara grín ég bara spyr.
kv
SIGGI
R-1661 ?
15.03.2005 at 22:40 #518980hér kemur listinn eins og hann var birtur rétt fyrir brottför
NAFN FJÖLDI GREITT SÍMIÓskar Abba 2
Danni Rotta 2
Birkir(Fastur) 2
Arnór 2
Valur 2 824-5274
Halli(Dittó) 2 866-7899
Trausti 2 894-4066
Benni 2 898-6561
Þorgeir(Trúður) 2
Eyþór (skálanefnd) 2 899-5009
Bjarni 2 820-6442
Teddi(Heimsgir) 2 660-5928
Heimir 2 896-2098
Bjarni(skálanefnd) 2 899-1961
Reynir(skálanefnd) 2
Gísli(skálanefnd) 2 893-1527
Lúther 2 822-1701 855-4301
Bjarki(skálanefnd) 2
Gunnar Freyr. 2 820-7573
Atli E. 2 893-4426
Kristján F. Sigurðsson 2 563-2392
Kári Þórisson 2 862-8035
Sverrir Kr. Bjarnasson 2 895-2212
Sigurður Magnússon 2 898-0547
Sigurður Gk 4 617-6219
Ingvar Baldvinson 2 891-9557
Gísli Örn Ólafsson 2 893-4329
Valdimar Elísson 2 894-4329
Halldór Fannar 2 891-6162
Ólafur Gústafsson 2 894-433762 manns
Hver ætti svo að finna sig og ath. hvort hann hafi greitt
kv
SIGGI
R-1661 ?
15.03.2005 at 22:43 #518982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Samt sem áður er þetta ekki réttur listi.
Góðar stundir
Jónas
15.03.2005 at 22:48 #518984Og ég fór
og það var gaman
Sama gerðu félagar mínir sem fóru í ferðina.
Þakka kærlega fyrir mig.
Kveðja Fastur
15.03.2005 at 23:04 #518986Ég er kominn á þá skoðun að 4×4 eigi að hætta öllum skipulögðum ferðum í nafni klúbbsins. Það eru vel flestar ferðir sem koma út með tapi, þrátt fyrir góðan vilja þeirra sem að þeim standa, að láta þær standa undir sér. Einu ferðirnar sem hafa nokkurvegin sloppið eru nýliðaferðirnar, en venjulega eru þær í járnum. Það eru margar ástæður fyrir þessu endalausa tapi í þessum ferðum, en það virðist vera orðið algengt að allt að 20% þátttakanda hætti við á seinustu stundu, menn bíða eftir veðurspá og hætta við ef hún er þeim ekki þóknanleg og eins hafa menn komist upp með að borga þátttökugjaldið sama dag og lagt er af stað, þrátt fyrir að aðstandendur ferðarinar hafi ýtt á eftir þeim að greiða. Síðan er gjaldið venjulega reiknað upp á krónu, þannig að ef það verða afföll er ferðin komin í mínus og ef gjaldið er haft þannig að nokkur séns sé á því að ferðin geti staðið undir sér, kanski 500kr umfram kostnað miðað við 100% mætingu, væla menn út í eitt yfir því að það sé verið að okra á þeim. Ég og eflaust margir aðrir viljum ekki sjá félagsgöldin okkar fara í það að niðurgreiða ferðir fyrir aðra, enda á ekki að vera nokkur ástæða til þes
Hlynur
15.03.2005 at 23:04 #518988Sæll Siggi Frikk.
Þú ert nú meiri vælukjóinn ! Að nenna þessu endalausu væli hér á spjallinu…
Mig langar að benda þér á þá staðreynd að þegar þú þurftir að hætta við þátttöku þína í nýliðaferðinni fyrir tveimum árum var þér sagt að þú fengið endurgreitt. Ástæður væru allar til þess réttmætar. Ég meira að segja heyrði í þér aftur eftir þessa helgi til að íta við þér, hvar ég mætti leggja inn aurana…og spurði þig þá um leið hvernig systir þín hefði það eftir slysið. Og þú ætlaðir að láta mig vita, ekkert lægi á…, þú ættir eflaust eftir að ferðast meira með okkur (4×4)
Og veistu það félagi, að það var meira að segja gert ráð fyrir þessu í uppgjöri ferðarinnar til stjórnar. En man þó ekki nú í svipin, hvort 4×4 skuldar þér þennan aur, eða hvort ég hélt þessum pening eftir á mínum reikning. Rétt að skoða það með stjórninni… (Skúli, getur þú fundið þetta með gjaldkera ?)
En mér finnst hallærislegt af þér að halda fram einhverju hér sem ekki stenst…
Kv
Palli. (sími 664 2103)
15.03.2005 at 23:11 #518990Já, nú er ég sammála þér. Klúbburinn á að hætta með þessar ferðir á sýnum vegum. Hef þá skoðun að þetta eigi eftir að vinda uppá sig, eins og hefur gerst síðustu ár. Sumt fólk hagar sér með ólíkindum í ferðum sem þessum og ekki prenthæft allt það sem ég hef upplifað sem umsjónarmaður á vegum 4×4. Einhvern daginn kemur skellur á klúbbinn okkar sem hefur það að markmiði að vera hagsmunafélag, en ekki ferðafélag.
Sjáið bara þennan þráð !
P
15.03.2005 at 23:53 #518992
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi þráður (og fleiri), útkoma hinna ýmsu ferða og mögulegar og ómögulegar uppákomur í ferðum ýta vissulega undir það að rétt sé að leggja af að ferðir séu í nafni klúbbsins. Oft eiga umsjónarmenn ferða í stökustu vandræðum með að halda utan um málin og útilokað fyrir stjórn að hafa nokkurt control á þeim þar sem allt utanumhald er í höndum annarra. Það væri þó eftirsjá af nýliðaferðunum sem margar allavega hafa tekist mjög vel og eins vinnuferðum umhverfisnefndar sem hafa gengið vandræðalaust allavega eins langt aftur eins og ég þekki til (sem er svosem ekki langt). Svo verður að segja að Hofsjökulstúrinn tókst vel, en þar var grundvallaratriði að hver hópur bar ábyrgð á sér og í raun engin fararstjórn þannig séð, aðeins lagt upp með leiðir og leiðamöguleika, gisting skipulögð sunnan jökuls og séð fyrir góðri veislu og gleði á Akureyri.
Kv ? Skúli
P.s. hafi verið búið að lofa Sigga endurgreiðslu og ekki staðið við það er auðvitað hægt að skoða það. Nú veit ég auðvitað ekkert um hvort hann hafi gengið eftir þessari greiðslu eða innheimta hennar sé bara að poppa upp núna á vefnum tveim árum síðar, en það auðveldar auðvitað ekki málið og sjálfsagt heilmikið mál fyrir gjaldkera að finna útúr þessu, en hún vinnur mjög umfangsmikið starf fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu.
16.03.2005 at 00:20 #518994… þá vildi kappinn ekki aurana, er ég bauðst til að leggja þá inn á hans reikning, hann vildi þá ekki að svo stöddu. Það er því ömurlegt að lesa þetta hér á þræði núna, eins og maður hafi verið að stela þessum pening. Kannski að Jóhann Rún eigi þetta uppgjör, ég skal senda honum línu, það kannski auðveldar málið.
Svo hefði það verið mjög einfalt mál fyrir Sigga að hafa samband við mig seinna meir, við þekkjumst jú ágætlega, eða gerðum það amk hér í denn. Ja, ég bara spyr, hvert hefur hann verið að leita eftir endurgreiðslunni, sem hann segist bara ekki fá.. Kannski hjá Ferðafélagi Íslands ?
P
16.03.2005 at 00:33 #518996Nú er maður kominn á sakabekk, búið að byrta nafn og síma, hver er það sem ekki hefur borgað ?? Því skal það tekið fram að ég og Ditto borguðum 31.01.05 og ef eitthvað hefði komið upp á, hefði ég ekki farið fram á endurgreiðslu því svona ferð krefst mikils skipiluags og ekki leggjandi á skipuleggendur að halda utanum hverjum á að endurgreiða og hverjum ekki.
En mér finnst alveg ótrúleg neikvæðni í þessum þráð, þarna vorum við að leika okkur og var alveg ferlega gamann. Menn mega ekki bara sjá vandamálin í öllu heldur lausnir og tækifæri og forráðamenn klúbbsins meiga ekki láta deigann síga þegar svona pissudúkkur koma með svona röfl. Hitt er annað mál að betur hefði mátt standa að innheimtu á þátttökugjöldum fyrir ferðina og hafa, eins og í Hofsjökulferðinni, ákveðna dagsetningu og eftir hana færu þeir sem ekki hafa borgað aftast á biðlista og engin endurgreiðsla !!.
Þetta er bara mín skoðun og vinasamlegast ekki hætta þessu skemmtilega starfi að aðskipuleggja ferðir fyrir okkur hina og veriði ekki að hræra í eldgömlum málum því það eru bara eintóm leiðindi.
kv. vals.
16.03.2005 at 00:57 #518998Ég er sammála Vals hér að ofan – að það er ljótt að vera kominn á opinberan sakalista með grun um að hafa svikist um að borga – sem ég gerði þó þann 1.feb. og skemmti mér svo konunglega með Fast og AtlaE ásamt kóurum.
En til að fá smá jákvæðni í þennan þráð, þá vil ég að það kom fram að ég, Fastur og fleiri tókum að okkur nýliðaferð í Setrið síðastliðið haust og það kom mér mjög skemmtilega á óvart hvað vel gekk að rukka menn og konur þá.
Það voru 100% skil, hvort sem menn skráðu sig snemma eða seint…menn bættu við farþegum á síðustu stundu og greiddu um hæl.
Ég reyndist reyndar hafa gullfiskaminna og reyndi með harðri hendi að rukka suma tvisvar – en menn tóku því nú bara vel.Miðað við þessa sögur af Þorrablótinu þakka ég bara mínu sæla fyrir hvað "nýliðar" reynast skilvísir – takk fyrir það.
Arnór
16.03.2005 at 01:40 #519000Er það ekki nafnið á klúbbinum okkar.
Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort þeir sem skrá sig í ferðir og bíða með greiðslur fram á síðustu mínútu ef ske kynni að þeir hættu við gerðu sér nokkra grein fyrir því hvaða vinna liggur á bak við hverja ferð og eins og Hlynur segir verðið haft þannig að ferð gangi upp á núlli ég held að menn ættu að leyfa stjórn að vinna úr þessu máli með Þorrablótið í friði nema sú stefna verði tekin upp að rukka fyrir væntalegt tapi og miða við 50% aföll eða taka upp sama system og Útivist og FÍ en annað félagið var með dagsferð á Lyngdalsheiði og þáttökugj var rúma 2000 kr væri það vænlegri kostur.Það er á tandurhreinu að stjórn er ekki í neinum sandkassaleik varðandi þessi mál og á að fá frið til að leysa þau og ég efa ekki að þeir sem afboðuðu innann tímamarka fá endurgreitt ef þeir eiga rétt á því og því tek ég undir með Hlyn og segi hættið að væla þetta því það er engum til góðs.og gjaldkerinn okkar er bara að gera það sem henni var trúað fyrir og stendur sig vel sem og aðrir í stjórn
Keðja Klakinn
r 2151
16.03.2005 at 08:55 #519002Ég er nú ekki sammála þeim aðilum sem vilja það að klúbburinn hætti að standa fyrir skipulögðum ferðum. Er ég hræddu um að þá myndi fækka verulega í klúbbnum.
Það þarf aðeins að skipileggja grunnin betur og hefur það verið gert með nýjum ferðareglum og svo þarf að innheimta þáttökugjöldin tímanlega.
Ekki væri verra að hafa ferðanefnd sem hefði það hlutverk að aðstoða fararstjóra og veita þeim aðhald.Við þurfum að ná til allra jeppamann og þeim þarf að finnast það að þeir eigi heima í klúbbnum, því Ferðaklúbburinn verður ekki sterkur hagsmunaklúbbur á meðan jeppamenn eru dreifðir í öðrum félögum.
Þess vegna ættu jeppamenn í öðrum félögum því að velta alvarlega fyrir sér hvort þeirra félög hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi eða hvort þeirra forustu menn séu á þeirri braut að loka hálendinu fyrir vélknúinni umferð.
Með veru minni í stjórn og nefndum hefur maður áttað síg á því hversu stórt batterí klúbburinn er orðin og virðist það ávalt koma nýjum stjórnarmönnum á óvart hversu mikil vinna hvílir á herðum stjórnarmanna og hefur þessi vinna aukist hratt á undanförnum misserum, er sú aukavinna mest kominn til vegna hræringa hins opinbera og hringlandi hátt þeirra og eru víða blikur á lofti.
Því er það nauðsinlegt að efla klúbbinn sem hagsmunaklúbb og er eina leiðinn til þess að við stöndum saman og að okkur fjölgi. En það kallar á meiri festu stjórnar og skilvirkari nefndir.Stofnum því Ferðanefnd
Eflum Umhverfisnefndina til muna ásamt því að efla tengsl móðurfélagsins við allar deildir. Deildirnar þurfa að koma mun meira að daglegu starfi móðurfélagsins þar sem deildirnar hafa oft möguleika að stoppa af illa og lítt ígrundaðar tillögur heimamanna sem þeir leka inn í ýmis ráðuneyti þar sem illa upplýst möppudýr gleypa hugmyndirnar hráar og fagna því að fá verkefni. Síðan fáum við yfir okkur reglugerðir sem eru engum að skapi
16.03.2005 at 09:42 #519004Mikið Ofsalega er þetta satt og rétt ég tek undir þessi skrif Jóns því fleirri sem við erum í klúbbinum þeim mun sterkara afl erum við og eru skipulagaðr ferðir snar þáttur í því að ná til okkar nýju fólki,Ferðanefnd er ekki svo galin hugmynd en það þyrfti að skoða vel grunninn fyrir slíkri nefnd og velta því fyrir sér hvort ekki sé nær að þær nefndir sem eru að standa fyrir ferðum hafi gjalkera sem heldur utan um ferðakostnað og skráningu og með stífari reglum um skráningargjöld og lokafrest til greiðslu og að þáttakendur hafi það á hreinu að endurgreiðsla sé ekki möguleg eftir að farið er að greiða mat og annað sem er sameiginlegur kostnaður.þá held ég að félagar venjist þvi fljótt þó alltaf verði eitthverjir til að nöldra
Og einnig að þeir sem ekki hafa greitt í ferðir mæti bara á staðinn og láti sem ekker sé
Kv
Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.