This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Við höfum sjálfsagt öll veitt athygli þeirri umræðu, sem nú er í gangi með að setja njósnatæki í alla bíla sem skrásetur hvert og hvað mikið er ekið.
Tvennt finnst mér aðallega athugavert við þetta.
1. Er einhver svo bláeygur að ætla, að þetta verði ekki notað til að fylgjast með því hvert maður fer á bílnum, ekki bara til að skattleggja ferðirnar, heldur er alveg ljóst að fleiri en skattmann hafa áhuga á að vita?
2. Dettur einhverjum í alvöru í hug að skattmann muni láta þetta koma í staðinn fyrir aðra skatta? Auðvitað verður þetta viðbót við aðra skattlagningu. Eru ekki einhverjir fleiri en ég sem muna þegar bifreiðagjaldinu svonefnda var komið á í fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins? Það átti bara að vera tímabundið – þetta er ekki mín fullyrðing, þetta er staðreynd, skrásett í fjölmiðlum þess tíma.Runólfur framkvæmdastjóri FÍB, sem hefur löngum haft sérstakt horn í síðu okkar jeppamanna notaði tækifærið til að hnýta í okkur sem höfum til þessa ekið á fasta skattinum í viðtali á Ríkisimbanum núna áðan.
Eru ekki einhverjir í okkar hópi sem vilja ræða þetta mál?
You must be logged in to reply to this topic.