Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ný reglugerð um skattlangingu ökutækja
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 14 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
23.11.2010 at 16:30 #216028
Jæja, gott fólk, ég sé hvergi að neinn sé farinn að skrifa um nýja reglugerð fjármálaráðuneytis um skattlagningu ökutækja miðað við kolefnislosun. Það fer ekki milli mála, að þar er verið að skattleggja bíla bæði í formi hækkaðs vörugjalds og bifreiðagjalda, þessara sem við greiðum tvisvar á ári, og auka skattinn línulega miðað við vélarstærð. Það er yfirlýst stefna ríkisvaldsins að auka skattheimtuna með þessu móti. Ég var reyndar búinn að heyra að það ætti að skattleggja sérstaklega bíla með fjórhjóladrifi, en sé ekki að það sé gert með þessum nýju reglum. Eru menn eitthvað búnir að setja sig inn í þessi mál?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2010 at 22:17 #711418
Þetta er bara fáránlegt rugl í umhverfis blindum gæjum á þingi sem þurfa ekki að hugsa um aðra en sjálfa sig.
t.d. er verið að skattleggja útblástur ökutækja, en ekki hvað þeir raunverulega menga.
Það var tekið um daginn rannsókn á umhverfisvænasta bíl í heimi = orkan sem þarf til að framleiða bílinn, notkun í 10 ár og síðan mengunin, orkan sem þarf til að eyða bílnum aftur.
Útkoman var 2009 módelið af Wrangler…. einfaldur bíll sem er bara blikk og stál og auðvelt er að framleiða og eyða aftur.
Toyota Prius og álíka rafmagnsdollur eru fullir af rafgeymasýru sem þarf að henda eftir ákveðinn tíma og því eru þeir bílar mun skaðlegri fyrir nátturuna heldur en margir jeppar okkar.
Ég skil ekki afhverju stjórn F4x4 er ekki búinn að mótmæla þessum aðgerðum opinberlega og safna undirskriftalistum til að fá þessu hnekkt. Ég er nokkuð viss um að 60% þjóðarinn er á móti þessum aðgerðum, þar sem 60% þjóðarinnar er á millistórum fólksbílum og stærri bifreiðum.
Ég tala nú ekki um mismunum sem verður fyrir landsbyggðarfólk þegar þeir sjá allar vörurnar sínar hækka þar sem trukkarnir sem keyra þeim til þeirra ættu nú að fá sinn skerf af þessum gjöldum !!
Félagsgjöldin mín verða greidd ef eitthvað verður gert í að vernda ferðafrelsið okkar gagnvart þessum grasbítandi stjórnendum þjóðarinnar.
kv
Gunnar
23.11.2010 at 22:44 #711420Þið getið lesið frumvarpið hérna í viðhenginu..
Kv
Kristinn
24.11.2010 at 08:46 #711422Jæja ég afsaka mig fyrir vankunnáttu varðanda flutningabílana, fyrirgefðu steingrímur að ég álit þig vera svona vondan mann….
flutningabílar eru undanskildir, einnig bílar ríkisstofnana… þannig að almenningur fær þetta óþvegið.Síðan snýst þetta ekkert um annað en að koma okkur í þetta árans ESB :
Eftirfarandi er í frumvarpinu:
—
Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir því að Ísland taki á sig sameiginlega skuldbindingu með aðildarríkjum [b:10qfetql]ESB[/b:10qfetql] í nýjum alþjóðasamningi í loftslagsmálum. Ísland yrði með því þátttakandi í heildarfyrirkomulagi [b:10qfetql]ESB[/b:10qfetql] á sviði loftslagsmála, þ.e. bæði viðskiptakerfinu og ákvörðun [b:10qfetql]ESB[/b:10qfetql] um dreifingu sameiginlegrar skuldbindingar á tímabilinu 2013-2020. Framkvæmdastjórn [b:10qfetql]ESB[/b:10qfetql] féllst á þessa tillögu Íslands í desember 2009 og að hefja viðræður um gerð [b:10qfetql]formlegs samnings[/b:10qfetql] þess efnis. Með slíku samkomulagi myndi óvissa um framtíðarskuldbindingar Íslands minnka.
Líklegar skuldbindingar Íslands innan ramma nýs alþjóðasamkomulags og tvíhliða samnings Íslands við [b:10qfetql]ESB[/b:10qfetql] væru tvíþættar. Annars vegar myndi losun frá stóriðju falla alfarið undir viðskiptakerfi [b:10qfetql]ESB[/b:10qfetql] og fá úthlutað heimildum úr sameiginlegum evrópskum potti út frá ákveðnum viðmiðum um losun í viðkomandi iðnaði; þessi losun væri í raun utan beinnar stýringar íslenskra stjórnvalda.[b:10qfetql] Hins vegar myndi Ísland líklega þurfa að draga úr losun í öðrum geirum en stóriðju um u.þ.b. 30% til 2020, miðað við árið 2005.[/b:10qfetql] Á móti þessu kæmi binding kolefnis úr andrúmslofti með skógrækt og landgræðslu.. Þessu frumvarpi er ætlað að hrinda í framkvæmd áformum stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum í samræmi við þau áform sem þau hafa almennt í þessum málum.
—Allt snýst þetta á endanum um ESB… ekkert annað.
kv
Gunnar
ESB + Ísland = NEI TAKK (ég vill ferðafrelsi, ekki ferðabann)
24.11.2010 at 15:20 #711424Eitt er líka vert að athuga og það er mismunun eftir uppruna bílsins. Almennt fæst ekki uppgefin losun amerískra bíla á Co2 og þar af leiðandi verða þeir tollaðir þannig að losunin er ákvörðuð miðað við þyngd. "Umhverfisvænir" bílar (t.d. hybrid) frá USA fá þar af leiðandi hærri toll en bílar af evrópskum markaði… sem er kjánalegt. Hversu oft er síðan vísað í Evrópu og ESB í þessu frumvarpi… ég nenni allavega ekki að telja það!
Mikið er síðan ánægjulegt að fá hærri bifreiðagjöld, sérstaklega þegar þetta átti nú bara að vera bráðabirgðaskattur þegar þau voru fyrst sett á…
Síðan flokkast pallbílar ekki lengur sér heldur með öðrum bílum.
Þetta með að fjórhjóladrifnir bílar séu skattlagðir sérstaklega kemur nú bara vegna þess að fjórhjóladrifnir bílar menga meira þannig að já það má segja að þetta sé enn einn landsbyggðarskatturinn
24.11.2010 at 16:05 #711426Sæll Gunnar
Stjórn klúbbsins hefur ekki sett sig inn í þessi mál, eins og er fer mesta orka stjórnarinnar og annarra félagsmanna í vinnu vegna Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjórsárveranna (þarna er það Ferðafrelsi sem verið er að vernda).
Því miður er stækkun Vatnajökuls og Þjórsárverana mjög mikið mál fyrir allt útivistarfólk, vonandi fer einhvað að lagast þar en ég vill endilega óska eftir því ef þú hefur áhuga á að ræða við mig því okkur bráðvantar mann til að aðstoða okkur í þessu bifreiðar- vörugjalds og útblástursrugli.
Ef þú ert til er pláss fyrir þig til að aðstoða okkur í þessu máli.
Kveðja
Sveinbjörn
24.11.2010 at 16:42 #711428elin@hosilo.is
til ferdafrelsiKomið sæl,
takk fyrir að sýna stjórnlagaþinginu áhuga. Eftirfarandi eru svör mín við
spurningum ykkar:1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt
almennings til ferðalaga og nýtingar?
a. Hér vil ég aðgreina almannarétt almennings til ferðalaga annars vegar
og nýtingar hins vegar. Ég ekki viss um að stjórnarskrá sé vettvangur til
að binda ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga, þó ég sé tilbúin
að skoða það. Nýting getur verið teygjanlegt hugtak, en ef við erum að
tala um 24.gr og 25. gr. fyrrnefndra laga, þá tel ég nægjanlegt að það
standi í lögum.2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til
ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
a. Ég held að ég muni ekki beita mér sérstaklega fyrir því, en ef ég verð
kosin á stjórnlagaþing hefði ég áhuga á að kynna mér þetta betur.
24.11.2010 at 22:00 #711430Gunnar Ingi, ég leyfi mér að mótmæla því að þessi skattlagningarvíma sé til þess að koma okkur í ESB. Það sem stjórnvöldum gengur til er að afla ríkinu tekna og þeir sjá ekki neitt annað en að hækka skatta og gjöld og leggja á þá sem enn eiga einhverjar krónur afgangs og eru ekki búnir að skrapa samna eða eyða lífeyrinum til að standa í skilum með skuldir. Reyndin er sú að þarna eru stjórnvöld að dulbúa tekjuöflunina með því að klæða hana í einhvern búning umhverfisverndar — enda hægðarleikur. Græna byltingin er fyrir ríka fólkið. Það eru forréttindi hinna ríku að hluta að umhverfinu — við erum rík — við eigum að borga. Fólkið sem keyrir um á Príus, er með sólarsellur á þakinu og flokkar ruslið skynsamlega friðar samviskuna með því að borga. Borgar til að vernda hvali, borgar til að bjarga regnskógunum, hættir að borða kjöt af samúð með dýrum og borgar fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Þetta er sem sagt bara einföld leið til að ná af okkur peningum. En, það er annar handleggur, hitt er að hvert ríki innan ESB hefur sínar reglur sem lúta að hinu og þessu. Reglur í sumum ríkjum ESB leyfa jafnvel að menn aki öfugu megin á veginum og ESB er ekki búið að banna það ennþá. Þa sem öllu máli skiptir er að stjórnvöld færi rök fyrir því að við þurfum að hafa hlutina eins og við viljum hafa þá og þá fáum við að halda því. ESB setur engar reglur um umhverfisskatta, dekkjastærðir eða neitt þess háttar. Þú Gunnar og allir hinir sem eruð á nálum vegna ESB vitið að ef það þjónar ekki hagsmunum íslenskra sauðfjárbænda að ganga í ESB þá verður þá ekki gert.
25.11.2010 at 08:45 #711432Sæll Sigurður,
Það er nokkuð augljóst að þegar ríkisstjórnin er farin að aðlaga kerfið okkar í einu og öllu að reglum sem gilda í ESB þá er það nú varla flókið fyrir hinn almenna borgara að sjá það að tilgangurinn er að undirbúa okkur undir þessa aðild sem stjórnvöld stefna að og því hafna ég mótmælum þínum.
Auðvitað eru þetta síðan bara auðlegðarskattar sem verið er að setja á okkur þar sem þeir sem eiga jeppa hljóta að vera milljónamæringar því reksturinn á slíkum jeppum er ekki ókeypis. Því sé ég bæði Vinstri græn og Samfylkingarbrag af þessum lögum, annars vegar umhverfis sjónarmiðin frá Vinstri grænum og hins vegar ESB aðlögunin frá Samfylkingunni.
Að lokum hafa sauðfjárbændur ekkert með það að segja hvort við göngum í ESB, það eru fréttamiðlarnir og stjórnvöld sem munu búa til fallega sögu af ESB og fólkið á Íslandi er nú alveg löngu búið að sanna það að allt má sannfæra hinn íslenska ríkisborgara um.
Dæmi: Eigandi í lágvöruverslunarkeðju var í guðatölu hér á Íslandi þegar hann var sakaður um skattsvik sem reyndust síðan byggjast á veikum grunni sönnunargagna saksóknara. Umtalið á kaffistofum landsins var að þetta væri þvílíkt hneyksli að svona góður maður sem gæfi okkur svo ódýran mat gæti nokkurn tíman verið óheiðarlegur. Hvaðan kom þessi skoðun fólks, jú frá fréttamiðlum landsins þar sem eignaraðild var umdeilanleg.
Kv Gunnar.
Við verðum komin í ESB eftir sirka 3 ár þegar ESB er búið að eyða hundruðum milljóna í að auglýsa alla kostina sem fylgja því.
=
1. Efnahagslegt hrun í mörgum ríkjum
2. Alltof sterkur gjaldmiðill (við könnumst nú við það og það er ofboðslega gaman að kaupa sér plasma skjá ódýran)
3. Fleiri störf fyrir stjórnmálamenn og fleiri utanlandsferðir til Brussels.
4. Við höfum örfáa þingmenn í mörg hundruð manna evrópuþingi (klárlega fáum við að stjórna)
5. Viðvarandi 10% atvinnuleysi.
6. Alls konar styrki til fátækra ríkja (Ísland verður að vera fátækt til frambúðar til að fá styrkina, gaman gaman)
25.11.2010 at 09:34 #711434Sælir
Mér finnst þetta ekki vera réttur vettvangur til að ræða kosti og galla ESB, allavega ekki þessi þráður beint. Við erum ekki ESB þjóð ennþá allavega og verðum að trúa því að við séum sjálfstæð ennþá allavega.
Ég ætla hinsvegar að vera ósammála báðum fyrri ræðumönnum sem hafa ýjað að því að skattlagningin er háð auðlegð fólks en því er ég algerlega ósammála. Í mínum huga er þetta hreinræktaður landsbyggðarskattur og enn ein ömurlega tilraunin til að koma landsbyggðarfólki til Reykjavíkur. Það er nefninlega þannig, fyrir þá sem ekki vita, að vetrarþjónusta úti á landsbyggðinni er ekki nálægt sú sama og á höfuðborgarsvæðinu og almenningssamgöngur virka allt öðruvísi hér heldur en fyrir þá sem þurfa frá Árbænum niður á Hlemm.
Í mínum augum er þetta hrein skattlagning á öryggi, nákvæmlega eins og nagladekkjaskatturinn sem menn hafa gjarnan rætt.
Ég er ekki að segja að hver og einn landsbyggðarmaður þurfi að eiga 46" brettan jeppa en Nissan Micra, Toyota Aigo eða hvað þetta heitir dugar skammt nema hugsanlega sem annar bíll.
Metangasstöðvar er hvergi annarsstaðar að finna en í Reykjavík þannig að sú búbót kemur landsbyggðafólki ekki til góða.
Það er líka tilfellið, allavega í mínu, að ég á ekki 18 ára gamlan bíl af því að mér finnst það flott eða töff heldur af því að ég hef ekki efni á að kaupa mér nýjann fínann fák sem eyðir litlu. Þess vegna lít ég þannig á að ég sé skattlagður sérstaklega AF því að ég er ekki auðmaður.
Þetta frumvarp er móðgun við mannlega skynsemi. Það er alveg sama hvað menn berja hausnum við steininn, við búum ekki við miðbaug. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa á lítilli eyju fleirihundruð kílómetrum norðan við byggileg mörk og höfum aðlagast nokkuð vel. Við búum við veðurfar sem þekkist varla í Evrópu sem við þurfum stöðugt að takast á við. Við sjáum vel hvað gerist þegar snjóar í löndunum sem þessi vanvitastjórn er stöðugt að bera okkur saman við. Ég hlakka ekki til að takast á þið þetta þar sem yfir 100km eru á milli þéttbýlisstaða og 50 km milli sveitabæja.
Og þetta er gert í nafni náttúruverndar.
Kv Jón Garðar
25.11.2010 at 10:29 #711436Er ekki réttast að splæsa WORD-námskeiði á þetta lið sem er að leggja fram svona frumvörp til að maður geti ratað í gegnum þetta torf.
kv. vals.
25.11.2010 at 14:22 #711438Hann er kannski búinn að gleyma því á hvernig bíl eða í hverju hann lenti hér um árið [url:wga8b2wp]http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1061646[/url:wga8b2wp]
Kv Dolli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.