Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Ný Reglugerð
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.04.2005 at 20:59 #195874
AnonymousHægt er að skoða drög af nýrri reglugerð frá Umhverfisráðuneytinu á this.is/rotta/ og á trudur.alvaran.com Takið sérstaklega eftir grein 4 og grein 8.
Jón Ofsi Snæland -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.04.2005 at 21:54 #521728
Er þetta endanlegt eins og þetta lítur út?
Ég treysti því að Stjórn Ferðaklúbbsins 4X4 fái þessu breytt með öllum tiltækum ráðum, við erum jú stærsta hagsmunafélagið fyrir ferðamenn á vélknúnum ökutækjum á landinu.
Annars sýnist mér bara allt stefna í að þetta verður eins og út í Noregi Þ.e.a.s allt bannað nema með sérstökum leyfum yfirvalda .Kv.
Glanni
25.04.2005 at 22:07 #521730Það er ansi hart að það er allt orðið bannað í þessu kommúnista þjóðfélagi nú til dags,maður fer að halda að það sé komið svona castro stefna hérlendis.
Banna allt og svo er allt hækkað í botn samaber olíu.
Nema að það er í lagi að kaupa fokdýra Ráðherrabíla og láta þá ganga tímum saman fyrir utan obinberar byggingar,og venjulega eru þetta ekki eyðslugrannir bílar.
En svo á að fara að banna jeppafólki að skoða hálendin og ég tala nú ekki um þá sem eru í ferðaiðnaði,hvað verður þá um túrista ferðarnar sem svo margur útlendingurinn er búinn að fara í.
Hvað verður um björgunarsveitaæfingarnar til fjalla og hálendisæfingarnar,eða verða björgunarsveitar á undanþágu og þá ferðaiðnaðurinn líka.
kv
JÞJ
25.04.2005 at 23:09 #521732Eiginlega er ég algjörlega ósammála þér þarna Jóhannes. Mér finnst t.d. hið besta mál að tekið sé á ríðandi umferð um hálendið, enda oftar en einu sinni séð moldarflag þar sem áður var gróið svæði eftir að hestastóð fór um. Ég hef að vísu ekki nógu mikið vit á grasmótoraferðum til að gera mér grein fyrir hvort þessar tillögur séu raunhæfar og framkvæmanlegar, en það er löngu orðið tímabært að taka á þessu. Reikna með að Landsamband hestamanna fari yfir þetta og gerir þá breytingatillögur ef þarf. Eins er sjálfsagt að reiðhjólin lúti einhverjum reglum, þó sjálfsagt hafi þau ekki verið stórt vandamál á við blessaðar bykkjurnar. Ég fatta hins vegar ekki alveg afhverju torfæruhjólin eru ekki inni.
Eina breytingin hvað okkur varðar er að vísu alveg útúr kortinu og nógu langt frá öllum raunveruleika til þess að það ætti að vera nánast formsatriði að fá því breytt. Þar á ég við þessa 50 cm reglu. Við skilum bara inn umsögn og bendum á að hvorki sé framkvæmanlegt að framfylgja þessu né heldur að þetta sé það sem raunverulega skiptir máli. Með björgunarsveitirnar þá er í gildi sama eða sambærileg undanþága og var áður. Og 8. greinin er óbreytt frá fyrri reglugerð (var þar 4. grein). Eins og þetta er þarna er ferlið svo þunglamalegt að það er ekki hægt að beita því, þar sem ef aðstæður kalla á að svæðum sé lokað eru allar líkur á að aðstæður séu orðnar allt aðrar þegar lokunin tekur gildi. Þess vegna hefur þessu aldrei verið beitt, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Vegagerðin getur náttúrulega lokað leiðum, en þá bara á grundvelli aurbleytu á slóðum og ef menn fylgja því að aka aðeins utan vega á frosinni og snævi þakinni jörð og meti aðstæður af ábyrgð á þetta ekki að vera neitt vandamál.
Ég hefði að vísu viljað sjá að refsirammanum væri breytt þannig að hægt sé að beita einhverjum alvöru viðurlögum við náttúruskemmdum. Það var t.d. fáránlegt að útlendingarnir sem þeystu um allar trissur í nágrenni Herðubreiðarlinda í fyrra slyppu með að borga skitnar 15 þús. fyrir að valda stórfelldum skemmdum á landinu okkar.
Kv – Skúli
25.04.2005 at 23:32 #521734Ég fæ ekki betur séð en að þessi reglugeð sé nokkuð vel unnin og til þess fallinn að að bæta umgengni um landið. þetta er ekki takmarkandi á jeppamensku á nein hát nema ef menn vilja endilega vera að spóla upp mosa.
kv Guðmundur
25.04.2005 at 23:37 #521736Já þetta með ferfætlingana,um þá var ég ekki að tala um,en ég er einnig á móti því að hestamenn komist upp með að eyðileggja stór svæði með því hleypa hestum sínum yfir gróin svæði með túrista eða að hafa þá lausa á beit til fjalla.
Ég er einnig á móti að jeppamenn fari utan slóða.
En einso g fram kom í upphafi að banna að keyra á snjó nema það sé fimmtíu cm snjór,það fór reglulega ílla í mín bein.
Að þeim orðum sagt þá virkaði þetta fyrir mér eins og að það væri verið að banna alla keyrslu allstaðar.En það væri svo sem alveg eftir þeim að gera það.
kv,
Jóhannes
25.04.2005 at 23:40 #521738Ég get nú ekki verði sammála því að reglugerðir og lög séu í fjöldaframleiðslu, kannski illa ígrunduð og gerð í flýti. En það virðist orðið loða vil þetta þjóðfélag, ekki einungis hvað jeppamensku varðar. heldur hvað varðar allt mögulegt. Lög og reglugerðir eiga að vera einföld, skýr og sem mest laus við það að margar hliðar séu á málunum og það sé hægt að fynna endalaus göt á þeim eða þá að það sé verið að hygla einum hópi á kostnað annara. En ég er sammála þér hvað það varðar að gott sé að herða viðurlög við umhverfisbrotum, en þá þurfa lögin og reglugerðirnar að vera samin af þeim sem hafa smá vit á því hvað þeir eru að gera.
Með þessu orðum er ég ekki að gagnrýna nýju reglugerðina, þar sem aðeins ein grein er út úr kortinu. Heldur reglugerðir í líkindum við Þjóðgarðana, þar sem heimskan skín út úr hverri greinini eftir aðra. Þær reglugerðir standa að mestu en og var lítið tekið mark á gagnrýni, allra þeirra sérfræðinga sem að málinu komu. Góðar stundir
Jón Snæland
25.04.2005 at 23:45 #521740Guðmundur, þú hefur greinilega misst af henni ef þú telur þetta ekki hindra okkur, í raun er hún nánast bann við vetrarakstri
25.04.2005 at 23:53 #52174250cm er meira haft þarna sem viðmið en jafnfamt er talað um að ekki hljótist skaði af og að aka megi á jöklum og snævi þakinni og frosinni jörð.
þetta túlka ég þannig að óætt sé að aka á snjó alment ef ekki er hægt að klína á mann skemdum á lanndi??????
26.04.2005 at 00:00 #521744máli er hvort jörð er frosin, það hel ég að sé aða atriðið og í reglugerðum á ekki að vera 50 sm ef menn meina ekki 50 sm, ef menn meina eitthvað annað þá á að standa í reglugerðinni að viðmiðunin sé 50 sm en við meinu samt allt annað kannski 5 m/m eða 20 sm. Eða kannski meinum við bara ekki neitt og vorum bara að prófa pennan okkar, hann er svo skratti góður.
Maður á bara að meina það sem maður er að segja og ekkert annað.
26.04.2005 at 00:07 #521746sælir
Guðmundur, ég sé ekki hvernig þú lest þetta út úr lögunum. Þetta er mjög skýrt í þeim, þ.e. aðeins er leyfilegt að aka á jöklum og á snævi þakinni jörð en snævi þakin jörð er skilgreind sem 50cm snjólag eða meira.
Skúli, þessi lög eiga jöfnum höndum um bíla, vélhjól, fjórhjól, skriðdreka, báta á hjólum, vélsleða, vélknúin baðkör og hvern þann hlut sem er drifinn á fram með vélrænum hætti
Í grein 4 er talað um vélknúin ökutæki en þau eru skilgreind neðarlega í grein 3…..
50 cm skilyrðið er náttúrulega vita fáránlegt en það þýðir ekki að það sé jafn auðvelt að fá það út eins og menn virðast gera ráð fyrir.
Hver segir að menn hafi sett þetta skilyrði inn af einskærri vankunnáttu???
kv
Agnar
26.04.2005 at 00:15 #521748Það verður gaman fyrir skriðbeltakalla ef þessi lög ná fram að ganga. Þá meiga þeir bara vera á jöklum og hvergi annarsstaðar.
Ljóta bullið þetta.
26.04.2005 at 00:28 #521750jeppamenn……….
ætli sé ekki best að fara bara að snúa sér að vínsmökkun. Það eru ekki til neinar reglugerðir um vetradrykkju er það ?????
Agnar "sötr" Benónýsson
26.04.2005 at 01:17 #521752Forræðishyggja þessa fólks sem situr við völd er kominn út úr kortinu. Þetta fer að minna á kommúnistaríki hérna á klakanum ef þeir ná öllu í gegn sem lögum frá alþingi ef þeir ætla sér það
Vona að þetta komist í gegn. Ekki nema í 10 skipti sem ég reyni að pósta hérna
[url=http://www.trudur.alvaran.com/spjall/viewtopic.php?t=134:3ssbmqer]Sjá drögin að þessu[/url:3ssbmqer]
26.04.2005 at 01:19 #521754Ég er sammála því að þetta sé hið versta mál að þessi reglugerð sé komin fram jafn vitlaus og raun ber vitni.
Það versta í þessum umræðum hér þykir mér þó sú staðreynd að stjórnendur félagsins virðast taka þessu sem einhverju gríni eða lagabreytingatillögu í nemendafélagi – og ég á eiginlega ekki til orð sem lýsa áhyggjum mínum þegar ég sé orðaleg eins og að "það sé nánast formsatriði" fá reglugerð breytt frá drögum.
Ég hef því miður háð of marga bardaga við kerfiskalla og möppudýr í ráðuneytum sem semja kolvitlausar reglugerðir um málefni sem þeir hafa takamarkaða þekkingu á. Þessar reglugerðir breytast alls ekki auðveldlega í meðförum og það er vægast sagt mikil bjartsýni að halda að þetta breytist bara með því að benda á hversu vitlaust þetta sé í okkar augum – því miður þá gerist þetta yfirleitt ekki þannig.
Til að fá lögum og reglugerðum breytt þarf oft mjög mikla vinnu og "lobbyisma" og ég er því miður alls ekki jafn viss og stjórnendur félagsins virðast vera á því að þetta verði fellt út á viðunandi hátt – þó svo að ég voni svo sannarlega að það verði. Það þarf ekki annað en að skoða reglugerðirnar um þjóðgarða eins og Ofsi bendir á – þar er dæmi um samansafn af vitleysu sem vissulega var mótmælt af fjölda aðila – án þess að nokkur hlustaði á mótmælin eða rökin.
Það má því alls ekki taka þessu sem einhverju léttvægu smámali sem er Formsatriði að breyta og byrja strax að vinna í því að fá þetta út – það er að mínu mati ekki ásættanlegt að hafa nein mörk um snjódýpt inni – þó kæmi mér ekki á óvart að möppudýrin ætli að nota þetta til að "semja" um eitthvað annað eða enda með "samkomulagi" um 30 cm og segjast hafa komið til móts við okkur.
Annað í þessu er blessuð greinin um Trunturnar – Þvílíkt grín ! Hvað í halda menn að mark sé takandi á greinum sem enda með orðunum "eins og kostur er" – Þýðir það ekki að menn gera nokkurnvegin það sem þeir vilja af því að það var ekki annar "kostur" í boði – og fara svo ríðandi yfir Lakagíga af því að það var ekki kostur á að fylga slóð…. Þvílíkt bull
Ég held að það sé réttast að fara að kaupa tommustokk….
Benni
26.04.2005 at 01:23 #521756Hvernig væri að nokkrir, (helst margir) félagar skelltu sér með kerrur upp að jökli og fylltu þær af snjó og brennið í bæinn og hrúgið upp 50 sm þykku lagi fyrir framan viðkomandi ráðuneyti til að sýna ráðherra fram á heimskuna? Það mundi að minnsta að kosti vekja athygli 😛
26.04.2005 at 04:19 #521758Það er eiginlega þrennt sem ég furða mig mest á:
1 – Hvað í ósköpunum höfum við jeppafólk til saka unnið? Ef miðbær Reykjavíkur bæri gestum sínum jafn fagurt vitni og hálendið mætti spegla sig í gangstéttahellunum á Ingólfstorgi! Það er sárasjaldan að maður rekist á ljót sár eða annan ófögnuð.
2 – Hvaðan er þessi tala (50 cm) fengin? Er þetta vísindalega sönnuð snjóþykkt í 7 stiga frosti í 1000 m hæð eftir 3ja mánaða skeið þar sem hiti hefur verið undir frostmarki og síðasta mánuð snjóað meira en 30% meira en hefur fokið, þéttni snjósins er um 80%, rakastig snjós um 20%, 6 mm ísskán efst og 10 cm af púðri neðst og samanlagt á þetta að þola einn rauðan (ekki grænan) Patrol ’98 á 39,5 Trexus með 140 lítra af olíu, 90 kg karlmann undir stýri, 65 kg kvenmann í kóarasætinu, 35 kg krakka afturí, 15 kg matarbox, 3 svefnpok (þar af einn með frönskum rennilás í hettunni), 2 pela af áfengi og eina kippu af bjór (innfluttum), fartölvu með litlum skjá, NMT og VHF (ekki CB), auka olíu á skiptingu, mótor og drif, teygjuspotta en engan tjakk innanborðs…. og þá gefum við okkur að það sé síðla dags seinni partinn í apríl þannig að snjórinn er aðeins farinn að bráðna???
Nei ég bara spyr… eitthvað hlýtur þessi tala að tákna? 😉
3- Hver ætlar að framfylgja þessu? Þurfum við hér eftir að taka eftirlitsmann með í allar ferðir sem á 3 mismunandi tegundir af reglustikum (gula fyrir harðfenni, græna fyrir blautan snjó og hvíta til að leika sér með í aftursætinu (af því að það er aldrei púður á Íslandi))? Ég er reyndar að setja auka sæti í krúserinn, en ég ætlaði eiginlega að nota það undir annað en kerfiskall….
Þetta er soldið skrýtið allt saman…
Einar Elí
26.04.2005 at 06:44 #521760Hmm, segir að stjórnin taki þessu ekki alvarlega.
Jú hún gerir það og hefur tekið þessum stanslausu árásum alvarlega sem á okkur hafa dunið að undanförnu. hvað formannin varaða þá hefur hann sennilega bara ekki náð sér eftir að hann fékk drögin afhent niður í ráðuneyti.
Svo má nú einnig gagnrýna félagsmenn yfir höfuð fyrir það að láta svona mál sig litlu varða. Það er nú nánast undantekningarlaust lítið fjallað um umhverfismál á spjallinu. Og sér maður oft og iðulega meira fjallað um verulega ómerkileg má á sama tíma og verið er að jarða klúbbinn í ýmsum málum. Mynnist ég þess helst þegar Snæfellsjökulsþjóðgarður var kynntur, þá hreinlega brostu menn út í bæði og aðeins ég og Björn Þorri mölduðu í móin þegar þjóðgarðsvörðurinn heimsótti okkur á Loftleiðir. Síðar runnu þær einstaklega heimsku reglugerðir í gegn. Og voru síðan copy-paste yfir á Skaftafellsþjóðgarð með ennu heimskari viðbótum.
Nei tökum þessu alvarlega því saga síðustu mánaða hefur kennt okkur að það
26.04.2005 at 08:28 #521762Nafni minn spyr hvaðan 50 sm ákvæðið sé komið. Ég var búinn að svara því öðrum þræði. Þetta var sett inn í reglugerðina í ráðuneytinu vegna þess að þeim sem gengu frá reglugerðinni þar fannst samsvarandi ákvæði í drögunum sem komu frá Umhverfisstofnun of matskent. Þeetta ákvæði er fáránlegt en mér finnst ástæðulaust að tapa sér yfir því, ég tel afar ólíklegt þetta fari inn í endanlega útgáfu af reglugerðinni. Þó svo færi inn, þá væri það líklega merkingarlaust, því ef reglugerðarákvæði stangarst á við lög, þá ráða lögin. Þetta ákvæði jafgildir banni við snjólkstri, sem er heimill samkvæmt náttúruverndarlögum.
Annars finnst mér athyglisvert að þeir sem mestan fara hér að ofan virðast ekki þekkja muninn á lögum og reglugerðum. Lög eru sett af Alþíngi en ráðherra setur reglugerðir, sem eru til þetta útfæra lög nánar. Hér er ekki verið að fjalla um lagabreytingar, enda er slíkt í verkahring Alþingis. Ég pesónulega lít á þessa reglugerð, og það að hún skuli koma fram á þessum tíma, sem vísbendingu um að slóðanefndin hafi eða sé við að gefast upp. Það er hið besta mál
-Einar
26.04.2005 at 09:41 #521764Ég get fullvissað Benna um að þó við hlæjum að þessu 50 cm ákvæði þýðir það ekki að við sofnum á verðinum gagnvart því. En við höfum ástæðu til að ætla að þetta fáist út. Til skýringar á þessu ferli þá vann Umhverfisstofa drög að þessari reglugerð og þar var lögð sú skilda á herðar ferðamanna að meta aðstæður og m.a. hvort snjódýpt sé nægjanleg og aðstæður þannig að akstur valdi ekki skemmdum. Eins og Eik segir fannst þeim sem gengu frá reglugerðinni í ráðuneytinu að þetta þyrfti að vera þanngi að að hægt sé að skera úr um á hlutlægan hátt hvort aðstæður séu í lagi eða ekki. Feillinn liggur hins vegar í því að skilyrðið sem er sett skiptir í flestum tilfellum litlu máli í þessu og svo því að snjór liggur ekki í jafnþykku lagi yfir hálendið heldur er misþykkur og ekki hægt að ferðast á löglegan hátt um hálendið ef þetta fer í gegn. Þessu gera starfsmenn Umhverfisstofu sér grein fyrir (ég ræddi við lögfræðinginn þar) og að því ég best gat séð á kynningafundinum áttuðu starfsmenn ráðuneytisins á að þeir væri á villugötum. Þó ég sé vissulega oft bjartsýnn þá er bjartsýni mín núna byggð á einhverju.
Kv – Skúli
26.04.2005 at 17:41 #521766Sælir
Það er gott mál að stjórnin taki þessu alvarlega – enda átti ég nú svo sem ekki von á öðru þrátt fyrir að mér hafi þótt þessi orð um formsatriðin vera óþarflega bjartsýnisleg. En það er gott má að Skúli hafi heyrt að það sé skilningur á þessu hjá þeim sem að málinu koma og vonandi tekst að fá þetta atriði út.
Jón Ofsi nefnir það að það megi gagnrýna félagsmenn fyrir að kippa sér lítið upp við svona mál – ég er alveg sammála því að það er skrýtið hversu illa menn taka við sér í þessu máli – Sama má kannski segja um olíumálið, en það e´r þó kannski öðruvísi því að um það mál er búið að fjalla í ótal þráðum á spjallinu og allavega finnst manni að verið sé að bera í bakkafullan lækin með því að skrifa meira þar – þar þarf bara að kom af stað Mótmælum sem að ég hef heimildir fyrir að sé verið að skipuleggja. En léleg þáttaka manna hér á spjallinu held ég að tengist frekar breytingum á vefnum fremur en áhugaleysi á málefninu – Maður er búinn að hitta allt of marga sem segjast ekki komast inn á vefin né geta notað hann.
En enn og aftur þá vona ég að þrátt fyrir að það virðist ætla að vera auðsótt að fá þessar breytingar á reglugerðinni í gegn að menn sofni alls ekki á verðinum og keyri af fullum krafti á þá sem hafa um málið að segja og fylgi því eftir alla leið þar til ráðherra er búinn að skrifa undir. – En ég hef fulla trú á að Stjórnin með Skúla í fararbroddi muni gera einmitt þetta, enda staðið sig með stakri prýði til þessa.
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.