This topic contains 1 reply, has 2 voices, and was last updated by Eiður Ragnarsson 10 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Hæ.
Ég vildi kynna ykkur fyrir nýjum landakortum sem ég hef útbúið. Kortin eru unnin upp úr IS-50V, stafræna kortagrunni Landmælinga Íslands ásamt því að Lidar mælingar Veðurstofu íslands og Raunvísindastofnun HÍ af flestum jöklum landsins eru á kortunum.
Ég hef útbúið kortin til notkunar í hugbúnaði fyrir spjaldtölvur sem heitir PDF-Maps. Hugbúnaðurinn sjálfur er ókeypis, og hægt er að sækja hann fyrir Apple iOS spjaldtölvur eða síma í gegnum Apple appstore.
Android útgáfan er ennþá í beta, en er niðurhalanleg hér
Í hugbúnaðinum, er hægt svo að kaupa kortin, en vefsíða http://www.icelandicmaps.com sem ég er með, er með yfirliti yfir þau kort sem eru í boði.
Þau eru annars:
Landsþekjandi yfirlitskort í 1:1.200.000, 1:600.000 og 1:300.000
4 x Landshluta kort í 1:150.000
og 15 x stök landssvæði í 1:75.000.Á vefsíðunni er hægt að skoða sýnishorn til að sjá kortin í 100% upplausn.
Það væri gaman að heyra frá ykkur hverning þetta reynist ykkur.
kv.Marteinn
You must be logged in to reply to this topic.