Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Ný könnun – Félagsgjöld
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Ingi Bjarnason 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2007 at 13:47 #199901
Vill vekja athygli á nýrri könnun sem ég var að setja inn um félagsgjöld í 4×4.
Það liggur fyrir að við þurfum að hækka gjöldin talsvert á næsta aðalfundi til að mæta auknum kostnaði við rekstur klúbbsins, eins og t.d. af VHF kerfinu.
Eins er það þannig að gríðarlega mörg hagsmunamál eru uppi á hverjum tíma og má nefna núna málefni eins og Vatnajökulsþjóðgarð, Kjalveg, ýmis tæknimál, tryggingar, fjarskiptin o.m.fl.
Í öllum þessum málum þarf að vera að vinna og því miður er það þannig að 50% starfsmaður, fimm manna stjórn og mis virkar nefndir eru ekki að ráða við þetta í sjálfboðavinnu.
Þess vegna er það mín skoðum að klúbburinn þurfi að ráða framkvæmdastjóra í 100 % starf og annan starfsmann með í 100 %. Klúbburinn þarf tvö stöðugildi til að geta staðið undir öllu því sem vinna þarf.
Þess vegna er þessi könnun komin fram – til þess að fá að vita hug ykkar til þess hversu há félagsgjöldin meiga vera.
Þess má svo að lokum geta að afslættir sem félagsmenn fá hjá Shell, Bílanaust, Frumherja o.fl borga félagsgjaldið upp hjá flestum á mjög stuttum tíma – Það tók mig eina ferð í Bílanaust að fá félagsgjaldið endurgreitt í formi afslátta.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.03.2007 at 13:03 #584284
Einar – Í útópísku félagsstarfi þer sem þorri félagsmanna leggja sitt af mörkum þá gengur vel upp að byggja starfið á sjálfboðaliðum eingöngu. En því miður þá er nú raunin sú að virkir sjálfboðaliðar innan 4×4 eru af skornum skammti – og margir þeirra sem þó gefa kost á sér í nefndir og önnur störf, sitja síðan þar og taka að sér verkefni en vinna þau ekki…. Slíkt er meira hamlandi á starfinu heldur en skortur á sjálfboðaliðum.
Síðan er það einfaldlega þannig að eftir því sem samtökin stækka þá aukast kröfur félagsmanna um leið og að oft fækkar þeim sem vilja starfa – hugsanahátturinn breytist úr félagslegri hugsun yfir í stofnanahugsun.
Það kann vel að vera að auðvelt væri að skera niður til að mæta öðrum kostnaðarauka – en hvað á að fara, skálarnir, VHF kerfið, Húsnæðið í bænum, fækka félagsfundum, Loka heimasíðunni, hætta að gefa út Setrið, leggja niður klúbbinn ?? Hugmyndir óskast
Nafni – hvað er óskað oft eftir fólki til starfa af skálanefnd á sumrin ? Í fyrra gekk mjög illa að manna sumar vinnuferðir – þrátt fyrir fríja gistingu, frítt að éta og drekka… Sjálfboðaliðarnir voru allir uppteknir
Og varðandi afslætti þá veit ég vel að menn versla mis dýra hluti – En bara hlutir eins og ódýrari gisting í skálum klúbbsins og hjá ferðafélaginu, smá afsláttur af olíu, o.s.frv. er fljótt að skila sér.
Gummij – Þú verður að útskýra þetta betur fyrir mér… Ég veit vel að úrtakið er kannski ekki svo stórt, en miðað við aðsóknina hér að síðunni þá held ég að ansi stór hluti félagsmanna eigi kost á að svara – ef þeir ekki gera það þá er þeim væntanlega alveg sama um niðurstöðuna.
Trausti – Á aðalfundi Móðurfélagsins eru allir félagsmenn í klúbbnum kjörgengir, óháð því í hvaða deild þeir eru. Formaður er kosinn sérstaklega og er hans kjörtímabil eitt ár í senn.
Svo að lokum þá verða menn að reyna að skilja að það er mjög erfitt og tímafrekt að fá sjálfboðaliða til starfa, sérstaklega þegar áhuginn á því að láta eitthvað annað en röfl af hendi rakna er lítill – menn eru almennt mjög öflugir þyggjendur.
Ég og fleiri stjórnarmenn eru að leggja fram allt að 20 – 30 tíma vinnu í hverri viku. Þó svo að það gangi upp hjá mér er ekki þar með sagt að margir séu í þannig aðstöðu og því verður að fá hér fleiri starfsmenn ef menn vilja að starfið eflist enn frekar. Það er mitt mat að við séum kominn á endimörk þess sem að hægt er að leggja á fáa sjálfboðaliða.
Benni
13.03.2007 at 18:25 #584286Þessi könnun var ágæt til að koma umræðunni af stað og alt gott um það að seigja en það má bar ekki draga neinar ályktanir af niðurstöðunum. Svona könnum mælir bara mjög sérstakan hóp jeppahatta , (sófariddara eins og mig og þig sem kunna á tölvu og nenna að kveikja á henni, logga sig inn á spjallið og kjósa í könnuninn). Þú veist ekki nema að allir þeir sem eru í f4x4 og nota ekki tölvu vilji lækka gjaldið en tölvunördarnir vilji allir hækka það. Af hverju þetta gæti verið svona er til dæmis vegna þess að sterk fylgni er á mill efna fólks og tölvukunnáttu eða ótal annarar hluta sem okkur yfirsést. Ónýtar upplýsingar taka pláss á disknum eru bara til ógagns.
13.03.2007 at 20:32 #584288Einar ég er að hugsa um að bjóða þér starfið mitt hjá klúbbnum þar sem þú getur unnið það sem ég vinn 150% í 50 % starfi.
kv
Agnes
13.03.2007 at 20:32 #584290Gaman væri að fá upplýsingar hvað menn eru að greiða í félagsgjöld hjá öðrum félögum.
kv
Agnes
13.03.2007 at 21:15 #584292Bara ætla að taka fram, að ég ætla ekki að taka þátt í könnuninni, aðallega vegna þess að ég geri ráð fyrir að fara að hætta í félaginu. Nú þarf maður að fara að lifa af ellilífeyrinum og þá neyðist maður til að skera niður allt sem hægt er að skera niður og þar koma félagsgjöld í áhugamannafélögum því miður ofarlega á listann. Ég er þegar hættur í sleðamannafélaginu og ætli þetta verði ekki næst. Því finnst mér ekki rétt af mér að merkja við einhverja krónutölu í könnuninni. En hitt er auðvitað deginum ljósara, að kröfur til félagsins aukast sífellt og umfang starfseminnar eykst og ekki sanngjarnt að gera þá kröfu til nokkurs manns að sinna því öllu í sjálfboðaliðsstarfi. Svo þegar við bætist ófyrirséður útgjaldaliður eins og þessi VHF-mál, þá er sjálfsagt ekki um margt annað að ræða en hækka gjaldið.
13.03.2007 at 21:29 #584294[url=http://www.fakur.is/template25293.asp?pageid=4671:w0lup1w1]Fákur 6.900kr[/url:w0lup1w1]
[url=http://www.hordur.is/?run=sidur&sid=207&opna=207:w0lup1w1]Hörður 8.500 (hjón 11.000)[/url:w0lup1w1]
[HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.golf.is/index.jsp?ib_page=163&iw_language=is_IS]Gólfklúbburinn á Nesinu 40.000 – 48.000 (hjón 76.000)
[url=http://www.golf.is/index.jsp?ib_page=179&iw_language=is_IS:w0lup1w1]Gólfklúbburinn Akureyri 48.000[/url:w0lup1w1]
[url=http://www.utivist.is/verd%5Fog%5Fskilmalar/:w0lup1w1]Útivist 4.500[/url:w0lup1w1]Greinilega allur gangur á þessu ;)[/url]
13.03.2007 at 21:36 #584296Takk fyrir þetta Tryggvi.
félagsgjöld 4×4 kr 4200 ( hjón 4200 kr.)
kv
Agnes
13.03.2007 at 22:01 #584298Varðandi önnur félög þá er Útivist með 4.500 og FÍ með 4.600. Innifalið í gjaldinu hjá FÍ er árbókin sem er nú í sjálfu sér að verðmæti hátt í þetta og hjá Útivist tímarit. Þetta eru þau félög sem F4x4 ber sig gjarnan saman við en að vissu leiti er mjög ólíku saman að jafna. Það er vegna þess að bæði þessi félög hafa umfangsmikla starfsemi sem gefa tekjur og félagsgjöldin eru aðeins hluti af heildarveltunni, raunar frekar lítill hluti hjá Útivist. Á móti kemur að þessi starfsemi (ferðir og skálarekstur) tekur verulega stóran hluta af vinnuframlagi skrifstofu félaganna. Fyrir 4×4 á hinn bóginn eru félagsgjöldin ALLT og eini raunverulegi möguleikinn til að auka veltuna er að hækka félagsgjöld eða standa fyrir fjáröflun í sjálfboðavinnu . en þá þarf sjálfboðaliða til að vinna að því. Áhersla 4×4 á hagsmunagæslu er aftur á móti miklu meiri en hjá hinum félögunum og í miklu fleiri horn að líta í þeim efnum. Starfsemin er einfaldlega gjörólík þegar grant er skoðað. Ég held því að þessi samanburður segi okkur frekar lítið um hvað félagsgjald 4×4 á að vera eða hversu mikið starfsmannahald. Kannski frekar að líta til LH, SVFÍ, FÍB eða annarra félaga.
Einhver nefndi hér hvort ekki sé hægt að kalla eftir sjálfboðaliðum til að starfa við útgáfu á Setrinu (fréttablaðinu altso). Ef mig misminnir ekki var mikið reynt að kalla eftir framboðum í ritnefnd fyrir síðasta aðalfund og með herkjum að tókst að manna ritnefndina. Fyrir hvern aðalfund er það höfuðverkur og pína að manna framboð í nefndir og stjórn, tómt basl og tekur fullt af tíma af sjálfboðaliðastarfi þeirra sem þegar hafa gefið kost á sér, og vildu frekar eyða þessum tíma í áríðandi hagsmunamál. Það er þvi staðreynd að af 2000 félagsmönnum í klúbbnum er bara lítill hluti tilbúinn til að gefa tíma sinn í starfið. Stjórnarmenn geta ekki endalaust verið að ganga á eftir mönnum í þessu, þannig að ef menn vilja starfa bjóða þeir fram krafta sína en ef þeir ætla að bíða eftir að vera beðnir um að vinna fyrir klúbbinn verður kannski lítíð úr málum. Mig langar að nefna í þessu samhengi að einn ‘óbreyttur’ félagsmaður gaf sig fram við umhverfisnefndina og bauð fram krafta sína í þeirri hagsmunavörslu sem nefndin hefur verið að vinna í og hefur skilað góðu starfi fyrir nefndina og þar með klúbbinn og alla jeppamenn. Frumkvæðið er ennþá til og má alveg vera meira.
Kv – Skúli
13.03.2007 at 22:22 #584300Atthverju mætti ekki að nota eitthvern af þessum afslæti sem við faum til dæmis við elsneittiskaupa rena til felagsins til dæmis af þessum 10kronum að færi 5 kronur af hverjum litra til felagsins við fengjum hinnar5 kronurnar se eitthver dæmi nefnd það ma kanski að halda afram
13.03.2007 at 22:32 #584302Áður en við endurnýjuðum samning við Shell var það þannig að klúbburinn fékk 2 kr af hverjum lítra sem félagsmenn keyptu hjá Shell. Það er skemmst frá því að segja að áhuginn á því að styrkja klúbbinn á þennan hátt var það lítill að það varla þekktist að menn notuðu kortið til að eyrnamerkja 4×4 peninginn.
Benni
13.03.2007 at 22:54 #584304Er ekki verið að færa VHF gjöld einstaklinga yfir á félagið?Þá finnst mér ekki mikið að félagar bæti við þessum tvöþúsund kalli á ári við félagsgjöld.(Ath þetta er yfir árið) Mér finnst allavegana ekki mikið að borga 5-600kr á mánuði (er 350kr á mánuði) fyrir allt þetta ,sem þetta félag er að bjóða afslætti ofl.En auðvitað eru menn í hinum og þessum félögum og þetta safnast saman.En menn mega ekki gleyma því hvursu mikið hagsmuna-félag 4×4 er.Ef ekki er hlúð að þessum málum okkar meira og minna allt árið ,þá er nokkuð ljóst að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af jeppamennsku í framtíðinni ,því það verður búið að loka öllu og eða banna.
13.03.2007 at 22:55 #584306Sælir félagar
Þurfum við ekki bara að sníða stakk eftir vexti.
Forgangsraða verkefnum.kv gundur
13.03.2007 at 22:57 #584308Hækkið gjaldið bara í 6000 þ kall og málið er dautt,og fyrir þá sem vilja borga hærra greiða þá bara meira beint inná reikning móðurfélagsins.
kv,Jóhannes
13.03.2007 at 23:12 #584310Að sníða sér stakk eftir vexti, auðvita er það skynsamlegt. En starfið er nú þannig að allt er að poppa upp óvænt verkefni, sem verður bar að leysa. Hvort sem við viljum eður ei. Því við eru jú hagsmunaklúbbur og fjöldi manns í klúbbunum hefur viðurværi sitt beint og óbeint að allskonar fjallamennsku eða tengdum greinum.
Það mætti t,d nefna nokkur óvelkominn verkefni
Vatnajökulsþjóðgarðsverkefnið.
Stækkun Þjórsárversfriðlandsins
Uppbyggður Kjalvegur með gjaldtöku
Póst og fjarskiptamáls bullið.
Og svo önnur verkefni sem við flöggum ekki en sum taka gífurlegan tíma.
13.03.2007 at 23:12 #5843126000kr fín tala ég sé ekki eftir honum,en megum ekki gleyma að hækkun á félagsgjaldi getur fælt fólk frá sem ekki má við hækkunum þá erum við kanski ekkert að fá meir í kassan.bara mín hugdetta
13.03.2007 at 23:40 #584314Kaupum Kjalveg.
kv. stef.
14.03.2007 at 01:59 #584316ég styð 6000 kallinn ég mun ekki sjá eftir því né ef það fari eitthvað aðeins yfir og með shell styrktar dæmið þá er ég (loksinns) farinn að nýta mér þetta og strauja félagsskýrteinið þegar ég tanka og finnst mér það muna þónokkuð (tala nú ekki um þegar þetta telur hátt í 200 lítra) og þar sem stef var að tala um að kaupa bara kjalveg spyr ég bara setjum ársgjaldið í 10 þús á ári og kaupum allt helv… hálendið ???
Kv Davíð orðinn þreyttur:P
14.03.2007 at 22:29 #584318Ef ráða á tvo starfsmenn í fullt starf eykst kostnaðurinn sennilega um tólf miljonir á ári, laun og launatengd gjöld og þá þarf að hækka árgjaldið
um 6000 pr. félaga.
Ég óttast að slík hækkun muni leið til fækkunar félagsmanna.
Kveðja Björn Pálsson
06.04.2007 at 09:42 #584320Ef Félagsgjaldið fer upp fyrir 5000 kr þá skrái ég mig úr klúbnum því miður. Ég held að þið þekkjið það ekki að vilja vera í ævintýra mensku og skóla á sama tíma eða skulda mikið þetta verður ekki 500 kr á mánuði heldur 6000 á einu bretti það er bara allt annað mál. Frekar að greiða kanski á hálfsárs fresti eða eithvað svoleiðis.
ps. ekki það að ég vilji ekki vera í klúbbnum og að hann sé að gera góða hluti heldur hef ég bara annað að gera við peningana
06.04.2007 at 09:49 #584322Á sama tíma og vhf gjöldinn lendir á félgainu þá finnst mér sjálfsagt að félagið innheimti þau gjöld með hææjuu félgsgjaldi og eins ef ráða á starfsmann til að sinna okkar málum þá þarf að koma in aukinn félgsgjöld til að dæmið gagni upp. Ég er líka í skóla og með skuldir en samt finnst mér lagi að borga fyrir það sem ég er að nýta mér.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.