Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Ný könnun – Félagsgjöld
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Ingi Bjarnason 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2007 at 13:47 #199901
Vill vekja athygli á nýrri könnun sem ég var að setja inn um félagsgjöld í 4×4.
Það liggur fyrir að við þurfum að hækka gjöldin talsvert á næsta aðalfundi til að mæta auknum kostnaði við rekstur klúbbsins, eins og t.d. af VHF kerfinu.
Eins er það þannig að gríðarlega mörg hagsmunamál eru uppi á hverjum tíma og má nefna núna málefni eins og Vatnajökulsþjóðgarð, Kjalveg, ýmis tæknimál, tryggingar, fjarskiptin o.m.fl.
Í öllum þessum málum þarf að vera að vinna og því miður er það þannig að 50% starfsmaður, fimm manna stjórn og mis virkar nefndir eru ekki að ráða við þetta í sjálfboðavinnu.
Þess vegna er það mín skoðum að klúbburinn þurfi að ráða framkvæmdastjóra í 100 % starf og annan starfsmann með í 100 %. Klúbburinn þarf tvö stöðugildi til að geta staðið undir öllu því sem vinna þarf.
Þess vegna er þessi könnun komin fram – til þess að fá að vita hug ykkar til þess hversu há félagsgjöldin meiga vera.
Þess má svo að lokum geta að afslættir sem félagsmenn fá hjá Shell, Bílanaust, Frumherja o.fl borga félagsgjaldið upp hjá flestum á mjög stuttum tíma – Það tók mig eina ferð í Bílanaust að fá félagsgjaldið endurgreitt í formi afslátta.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2007 at 14:01 #584244
Nú verð ég að spyrja…
Erum við að tala um upphæð með eða án seðilgjalds?kv. stef. hin einfalda ;->
12.03.2007 at 17:17 #584246Ég legg til að félagsgjöldin verði launatengd 0.5 % af brúttó tekjum. Og við bjóðum Björgúlfi Thor, Björgólfi Guðmundssyni, Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Bónus barón aðild að klúbbnum. Björgólfur á jú Hummer slyddara. Mætti taka pillukónginn hann Róbert Westmann með enda á 4×4 Porsche.
12.03.2007 at 17:58 #584248Þá kemur til í umræðu hvort það þurfi ekki framkvæmdastjóra á landsvísu. Það má því hugsa sér allsherjar uppstokkun á félaginu, þ.e. að deildir úti á landi heyri beint undir Landsstjórn. Þar sem ég kem úr björgunarsveitageiranum þá hugsa ég í þeim hugtökum sem þeir nota. Þar gildir reyndar að peningarnir renna til aðildarfélaga en ekki frá deildum til F4x4. En ég er alveg hlynntur því að fá framkvæmdastjóra ef hann vinnur í þágu félagsins í heild. Að sjálfsögðu kæmi aukið fjárframlag frá deildum, þ.e. ef ekki verður búið að setja á fót sameiginlega innheimtu félagsgjalda yfir landið.
12.03.2007 at 18:02 #584250Ég sé ekkert eftir þessum aurum í félagsgjaldið þó svo að ég nýti afslætti nánast ekki neitt. Versla td aldrei í Bílanaust og allt bensín í næsta sjálfsala. En ef það á að hækka þetta þetta mikið umfram td 5000 kr findist mér að þa ætti að bjóða td uppá að setja upphæðina á kort í td tvennu lagi. Gæti verið að fólki þætti það betra. Sumum finnst 5000 kall bara slatta peningur, td mér. En hvað veit ég …. bara svona hugmynd …..
Olíudraugurinn
12.03.2007 at 18:42 #584252mér finnst þetta bara gott mál og findist ekkert að því að hækka þetta örlítið þótt ég noti þessa afslætti akkúrat ekki neitt. 2 starfsmenn er ekkert of mikið að minu mati enda um öflugan stækkandi klúbb að ræða. Ef þið reynið ekki að smigla inn í þetta einhverjum vöxtum, seðilgjöldum og vanskilakostnaði þá er ég sáttur.
12.03.2007 at 19:05 #584254nú fyrir minn smekk væri ég ekki ósáttur við hækkanir á félagsgjöldum þar sem að klúbburinn er að starfa í okkar þágu… svona bara sem dæmi þá borgaði árgjaldið sig margfalt upp í afslætti nú á seinustu mánuðum… tók mig sirka viku að borga hann upp svona 2svar-3svar 😀 ég er bara sáttur með þetta.
Kristó
12.03.2007 at 19:07 #584256Það á ekkert að þurfa að hækka félagsgjöld það sem þarf er grimmari stjórn og stjórn sem vinnur eins og stjórn. Meðan þessir fáu menn/konur sem eru í stjórn og vinna baki brotnu í þágu okkar hinna aumingjana sem sitjum bara og gerum nánast ekki neitt. Þið sem eruð í stjórn þurfið að vera grimmari í að virkja félagsmenn!
12.03.2007 at 22:43 #584258Nafni – það verða laus tvö sæti í stjórn í maí, og ætli sé þá ekki rétt að ég hypji mig líka fyrst þessi stjórn vinnur ekki eins og stjórn og kann þetta greinilega ekki.
Og ekki afsaka þig með staðsetningu – fjarfundabúnaður er ódýr og einfaldur í notkun…. VIð hljótum allavega að geta fjármagnað svoleiðis búnað með því að virkja félagsmenn – sem eru samt á móti því að virkja, bæði sjálfa sig og annað….
Benni – nett pirraður núna….
12.03.2007 at 23:04 #584260þeas að fá fleiri virka starfsmenn. Hækkanir á félagsgjöldum
jú ég tek vel í það. Ég reikna með því að það myndi skila sér í öflugri klúbb.
Starf í sjálfboðavinnu, þar sem menn eru alltaf að nota afgangstíma, verður aldrei jafn öflugt og starf þar sem menn
eru á launum við að gera hlutina og geta þá gert það á besta tíma óþreyttir ogsfrv.
Ég tek allavega ofan fyrir þessum hugmyndum.
Enda veit ég vel hvernig sjálfboðavinna gengur fyrir sig.
hvað er félagsgjaldið aftur margir bensínlítrar ?
p.s
Benni Akureyringur
Eitt það leðinlegasta og mest letjandi sem maður gerir er að
reyna að fá fólk í lið með sér sem nennir engu. Og bara hefur ekki tíma. Þá bíða málin og bíða og bíða og bíða….
12.03.2007 at 23:13 #584262Hvaða hvaða allt komið í voða??? Benni (ford) það fer þér ekki að vera pirraður svo hættu því:D
en svo ég svari fyrir mig þá nýti ég mér afsláttinn okkar eins og flestir gera og er ég oftar en ekki búinn að borga félagsgjaldið amk 1 sinni upp mánuði til tvem eftir að ég borga félagsgjaldið. Ég sé ekkert að smá hækkun þar sem þetta verður í þágu okkar félagsmanna eins og t,d að klúbburinn borgi póst og fjar bara sú eina breyting kallar á breytingu á félagsgjöldum! ég sé ekkert að því að borga það sem ég áður borgaði póst og fjar ofaná félagsgjaldi því það kemur jú út á það sama ég meina ekki er ég í klúbbnum til að hagnast þ,e,a,s græða peninga til þess er örugglega enginn í þessum klúbb! og að fá 2 100% starfsmenn finn ég ekkert að svo lengi sem það gerir klúbbnum gott og þeir starfsmenn vinni sína vinnu. svo fyrir mitt leyti er ég alveg hlynntur smá hækkun
Kv Davíð Karl
P,S Benni 49" upptekinn á laugardaginn??:D
12.03.2007 at 23:24 #584264Stjórnarseta í svona klúbb er sennilega með því vanþakklátasta sem menn geta tekið sér fyrir hendur.
Ekki annað að sjá en að stjórnar- og nefndarmenn hafi staðið sig vel í að berjast fyrir hagsmunum okkar jeppaferðamanna.
12.03.2007 at 23:39 #584266Ég ætla að byrja á því að svar Ólafi. Í dag er staðan þannig að deildir greiða til móðurfélagsin vissa upphæð af hverju félagsgjaldi. Síðan styrkir móðurfélagið ýmis verkefni deildana saman ber skálabyggingar eða annað sem deildirnar óska eftir. Hérna hallar verulega á móðurfélagið. Síðan ber móðurfélagið þann kostnað sem fellur til af sameiginlegum verkefnum, svo sem útgáfuna á Setrinu ofl, ofl, Vhf kerfinu að mestu leiti. Þó hafa vissar deildir einnig tekið þátt í viðhaldi endurvarpa. Að vissu leiti er þetta ágætis fyrirkomulag, þegar litlar deildir standi í stórræðum einsog skálabyggingum. Svo er kannski önnur hlið á málinu þegar deildir standa ekki í neinum framkvæmdum
12. mars 2007 – 19:07 | Benedikt Sigurgeirsson, 961 póstar
Það á ekkert að þurfa að hækka félagsgjöld það sem þarf er grimmari stjórn og stjórn sem vinnur eins og stjórn. Meðan þessir fáu menn/konur sem eru í stjórn og vinna baki brotnu í þágu okkar hinna aumingjana sem sitjum bara og gerum nánast ekki neitt. Þið sem eruð í stjórn þurfið að vera grimmari í að virkja félagsmenn! Benedikt Sigurgeirsson.
Benni minn það er greinilegt að þú last ekki pistil formansins vel. Eins og kom fram í inngangspistlinum og öllum á að vera ljóst er 4×4 hagsmunaklúbbur. Og til þess að vera virkur sem slíkur, þurfa fleiri að leggja hönd á plóginn. Þar er ég helst að auglýsa eftir samstöðu deilda og einstakra nefnda og stjórnar móðurfélagsins. Í pistli hérna um daginn, benti ég á þetta vandamál. En með góðum vilja vildu menn miskilja það þannig að ég væri að gagnrýna innanbúðarstarf deilda, en svo var ekki. Ég held einmitt að það starf sé mjög gott. Hinsvegar mættu deildir taka þátt í starfinu á landsvísu. Það hefur ekki gerst nema í mjög litlu mæli, en gæti verið öflugt á þessum tímum netsins og annarra bættra samskipta. Við erum t,d með deildir hérna allt í kringum höfuðborgina en stundum virðast þær vera staddar í annarri heimsálfu.
Hérna er smá viðbót af sama meiði sem ég var búin að skrifa fyrir nokkru en á ágætlega við núna
Hérna er ég kannski kominn inn á þá braut, að ferðaklúbburinn 4×4 er fyrst og fremst hagsmunaklúbbur. Og ferðalög, grillerí bjór og bús, eiga að mæta afgangi á verkefnalista stjórnar og nefnda. Ég er ekki að segja að það eigi að fækka ferðum og skemmtunarhaldi. Heldur að mikilvægasta starfið má ekki liða fyrir þann þátt. Heldur þarf þetta að fara saman og styrkja hvert annað. En það gerir það ekki ef það eru of fáir sem bera uppi aðal starfið, sem er hagsmunargæsla útivistarfólks. Hérna væri ráð að reyna að gera deildirnar meira ábyrgar á þessum vettvangi. Og hel ég að stjórn 4×4 og stjórnir deilda þurfi að taka sér verulegt tak á þeim vettvangi. Þ.a.s það er lífs nauðsinlegt að reyna að dreifa verkefnunum á fleiri hendur, því við virðumst lenda í því að of nota allt of mikið sömu einstaklingana. Sem svo brenna út á stuttum tíma og hverfa síða algjörlega úr starfinu. Þetta sést best á því hversu illa klúbbnum helst á formönnum. Við erum t,d búin að vera með 5 frá árinu 2000. Þá Þórarin Guðmundsson, Björn Þorra Viktorsson, Kjartan Gunnsteinsson, Skúli H Skúlason og Benedikt Magnússon. Á sama tíma eru lítil umskipti á formönnum félaga í svipuðum geira. T,d FÍ og Jöklarannsóknarfélagunu ofl.
Ég held að meinið í þessu sé þrennskonar. Það sem mér dettur fyrst í hug eru lög klúbbsins, sem eru með þeim hætti að þau eru ekki í takt við tíma, og þau taka á allt of fáum málaflokkum og setja stjórnina stöðugt í vandræði, hvernig taka skuli á ýmsum málum. Síðan er það útþensla klúbbsins, sem er það hröð að ekki hefur tekist að halda almennilega utanum hana. Þarna á ég við fjölgun deilda, skála, félagsmanna og svo þau endalausu verkefni sem ríkisapparatið skapar klúbbnum með illa ígrunduðum athöfnum af ýmsum toga. Ásama tíma og þetta gerist er kjarni þeirra sem vinna að félagsmálunum sá sami og þegar félagsmenn voru helmingi færri. Þriðja atriðið eru deildir sem eru ekki nægilega inn í málefnum klúbbsins. Þó var gerð ein tilraun til þess að bæta úr þessu. En á tímabili var svo kallað landsráð, var stjórn 4×4 og deilda í tölvupóstsambandi um ýmis mikilvæg málefni. Að sumu leiti virkaði þetta vel. Þetta gerði formenn deilda upplýstari um hvað væri í gangi á hverjum tíma og svo gáfu þeir stjórn góð ráð. Auk þess efldi þetta að sjálfsögðu samstöðuna.
Að lokum. Ég held að almennur félagsmaður geri sér engan veginn grein fyrir umfangi klúbbsins eða hversu mörg erindi við fáu orðið á stjórnarborði á ári. Verkefnin skipta orðið þúsundum á ári ef allt er talið og virðist þetta áreiti bara aukast, þ.a.s frá ýmsum aðilum sem vilja klúbbnum eitthvað. Það er gott og blessað ef til væri mannskapur til þess að sinna þessu öllu, það getur vel verið að það þurfi að reyna að virkja fleiri hér í höfuðborginni en það er ekki alltaf létt. MMC nefnir það hérna að ofan ( þar sem menn eru að nota afgangstímann ) Því er bara ekki þannig háttað hjá stjórninni hér í höfuðborgini heldur eru stjórnarmenn og nefndarmenn oft að nota vinnu tímann í starfið. Og hefur þetta verið sérlega mikið að undanförnu. Ég man það fyrir örstuttu síða þegar formaðurinn átti á mæta á fund fyrir klúbbinn á virkum degi strax um morguninn hjá einhverju fyrirtæki síðan beið annar fundur um 10 leitið og síðan bættust við tveir fundir til viðbótar. Jamm svona er þetta hérna fyrir sunnan.
Sorrý hvað þetta er glundroðalega orðað enda er eiginlega ekki hægt að svara þessum hlutum í svona hroðalega stuttu máli. Þyrfir sennilega lámark 200 síðan skýrslu. Kv ritarinnMMC Starf í sjálfboðavinnu, þar sem menn eru alltaf að nota afgangstíma, verður aldrei jafn öflugt og starf þar sem menn.
12.03.2007 at 23:40 #584268Ég veit að ég hef aldrei gert neinn skapaðan hluti í þessum blessaða klúbb né gert neitt fyrir einn eða neinn yfir höfuð en við skulum halda okkur við efnið. Eigum við virkilega að trúa því að í þessum klúbb sem samstendur af hvað mörgum….2-3000 manns að ekki sé hægt að finna fleiri sjálfboðaliða.
Nafni! ég veit að ég get verið svolítið grimmur stundum og þú mátt alveg vera vondur út í mig, það er allt í lagi, það er jú ein leiðin en spurning hvort það sé rétta leiðin…PS.
Nafni þú getur alveg treist því að fá mitt atkvæði í næstu kosningu.
13.03.2007 at 00:54 #584270Fyrir mitt leyti er þörf á að hækka félagsgjöldin eitthvað til að standa undir auknum kostnaði sem er falla á félagið. Ég tala nú ekki um það ef það dugar líka til að fjölga stöðugildum í klúbbnum sem er fyrir löngu orðið tímabært.
Áróður gegn okkur frá fjölmiðlum, stjórnmálaflokkum og félagasamtökum er alltaf að verða meiri og meiri og við ferðafólk eigum undir högg að sækja.
Ég verð einnig að segja að ég virði starf stjórnar okkar mikið því ég hef séð hversu óeigingjarnt þau starfa fyrir okkur og hversu mikinn tíma þau leggja af mörkum og sá tími er ekki bara á kvöldin og eftir vinnu ó nei…langt frá því.Kveðja,
Glanni.
13.03.2007 at 02:42 #584272Ok, við skulum skoða þetta svona:
1.
Hvað eru margir sem greiða félagsgjöld í dag:2.
Hvað kostar að hafa 2 100% stöðugildi með launatengdum gjöldum:Ég er ekki alveg viss um að allir geri sér grein fyrir hversu mikið þarf að hækka gjöldin til þess að þetta gangi upp hjá okkur. þetta er mjög einfalt dæmi sem stjórn ætti að geta svarað.
Að stæra sig á því að "ég fékk nú félagssgjaldið mitt í afslátt bara á einu bretti í hjá Benna um daginn" Sko við skulum byrja á því að gera okkur grein fyrir að það labba bara mjög fáir af okkar félagsmönnum í næstu búð og versla ljós á jeppana sína fyrir 60-100.000 kall(nafni fyrirgefðu) Staðreindin er sú að ótrúlega margir veigra sér meir að segja við að kaupa sér sómasamleg fjarskiptatæki vegna þess að þeir hava ekki efni á því og hvað segir það okkur…jú endilega hækka félagssgjöldin það vilja allir borga meira, mikklu meira. Ég skal nú alveg viðurkenna það að það er svolítill púki í mér stundum og ég get haft lúmst gaman af að pirra menn því ég er frekar mikill stríðnipúki í mér eins og dóttir mín segir en ég held að það sé nú samt svolítið til í því sem ég er að segja og legg til að menn hugsi þetta í víðara samhengi og til enda. Stjórnin hefur gert mart gott og á eftir að gera mart gott EN ég tel að þeir sem þar sitja ættu að skoða frekar með hvaða móti þeir geti virkjað félagsmenn betur í þau störf sem þarf að vinna. Það er ekki nóg að tala um það á félagsfundum né hér á netinu. Hefur t.d verið auglýst eftir fólki í vinnu í setrinu sem fer til allra félagsmanna…Getum við nappað í einhverja einstaklinga í vinnu ef þeir fá fría gistingu í setrinu, frítt á árshátíð, þorrablót (bara svo eitthvað sé nefnt) gegn því að þeir sinni ákveðnum störfum, vissulega kostar það líka en ég hef littla trú á að það nemi 2 100% stöðugildum og mér finnst líka í lagi að þeir sem leggja eitthvað af mörkum bæði stjórn og aðrir fái eitthvað í staðin…Jæja nú ætla ég að hætta áður en stjórnin rekur mig úr klúbnum og ef þeir geta ekki sætt sig við að ég hafi aðrar skoðanir en þeir án þess að verða fúlir þá þeir um það en við erum sammála um að við viljum að 4×4 dafni sem best og það er aðalatriðið. Ég skal ekki blaðra frekar hér í bili enda búinn að ná athyggli þeirra.
13.03.2007 at 08:08 #584274Eftir að hafa verið í félaginu, og fylgst með starfi þess í 15 ár, þá er það sannfæring mín að fjarskortur sé ekki ofarlega á lista yfir þá þætti sem takmarka starf og árgangur félgasins.
Það er líka alveg undir hælinn lagt, að hækkun félgasgjalda muni auka tekjur félagsins, það getur allt einn farið á hinn veginn, saman ber þann málflutning hægri manna, að lækkun skatta auku í mörgum tilfellum tekjur af þeim. Það er ekki einfalt að reikna hægræði af afsláttum, í flestum tilfellum er hægt að fá svipaða afslætti eftir öðrum leiðum, eða að versla þar sem álgagnin er lægri. Málflutingur formannsins í þessu efni er út í hött.
Starfsmaður í 50% starfi ætti að ráða við að halda utan um félagatal, innheimtur og bókun á skálum og félagsaðstöðu. Aðrir þættir í starfi klúbbsins eru einfaldlega þess eðlis að þeir eru best unnir af áhugamönnum í sjálfboðavinnu.
Félagið þarf einfaldlega að sníða sér stakk eftir vexti. Það er einugis lítið brot af veltu félagsins sem fer í grunn hlutverk þess, það er að standa vörð um frelsi okkar til að breyta jeppum, og til þess að ferðast á þeim. Mest af tekjum félagsins síðustu árin hefur farið í rekstur fjarskiptaþjónustu og gistihúsa, að ekki sé minnst á skemmdarverk á vefsíðu klúbbsins.
-Einar
13.03.2007 at 10:14 #584276Jú Ofsi ég veit nokkurn veginn hvernig staðið er að málum. Ég er sjálfur í stjórn Vestfjarðadeildar. Eiginlega er ég formaður, gjaldkeri og ritari en það er önnur saga.
Oft finnst mér maður vinna félagsstörf bara fyrir sjálfan sig en á meðan hinn almenni félagsmaður kvartar ekki þá er engin hvatning til að gera nokkuð. Þegar Vestfjarðadeildin var lögð af fyrir nokkrum árum þá skilst mér að skv. lögum félagsins hafi fé deildarinnar runnið til Móðurfélagsins. Við endurreistum félagið fyrir 2 árum en þá var ekkert um þessa peninga að finna. Kannski er Vestfjarðadeildin of litil til að standa undir sér en ég hef ekkert á móti því að leggja meira fé suður ef það skilar sér í auknum tengslum til baka. Vinakveðja úr vestri.
13.03.2007 at 10:35 #584278Ég vil benda á að könnunin sem þessi spjallþráður er gerður út af gefur enga vísbendingu um hvað hinn almenni félagsmaður vill. Af því að við vitum að niðurstöðurnar geta verið kol rangar þá er ekki hægt að gera neitt við þær. Könnunin væri senilega betur ógerð.
Guðmundur
13.03.2007 at 11:58 #584280Ég er kannski ekki alveg með það á hreinu hvernig stjórn 4×4 er kosin.
Hvernig væri að kjósa formann á landsvísu og svo væri einhver úr stjórn hverrar lanshlutadeildar skipaður í landsstjórn?
Eru þetta kannski of margir stjórnarmenn?
Ég held að þetta gæti aukið samvinnu milli deilda og gert allt batteryið skilvirkara.Kv. Trausti Bergland
13.03.2007 at 12:49 #584282Formaður er kosinn á landsvísu þar sem hann er kosinn á aðalfundi og rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagsmenn.
Hvað hinn hluta spurningunar varðar þá erum við með landsfund á hverju ári og fyrir ekki svo löngu síðan var ákveðið að mynda einskonar landsráð sem átti að hittast á milli landsfunda og vera stjórn innan handa í ýmsum málum, einnig höfum við reint að kalla saman alla formenn deilda og nefnda en sökum þátttökuleysis varð að hætta við þannig að ég sé ekki hvort við værum eitthvað bættari með eitthvað sem heitir landsstjórn, yrði það ekki bara til þess að öll vinnan mundi lenda á mjög fáum.
Kanski má túlka það sem þraungsýni en ég held að stjórnirnar verði mun öflugri ef stjórnarmenn eru ekki of mikið dreifðir.
Kveðja Þorgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.