Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ný Garmin GPS tæki
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.06.2007 at 19:21 #200453
Sælir, það er alltaf verið að græja eitthvað fyrir næsta vetur í „nýja“ jeppan og nú er það GPS tæki þar sem ég seldi tækið mitt með snæfríði.
Tækið sem ég ættlað að fá mér er Garmin 4008 og er það með 8.4″ skjá og innpútti fyrir t.d dvd spilara eða tölvu. þetta tæki er á ca $1650 í USA sem gerir ca 103.000 og með vsk kr. 128.000 og það eru ekki neinir tollar né vörugjöld á þessu þannig að það bætist ekkert við nema sendingarkostnaður sem er ca 5000-10000 (fer eftir magni. Ef einhverjir vilja fljóta með þá hafa þeir bara samband. Kannaði verð á þessu tæki hjá RS og er það á 239þ (fullt verð sem hentar mér ekki) Sá frekari uppl hér:
http://www.marinedeal.com/product_p/gar0100059100.htm
Benni.
896 6001 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.06.2007 at 15:20 #592772
Af hverju ertu að spá í þetta tæki ?
Þetta er allt of lítið að hafa bara 20 Routes og 1500 waypoints.
Ég er að nota 3206C í dag með 50 Rútur og 4000 punkta og finnst það pirrandi lítið.
Svo eru nýrri tækin það eina sem hafa eitthvað umfram 32xx línuna – það er 5xxx en þau eru með snertiskjá – en samt bara með svona fáránlega fáum rútum og punktum í minni.
En það er að vísu kostur að þau nota SD kort sem minniskort sem þú getur geymt gögn á – en þarft líka að hafa kortin á svoleiðis þar sem að það er ekkert innra minni í þessum tækjum.
Kveðja
BenniP.S.
En láttu mig vita ef þú ert að panta frá þessari verslun – ég gæti viljað fá að fljóta með í pakkanum með annað dót.
26.06.2007 at 17:04 #592774Já stórt er spurt nafni.
1. Stór skjár eða 8.4"
2. Hækt að tengja DVD/Sjónvarp og fl. og nota tækið sem skjá.
3. Ég nota ekki Rútur, eingöngu trökk.
4.Track log: 10,000 points; 20 saved tracks dugar mér(er meira en t.d 3206C er með).
5. trakkar endalaust þ.e vistar bara þegar 10.000 puntum er náð á SD kortið og byrjar svo bara á nýju trakki (að mér er sagt).
6. Þarft ekki að taka tækið úr jeppanum til að setja vistuð trökk í safnið þitt heima, tekur bara kortið úr og smellir því í kortalesara.En aðal ástæða er númer 1.5 og 6.
Ekki er þar með sagt að þetta tæki henti öllum en ég er heitur fyrir því og ættla að demba mér á það.
Vissulega skoða menn hvað hennti þeim og velja sér tæki byggt á sínum forsemdum og þörfum.
Annars var ég búinn að fá verð frá: getfeetwet.com
Garmin GPSMAP 4008 Chartplotter / Monitor = $1579.99
http://www.getfeetwet.com/ProductInfo.a … 0-00591-00USPS Express Mail Shipping = $95.00 (Discounted Quote)
PS. þetta er nýtt tæki, kom á markað í síðustu viku ef ég man rétt.
26.06.2007 at 17:28 #592776Persónulega er ég heitur fyrir þessu tæki. Kannski meira fyrir skotveiðimenn
[img:yfoosoe6]http://www.marinedeal.com/photos/c29909-2T.jpg[/img:yfoosoe6]
Nota gamla Garmin 176 tækið mitt áfram í bílinn og þetta á rjúpuna í haust.
[url=http://www.marinedeal.com/product_p/c29909.htm:yfoosoe6][b:yfoosoe6]GARMIN ASTRO COMBO UNIT GPS BASED DOG TRACKING SYSTEM[/b:yfoosoe6][/url:yfoosoe6]
26.06.2007 at 18:18 #592778Afsakið að ég bregði mér út af sporinu Benni en mig langar aðeins að forvitnast um 292c frá USA, sjá t.d. [url=http://cgi.ebay.com/GARMIN-GPSMAP-292-GPS-CHARTPLOTTER-292C-NEW-COLOR_W0QQitemZ270137517281QQihZ017QQcategoryZ84077QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem:1n95y09k][b:1n95y09k]hér[/b:1n95y09k][/url:1n95y09k].
Er komið hingað heim miðað við að dollarinn sé 63 kr og sendingarkostnaður 95$ á rúmar 37 þús. kr. með vsk (m.v. að það sé enginn tollur). Svo er bara kaupa kubb í það og kort á 16 þús hjá R.Sig. Tækið tekur 50 rútur og 10.000 track punkta. Auðvitað minni skjár en tækið hjá Benna og eldri hönnun en samt ansi góður díll. Er ég að missa af einhverju, eru þetta ekki fín tæki ?
kv
Agnar
26.06.2007 at 19:09 #592780292 tækið er mjög gott tæki. Ég vill líka að ef einhverjir eru að spá í minni tæki að fá líka tilboð hjá RS verðin hjá þeim eru ekki alltaf slæm og ég veit að þeir hafa metnað til að bjóða okkur góð verð en í sumum tilfellum geta þeir það ekki s.b 4008 tækið, það er bara dýrt í innkaupum hjá þeim en ef ég man rétt þá fá þeir Garmin tæki frá bretlandi og geta ekki alltaf boðið jafn góð verð og vefverslanir í USA. En ef við víkjum okkur aftur að 4008 tækinu þá er þetta nýtt tæki og ekkert sambærilegt við 3xxx tækin þau eru með 256 lita skjá og eru í raun ekkert nema gömul tæki en samt mjög góð eins og reindar öll garmin tækin eru.
26.06.2007 at 20:53 #592782Jú sennilega er það nú rétt hjá þér nafni að þessi tæki eru mun flottara en 32xx tækin – enda munar miklu um þennan skjá. Þó svo að ég gefi nú ekki mikið fyrir hann til að spila DVD.
En ég er þó nokkru spenntari fyrir þessum tækjum sem eru með snertiskjánum þ.e. 5008 eða 5208. Mér sýnist að það séu að flestu leiti sömu fídusar og í 4008 nema að snertiskjárinn kemur og fyrir vikið er maður laus við alla takka og fær tæki sem er örlítið minna um sig.
En varstu búinn að skoða hvort það eru eitt eða fleiri slot fyrir SD kort ? Ef það eru tvö þá væri hægt að nota annað fyrir gögn og hitt fyrir landakortið.
Annað – Veistu hvort að íslensku kortin (landakortin) virka í þessum tækjum ? Þau virka allavega ekki í þessi navigation system sem eru að koma með nýjum amerískum bílum
En ég væri alveg til í að skoða þetta með þér – þ.e. þá 5008 tækið
En annars eru tæki eins og 292 og forveri þess, 192 mjög góð tæki. Ég á svona 192 tæki sem ég notaði áður en ég fékk mér 3206 og var mjög sáttur við það – nema skjástærðina..
Benni
26.06.2007 at 23:30 #592784Alvöru jeppakallar þurfa ekki allt þetta GPS dót. Þeir rata á fjöllum !!!
Góðar stundir
27.06.2007 at 00:49 #592786er það ekki bara vandamál á fjöllum í miklu frosti var með dvd spilara í bílnum mínum og ef hann stóð úti í miklu frosti virtist skjárinn stífna þannig að ef maður pikkaði á hann gerðist kanski ekkert svo skrap maður inn í sjopu þá voru græurnar í botni þegar maður kom út.
kveðja einar sveinn
27.06.2007 at 17:42 #592788Þetta er mjög gott "point" hjá þér Einar en þetta bara þekki ég ekki og nafni þú verður að ransaka þetta svo við þurfum ekki alltaf að standa í því að þýða þig á fjöllum í vetur.
En þess má geta að það eru núna komnir 5 aðilar sem ættla að vera með og eru það mjög misjöfn tæki sem menn eru að taka eða 520, 4008, og sennilega 5008.
27.06.2007 at 21:05 #592790ég hef alltaf notað laptop í bílnum og hef reyndar aldrei keyrt eftir GPS bíltæki. Hef reyndar alltaf verið hikandi í að kaupa mér bíltæki út af skjástærð og ég er svo vanur að vera með alla ferlana með mér í tölvunni.
Annars er ég að spá í að fá mér bara auka skjá (monitor) og setja laptopinn í vasann aftan á farþegasætinu. Ég ætla svo bara að nota bílmús og hafa á milli sætanna en ég geri ekki ráð fyrir að þurfa að nota lyklaborðið neitt að ráði þegar ég keyri. Þetta ætti ekki að kosta meira en 292c.
kveðja
Agnar
28.06.2007 at 17:34 #592792Þá er komið að því að fara að senda pöntun frá okkur og þeir sem hafa áhuga á að vera með verða að hafa samband og staðfesta ekki seinna en í kvöld! (á ekki við um þá sem þegar hafa staðfest)
Helst að senda póst á b(hjá)islandia.is verð ekki laus í síma nema á milli kl-22:30 og 01 ef einhverjum vantar t.d verð.
08.07.2007 at 16:46 #592794Fyrir þá sem vilja þá er enn hækt að bætast í hópinn með það að panta GPS tæki á mun betra verði frá USA, seinkun varð á pöntun vegna þess að 4008 tækið verður ekki til á lager fyrren þann 18 júlí þannig að við höfum tíma til að bæta við fram í seinnipart komandi viku. Þau tæki sem menn hafa verið að taka núna eru t.d 420, 525, 4008 og 5008 allt Garmin, einnig tökum við nokkur VHF loftnet sem eru 3dB.
Benni
S:896 6001
08.07.2007 at 21:04 #592796Sæll Benni, ef ég vildi bætast í hópinn með tæki er hægt að staðgreiða?
Myndi vilja kaupa það í gegnum reksturinn minn þannig að ég þyrfti þá reikning, er það hægt?
Hvað eruð þið að fá meira út úr þessum VHF loftnetum?Og svo ein alger aulaspurning, er ekkert vesen af því að kaupa gps erlendis frá í sambandi við að koma inn kortagrunnum o.þ.h.?
Kv. Baddi
09.07.2007 at 00:00 #592798Hvað eruð þið að fá meira út úr þessum VHF loftnetum? Svar= Lengri drægni.
Og svo ein alger aulaspurning, er ekkert vesen af því að kaupa gps erlendis frá í sambandi við að koma inn kortagrunnum o.þ.h.? Svar= Af hverju ætti það að vera, þetta eru nákvæmlega sömu tæki og eru seld hér heima og það eru nákvæmlega engin vandamál.
09.07.2007 at 00:10 #592800get ég staðgreitt og fengi ég reikning?
09.07.2007 at 00:58 #592802Það er ekki hækt nei, það sem ég hef haft á minni könnu er viðkemur influtningi á dóti er ekki selt með reikning þar sem ég er að þessu sjálfur ekki fyritækið og þó menn geti ekki nýtt sér vsk þá eru verðin samt það mikið betri að það marg borgar sig að standa í þessu… Sem dæmi þá tek ég 4008 tækið eins og ég ætla að fá mér hér heima kostar það 239þ án afsláttar og gefum okkur að hann sé 10% og þá kostar það ca 215þ og þá án vsk ca 162þ innflutt kostar það með öllu ca 132þ og jú það má nota 30þ í eitthvað annað ekki satt Baldvin?
09.07.2007 at 13:16 #592804Benni ertu með eitthvað verð á VHF loftnetunum ?
09.07.2007 at 14:48 #592806Þau eru að kosta ca 70-80$ og svo þarf fót sem er á ca 50-65$ svolítið dýr fótur en mjög góður og getur lagt loftnetið niður með einu handtaki.
Um loftnet:
http://www.shakespeare-marine.com/news2.asp?release=25Fótur:
http://www.shakespeare-marine.com/mount … mount=5187
10.07.2007 at 01:46 #592808mitt vandamál er ekki þessi 30 þús kall., heldur það að ég get ekki keypt hluti út á reksturinn án nótu. Það er reksturinn sem mun eiga þetta tæki en ekki ég.
Takk samt fyrir hjálpina.
Kv. Baddi
10.07.2007 at 01:50 #592810…..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.