This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Dagbjartur L Herbertsson 15 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir bílamixarar. Ég rakst á frétt um nýja díselvél frá Citroen, 3 lítra vél sem skilar 237 hp og 459 NM yfir allt hraðasviðið. Auk þess notar hún aðeins 7,4 l/100 km í C4 og C5 bílunum.
Er þetta ekki draumavélin sem við erum búnir að bíða eftir í öll þessi ár ?
Veit einhver hvað þarf til að fá að kaupa svona vél frá verksmiðjunum eina sér og staka án þess að fylgi heill Citroen með ?
Hvernig væri að einhver hópur jeppamanna á Íslandi reyndi að ná einhverjum samningum við Frakkana um að kaupa eina gámfylli af svona vélum til að mixa í jeppana okkar ? Mér finnst líklegt að Frakkarnir gætu séð auglýsingagildið í slíku dæmi og nýtt sér það í auglýsingaskyni svo að verði gagnkvæmur hagur.
Dæmið lítur þá þannig út:a) Við kaupum af þeim einn gám af vélum til að setja í jeppana okkar.
b) Þeir fá að fylgjast með og nýta niðurstöðurnar í auglýsingaskyni.
c) Við fáum reynslu, hönnum ísetningarkitt og seljum öðrum jeppanördum.Ef vélarnar eru eins góðar og af er látið þá finnst mér þetta alveg meiri háttar dæmi.
Ég væri tilbúinn að henda slatta af þúsundköllum og talsverðri vinnu í svona dæmi.
Hér er linkur á frásögn af vélinni (ekki með http-tölvumálinu) http://www.citroen-presse.com/NR/rdonlyres/B3F8E617-268B-43BB-90A9-676B92C58AFA/179889/C5C6V6june.pdf
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.