This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.12.2009 at 13:04 #209141
Daginn félagar.
Mig langaði að deila með ykkur forriti sem ég hef prófað og líkað vel við.
http://www.cooliris.com/product/how-to-launch-and-use
Þetta kostar ekkert en er sniðug viðbót við vafrana ykkar. Ef þið eruð að skoða myndir á vefnum þá er hægt að keyra upp þessa viðbót smella á iconið, sem birtist ef farið er með músina yfir mynd, og þá opnast ný síða(tab) með þessu útliti.
Einnig er hægt að skoða myndaalbúm á tölvunni með þessum hætti.
Ég hef aðeins prófað þetta með IE8 og Opera – virkar ekki með Opera )-:þ en skv síðunni þá á þetta að virka einnig vel með Firefox og Safari (mac).
Þetta setur myndirnar hérna á síðunni á nýjan level.
http://www.cooliris.com/product/Hvað finnst ykkur?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.12.2009 at 21:21 #671740
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir klúbbfélagar.
Hvernig stendur á þessum lélega árangri í að setja nýjar myndir in á myndaalbúmið.
Menn virðast vera að reyna og reyna en lítið gengur.
Það getur reyndar verið að verið sé að setja auglísingar in á myndaalbúmið og þeim síðan eitt
en ekki möppunum. Ef mönnum gengur ekkert að setja myndir in þarf að setja viðbótarupplísingar
í kennslumöppuna. Fyrst gekk mér ekkert að setja myndir in á vefin en fékk þá að vita hjá vefnefnd að
líklega þyrfti ég að uppfæra Java forrit eða viðhengi. Eftir þessa vitneskju gengur allt eins og í sögu.
Þessi atriði þurfa allir að vita. Eins og sést á yfirstandandi myndalbúmi þá er einn af níu sem koma
myndunum sínum in. Vefnefnd verið þið nú snöggir að setja í kennslumöppuna fleirri og nákvæmari
atriði sem hjálpar mönnum við innsetningu mynda.
Hvað varðar þetta forrit sem talað er um hér að ofan þá er of þungt í vöfum fyrir mína fartölvu
og er ég hættur að nota það.Jólakveðjur SBS.
[attachment=0:bmvrwp3x]F4x4.jpg[/attachment:bmvrwp3x]
16.12.2009 at 18:14 #671742Afhverju er ekki ennþá hægt að leita eftir Stafrófsröð. Alveg fáranlegt…..
16.12.2009 at 21:50 #671744[quote="cruiser89":2ix1yuw3]Afhverju er ekki ennþá hægt að leita eftir Stafrófsröð. Alveg fáranlegt…..[/quote:2ix1yuw3]
Hvað er svona fáránlegt við það ? Af hverju notarðu ekki bara leitina í myndaalbúminu, mun fljótlegra en að skrolla í gegnum einhvern listaSvo er auðvitað hægt að sjá lista yfir notendur með því að smella á ´notendur´ efst í spjallinu og komast þaðan inn í myndaalbúm viðkomandi (þarft reyndar að bora þig inní notendaspjald viðkomandi til að komast inn í myndalbúm hans). Ekki góð leið en möguleg ……
En að efni þráðarins þá finnst mér þetta Add-on flott og það keyrir þolanlega hratt á minni fartölvu, held ég haldi mig við það hér eftir.
16.12.2009 at 23:24 #671746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að mér fannst gamla síðan mun þægilegri en þessi hvað varðar auglýsingar umræðu og myndir.
Maður þarf að fara miklu lengri leið til að skoða það sem maður vill skoða. Eins og til dæmis í auglýsingunum, þá valdi maður bara auglýsingar á gömlu síðunni og fékk bara yfirlit yfir allar auglýsingar og gat skoðað allar nýjustu auglýsingar í einu og flett svo aftar í þær eldri og ef maður vildi skoða ákveðinn flokk þá valdi maður hann.
En á þessari síðu hefur maður ekkert annað val en að velja spjallið, og velja svo hvern flokk fyrir sig til að skoða í einu og þarf svo alltaf að fara til baka til að komast í annan flokk.
Og í mynda albúminu á gömlu síðunni var hægt að leita eftir orðum eða nöfnum í albúmum viðkomandi manna, ef maður til dæmis man ekki fullt nafn hjá einhverjum sem maður ætlaði að skoða myndir hjá en man bara eitthvað sem hann skrifaði í albúmið sitt, þá gat maður leitað eftir því á gömlu síðunni og eins ef maður man bara það sem hann kallar sig inná síðunni.
En það er ekki hægt hér á þessari síðu, hér verður maður að vita fullt nafn viðkomandi til að geta fundið albúmið hans og ef maður veit það ekki þá þarf maður að finna prófílinn hjá honum og komast í hann til að finna nafnið.Þetta gerir það að verkum að maður er miklu lengur að komast í það sem maður ætlar að skoða og er stundum alveg í vandræðum ef maður ætlar að finna einhverja mynd.
17.12.2009 at 09:56 #671748Verð nú bara að vera samála síðasta ræðumanni hérna, þetta myndaalbúm sem vefurinn er með núna er einfaldlega allt of flókið, virkar kannski auðvelt og fínt fyrir þá sem er á bóla kafi í þessu en fyrir venjulegan leikmann eins og mig þá nenni ég nú ekki einu sinni orðið að skoða myndaalbúmið.
Ég kíki hingað aðeins inn annað slagið svona þegar ég man orðið eftir því og þá helst til að athuga hvort það er eitthvað áhugavert hérna, þessi síða er einfaldlega allt of flókinn sama hvað vefnefnd segir að þetta sé flott og gott kerfi sem þeir eru að vinna með og þar fram eftir götunum, þá er þetta bara allt of flókið fyrir mig þó svo að það hafa verið settar upp einhverjar leiðbeningar um hvernig það á að vinna í þessu því að ég einfaldlega skil þær ekki heldur og ekkert virðist virka eins og það á að gera og það sérstaklega í myndaalbúminu. Að mínu áliti þá á þetta einfaldlega að virka þannig að hlutirnir segja sig bara sjálfir og að maður á ekki að þurfa að fara í gegnum einhver kennslugöggn til að geta eitthvað í þessu, ég hef verið að nota ýmisleg myndaalbúm hérna á netinu og ég verð að játa það að þetta er eitt það flóknasta og leiðinlegasta myndaalbúm sem ég hef nokurntíman séð, td. ef ég fer í leitarvélina og ættla að finna eitthvað að þá kemur alltaf allt annað heldur en það sem ég er að leita af þetta kerfi er bara einfaldlega of flókið fyrir hinn venjulega leikmann sem vill hafa hlutina einfaldlega eins og þeir voru hérna að forðum og þá var gaman að koma hingað til að skoða myndir frá öðrum.
Það hlítur að segja sig sjálft, en því miður skilur þessi marg blessaða vefnefnd það ekki, að flestir þeir sem eru að setja myndir orðið á netið af sínum fjallaferðum og þess háttar eru einfaldlega að nota önnur einfaldari kerfi annarstaðar heldur en hérna, allavega kem ég ekki einu sinni til með að reina að setja inn einustu mynd hérna því að öllum virðist hvortið er ganga frekar ylla við það.
Kæra vefnefnd hvernig væri að þið færuð að horfa á raunveruleikan og sjá það að þetta kerfi er einfaldlega ekki að virka og er allt of flókið, það eru til mörg mun þægilegri kerfi og vinnu umhverfi til að setja inn myndir og skoða heldur en þetta og flest þau öll segja sig sjálf, ekki reina að hæla þessu kerfi því að það er einfaldlega búið að sína sig og sanna að það er allt of flókið fyrir hinn venjulega mann, þetta er eflaust fínt fyrir einhverja forritara sem kunna allt og vita í þessum tölvualheimsmiðlaraveitum, en þar sem ég er ekki með prófesorgráði í þessu eins og flest allir hérna þá er þetta bara hund leiðinlegt og nákvæmlega ekkert var í þetta. Eins og ég hef sagt áður hérna lítið þá í spegil og viðurkennið það að þetta er of flókið og komið með svo eitthvað sem er einfalt got og þægilegt að vinna með sem hreinlega segir sig sjálft, nóg er til af slíkum kerfum hérna á veraldarvefnum, ef þið bara aðeins lítið í kringum ykkur.
17.12.2009 at 10:06 #671750sælir
Leitarvélin í myndaalbúminu er mjög öflug, skil nú ekki alveg hvað þið eruð að fara með að hún virki ekki. Getur verið að þið vitið ekki af því að ef þið smellið á myndaalbúmið að þá er lítill linkur neðst sem heitir ´advance search´, smellið á hann og þar getið þið leitað að hverju því orði, orðhluta, nafni, notendanafni osfrv sem þið viljið og leitarvélin flokkar niðurstöðurnar fyrir þig. Prófið þetta endilega ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
17.12.2009 at 11:44 #671752Var einhver að hringja á Vælubílinn?
[img:4x3l6wqu]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=187566&g2_serialNumber=1[/img:4x3l6wqu][quote="addikr":4x3l6wqu]…allavega kem ég ekki einu sinni til með að reina að setja inn einustu mynd hérna því að öllum virðist hvortið er ganga frekar ylla við það.[/quote:4x3l6wqu]
Hvernig væri að prófa að setja inn mynd áður en þú ferð að væla?
Bjarni G.
17.12.2009 at 12:06 #671754
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef stjórn félagssins eða vefnefnd fara ekki að gera eitthvað í málunum
tíni ég allar mínar myndir út af heimasíðu klúbbssins.
17.12.2009 at 12:38 #671756Hvernig væri að menn játuðu bara að margt mætti betur fara í gerð heimasíðunnar, það þarf nú engann stjörnufræðing til að sjá að til dæmis myndaalbúmið er ekki að virka og það sem er gallað það lagar maður bara án þess að vera að berja höfðinu alltaf í steininn, alla vega vona ég að menn hafi þann metnað að hafa myndaalbúmið imbaprúfffffffff !!!!! þannig að það sjái sjálft um að setja myndir í réttar stærðir og að leiðbeiningar séu einfaldar og á íslensku svo að félagar sem eru ekki í tölvunni alla daga geti sett þar inn myndir skammlaust.
Það væri líka gaman að sjá nýjustu myndirnar birtast á forsíðu.Kveðja Trausti
með von um betri heimasíðu
17.12.2009 at 13:11 #671758Það er fullkomlega í lagi að gagnrýna hlutina en myndaalbúmið og heimasíðan er að fá á sig alls konar gagnrýni sem er bara ekki rétt. Dæmi er þegar Trausti segir að myndaalbúmið lagi ekki stærð myndanna sjálfkrafa, það er ekki rétt, albúmið gerir það. Það er aftur á móti í spjallinu þar sem stilla þarf stærð myndanna sjálfur, það er galli. Það eru einnig til leiðbeiningar "á íslensku" þar sem skjámyndir eru notaðar til að sýna hvernig á að gera hlutina, smella bara á hjálp og þá birtist þetta.
Ég er sammála því að spjallið og auglýsingarnar mættu vera aðskildar.
Ég hef skoðað myndaalbúmið talsvert og það er ekki erfitt í notkun þegar skoða á myndir, alveg sama hvað þið segið. Aftur á móti er innsetning á nýjum myndum flókin.
Ég vil síðan minna menn á hversu léleg gamla síðan var, myndaalbúmið vonlaust til að setja inn myndir, hún var hæg, albúmin týndust ……. menn voru alveg brjálaðir hérna inn á vefnum yfir gömlu síðunni. Ég nota sjálfur Fotki.com út af þessum vandamálum á gömlu síðunni og það er auðveldara að setja inn myndir þar en hér. Facebook er vonlaust tæki til að halda úti myndum þó það sé auðvelt að hlaða inn myndum þar.
17.12.2009 at 13:17 #671760Kannski væri bara best að vefnefnd byði bara upp á opinn fund á opnu húsi þar sem farið væri yfir notkun á vefsíðunni og félagsmenn gætu þar komið með spurningar, gagnrýni, athugasemdir og hvaðeina sem þeim liggur á hjarta varðandi heimasíðuna.
Þannig er hægt að gera félagsmönnum kleift að þróa síðuna í samstarfi við vefnefnd.
17.12.2009 at 14:06 #671762Ég hlít að misskilja hvernig félögum gengur að setja inn myndir vegna þess að í myndaalbúmi eru núna af níu tilraunum frá félögum aðeins tvær tilraunir sem hafa heppnast að mér sýnist.
Ég er nánast viss um að ef áfram horfir þá gefast félagar upp á þessari síðu sem á að vera til þess að auka hróður félagsins, því miður eru margir búnir að kvarta hversu síðan er ónotendavæn. Ég bið þá sem stjórna síðunni að taka þetta ekki persónulega heldur hlusta á félagsmenn með opnu hjarta.
Vegna þess að þið eruð ábyggilega að vinna gott starf fyrir klúbbinn en ég held að það sé okkar markmið að reyna að bæta okkur. Þessvegna ættu menn að þakka fyrir allar ábendingar án þess að fara í einhvern skotgrafahernað.
Ég vil tildæmis þakka Agnari að leiða mig í sannleikann um myndastærð sem hefur greinilega farið framhjá mér.kveðja
TraustiEr ekki til mæling á innsetningu á heppnuðum myndainnsetningum yfir 6 mán. tímabil til að bera saman gömlu og nýju síðuna, virkni spjalls, og fjölda heimsókna svona til fróðleiks hvort að það sé bara bull sem maður sé að heyra að fólk nenni vart að skoða síðuna lengur.
17.12.2009 at 16:42 #671764Ég ætla ekki að gera lítið úr því að menn séu í vandræðum með að setja inn myndir. En ég er viss um að vefnefnd er jafn slök í hugsanalestri og flestir aðrir. Þeir sem eru í vandræðum þurfa að láta vita hvar þeir eru stopp í myndainnsetningu svo hægt sé að bæta leiðbeiningar. Ef þeir stoppa á einhverju sem tölvulæsum finnst augljóst þá er jafn augljóst að þeir tölvulæsu skilja ekki hvar vandamálið er nema menn lýsi því nákvæmlega hvar þeir lenda í vandræðum. Gott dæmi er það sem Sigurður lenti í, hann lýsti vandræðum sínum fyrir vefnefnd og fékk þá aðstoð sem þurfti.
Hins vegar þegar menn eins og addikr koma með heila blaðsíðu af tuði yfir því að trúlega gangi öðrum illa að koma myndum inn, án þess einu sinni að sannreyna sjálfur að það sé ómögulegt, tja þá eiga þeir bara skilið að gert sé grín að þeim.
Bjarni G.
17.12.2009 at 17:20 #671766Er ekki hægt að hafa myndaalbúmið eins uppsett og á facebook, ég reikna með að 75% landsmanna kunni á það.
Það er einfalt og þægilegt.
Bjarni það er rétt að fólk les ekki hugsanir en menn þurfa nú að vera svolítið skertir ef menn sjá ekki á myndasíðunni hvað félögum gengur illa að setja myndir inn. Það er alltaf helmingur eða meira misheppnað að mér sýnist.Kveðja
Trausti
17.12.2009 at 19:57 #671768
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bjarni og Agnar það hafa komið spurningar og aðfinsslur um myndainnsetningu og skoðun en menn eru alltaf kveðnir í kútinn og sagt að gera bara $$/o#%&/((UYY;;
og síðan enter og hviss bang ekkert mál en ég held það séu allt menn sem vinna við tölvur sem finnst þetta ekkert mál og ég er algjörlega sammála að gamla myndasíðan var skemmtilegri í skoðun og auðveldari og spjallið líka
kveðja Helgi
17.12.2009 at 21:19 #671770Ég hef ekki fylgst með umræðum um nýja vefinn og er því lítið inni í málunum en ég hélt að núverandi myndasíða væru bara eitthvað hálfklárað til bráðabirgða sem væri verið að vinna í. Í sjálfboðavinnu vel að merkja. Eftir lestur á þessum þræði þá spyr maður sjálfan sig – getur það verið að hún eigi bara að vera svona í framtíðinni !
17.12.2009 at 21:33 #671772Ég gerði smá tilraun, ég ákvað að athuga hvað tæki mig langan tíma að búa til nýtt albúm og setja mynd í það. Ég hef ekki sett mynd áður í þetta kerfi síðasta mynd sem ég setti inn var í gamla kerfið. Ég þekki kerfið af afspurn (þetta er jú eitt af vinsælustu myndakefum í heiminum) en ég hef aldrei notað það og þekkti þess vegna ekki aðgerðirnar sem þarf til að gera þetta, og ég ákvað að lesa EKKI leiðbeiningarnar . Niðurstaðan er að eftir um það bil nákvæmlega 2 mínútur voru komin inn bæði nýtt albúm og mynd í albúmið.
Ég get skilið að þetta geti vafist fyrir þeim sem skilja ekki ensku (þýðing er vonandi á leiðinni) en að öðru leiti er þetta ekkert flóknara heldur en Facebook (sem er hræðilega lélegt hvað varðar það að skoða myndir). Það eru örugglega hægt að fara fleiri leiðir að þessu en þetta er það sem ég fann á þessum tveimur mínútum.Aðgerðirnar eru eftirfarandi ef búa á til nýtt albúm og setja inn mynd:
1. Opna myndaalbúm
2. Opna þitt albúm (heitir "Your Album" efst hægra megin).
3. Smella á örina við hliðina á "album action" (neðst vinstra megin) og velja "Add Album" úr fellilistanum.
4. Gefa albúminu nafn (Þarna eru fleiri möguleikar en ég notaði þá ekki í þetta skipti, það má líka gera eftirá)
5. Smella á "Create" og þá er albúmið tilbúið.
6. Smella á "Add Item" í listanum vinstra megin.
7. Smella á "Browse…" hnappin við hliðina á reitnum sem merktur er "FILE" og finna myndina ykkar og velja hana.
8. Smella á "Add Item" og myndin er komin inn eftir nokkrar sekúndur.Ef einungis á að bæta við mynd í eldra albúm er þetta aðferðin:
1. Opna myndaalbúm
2. Opna þitt albúm (heitir "Your Album" efst hægra megin).
3. Opna albúmið sem bæta á mynd inn í.
4. Smella á örina við hliðina á "album action" (neðst vinstra megin) og velja "Add Items" úr fellilistanum.
5. Smella á "Browse…" hnappin við hliðina á reitnum sem merktur er "FILE" og finna myndina ykkar og velja hana.
6. Smella á "Add Item" og myndin er komin inn eftir nokkrar sekúndur.Af hverju er þetta eitthvað flókið? Og hvað varðar að bara tölvumönnum finnist þetta einfalt þá þarf ekki bifvélavirkja til að keyra bíl heldur bara að setja sig inn í hvernig hlutirnir virka.
17.12.2009 at 22:10 #671774Það mætti laga nokkur atriði til að gera myndaalbúmið aðgengilegra þeim sem þjást af tölvulesblindu.
Til dæmis mætti stækka aðeins letrið á efstu skipununum eða gera þær meira greinilegar, breyta ‘Your Album’ yfir í ‘Albúmið Þitt’ eða ‘Mappan þín’. Jafnvel mætti breyta þeim í hnappa sem væru upphleiptir. Eins væri gott að breyta þýðinguni þannig að fyrsta stopp kallist ‘Albúm’ og öll albúm þar innan kallist ‘Möppur’ eða eitthvað álíka, svona smáatriði geta gert gæfumuninn í allri umgengni við myndaalbúmið.
Það mætti líka setja skipanir eins og Add item sem hnapp í röðina þar sem fellilistinn er með öllum skipununum og setja þá mest notuðu skipanir þar eins og slideshow og Add comment. Það er nokkuð ljóst að mjög fáir setja inn Tag við myndirnar sínar þannig að það ásamt rest af skipunum gæti verið í svona fellivalmynd.
Vandamálið virðist ekki vera að albúmið sé erfitt í notkun heldur að þessar grunnskipanir sem maður notar til að setja inn myndir eru ekki þýddar á íslensku og ekki á nógu áberandi stað.Annars mæli ég með því að menn setji upp hjá sér Picasa eða eitthvað af þessum forritum sém styðja innfluting í Gallery 2 og noti það þá bara fyrir jeppa og ferðamyndirnar sínar. Það er svo lítið mál að velja og vinna myndir, merkja og setja texta við þær í svoleiðis forritum og svo gubba bara öllu draslinu inn í einni ferð og taka kanski einn Sudoku eða Kapal á meðan.
Það þurfa allir að leggja eitthvað smá á sig til að ná málamiðlun með myndaalbúmið og það á ekki bara við um vefnefndina heldur líka þá sem ekki skilja upp né niður í þessu.
17.12.2009 at 22:32 #671776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einar minn hvað hefur þú að atvinnu?
Og þetta er einmitt málið þú varðst að setja komment[quote="Einar":29v58yxi]Af hverju er þetta eitthvað flókið? Og hvað varðar að bara tölvumönnum finnist þetta einfalt þá þarf ekki bifvélavirkja til að keyra bíl heldur bara að setja sig inn í hvernig hlutirnir virka.[/quote:29v58yxi]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.