This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.06.2004 at 20:38 #194497
Hefur einhver farið inn í Núpstaðaskóga nýlega? Er að fara austur og var að hugsa að renna þarna inneftir í leiðinni. Verðum 2 á einum bíl 38″. Ætlum ekkert í neina vitleysu og því væri ágætt að frétta af þessu ef einhver hefur farið nýlega.
Vegahandbókin segir að vegna óvissu um leiðir og vatnsföll sé best að hafa kunnáttumenn í för. Er þetta eitthvað verra en að fara alveg innst inn með Markarfljótinu/Krossá? Spyr sá sem ekki veit.
Vitiði um einhverja aðra skemmtilega staði á leiðinni sem er tiltölulega stutt að fara af þjóðveginum? (fer mögulega alla leið á Egilstaði).
Vega
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.06.2004 at 10:25 #504248
Mæli ekki með að menn fari einbíla þarna inneftir. Þarna eru ár sem geta orðið ófærar á stuttum tíma, svipað og í Þórsmörk.
Mæli svo með Þakgili sem er sunnan undir Kötlu, rétt fyrir utan Vík. (http://www.thakgil.is/). Að vísu smá keyrsla frá þjóðveginum, en mjög skemmtilegur staður og vel þess virði að koma á.
Kv, ÓAG.
29.06.2004 at 11:20 #504250Þá held ég að maður sleppi Núpsstaðaskógum, takk fyrir þetta. En þetta Þakgil, er að leita að þessu á korti, stemmir að ég fari þá veg 214 rétt austan Víkur?
-haffi
29.06.2004 at 11:22 #50425229.06.2004 at 13:56 #504254
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það væri alveg reynandi að spjalla við Hannes á Núpsstað og spyrja hann hvernig vaðið er, hann er með reglulegar ferðir þarna inn eftir.
Sjá http://www.simnet.is/nupsstadarskogur/
Kv – Skúli
29.06.2004 at 18:46 #504256Fór í Þakgil í fyrra, og fannst það grenjandi snilld.
Fór meira að segja slóða sem lá frá Þakgili og upp að Mýrdaljökli, og svo skilst mér að það slóði frá Þakgili yfir að Heiðarvatni, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Eflaust eru einhverjir menn fróðari en ég um það.
En ég mæli með gilinu þar er virkilega fallegt og fullt af gríðarlega fallegum gönguleiðum fyrir þá sem vilja rétta úr sér eftir að hafa setið í bíl allan daginn.kv
Austmann
29.06.2004 at 20:01 #504258Ég fór í þakgil í júlí 2002 þegar verið var að opna svæðið og heillaðist strax af því, enda mjög skemmtilegt svæði, veðursælt og skjólgott. Þá fór ég vegslóðann langleiðina yfir að Heiðarvatni, en snéri við þar sem ég var einbíla og vegurinn liggur í ánni sem stækkar og stækkar… Ég komst ekki í Þakgil í fyrra en nú er stefnan sett aftur inneftir um helgina til að ljúka við slóðann. Hvar er svo þessi slóði upp að jökli, maður verður að prufa hann líka. :o)
Svo verður stefnan væntanlega sett inn í Núpsstaðaskóg.
Kv, ÓAG.
29.06.2004 at 23:04 #504260Sælir félagar
Við í litludeildinni fórum í Þakgil um daginn og fórum þá þessa leið frá gilinu góða og yfir að Heiðarvatni.
Í hinni góðu ferðabók "Ekið um óbyggðir" sem ofsinn (Jón Snæland) skrifaði og allir ættu að eiga, er þessi leið nefnd "Fram úr Sundum" leið 78 bls. 176.
Við fórum á bílum frá 29" og upp í 38" og var gaman að sjá hvernig daman á óbreytta jeppanum tók þetta flott. Þó held ég að við getum ekki mælt með að menn fari þetta einbíla?
Þetta er frábært svæði og fórum við einar 4 leiðir í bókinn góð.
kveðja gundur
30.06.2004 at 14:32 #504262Ég fór þarna í Ágúst 2000.
Það eru myndir hér og þar á meðal er kort með GPS-rútu (ekki track reyndar) sem sýnir leiðina upp að jökli.
http://www.pbase.com/arnora/hofdabakkaafretturArnór
30.06.2004 at 22:24 #504264Býr ekki Hannes á Hvoli??? hann býr allavega ekki á Núpsstað…
kveðja Axel Sig…
30.06.2004 at 23:37 #504266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jú Hannes býr þarna á Hvoli. Hann er með/hefur verið með rútuferðir þarna inn eftir. Er þetta ekki bara spurning um það að hafa samband við hann og elta svo rútuna hans inneftir? Fór þarna einhverntímann fyrir 6 árum í skólaferðalagi, á tveim einsdrifs austurleiðarrútum. Gekk eins og í sögu. Það verður bara að hitta á réttan tíma yfir daginn og þá ættu árnar að vera í lagi, annars myndi vera best fyrir þig að tala við hann Hannes.
Einnig veit ég um 33" breyttan Volvo lapplander sem lallaði þarna inneftir eins og ekkert sé. 38" breyttur Hilux ætti að leika sér að þessu.
01.07.2004 at 09:36 #504268Ég fór þarna með rútu fyrir 16 árum. Þá þurfti ekki að fara yfir Súlu, sem er jökulvatnið sem kemur vestast úr Skeiðarrárjökli. Samkvæmt kortum þarf að fara fram og aftur yfir Súlu en þegar hún liggur ekki upp að Lómagnúpnum þarf aðeins að fara yfir Núpsána. Það er mörg dæmi um að menn hafi drekkt jeppum í Núpsánni og legið nærri stórslysum.
Innst rennur hún í þröngum farvegi og er því djúp. Ég held að
ástæðan fyrir því að menn lenda í vandræðum í henni, sé oft sú að menn séu að reyna spara sér labbið með því að fara yfir hana innarlega, í stað þess að fara yfir hana þar sem hún breiðir úr sér og er grunn.-Einar
01.07.2004 at 11:35 #504270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar Bronco jeppi fór á kaf þarna í Núpsánni 1988 og lá við stórslysi var það þarna innst. Mig minnir að það sé búið að loka fyrir akstur þar núna í dag og menn stoppa á eystri bakkanum og labba þennan síðasta spöl með ánni inn að fossinum. Ef ég man aðstæður þarna rétt er þá aðeins farið yfir hana einu sinni og þá mikið neðar.
Kv – Skúli
01.07.2004 at 11:50 #504272rétt hjá Skúla, vaðið er neðar og nú ganga menn innúr, bílnum lagt við þessa fínu aðstöðu og gengið, þetta er nokkur spotti því er gott að hafa með sér nesti, einnig er hliðarhalli nokkur og getur "göngustafur" komið sér vel fyrir þá sem þess þurfa eða bara "náttúrulegtgöngustafaprik" sem "mátti" fynna hér áður á leiðini.
Það er nokkrir sem hafa misst bílana sína þarna fyrir innan, man eftir einum 38" double cap sem fór heilan hring í einum hilnum.mæli með að fólk kíki þarna inn etir, en munið að vatnsmagnið eykst eftir því sem líður á daginn
kveðaj
Jon
01.07.2004 at 12:00 #504274smá viðbót, á vinstri hönd þar sem bílum er lagt eru (voru) smá álar sem teigðu sig inn í landið eða í austur, þar fengum við 3 fallega silunga, ekkert gefið í þessu svo sem, því ábyrgist ég ekki að það sé fiskur þarna núna en ok að reyna
akið svo varlega
kv
Jon
06.07.2004 at 15:22 #504276Sælir.
Við fórum á þremur bílum inn í Núpstaðaskóg um helgina.
Mæli ekki með að menn fari einbíla inneftir þó svo að það sé hægt eins og er.
Það eru tvö vöð á Núpsánni, efra og neðra. Það efra er þar sem vegurinn endar við ána og er vaðið þar yfir mjög varasamt og djúpt og ekki fyrir litla, óbreytta jeppa! Við fórum þó þar yfir á 38?LC70, 35?LC80 og 38?LC90 og æptu konurnar alla leið yfir!Þegar við komum inneftir var það fyrsta sem við sáum einn 33? Pajero og furðuðum við okkur á því hvernig í ósköpunum hann komst yfir. Hann hafði þá farið neðra vaðið, en það er ekki eins djúpt, bara rétt upp á mið 38? dekk. En það er mjög grýtt og sleipt og þarf að keyra skáhalt upp brot á ánni þar sem hún dreyfir úr sér. Óbreyttur LC90 treysti sér ekki yfir það vað og gefur það smá hugmynd. Sem sagt fara yfir á neðra vaðinu, en það er aðeins neðar en varúðarskiltið er við veginn.
Leiðin inn að fossum endar á bílastæði við ána og miðað við aðstæður þá myndi ég ekki reyna við ána þar nema á STÓRUM Unimog, ég skil ekkert í því að menn skyldu láta sér detta það í hug að fara þar yfir! Áin er greinilega mjög djúp þarna.
Einnig fórum við inn í Þakgil og leiðina ?Fram úr Sundum? sem er í bókinni hans Ofsa. Ég mæli með þesari leið, en að menn fari frá Þakgili og ekki einbíla. Þetta er eiginlega einstefnuleið niður ána og er hún smá djúp á köflum, en fær öllum 33?+
Að lokum fórum við Sultarfitin, þ.e. norður fyrir Tindfjöll, og mæli ég með þeirri leið. Eitt gil á leiðinni var svo þröngt að við þurftum að smyrja vaselíni á steinana sitthvoru megin til að koma bílunum í gegn! :o)
Set inn myndir við tækifæri.
Kv, ÓAG.
R-2170.
06.07.2004 at 16:12 #504278Þakka þér fyrir þessa lýsingu Ólafur, ég og Ditto vinur minn eru í þessum töluðu orðum að leggja af stað austur og ætlum að fara inn í Núpsstaðaskó um eða eftir næstu helgi, þessi leiðarlýsing kemur því að góðum notum.
Takk kærlega, kv. vals.
06.07.2004 at 16:18 #504280
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir góða ferðasögu, en var það ekki Hungurfit sem þið fóruð um á leið ykkar norður fyrir Tindfjöll?
ÓE
06.07.2004 at 17:40 #504282
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru allar líkur á að þeir hafi farið bæði um Hungurfit og Sultarfit. Sé komið austan að þessa leið er fyrst farið niður í Sultarfit og síðan gegnum skarð sem heitir Reiðskarð og þá er komið í Hungurfit. Þessir staðir sem heita þessum eymdarlegu nöfnum eru slétt og grösugt dalverpi milli fjalla. Staðurinn þar sem þið hafið verið að bera vasilínið á steinana er líklega í Þvergili, nokkuð austar.
Kv – Skúli
06.07.2004 at 23:54 #504284sæll Óli og takk fyrir síðast.
Smá viðbót,
skv mínum kokkabókum er áin kölluð Blautakvísl þar sem við fórum yfir, Núpsá og Súla eru ofar en eru reyndar í dag í allt öðrum farveg en t.d. Atlaskortin sýna.
Fyrir þá sem vilja þá eru gps hnit við vestari bakka neðra vaðsins:
N63 58,7598
W17 28,8894
Brotið leynir sér ekki og lýsingin hjá ÓAG ætti að duga öllum til að finna það!Til gamans þá bætti ég inn mynd af 38" LC70 að fara yfir efra vaðið. Það er kannski ekki svo ýkja hátt í ánni þarna en hún er straumhörð og lyftust allir bílarnir hjá okkur á kafla. Klukkan var ca 19 að kvöldi til.
Annars mæli ég með því að menn kíkji þarna inneftir ef þeir hafa tækifæri til, afburðafallegur staður með góðum gönguleiðum.
kveðja
Agnar
07.07.2004 at 00:42 #504286Takk sömuleiðis Agnar.
Það er rétt hjá Skúla, við fórum bæði Sultarfit og Hungursfit. Nánari veglýsing er eftirfarandi:
Markarfljótsaurar – Einhyrningur – Þvergil – Þverárbotnar – Sultarfit – Reiðskarð – Hungursfit – Langvíuhraun – Skógshraun – Hella. Skemmtileg leið, ca. 4-5 tímar. Mæli þó ekki með að vera á Hummer til að komast gegnum skarðið í Þverá – Þvergili. Muna bara að taka stóra dollu af vaselíni með!Góða ferð Valur inn í Núpsstaðaskóga, bið að heilsa öllum flugunum!
Kv, ÓAG.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.