This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 12 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.07.2013 at 18:14 #226340
Sælir félagar. Skálanefnd Seturs hefur nú lokið undirbúningi vegna byggingar neyðarskýlisins við Setrið og er stefnt að því að flytja allt efni uppeftir á föstudaginn og aflesta bílana. Gömlu olíutankarnir verða þá teknir í bæinn með öðrum bílnum en hinn verður eftir uppfrá og verður til aðstoðar þar sem hann er með krana. Hafist verður handa við að reisa á laugardagsmorguninn og er stefnt að því að klára að koma húsinu upp um helgina. Þrir af skálanefndarmönnum verða svo eftir út vikuna til að klára sem mest af því sem gera þarf og vonandi að það komsit sem lengst. Til að allt gangi upp um helgina þurfum við vinnufúsar hendur til aðstoðar og væri gott er menn gætu tilkynnt sig til vinnu þar sem sjá þarf fyrir matarinnkaupum fyrir mannskapinn. Okkur þætti miður ef ekki væri hægt að gefa mönnum að borða sem koma og ljá hendur. Einnig væri gott að vita ef einhverjir geta verið með okkur einhverja daga í vikunni.
Með vonu um góðar undirtektir.
Logi Már. Skálanefnd.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.07.2013 at 00:53 #766875
Sælir höfðingjar í Skálanefnd,
ég er búninn að vera að reyna senda ykkur póst á netfangið ykkar en fæ alltaf meldingu til baka um að ekki hafi tekist að senda póstinn. En ég var búinn að láta vita af mér einhvers staðar ekki viss hvort var hér eða í póstinum en ef ekki hafi skilast þá er þetta staðfesting á því að ég mæti.
Nú er framtíðar veðurspáin góð og alltaf gaman að taka til hendinni og gera gagn (vonandi) svo ég tali nú ekki um félagsskapinn það er algjör unun að vera með svo duglegum strákum sem þið eruð.
Þannig að einhver er að velta fyrir sér að fara í Setrið og kannski gera eitthvað gott þá mæli ég eindregið með því, því það er gaman að vera innan um þessa duglegu drengi og þykjast gera eitthvað gagn.
[url=http://www.jakinn.is/?album=vinnuferd-i-setrid:2yq2g2hv][color=#FF0000:2yq2g2hv]Hér eru myndir úr vinnuferð í Setrið 2011[/color:2yq2g2hv][/url:2yq2g2hv]
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/?album=g-sjalfur-&mynd=motmaeli053.JPG:2yq2g2hv][color=#0000FF:2yq2g2hv]Hjörtur[/color:2yq2g2hv][/url:2yq2g2hv] og [url=http://www.jakinn.is/:2yq2g2hv][color=#0000FF:2yq2g2hv]JAKINN.is[/color:2yq2g2hv][/url:2yq2g2hv]
23.07.2013 at 21:52 #766877Gunni Stimpill kemur + 1 smiður.
(ef pósturinn hefur ekki komist til skila)
23.07.2013 at 23:09 #766879Við Magga og sonur hennar stefnum á að mæta um helgina. Svo það eru 3 hérna

Kv. TótiG
23.07.2013 at 23:10 #766881Ég væri alveg til í að koma með, ef doksi setur mig ekki í gifs á morgun, og þá mundi ég óska eftir sæti með einhverjum, þar sem jeepinn er ekki í fjallafæru ástandi. Læt vita betur síðar. KV. MG
24.07.2013 at 21:56 #766883Jæja þá er það klárt, en ég kem með í þessa ferð og verð vonandi að gagni þó það verði eitthvað misjafnur gangurinn á manni.
Ég er að hugsa um að verða eitthvað áfram fram í næstu viku líka. Sjáumst á Hyrjarhöfðanum á morgun. Kv. Magnús G.
24.07.2013 at 22:31 #766885Sælir félagar
Minni á að á morgun fimmtudag kl 18 verður hlaðið á vörubílanna fyrir flutning
upp í Setur.Bílarnir verða hlaðnir að Hyrjarhöfða 6.Okkur í skálanefndinni
vantar vinnufúsar hendur við að aðstoða okkur að hlaða á bílanna.
Þeir sem ætla að koma og reisa með okkur skýlið vinsamlega látið vita vegna matarinnkaupa
fyrir laugardagskvöldið.Ef þeir sömu eiga battarísborvél og hamar takið það endilega með.Kv Rúnar skálanefnd.
25.07.2013 at 11:09 #766887Ég kem um helgina er með leyfi til að vera fram á mánudag, svo kem ég hress í kvöld
27.07.2013 at 23:19 #766889Sælir félagar. Nýjustu fréttir eru þær að skálanefndin lagði af stað á á föstudagsmorgun á tveimur vörubílum, öðrum, sem við fengum lánaðan fra Kerlingafjallabændum og hinum frá E.T. með allt byggingarefnið og gekk ferðin upp í Setrið og gekk ferðin vel, komið var í Setrið um kl. þrjú og gengið í að afferma bílana. Hafist var handa þegar í stað við reisivinnu og til að gera langa sögu stutta þá er nú, á laugardagskvöldi búið að reisa húsið, grilla og borða. Sitjum við nú og segjum sögur og eigum "góðar stundir" að hætti Hlyns Snælands. Hér eru 19 manns sem öll hafa unnið ötullega að verkefninu. Á morgun verður haldið áfram og verða skálanefndarmenn fram eftir vikunni í að klára vinnuna sem eftir er. Meira seinna. L.M.
29.07.2013 at 10:46 #766891Sælir.
Er nýkomin heim úr vinnuferð í Setur. Þetta var mikil ævintýraferð. Hiti og veðurblíða sem aldrei fyrr, þrumur og eldingar klukkutímum saman og rigningarúrhelli sem ekki hefur sést hér áður. Þetta staðfesti Einar okkar Sól og getum við treyst orðum hans sem ætíð. Það var ótrúlegt hvað vinnan gekk vel hjá þessu hörkuliði sem lagði á sig þessi handtök. Ég hrósa Skálanefnd fyrir ótrúlega gott skipulag á hverju einasta smáatriði.Ég tók á fimmta hundrað myndir og læt ég nokkrar fylgja hér með. Það var ánægjulegt hvað margir voru með myndavélar og áhugasamir við myndatöku.
Kv. SBS.[attachment=4:1o62jxgf]_MG_6887.jpg[/attachment:1o62jxgf]
[attachment=3:1o62jxgf]_MG_6990.jpg[/attachment:1o62jxgf]
[attachment=2:1o62jxgf]_MG_7262.jpg[/attachment:1o62jxgf][attachment=1:1o62jxgf]_MG_7271.jpg[/attachment:1o62jxgf]
[attachment=0:1o62jxgf]_MG_7278.jpg[/attachment:1o62jxgf]
30.07.2013 at 23:52 #766893Sælir.
Var að setja inn myndir á facebook frá vinnuferðinni. Smella á myndina.
Kv. SBS.[url=https://www.facebook.com/profile.php?id=1716415164&sk=photos&collection_token=1716415164%3A2305272732%3A69&set=a.3235240696007.1073741843.1716415164&type=3:34zd5wdm][img:34zd5wdm]http://f4x4.is/phpbb3/download/file.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=file.php&id=8021&mode=view[/img:34zd5wdm][/url:34zd5wdm]
Og auðvitað komið inn á hið frábæra myndasafn okkar. 😉
[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=329315:34zd5wdm][img:34zd5wdm]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=329603&g2_serialNumber=2[/img:34zd5wdm][/url:34zd5wdm]
31.07.2013 at 00:26 #766895Góðan daginn Sigurður,
þú verður að setja hér inn linkinn á myndirnar, ja allavega finn ég þær ekki.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
31.07.2013 at 08:31 #766897Sæll Hjörtur
Sigurður upplýsir okkur um að smella á myndina. Hún er linkurinn og fullt af fínum myndum þar.
Kv.
Steinar
31.07.2013 at 14:39 #766899Hérna eru myndir sem ég tók á fimmtudagskvöldinu þegar hlaðið var á bílana.
[url:1v9prpgk]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=329297[/url:1v9prpgk]
01.08.2013 at 21:26 #766901Þá erum við skálanefndargaurar að yfirgefa Setrið um sinn á morgun og þetta er árangurinn af starfi okkar og þeirra sem starfað hafa með okkur um síðustu helgi og fram í vikuna. Síðust menn fóru í gær og erum við Rúnar búnir að vera að ganga frá húsinu og svæðinu í dag. Þakvinna var kláruð í dag og nú er aðeins eftir að klæða húsið utan og verður það gert í vinnuferð eftir hálfan mánuð. Treystum við á að félagsmenn aðstoði okkur við það og tilkynni skálanefnd um áform sín þar af lútandi. Vona að myndin sem ég setti sem viðhengi komi fram. L.M.
01.08.2013 at 23:48 #766903Sælir.
Þetta er glæsileg strákar!
Ég veit að þið gætuð hrist reisulegan skála í Nýjadal fram úr erminni eins og að teiga blá-fjalla-vatnið silfur-tært. Já, og verandi í einveru og djúpri fjalla og jökla-kyrrð sem Vonarskarðið færir okkur.
Það veit ég að okkar ástkæru og hljóðlátu félagar í stjórn FÍ féllu á bæði knén í djúpri lotningu við fætur ykkar á meðan á verkinu stæði. Já, það er best að taka það fram " Á meðan á verkinu stæði "Félagar í Ferðaklúbbnum 4×4. Verum allir stoltir af atorkusömum einstaklingum sem starfa innan okkar samtaka. Það er gríðar mikið álag á þeim sem leggja á sig mikla vinnu fyrir okkar hugsjónir og áhugamál.
Kv. SBS.
05.08.2013 at 21:00 #766905Sælir enn og aftur félagar. Eins og sjá má er nú neyðarskýlið risið, búið er að klæða og ganga að mestu frá þaki og hurðir komnar í. Enn er eftir að klæða bygginguna utan, fræsa þéttingar í hurðir, ganga endanlega frá pústi rafstöðvar og ganga frá þakkanti. Einnig þarf að flytja dótið sem geymt hefur verið úti á Setu upp á loft í nýju byggingunni og ganga frá því þar og þrífa Setuna, taka til kringum skálann og ganga frá svæðinu fyrir veturinn. Þetta þarf að klárast sem mest um næstu helgi, ( 9-11 ágúst ) því helgina þar á eftir verður afmælihátíð í Setrinu í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli skálans og þrjátíu ára afmæli klúbbsins. Verður sú hátíð nánar auglýst á morgun eða hinn hér á spjallinu. Okkur vantar því góðar hendur með okkur uppeftir um næstu helgi, gott væri að fá einhverja menn með einhverja kunnáttu í veggjaklæðningum en aðallega þurfum við viljugar hendur til allra þeirra starfa sem talin voru upp hérna að ofan. Endilega látið vita hér á þræðinum ef þið getið lagt okkur lið því við þurfum að skipuleggja matarinnkaup vegna sameiginlegs matar á laugardagskvöldinu. Félagar! Klárum þetta með stæl.
Með von um góðar undirtektir.
Logi Már. Skálanefnd.
07.08.2013 at 18:39 #766907Minnum á vinnuferðina um næstu helgi, vantar vinnufúsar hendur. Kv. Logi Már.
08.08.2013 at 01:28 #766909Góðan daginn,
ég skal koma upp eftir og redda þessu. Það er ekkert mál að klæða bygginguna utan, fræsa þéttingar í hurðir, ganga endanlega frá pústi rafstöðvar og ganga frá þakkanti. Þetta gæti ég gert með annari, kæri meg ekki um að fá einhverja sófa riddara þarna uppeftir að þvælast fyrir mér. Svo er nú ekki dónalegt að fá fría gistingu í ofánalag 😉
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Jakinn_Hjortur_fullsize.jpg:3urtlf4x][color=#0000FF:3urtlf4x]Hjörtur og JAKINN[/color:3urtlf4x][/url:3urtlf4x].is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
