This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 19 years ago.
-
Topic
-
Núna vantar mig hjálp, þannig er mál með vexti að jeppinn minn sem er af gerðinni Lc hj62 sem ég keypti í sumar hefur alltaf verið þvingaður þegar keyrt er í framdrifinu, það eru aukahljóð sem ég ætla ekki að reyna lýsa(smellir, dynkir..) og þvingun þegar keyrt er af stað. Svo loks í Nov. var farið að leita að þessari þvingun og var bogin hásing kennt um það. Reyndist það rétt, hún var bogin í zetu ásamt boginni spindilkúlu. Keyft var ný hásing og spindilkúlurnar styrktar og hún settu undir en þvingunin var enn til staðar. Þá var hallanum á hásingunni kennt um, tek það fram að hann var á fjöðrum að framan. Hallinn reyndis vitlaus, það var brot á drifskaftinu á hásingunni og þegar hann var keyrður þá bognaði hún enn meyr út af fjöðrunum og var þá hásingin nánast beint aftur.
Bílnum var hent inní skúr sett gormar undir og hásingunni hallað upp rétt þannig að hún var nánast bein á drifskaftið(það er tvöfaldur liður að ofan). Það var skift um allt í drifskaftinu, neðri kross, dragliður og nýr tvöfaldur liður. Svo þegar ég fór að keyra hann í gær þá var þvingunin en til staðar!!!!! og verri ef eitthvað er, ég átti í bölvuðum vandræðum að ná honum úr framdrifinu, hef alltaf átt í vandræðum með það en var verra í gær..
Nú spyr ég ykkur sérfróðu menn: Hvað er að?? Það sem mér dettur í hug er að brotið á tvöfalda liðnum sé of mikið? er einhver lágmarks gráða sem hann má vera? bílinn er frekar mikið hækkaður. Eða er þetta millikassinn? eða þarf skaftið að vera akkúrat 100% beint á hásingu? það er smá brot þar ennþá en smávægilegt miðað við hvernig það var en þvingunin og óhljóðin meyri…
You must be logged in to reply to this topic.