This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 15 years ago.
-
Topic
-
Það hefur nokkrum sinnum komið fram í umræðum á spjallinu að notkun á vef okkar væri dottin niður og enginn notaði hann lengur. Það er ekki okkar reynsla. Í júní settum við í gang mælingar á notkun vefsins og þær mælingar eru stöðugt í gangi og gefa okkur mjög gott yfirlit yfir notkunina. Meðfylgjandi er staðan eins og hún var í gær.
Eins og sést vel, þá hefur notkunin farið stigvaxandi í hverjum mánuði síðan í sumar.
Ég veit að það eru mjög skiptar skoðanir um ýmislegt á vefnum (virkni og útlit), annað væri mjög óeðlilegt, en endilega sendið þær ábendingar á okkur í vefnefnd í stað þess að „drulla“ yfir umræðu sem myndast um vefinn. Það fælir fólk frá því að skrifa á vefinn ef það fær ekkert nema skítkast og útúrsnúninga í umræðurnar.
Kveðja,
Hafliði.
You must be logged in to reply to this topic.