This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigvaldi K. 14 years ago.
-
Topic
-
Birti hér grein sem ég skrifaði fyrir nokkrum mánuðum, en hef ekki þorað að birt í fjölmiðlum. Set þessa grein hér inn til umhugsunar fyrir þá sem finnst fámenn öfgaklíka náttúruverndarsinna vera að herja á okkar ferðaumhverfi.
Guðmundur G. Kristinsson
Nota náttúruverndarsinnar falin vopn?
– loka þeir hálendinu til að ekki verði byggðar virkjanir og álverÞað hefur verið skondið að fylgjast með umræðu og umfjöllun um náttúruvernd á Íslandi undanfarin ár. Þar hefur farið fremst sjálfskipað baráttufólk með mikla andagift sem segist vera að berjast fyrir sig, mig og alla hina í landinu sem ekki þora eða vilja tjá sig. Þarna má sjá mikið af listafólki, rithöfundum, leikurum og öðrum sem telja sig skapandi fólk með mikla ábyrgðartilfynningu fyrir landinu.
Maður fylltist stollti á þessu fólki að standa upp og tala fyrir heilagri baráttu um fallegt land til framtíðar sem ekki megi spilla með virkjunum og þeim framkvæmdum sem fylgja stóriðju. Oftar en ekki talar þetta fólk fyrir grænum atvinnuskapandi verkefnum sem eigi að taka upp í staðinn fyrir byggingu álvera. Það sé meira í lagi að byggja orkuver til að skapa grænum verkefnum tækifæri, en hinum megunarmiklu álverum. Því miður finnst mér þessir sömu aðilar líka hafa staðið í veginum fyrir grænu verkefnunum!!
Bíðum við, þetta hljómar alveg rosalega vel. Meira segja ég keypti þetta lengi vel, allavega að hluta til. Upp á síðkastið hef ég farið að efast um heiðarleika þessara aðila og að kannski sé eitthvað annað á bak við þetta allt! Stækkun á Þjórárverum var það mál sem setti upp hjá mér spurningar um raunverulegan tilgang fyrir náttúruvernd. Voru þessir aðilar kannski bara á móti virkjanaframkvæmdum á svæðinu og voru að misnota baráttu fyrir náttúruverndun með stækkun friðlandsins, til að koma í veg fyrir virkjanaframkvæmdir á svæðinu og þar með að ekki væri hægt að byggja álver.
Þessi efi um heiðarleika þessara aðila kom líka upp hjá mér varðandi Vatnajökulsþjóðgarð, en þar átti að loka mörgum ferðaleiðum og engin náttúrufræðileg rök virtust liggja þarna að baki. Í grein frá nokkrum þjóðgarðsvörðum fékk ég staðfest að eitthvað skrýtið væri þarna á ferðinni. Þau segja að Vonarskarðleið sem átti að loka, sé eingöngu fær breyttum jeppum. Ég þekki nefnilega fólk sem hefur farið þarna á Subarú, sem varla getur talist breyttur jeppi. Tekið skal fram að Subarúinn var óbreyttur. Vonarskarðsleið hefur verið þjóðleið íslendinga yfir hálendið í hundruði ára.
Eftir að hafa fengið bakþanka um þessa baráttuglöðu náttúruverndarsinna, held ég að við sem teljumst til hins almenna almúga í þessu umhverfi, þurfum að fara að leggja okkar af mörkum inn í umræðuna í þessum málaflokkum. Við megum ekki láta eitthvað baráttuglatt fólk með einhverja furðulega hugmyndafræði taka okkur og nota sem viljalaust verkfæri í baráttu, sem við viljum kannski ekki taka þátt í.
Ég er félagi í Ferðaklúbbnum 4×4 og hef mikið ekið um hálendi Íslands, bæði að sumri og vetri. Ég er í nefnd klúbbsins sem stendur fyrir nýliðaferðum fyrir fólk sem er að byrja að ferðast inn á hálendið og þar hafa þúsundir aðila fengið námskeið og kennslu í að ferðast á ábyrgan hátt um hálendi Íslands. Mér blöskraði þegar átti að loka leiðum í Vatnajökulsþjóðgarði með engum haldbærum rökum og banna akstur á snjó í Þjórsárverum. Ég ákvað persónulega ásamt mörgum öðrum að berjast fyrir skynsamlegri stefnu í þessum málum og hætta að láta baráttuglaða öfgasinna nota mig sem viljalaust verkfæri.
Ég er ekki að berjast fyrir álverum eða virkjum, heldur skynsamlegri þátttöku almennings í uppbyggingu á landinu til framtíðar. Þess vegna hvet ég alla almenna íslendinga til að vakna og láta í sér heyra. Ekki láta misvirta sérhagsmunaaðila draga ykkur á asnaeyrunum inn í eithvert framtíðarsamfélag sem byggist á hugmyndafræði sem byggð er á blekkingum.
You must be logged in to reply to this topic.