Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Norðurvegur EHF
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2007 at 19:34 #201236
AnonymousNú eru málefni Norðurvegar ehf og uppbygging kominn fram sem þingsályktun.
Á bakvið einkavæðingu og niðurbrytjun hálendisins standa Flm.: Kjartan Ólafsson, Kristján Þór Júlíusson, Guðni Ágústsson, Einar Már Sigurðarson, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Johnsen, Bjarni Harðarson, Björk Guðjónsdóttir,
Grétar Mar Jónsson, Birkir J. Jónsson, Ólöf Nordal, Bjarni Benediktsson,
Jón Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Magnússon, Ásta Möller.Það er greinilegt að það þarf ekki sterk rök til þess að hægt sé að snúa þessum þingmönnum um fingur sér. En vill það nú auðvita svo til að þau eru í réttum kjördæmum til þess að svo megi takast. En framkvæmdarstjóri fyrirtækisin hefur jú sagt að það sé aldrei ætlunin að skila Kjalvegi aftur til þjóðarinnar, enda ætla þeir að græða á einkavæðingunni og þó ætla þeir að reyna að halda aftur af græðginni í veggjöldum. Ég held þó að það verði erfitt þar sem þetta verður jú einsog venjulega á íslandi samkeppnislaust okur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.11.2007 at 19:47 #604248
Hér er hægt að sjá [url=http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=21:7ybjj71h]málið á vef alþingis[/url:7ybjj71h] það á reyndar eftir að setja inn umræðurnar sem voru fyrr í nóvember… en vonandi kemur það fljótlega.
22.11.2007 at 20:39 #604250Þessi vegur verður lagður. Samhliða verður bannað að aka aðrar leiðir um Kjalarsvæðið. Það er nefnilega þannig, að margir af hörðustu "náttúruverndarsinnunum" vilja fá fáa svona vegi á hálendið, þ.e.a.s. uppbyggða vegi bæði Kjöl, Sprengisand og Fjallabaksleið nyrðri og öllum öðrum leiðum verður lokað. Ef þú vilt fara um önnur svæði verður þú veskú að reima á þig fjallgönguskó og bakpoka og labba, eftir að hafa greitt leyfisgjald sem fæst afgreitt gegn útfyllingu eyðublaðs í fimmriti. Afgreiðslufrestur aldrei lengri en 8 mánuðir.
22.11.2007 at 21:52 #604252Mig langar bara að benda á að fyrsti flutningsmaður tillögunnar er stjórnarmaður í Norðurvegi ehf. Mér finnst þingmaðurinn vera á mjög gráu svæði og einfaldlega vera að byggja undir eigin atvinnustarfsemi með stuðningi fjölda þingmanna. Ályktunina sjálfa má finna hér: [url=http://www.althingi.is/altext/135/s/0021.html:1a34r0sz]Þingsályktunartillaga um uppbyggðan veg yfir Kjöl.[/url:1a34r0sz] Þar kemur meðal annars fram þessi frábæra tugga stjórnmálamanna að ekki þurfi að fjölyrða um gagnsemi vegarins. Mér finnst það nú eiginlega grundvallaratriði að menn fjölyrði um það og geti gert grein fyrir því hvernig þessi stytting á að styrkja byggðirnar. Þegar ég innti einn frambjóðanda Framsóknarflokksins eftir þessu í síðustu atlögu að Kjalvegi fékk ég þau svör að m.a. yrði hægt að fara á skíði í Kerlingarfjöllum. Hugmyndin eins og ég skildi hana var sem sagt að leggja veginn og sjá svo til hvort og þá hvernig hann myndi styrkja byggðirnar. Þess vegna geta þessir ágætu þingmenn, sem eru að styrkja fyrirtæki 1. flutningsmanns með tillögunni, ekki fjölyrt um gagnsemi vegarins.
22.11.2007 at 23:16 #604254Það var viðbúið að að þessu kæmi – enda hafa þingmenn úr flokki flutningsmanns sjaldan verið feimnir við að skara eld að eigin köku.
Ég held að það þyrfti að benda fjölmiðlum á það hversu fáránlegt er þegar þingmaður misnotar aðstöðu sína á þennan hátt.
Hins vegar er þetta kannski ekki alslæmt – þarna er um að ræða ályktun um að fela ríkistjórninni að kanna ákveðna hluti sbr. texta:
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að leggja heilsársveg yfir Kjöl. Jafnframt verði gerð forkönnun á umhverfisáhrifum og könnuð samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar, m.a. á atvinnustarfsemi og byggðir landsins. Ríkisstjórnin skili Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. apríl 2008."
Þetta er kannski bara hið besta mál, því ef menn eru vandir að virðingu sinni og vinna þessa vinnu vel og hlutlaust, en ekki eins og Háskólinn á Akureyri gerði, þá ætti niðurstaðan að verða sú sem fjölmargir í þjóðfélaginu hafa bent á – við þar á meðal.
Hitt er svo enn annað mál að ég óttast að jafn óprúttnir náungar og fyrsti flutningsmaður eigi eftir að gera sitt ýtrasta til að slá ryki í augu almennings og ráðamanna til að koma þessu gæluverkefni sýnu á koppinn.
Og svo er bara að kaupa sér sportbíl til að fara að spyrna á nýjum Kjalvegi 2010….
Benni
P.S.
Spurning um að fá þá til að sletta malbiki á restina af leiðinni inn í Setur – klára láglendisvæðinguna alveg….
23.11.2007 at 00:13 #604256að stofna okkar eigin [url=http://imvite.com/stream.php?t=03f9d93e3f56c232:wkc3jjn8][b:wkc3jjn8]gumboll 3000[/b:wkc3jjn8][/url:wkc3jjn8]
til dæmis gumí 30 ha er þetta ekki framtíðin
allir á malbikinu.skari
23.11.2007 at 01:53 #604258Það liggur við að maður setji jeppann á sölu og fái sér Yaris.
Þessi láglendis- og einkavæðingarstefna er komin útí hött.
Tala nú ekki um ef við göngum í ESB og jeppar verða bannaðir með öllu, þá eigum við rúmlega 20.000 ólöglega bíla sem eru verðlausir með öllu, nema kannski í varahluti og brotajárn, en það verður náttúrulega búið að banna allt slíkt þegar til þess kemur…Það að ætla að byggja einkavæddan veg yfir mið hálendið er bara fásinna, og mér þykir að við félagsmenn í 4×4 ættum að taka okkur til og halda uppi kröftugum mótmælum.
kv, Úlfr.
E-1851
23.11.2007 at 14:06 #604260Ágætt að rifja upp hver skoðun [url=http://www.saf.is/saf/is/leit/frettir/Default.asp?ew_0_a_id=169681:1fux8d1a]SAF[/url:1fux8d1a] er á svona málum…
25.11.2007 at 14:29 #604262ég fór í smá mælingavinnu og sá að stytting sú sem Norðurvegur ehf heldur fram að sé 47 km sé í raun 34 km. Samkvæmt mínum útreikningum og ef dregnir eru 25 km frá því, þ.a.s sú stytting sem ná má fram á þjóðvegi 1 þá standa eftir 9 km. Ja ef rétt reynist ja-svei þá. Það verð dýrustu kílómetrar íslandsögunnar
25.11.2007 at 16:29 #604264Stytting við gerð hraðbrauta yfir hálendið er í raun mun minni en fylgendur þeirra viilja halda fram. Styttingin er í raun aðallega fyrir þá sem þurfa að fara á milli Árnessýslu og Mið-Norðurlands.
Þessi stytting þýðir að flutningabíll með til dæmis pallaefni frá Reykjavík er kominn um 15 mínútum fyrr til Akureyrar. Er Kili fórnandi fyrir það?
Tal um mengun er að mínu mati algjör hræsni. Ef menn vilja í rauninni draga úr mengun, þá ætti að taka upp strandsiglingar á ný. Pallaefnið (og flestar aðrar vörutegundir) mega vel við því að vera viku á leiðinni norður.
Mér finnst mun nær að endurbæta hringveginn og fækka þar slysagildrum áður en hugað er að hálendishraðbrautum. Víða má líka stytta hringveginn talsvert.
Þessi þráhyggja þeirra sem ganga um með dollaramerki augunum og sjá viðskiptatækifæri í uppbyggðum Kjalvegi með gjaldtöku er með ólíkindum. Og nú reyna þeir að beita leiðitömum þingmönnum fyrir sig. Það er út í hött að láta slíka dollarariddara ráðskast með ákvarðanir þjóðarinnar um hvort byggja eigi uppbyggðan veg yfir Kjöl.
Auðvitað á ríkið að gera vegarbætur á Kjalvegi ef einhver gerir það. Einkaframkvæmd á aðeins við ef okkur vantar fjármagn til að fjármagna verkefnið. Það á varla við eins og staða ríkissjóðs er nú. Víða er verið að fresta þjóðfélagslega arðbærum framkvæmdum til að draga úr þenslu (tvöföldun vega á Selfoss og í Borgarnes). Einkaframkvæmdir eru líka þensluaukandi.
Reyndar virðist vera hægt að greina tvenns konar tón í andstöðu við hraðbraut fyrir futningabíla yfir Kjöl, annars vegar er andstaða við láglendisvæðingu og hins vegar óbeit á tilhugsuninni um að þetta sé gert í einkaframkvæmd með gjaldtöku.
Margt er hægt að telja til fleira sem mælir á móti hraðbraut fltuningabíla yfir Kjöl, það verður að bíða betri tíma.
Snorri Ingimarsson
25.11.2007 at 18:11 #604266Þessi hugmynd um Norðurveg um Kjöl er náttúrulega svo mikil breyting á meginmyndinni um samgöngur á Íslandi, að hún þarf að fá miklu meiri og skipulagða umræðu meðal þjóðarinnar en sem eitthvert argaþras á spjallþráðum. Ég er samt alveg á því að hún er nægilega geggjuð til að fara í gegn um Alþingi í þeirri mynd sem forystufólk Norðurvegar ehf. hefur lagt upp. Ég er nú svo óklár á nöfn, að ég veit ekki hvort einhverjir Eyfirðingar hafa lagt eitthvað til málanna á þessum þræði, en þeir Akureyringar sem ég hef heyrt tala um þetta mál á öðrum vettvangi en spjallþráðum 4×4 – þetta er ekki í fyrsta skipti sem til verður þráður um þetta mál – telja skipta mestu máli að komast sem beinasta línu milli Reykjavíkur og Akureyrar og sumir hafa meira að segja talið það rök í málinu að þurfa ekki að keyra um Húnavatnssýslurnar, sem er víst sérstök áþján ef maður er Akureyringur. Per se er alveg ótækt að þurfa að hlíta því að vegurinn verði í einkaframkvæmd og því þannig lagað séð í einkaeign og samhliða verði lokað fyrir að maður komist um þetta svæði nema með því að borga sig inn á slíkan veg. Svo held ég það væri allt í lagi fyrir þá sem hugsa sér slíkan veg sem heilsársveg, eins og mér skilst að hugmyndin sé, að fá Veðurstofuna til að gera yfirlit um veðurfar mánuðina nóvember til apríl frá 1965, þegar athuganir hefjast á Hveravöllum. – Ósköp er ég hræddur um að það yrði ansi oft að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða fólk í vandræðum þegar veður versna og þarf engin aftök til í sjálfu sér. Ég þykist þokkalega kunnugur þessu svæði og veðurham, sem þarna getur skollið á fyrirvaralaust, þótt þokkalegt veður sé í byggð bæði fyrir sunnan og norðan. Það er ekki einu sinni víst að alltaf væri hægt fyrir björgunarsveitir að koma til aðstoðar í sumum tilfellum.
26.11.2007 at 00:57 #604268Talandi um breytingar í veðri.
Þá komum við í dag keyrandi "skessubásaveg"/ línuveginn frá Haukadalsheið yfir í Kaldadal. Keyrðum við allan tímann í þreifandi byl og hvínandi roki. Þegar við komum á Kaldadalsafleggjarann þá var varla stætt úti (vel yfir 30m/sek myndi ég telja) og sem fyrr blindbylur og vorum við með neyðarstopp til að gera það allra nauðsynlegasta sem að þurfti til að geta haldið áfram s.s. að berja ísingu af klafaruslinu því að öðruvísi var erfitt að stýra bílnum og var þetta allt gaddfreðið. Síðan var ekið áfram í 3-5 km og þá kominn inn á "nýja veginn" sem að er líklega þessi Tröllahálsavegur þá var eins og keyrt væri í gegnum vegg og við tók logn og blíða. Menn gátu bara verið á peysunum við að pumpa í dekkin. Þegar ég leit svo undir framendann á klafabílnum þá var eins og skrúfað hefði verið frá sturtu svo hröð var bráðnunin. Segir þetta okkur hversu skörp skilin eru þarna.
Það skal tekið fram að við vorum á vel útbúnum jeppum með allt sem þarf í vetrarferðir til fjalla og öll helstu fjarskipti sem völ er á.
Ég fullyrði það að ef að einhver yaris gella á pinnahælunum (ekki veitir af í hálkunni, rokinu og blindbylnum) hefði komið að sunnan á leið inn Kaldadal og keyrt inn í þennan vegg, þetta veðravíti þá hefði hún orðið úti á skömmum tíma.
Þessar snörpu veðrabreytingar eru alveg sambærilegar við það sem að gerist á Kjalvegi. Þetta er svona týpískt vetrarveður.
Það að fara að byggja uppbyggða hraðbraut fyrir risa smá bíla eins og yaris eftir endirlöngu hálendinu nota bene á milli tveggja jökla sem að virka eins og vindtrekt er algjört glapræði.
Mér finnst að þessir áhugasömu framkvændaraðilar ættu að velja sér svona týpískt vetrarveður og keyra Kjalveg á risa smábíl. Eini búnaðurinn sem að þeir mættu hafa væri sparifötin og spariskórnir, hugsanlega úlpu eða frakka og val um að vera á nelgdu eða ónelgdum hjólbörðum… þið vitið svifryksmengunin.
Vera útbúnir svona eins og meðaljóninn í 101 rvk. sem ákveður að skella sér á Akureyri.
Ég býð mig svo fram sem starfskraft til að rukka vegatollinn af þeim áður en þeir fara inn á Kjalveg því að þeir koma ekki til með að skila sér á leiðarenda enda er mér er alveg sama um það en peninginn verð ég að fá.
Kv. Stefanía.
26.11.2007 at 07:59 #604270Flott, Stefanía. Segir allt sem segja þarf. Amen.
26.11.2007 at 10:57 #604272Ég hef verið að fygjast með veðurspánum það sem af er vetri með það að leiðarljósi hvora leiðina maður færi norður, ef þessi vegur væri til staðar.
Og þær eru ekki ornar margar helgarnar þennan veturinn sem ég myndi leggja fjölskylduna í hálendistúr á fólksbíl til að "spara" 15 mínútur (sem sennilega sparast alls ekkert flesta daga vetrarins vegna lélegri akstursskilyrða).Á móti þá er ég ekki dæmigerður íslendingur. Ég nefnilega þekki munin á lálendisveðri og hálendisveðri
kv
Rúnar.
26.11.2007 at 11:12 #604274Já, ég kíkti á GPS trackið mitt frá þessu umrædda atviki hennar Stefaníu og það munar innan við 100 metrum á hæð á þessum tveimur stöðum og innan við 10km á milli þeirra.
26.11.2007 at 11:19 #604276Að byggja upp hálendisveg er ekki sniðugt. Með því fara bílar gjörsamlega vanbúnir til vetraraksturs og lenda í vandræðum þar semm þeir áttuðu sig ekki á því aða það er allt annað veður þarna uppi en í miðborg Reykjavík. Þetta mun auka slysa hættu og mun meira yrði að gera fyrir björgunarsveitir. Þessir vegir eiga að ekki að vera opnir fyrir öllum nema vel útbúnum bílum.
30.11.2007 at 11:08 #604278[url=http://www.vedur.is/um-vi/frettir/2007/nr/932:2s15zuz7]Hér er skýrsla[/url:2s15zuz7] þar sem greint er frá veðurathugunum á umræddu vegarstæði.
-Einar
30.11.2007 at 13:36 #604280Hvernig ætli "Yaris gellu á pinnahælum" eins og Stefanía orðar það svo skemmtilega, hefði reitt af á ferð þessa leið eins og veðrið hefur verið síðan um miðjan dag í gær, og verður fyrirsjáanlega fram yfir helgi?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.