Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Norðurvegur
This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Elín Björg Ragnarsdóttir 17 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.07.2007 at 14:37 #200496
http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/3879/
Rakst á þennan þráð þegar ég var að snuðra í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins.
Þykist vita að ekki séu allar meðal vor sammála því sem þarna kemur fram, en hvað um það. Allir hafa rétt til skoðana sinna.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.07.2007 at 16:24 #593168
Það má hrósa þessum pistli fyrir að draga bæði fram jákvæðar og neikvæðar hliðar málsins. Það eru hins vegar nokkur atriði þarna sem standast ekki fullkomlega.
‘. leiðin milli Selfoss og Akureyrar mun styttast um 140 kílómetra. Vegalengd milli stórs hluta Norður- og Norðausturlands og Reykjavíkur mun styttast um tugi kílómetra.’
Skondið að sjá þessa áherslu á vegalengdina milli Selfoss og Akureyri dregna svona sérstaklega fram eins og hún skipti höfuð máli í samgöngum landsins og svo látið nægja að segja ‘tugi kílómetra’ um vegalengdir frá Akureyri.‘Umferðaröryggi mun aukast, slysum og óhöppun fækka….’ Þessa fullyrðingu stórefa ég. Það er þó að vísu möguleiki að þar sem menn aka hægar í hálku, skafbyl og við slæmar veðuraðstæður almennt, þá muni slysum vegna hraðaksturs hugsanlega fækka. Hins vegar spurning hvort annars konar slys komi í staðin.
‘. ferðaþjónusta á Suðurlandi og Norðurlandi og á hálendinu getur styrkst.’ Hugsanlegt að hún styrkist á Suðurlandi og hugsanlega á Norðurlandi en tæplega á hálendinu. Nema menn telji það vera styrkingu á ferðaþjónustu á hálendinu að fleiri fari um svæðið. Samkvæmt því stendur ferðaþjónusta á Holtavörðuheiði á gríðarlega traustum fótum. Hamborgarasala á Hveravöllum gæti líka átt góða framtíð fyrir sér. Það er hins vegar ekki styrking á ferðaþjónustu að grundvellinum fyrir núverandi ferðaþjónustu sé slátrað á einu bretti.
‘Norðurvegur ehf. hefur lýst yfir því að umhverfisvernd verði höfð að leiðarljósi við framkvæmdina.’ Þetta er nú bara hrein og klár mótsögn, annað hvort er umhverfið verndað eða það er lagt undir mannvirki. Það er kannski hægt að ganga snyrtilega frá í kringum mannvirkin en það er ekki umhverfisvernd í sjálfu sér.
Þetta er umræða sem þarf að fara fram.
Kv – Skúli
05.07.2007 at 21:04 #593170ein þeirra spurninga sem ég spyr mig t.d. ítrekað er: "Ef verkið er svona stórkostlega ábatavænt, af hverju gerir ríkið þetta þá ekki á sinn kostnað?"
Er eðlilegt að einfaldlega gefa einhverjum vinum ríkisvaldsins bara heila þjóðleið sér til halds og trausts??Mér finnst frekleg fíla af þessu. Er að sjálfsögðu á móti framkvæmdinni allri. Ef þetta er svona stórkostleg samgöngu bót og svona mikil pressa á bættar samgöngur milli SELFOSS og Akureyrar er þá ekki betra að leggja bara meira í núverandi veg (eins og reyndar er verið að gera, er þegar verið að dæla stórum fjárhæðum í slitlag).
En er í alvöru svona mikil þörf á því að bæta samgöngur milli Selfoss og Akureyrar??Er ekki meira mál að tvöfalda Suðurlandsveginn?
Þetta er einfaldlega sett fram á villandi máta með markaðslögmálið í huga. Flestir munu upplifa þetta sem 140 km. styttingu frá Rvk til Ak. og það eru náttúrulega nánast blekkingar.
Eins og t.d. Ómar Ragnarsson hefur bent á er með tiltölulega litlu raski hægt að stytta núverandi veg norður um nánast sömu vegalengd og þessi framkvæmd myndi gera. Nánast sama stytting án þessa stórkostlega rasks á hálendinu og án þess að GEFA eitt stykki þjóðleið til Bónus og KEA.
Væri það ekki vænni kostur?
05.07.2007 at 22:10 #593172Lítum á björtu hliðarnar. Að sjálfsögðu yrði gamli vegurinn fyrir þá sem hann kysu frekar, því ekki er hægt að neyða fólk til að þyggja einhverja einkaframkvæmd, frekar en t.d. Hvalfjarðargöng.
Og hvað ?, Almenningur ætti kost á að komast til fjalla allt árið um kring, án þess að eiga stóra og rándýra jeppa.
Ég sé fyrir mér að við Langjökul yrði vetrar – og snjósleða miðstöð, svipað og Hrauneyjar. Og engann hef ég heyrt bölva því. Einnig yrði kannski grundvöllur fyrir heilsársþjónustu með sundlaug og hóteli á Hveravöllum, ekki yrði það slæmt. Og hvað með allt skíðadótið uppá einn milljarð, sem nú ryðgar af notkunarleysi í Bláfjöllum ?, væri ekki tilvalið að flytja það í Kerlingarfjöll, og hefja þau til fyrri frægðar, sem skíðaparadís Íslands ?.
Að sjálfsögðu yrðu viðkomandi fyrirtæki að ráða því hvort þau nýttu sér tækifærið og gerðu góðan veg að þessum stöðum.
Þetta myndi gefa fleirum aðgang að hálendinu, og gerði allar ferðir "alvöru" jeppamanna mikið ódýrari og auðveldari.
Þeir sem hafa talað um að fjallafriðnum sé ógnað með umferð hávaðasamra trukka, ættu að velta fyrir sér hávaðanum í hundruðum jeppa og vélsleða. Þeir sem tala um sjónmengun af veginum, hvar voruð þið þegar möstrin voru lögð um hálendið þvers og kruss ?. Eða eru kannski virkjunarvegirnir sem jeppamenn nota til ferðalaga um hálendið í lagi, en ekki vegir, sem allir gætu notað ?.
Með hálendisvegi yrðu fleiri slóðar aðgengilegir, og ferðalög um hálendið auðveldari.
Ég held að ef góður heilsársvegur um Kjöl, myndi auka mjög möguleika á ferðalögum um hálendið, jafnt að vetri sem sumri. Mér hefur ekki sýnst að menn eigi í miklum vandræðum með að aka "heilsársveginn" uppað Vatnsfellsvirkjun, til að komast inná hálendið að leika sér.
Eins hef ég ekki heyrt neinn kvarta undan veginum uppá Mýrdalsjökul hjá Sólheimakoti, eða öllum virkjanavegunum fyrir austan.
Mér bara datt í hug að velta þessu upp.
Börkur H.
05.07.2007 at 23:00 #593174Það verður æðislegt að fá alla þessa trukkaumferð í gegnum Gullfoss og Geysi. Virkileg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Ég get bara ekki beðið.
06.07.2007 at 04:17 #593176Það er alveg ljóst að til þess að norðurvegur verði að veruleika þarf fyrir það fyrsta að byggja upp veg sem ber þungaflutninga frá Reykjavík og að fyrirhuguðum norðurvegi. Það hefur enginn lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að greiða fyrir þann veg. Einnig held ég að það geti orðið erfitt að komast að samkomulagi um þennan Norðurveg og jafnvel ómögulegt að af honum verði nema með samningi við landeigendur. Yfirleitt er það þannig að land fyrir vegsvæði er tekið eignarnámi og til að það sé heimilt þarf veglagningin að uppfylla ákveðin skilyrði samkv. 72.gr stjórnarskrár ella getur ekki til þess komið. Þessi skilyrði eru lagaheimild, almennir hagsmunir og að fullt verð komi fyrir eign. Nú er einkaaðilum heimilt að komast yfir land til vegagerðar samkv. nýjum vegalögum að gefnum meðmælum vegamálastjóra og samþykki ráðherra. En ef fyrirtæki hefur fengið land undir veg með eignarnámi og tekur gjald fyrir umferð um þann veg þá er sá aðili að hagnast af vegagerð og veghaldi. Er því ljóst að það er ekki mögulegt að fullt verð hafi verið greitt fyrir jörðina, því ef fullt verð er greitt er ómögulegt að hagnast af eigninni. Í nútíma viðskiptaumhverfi eru fáir að gefa fjármuni sína til að þjónusta almenning. Fyrirtæki starfa með því sjónarmiði að ávaxta fjármuni sína og er því alveg sama hvaða verð er greitt fyrir vegsvæðið, veggjald verður ávallt hærra til að svara ávöxtunarkröfu fyrirtækisins. Þess vegna er óvíst að forsendur fyrir eignarnámi séu til staðar. Það er því eins víst að það eigi eftir að vera deilur um þessi mál næstu ár og ólíklegt að norðurvegur verði að veruleika alveg á næstunni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.