This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 12 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Fórum nokkrir félagar Eyjafjarðardeildar á aðalfund Norðurráðs VJÞ sem haldinn var að Skjólbrekku í Mývatnssveit, s.l. laugardag þann 10. febrúar.
Fundurinn var mjög góður og eiga þau sem höfðu framsögu heiður skilið fyrir góð erindi.
Þema fundarins var gjaldtaka í þjóðgarðinum.Hjörleifur Finnson fór í gegnum ársskýrslu Norðurráðs. Hjörleifur greindi vel frá starfsemi ársins.
Greinilegt er að þau Hjörleifur, Helga Árnadóttir og Hanna Kata Hálendisfulltrúi hafa lagt mikla og góða vinnu í ársskýrsluna.Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir greindi frá gjaldtöku í ýmsum þjóðgörðum erlendis og sagði frá sinni upplifun að þeim. Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands hélt erindi um sýn sína á samstarfi VJÞ við ferðaþjónustuna og kom inn á gjaldtöku og með hvaða móti það yrði. Eftir kaffihlé tók Böðvar Pétursson formaður Norðurráðs til máls og ræddi um fjármögnun Þjóðgarða og sagði frá starfi stjórnar VJP. Böðvar fór á kostum og greinilegt er að þarna fer maður sem veldur sínu starfi.
Eftir framsögu Böðvars var opnað á umræður. Tóku nokkrir til máls og yfir höfuð væntu menn góðs samstarfs við þjóðgarðinn.
Við vorum 7 sem mættum frá Eyjafjarðardeild F4x4. Ég og Brynjólfur Eyjólfsson tókum til máls og ítrekuðum við að sátt yrði ekki með þjóðgarðinn nema að Leið Norðan Dyngjufjalla (Vikrafellsleið) og Vonarskarð yrði opnað fyrir vélknúinni umferð.
Okkar maður Björn Pálsson Sr. benti á að gjaldtaka væri í raun tekin í gegnum VSK. Aðrir fundarmenn voru í raun sammála um að það væri ein leiðin sem fær væri en þá væri við stjórnmálamenn að ræða.
Varðandi Norðursvæðið þá er það mitt mat að Vegagerðin, Ferðafélag Akureyrar, Ferðafélag Húsavíkur, F4x4, Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu og VJÞ þurfa að tala betur saman. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi varðandi ferðamennsku og ekki síst í júní. Það kom fram á fundinum í dag að ferðaþjónustuaðilar vilja sjá fram í tímann og geta boðið sínum viðskiptavinum ferðir sem standast í tíma.
Við sem þekkjum hvernig ástand vega er í vorleysingum þurfum að koma sjónarmiðum okkar á framfæri gagnvart ákvarðanatöku um opnanir vega á hálendinu í samráði við alla hagsmunaaðila.
Mér fannst það miður að enginn fulltrúi Vegagerðarinnar væri á fundinum í dag. Það hlýtur að vera kappsmál stofnana eins og Vegarðarinnar að fylgjast með starfsemi VJÞ. Ef við tökum dæmi, þá er brýnt að skoða hegðun Jöklsár á Fjöllum þar sem fljótið er að naga stanslaust upp í Herðubreiðalindir.
Til greina kemur að veita fljótinu í sinn gamla farveg sem er austan við núverandi farveg. Í þessu sambandi þarf að spyrja þeirrar spurningar hvort varðveita eigi Herðubreiðarlindir eða ekki. Þetta mál er einnig mál kjörinna fulltrúa okkar á alþingi.
Bestu kveðjur,
Elli.
A830.
You must be logged in to reply to this topic.