Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Norðlingalægð
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.07.2008 at 00:24 #202720
Ég hef verið að velta fyrir mér örnefninu Norðlingalægð. Eins og flestir vita hét Vatnajökull Klofajökull hér á árum áður,og einhverjar kenningar verið uppi um að jökullinn hafi verið tvískiptur, vermenn og smalar hafi hlaupið landshorna á milli um Klofajökul. Reyndar er örnefnið Norðlingalægð mikið yngra, þótt eflaust hafi þessar sögur verið innblástur fyrir höfund nafnsins.
Og núna kemur spurningin. Hver eða hverjir skýrðu Norðilngalægð og hvenar ?
Góðar stundir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.07.2008 at 00:33 #626506
Hringdu í MHN og spurðu hann.
Hann var skotin niður með sínar gátur svo hmmm gildir ekki eitt yfir alla eða……..
Kveðja Lella
29.07.2008 at 00:36 #626508Farðu bara að plana næstu sumarhátíð 4×4 Lella mín.
Góðar stundir
29.07.2008 at 00:39 #626510Nei þetta er bara búið. Hver ætli taki að sér vinnuna á bak við það að halda svona hátíð og svo mæta örfáar hræður. Bara til háborinnar skammar og ekkert annað.
Kveðja Lella
29.07.2008 at 00:51 #626512Er ekki best að halda þetta bara í Laugardalnum svo Reykjavíkurpakkið geti kannski mögulega eftilvill mætt
29.07.2008 at 01:24 #626514Held að það sé slæm hugmynd. Er ekki lang best að vera laus við þetta Reykjavíkurhyski…… held það enda eins og einn Austfirðingur sagði forðum við erum jú öll útaflandilið bara mislangt síðan við fluttum til Reykjavíkur…….
Kveðja LellaÞessi þráður er orðin gott dæmi um það hvernig þræðið fara að fjalla um eitthvað allt annað en í upphafi. En eins og ég sagði hér að ofan……..
29.07.2008 at 04:15 #626516Vatnajökull.
Vatnajökull tók að myndast fyrir um 2.500 árum en (sjá efri mynd) fyrir 3.000 árum hefur ísaldarjökullinn verið að fullu horfinn. Einhver jökull hefur þó alltaf verið á hæstu fjöllum. Um landnám var hann minnkandi og talsvert minni en hann er í dag. Jökulsporðar hafa víðast verið a.m.k. 15 km lengra inn í landi en nú er og getið er um villifé í suðurhlíðum Esjufjalla. Norðlingalægð hefur þá e.t.v. verið að hluta jökullaus. Á 13. öld tók að kólna og jöklar að vaxa. Hámarki náðu jöklar á Íslandi um aldamótin 1900.
Stærð um 8.300 km2. Meðalþykkt 420 – 450 m. Mesta þykkt um 900 m við upptök Skeiðarárjökuls. Undir jöklinum eru nokkrar virkar megineldstöðvar líklega allar með öskjusig, eitt eða fleiri. Þekktar eru Esjufjöll, Grímsvötn, Kverkfjöll, Þórðarhyrna og Bárðarbunga auk Öræfajökuls
Vatnajökull stendur á tveimur fjallgörðum. Annar afmarkast af eldstöðvunum þremur Bárðarbungu, Kverkfjöllum og Grímsvötnum. Hinn byrjar norðan við Esjufjöll og liggur undir Breiðubungu allt að Goðahrygg. Á milli þessa hryggja undir Norðlingalægð er dalur í 500-800 m hæð y.s. Ef Vatnajökull hyrfi mundi jökull aðeins safnast á hæstu fjöllin og aldrei ná að sameinast í samfelldan jökul miðað við núverandi aðstæður. Norðlingalægð yrði því íslaus og eftir henni mætti leggja sumarveg sem væri að mestu leyti í svipaðri hæð og Sprengisandsleið og Kjalvegur. Þessar aðstæður gætu orðið staðreynd ef veðráttan héldist í nokkrar aldir svipuð og hún er nú eða eins og hún var á árunum 1930-1960.
Tilvitnun hér að ofan er tekin af netinu; úr lokaverkefni í Ferðamálaskóla Íslands, og er líklegur höfundur Jóhann Kristján Kristjánsson.
Svarið við spurningu þinni Hlynur hef ég ekki hugmynd um en ætla að grafa eftir því.
Gaman að þessu,
Kv. Magnús G.
Ps. Það gætu þó verið Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson sbr. "Leyndardómar Vatnajökuls"
29.07.2008 at 07:19 #626518Einhverstaðar held ég að ég hafi lesið það að það hafi nú bara verið vegna þess, að norðlenskir ver menn hafi notað leiðina um norðlingar lægð. Sem í sjálfum sér er nú ekki merkilega skýring. Þó þætti manni það frekar líklegt að einhverjir norðanmenn hefðu lent þarna í einhverjum hremmingum.
En af því að Hlynur minnist á Klofajökul, þá finnst mér sérkennileg að nafnið Vatnajökull hafi orðið ofaná því mig minnir að það sé mun yngra. Sama á auðvita við um fleiri örnefni. En kannski Klofajökuls nafnið verði tekið upp aftur ertir 50 ár þegar jökulinn hefur minkað og orðin svipaður og hann var í dentíd.
29.07.2008 at 10:02 #626520Held að Hjörleifur sé ekki með svarið í Leyndardómum Vatnajökuls, allavega er Norðlingalægð ekki að finna í örnefnaskrá bókarinnar. Myndi halda að Ofsi sé heitur þarna með sína skýringu, eitthvað er þetta allavega tengt Norðlendingum.
Norðlingur er þá semsagt einhver búsettur fyrir norðan og er ég á því að rétt sé að endurvekja þetta ágæta orð. Þá er t.d. hægt að segja: óttarlegur Norðlingur geturðu verið, setur rauðkál undir pylsuna!
Kv – Skúli
29.07.2008 at 10:22 #626522Eftir því sem ég kemst næst þá er talið að Norðlingalægðin hafi fengið nafn um aldamótin 1900 eða jafnvel síðar, hver gaf lægðinni þetta nafn veit ég ekki. Líklega er nafnið þó tengt þessum ferðum vermanna ofl. um hugsanlegt skarð í Klofajökli fyrr á öldum.
Þegar nöfn kennileita eru skoðuð þá má sjá að þau breytast í tímanna rás og eru heimildir um að Öræfajökull hafi t.d. borið nafnið Knappafellsjökull, Jökulsá á Breiðamerkursandi hafi áður heitið Breiðá og Breiðamerkursandur hafi heitið Breiðársandur.
29.07.2008 at 15:21 #626524Breiðá er ekki sama á og Jökulsá á Breiðamerkursandi, hún er vestan megin undir Breiðamerkujökli, kemur úr Breiðárlóni (lónið við akstursleiðina upp á jökul) og rennur til vesturs í Fjallsárlón og heitir Fjallsá þegar hún kemur út úr lóninu. Frekar stutt á, örugglega innan við km, en það er svosem Jökulsáin líka.
Kv – Skúli
29.07.2008 at 21:32 #626526Sumir eru greinilega búnir að googla, án þess að finna svar
Það hlítur einhver að vita þetta, enda Norðlingalægð ekki neitt smá stórt örnefni.
Góðar stundir
30.07.2008 at 23:52 #626528Sæll Hlynur og þið öll. Samkvæmt bókinni Hálendið eftir Guðmund Pál Ólafsson voru það Sigurður Þórarinsson og Jón Eyþórsson sem bjuggu til þetta örnefni á fjórða áratug tuttugustu aldar. (blaðsíða 262). Ég var nýlega að heyra örnefnið Hríshólmi og væri gaman að fá hér svör við því hvar hann er. Með hitabylgjukveðju Olgeir.
31.07.2008 at 20:34 #626530Olgeir er nokkuð heitur, en þetta var leiðangur sem gaf þetta nafn. Sami leiðangur bjó líka til örnefnið Djöflaskarð. Ég er ekki kominn það langt í bókinni sem ég er að lesa til að vita hvot hægt sé að eigna þeim Jóni og Sigurði þessa nafngift, og eins er ég ekki alveg viss um að þeir hafi verið báðir í þessum leiðangri. Þetta skýrist fljótlega.
Hvað Hríshólma varðar, þá ætla ég að giska á hólman sem var í Tungnaá rétt við Tangavað. Sá hólmi hefur verið skógi vaxin, en er nú óðum að eyðast.
31.07.2008 at 22:01 #626532Svona bollaleggingar eru með því alskemmtilegasta sem ég les á vef 4×4, segi nú bara fyrir mig! En varðandi Djöflaskarð og tilurð þess örnefnis (og líklega fleiri slíkra) þá er ein slitnasta og mest handfjatlaða bók í mínum bókahillum rit sænska jarðfræðingsins Hans W:son Ahlmann um Vatnajökulsleiðangur þeirra félaga, hans og og Jóns Eyþórssonar árið 1936. Bókina þýddi sá ágæti stílisti og meistari íslensks máls, Hjörtur Pálsson. Örnefnið Djöflaskarð varð til er þeir urðu að sæta því að verða þar veðurtepptir dögum saman í hinu versta óveðri. Með þeim vísindamönnum voru fjórir aðrir í leiðangrinum, tveir svíar og svo íslendingarnir Sigurður Þórarinsson, þá við nám í vísindagrein sinni, og Jón Jónsson frá Laug, sem var hið mesta karlmenni og maður fær þá mynd af honum eftir lestur bókarinnar, að líkamsburðir hans og þolgæði hafi jafnvel bjargað því að ekki fór illa fyrir ferðalöngunum. En þessi leiðangur mun hafa verið fyrsti alvöru vísindaleiðangur á nútímavísu á jökulinn og í raun upphaf þeirra miklu rannsókna, sem fram hafa farið á honum. Mæli eindregið með því að þeir, sem þess eiga kost, lesi þessa ágætu bók, en hún er trúlega til á flestum alvöru bókasöfnum, og svo náttúrulega hjá stöku sérvitringi og nördum eins og undirrituðum.
31.07.2008 at 22:32 #626534Sæll Hlynur. Gott hjá þér að hafa þetta með Hríshólmann. Sveinn í Lækjsrtúni fór oft yfir á Tangavaðinu í fjallferðum og hann vissi nafnið á hólmanum. Hreinn hjá Hekluskógum spurði mig um þennan hólma um daginn,en ég vissi ekki nafn á honum og spurði Svein. Skógurinn hefur lifað lengst í hólmun umflotnum vatni sem hefur tekið við sandinum svo sem Klofaey. Þarna með Þjórsá heita Árskógar sem bendir til að þar hafi verið skógur einhverntíma.Nú er verið að reyna að koma til skógi víða á Heklusvæðinu. Með Tungnaárkveðju Olgeir.
31.07.2008 at 22:38 #626536Þarna kom svarið. Leiðangur Ahlmann 1936 skýrði Norðlingalægð. Reyndar kemur það fram í annari bók, sem heitir Jöklaveröld að þeir hafi skýrt Norðlingalægð, en ég man ekki hvort það kemur fram í bókinni hans, enda nokkur ár síðan ég lasa hana seinast, en hún er til hjá mér upp í hillu. Jöklaveröld er núna á náttborðinu og ég er kominn í mest spennandi kaflana í henni. Þar eru viðtöl við gamla jökla hunda sem voru í þessum fyrstu leiðangrum og kunna margar sögur, og þekkja til annara leiðangra sem farið hafa á Vatnajökul. Vonandi verður sem mest af þessum sögum skráð, svo sérvitringar og grúskarar geti lesið sér til um þetta efni.
Hlynur
01.08.2008 at 02:42 #626538Er nokkuð átt við Jón frá Laug við Geysi í Biskupstungum?
01.08.2008 at 09:28 #626540Mjög líklega er þetta Jón frá Laug í Biskupstungum. Hann var lengi starfandi lögregluþjónn og var heljarmenni að burðum og ganga af því sögur.Sigurður frá Laug var sá sem fór fyrstur á bíl norður yfir Sprengisand 1933.Þeir ferjuðu bílinn á bát yfir Tungnaá í Haldinu. Það var Sigurður sem hlóð sandpokum í skoru í Pokahryggnum til að gera fært þar upp meðal annars til að sækja hrafntinnu.Þetta var nokkru seinna,en einhverntíma á fjórða áratugnum. Árið 1942 var tengdafaðir minn í Landmannalaugum í eftileit.Þá sáu þeir bíl bera við himinn á öldunni suður af Brennisteinsöldu (1004).Seinna fréttist að þarna var Sigurður frá Laug á ferð ásamt fleirum . Kv. Olgeir
03.08.2008 at 07:52 #626542Hann lengist alltaf listinn af bókum sem ég þarf að kaupa.
Gott mál.
Kv Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.