Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Norðanmenn / Akureyri
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Arnarsson 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.05.2002 at 07:48 #191503
AnonymousSælir félagar þarna hinumegin. Ég er í þessum töluðu orðum á leiðinni til akureyrar, þar sem það verður sýning hjá umboðsaðilum Hyundai á Akureyri (Bílasala Akureyrar). Þar verð ég með bílinn minn til sýnis og reynsluaksturs fyrir þá sem vilja. Ég hvet alla til að láta sjá sig sem hafa áhuga á að skoða bíl, sem er nýr í flóru breyttra jeppa. Þið getið séð bílinn í myndaalbúmi Gressa.
Sjáumst hressir Gretar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.05.2002 at 20:10 #461006
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vertu velkominn til Akureyrar, það verður gaman að sjá bílinn og breytingarnar á honum
12.05.2002 at 21:11 #461008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að detta í bæinn eftir að hafa verið á Akureyri hjá Bílasölu Akureyrar. Það var mjög gaman að sjá hversu vel fólki leist á Terracan. Ég veit með vissu að það seldist allavega einn slíkur og einir 4-5 sem eru mjög heitir. Ég fór aðeins að velta fyrir mér verði þessara bíla, og komst ég að því að þessi stóri jeppi er á Subaru verði. Ég veit með vissu að eftir að ég fékk minn bíl, er hérna kominn bíll sem á eftir að láta sjá sig á fjöllum. Bíllinn er í einu orði sagt FRÁBÆR. En gaman væri að heira í ykkur norðan mönnum sem keyrðu og skoðuðu 38" Terracanin. Gaman væri að fá ykkar álit.
Í áliti hjá norðanmönnum Gretar
12.05.2002 at 23:39 #461010Sæll, Grétar.
Mig langar bara til að þakka þér fyrir komuna hér til Akureyrar og að deila bílnum þínum með okkur.
Kv.
Benedikt
13.05.2002 at 14:33 #461012Sæll Gretar,
Takk fyrir komuna, þessi bíll á eftir að koma fleirum en mér á óvart, þegar þú varst að byrja þessar hugleiðingar með Terracan voru margir sem höfðu á þessu skoðun, gott hjá þer að láta vaða á þennan bíl.
Það þarf jú einhvern til að prófa og vera brautryðjandi.
Bíllinn var ótrúlega góður, fínnt tog, hljóðlátur, massífur, fór vel með ökumann og mikið pláss i bílnum, það er auðvelt að setja undir hann aukatanka.Nú þarf bara breyta fleirum til að fá reynslu og þróun í breytingar.
Gangi þér vel.
mbk.Mundi
13.05.2002 at 20:07 #461014
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Mumundur. Þakka þér fyrir orð þín. Heldur þú að einhverjir eigi eftir að apa þetta eftir mér eða á ég eftir að fá að vera einn um að eiga svona djásn? Það sem ég er að falast eftir er svona ykkar fyrstu kynni af þessum bíl. Ég er kannski svo lítið hlutdrægur, þar sem ég myndi helst ekki vilja viðurkenna að ég sé að eyða í einhverja vitleysu. Eitt er öruggt að þessi jeppi er að skila mér því sem ég vil fá út úr svona bílum. Ég veit fyrir víst að við norðanmenn verðum mikið fyrr til en sunnanmenn að láta sjá okkur á Terracan, ég held að þeir hérna fyrir sunnan séu of uppteknir af að spá í hvað hinum finnst. Ég fann ekki fyrir þessari leiðindar Toyotu eða Datsun politík sem er svo rík hér á höfuðborgarsvæðinu. En gaman væri það nú að einhver af okkur norðanmönnum skellti sér á einn slíkan sem býr þarna handan hæða. Er einhver sem þorir????
Í miklum ham Gretar!
13.05.2002 at 21:36 #461016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Gressi
Ef ég vissi ekki betur myndi ég giska á að þú værir sölumaður hjá B&L, svo gríðalegur er áhuginn að aðrir fái sér Terracan. En ég verð nú að viðurkenna að bíllinn þinn er óneytanlega glæsilegur og mér finnst gaman að heyra að hann skuli standa sig svona vel.
Kv.Elvar
13.05.2002 at 22:26 #461018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Elvar!
Þú veist betur. En það má með sanni segja að fréttir verða að vera neikvæðar. Mér finnst jákvæðar fréttir álíka mikilvægar og þær neikvæðu. T.d. að þegar þessir menn skemmdu landið. Ég hinsvegar er að miðla því sem hefur veitt mér mikla ánægju, en er alls ekki að selja fyrir B&L. Það geta þeir sjálfir séð um. Það er þannig farið með okkur að við gjarnan miðlum okkar reynslu til að aðrir geti notið góðs af.
Gretar miðlari.
13.05.2002 at 22:53 #461020Sæll Gressi.
Það fer miklum sögum af því að bíllinn hjá þér drífi ekkert í snjó. Bæði hef ég heyrt frá mönnum sem hittu þig á Bláfellshálsi í vetur og eins mönnum sem hittu þig á leið í Skálpanes. Mér skilst að drekkhlaðnir túristabílar hafi keyrt í kringum þig pikkfastan… Meira að segja einn "38 bíll á "31 á einu hjóli……..
Ég trúi þessu varla miðað við gullhamrana sem þú slærð þessum bíl út í eitt. Eru þetta ekki bara skröksögur frá þessum ljótu köllum á Toy og Pjatt?
Hurrican kveðjur,
BÞV
14.05.2002 at 00:02 #461022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Björn Þorri. Þetta er satt með bláfellshálsin, en ekki kannast ég við meir en það. Ég þekki engan sem er í svona ferðum, að þeir festi sig ekki endrum og eins. Þar held ég að leikni ökumanna komi til sögunnar. Þetta er fyrsti 38" bíllinn sem ég ek um á, og er eitthvað að keyra um í snjó. Þannig að þetta spilar allt eitthvað saman. Ekki veit ég hvort að upprunaleg hlutföll geti haft einhver áhrif, en ég held að bílstjórann vanti aðeins meiri æfingu. Eitt er víst að ég fæ mér ekki LC90, eftir að vera búinn að kynnast þessum. Í fyrra var ég á LC90 bíl, sem mér fannst alveg geggjaður, en mér finnst þessi bara GEGGJAÐARI.
Í æfingu Gretar
14.05.2002 at 03:01 #461024Sæll BÞV ég verð bara að segja að þar sem ég fór með Grétari áleiðis upp á skjaldbreið í krapadrullu og við vorum nú komnir í þónokkuð erfitt færi svona að mínu mati (minn meikaði ekki færið og var dreginn til baka) en þá fannst mér nú hyundainn virka bara þónokkuð vel og man ekki eftir neinni festu hjá honum þótt hann hafi stoppað eitthvað smá en honum tókst nú að bakka útúr því (að mig minnir hafði reyndar áhyggjur af súkkunni eftir að óhljóðin byrjuðu) en þetta er svona mitt álit ég held að við eigum eftir að sjá fleiri svona bíla á götunni.
Kv:Davíð R-2856
14.05.2002 at 10:27 #461026
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt Gressi, ef einhver festir sig aldrei er það vegna þess að hann reynir aldrei neitt, þannig að ein festa á Bláfellsháls segir ekkert um tækið.
Ég er svolítið forvitinn varðandi þann búnað sem þú fékkst í hann með breytingunni. Var hægt að fá læsingar og lægri hlutföll? Er hann að koma út nógu lágt gíraður á 38"?
Væri gaman á fá smá útlistun á breytingunni og hvað pakkinn kostar.
Kveðja – Skúli
14.05.2002 at 13:41 #461028
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður BÞV
Ég held nú að Toyoturnar séu löngu búnar að sanna sig, en það má alltaf reyna eitthvað nýtt. Hvað segir þú um það.
14.05.2002 at 14:48 #461030Sæll Gressi.
Það má ekki misskilja skrif mín. Þú ert bara svo á innsoginu af ánægju að það er ekki annað en hægt að taka eftir því. Ég hef áður lýst því á spjallinu að mér finnst ekkert annað en gott mál að fá nýja bíla í flóruna og fagna því enn og aftur. Hins vegar skil ég ekki alveg hvað það er sem gerir þennan bíl svo frábæran, að maður fær það helst á tilfinninguna að þú hafir verið að finna upp hjólið.
Ef drifhlutföllin í bílnum hafa enn ekki verið lækkuð, þá skil ég þessa ofurhamingju ennþá síður. Við erum oft búnir að fara í gegnum þá umræðu að lækkuð hlutföll séu hreinn óþarfi. Því héldu m.a. Isuzu og Patrol eigendur fram meðan ekki fengst hlutföll í þá bíla. Allir fengu sér samt hlutföll um leið og þau fóru að fást. Þarna komum við enn og aftur að því að fyrir þá sem gera ekki miklar kröfur til drifgetu er hugsanlega nóg að vera á hlutfallalausum bíl, sérstaklega ef menn hafa gaman af að skipta um kúplingar… Vilji maður hins vegar drífa í erfiðu og krefjandi færi, þá verður það ekki gert án þess að drifhlutföll séu lækkuð til samræmis við aukna dekkjastærð(með milligír eða hlutföllum).
Þú talar um að Toyotu og Datsun menn hér fyrir sunnan séu ánægðir með bílana sína. Það er alveg rétt. Eini Terracan eigandinn hér fyrir sunnan er ekki ánægður með bílinn sinn, hann er YFIRÁNÆGÐUR… ",
Aðeins í lokin af því að þú gafst upp boltann. Hvað er það sem þú færð meira í svona Huyndai en LC 90? Það væri gaman að heyra, af því að ég veit að þú áttir LC 90 áður og ókst honum til sigurs í torfærukeppni (þannig að þú ert nú ekki alveg óreyndur sem ökumaður).
Vona annars að áfram gangi vel með bílinn þinn.
Ferðakveðja,
BÞV
14.05.2002 at 18:53 #461032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir drengir.
Það er rétt að ég er ofur ænægður með bílinn, enda er bíllinn góður. Þetta er eflaust rétt með hlutföllin. Bíllinn eins og hann er í dag er of hátt gíraður (Hlutföll 4:22). En þar er breyting á. Bíllinn er núna inni í fjallasport þar sem verið er að lækka hlutföllin í 4:88 kannski ég bara springi af ánægju. Ég þekki ekki þetta hvað er betra hátt eða lágt hlutfall, en mér reyndari menn segja að lækkuð hlutföll fari betur með bílinn, og að drifgetan verði meiri. Bíllinn sem ég er með er með 2.9 vél þar sem hlutföllin eru 4:22. Það er líka til samskonar bíll með 2,5 vél þar sem hlutföllin eru 4:88 þau hlutföll er verið að setja í bílinn hjá mér.
Svo þetta með að vera reyndur eða óreyndur ökumaður held ég að ekki sé hægt að bera saman akstur í möl og grjóti á móti snjó, þar held ég að séu önnur gildi.
Þú spyrð einnig hvað ég er að fá meira út úr þessum en LC90.
Það er einfalt svar, bíllin er einstaklega hljóðlátur og fer betur með mig en LC90( það er eflaust persónubundið).
Mér finnst hann kraftmeiri og togi betur, það eru orð fleiri en bara mín. Þorri hefur þú prófað Terracanin ?
Skúli hvað breytinguna varðar, þá er bílnum lyft 100 á boddýi og 40 á hjólum, klippt og skorið. Það var hinsvegar ekki færð hásing, né klippt inn í hvalbak.
Þessi breyting er á um 1,200,000,-
Hinn ánægðasti Gretar
14.05.2002 at 19:30 #461034Langar til að spyrja þig Gressi, hvort LC90 bílinn sem þú áttir í fyrra hafi verið á 38" hjólum?
14.05.2002 at 19:45 #461036
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei bíllinn sem ég var með var á 35"
Gretar
14.05.2002 at 19:59 #461038Takk fyrir.
MogM.
14.05.2002 at 23:24 #461040Sæll Gressi.
Ég er klár á því að þú átt eftir að finna mikinn mun í þungu færi á lægri hlutföllum.
Aðeins af því að við erum að bera saman "38 breytingu, þá er rétt að hafa í huga að 12,5 cm. hásingafærslan sem er standard inni í "38 breytingu á LC 90 gerir bílinn að því sem hann er hvað fjöðrun varðar. Þetta hef ég prófað sjálfur, en að mínu mati er "38 LC 90 á kringlóttum hjólum skemmtilegri í akstri en óbreyttur bíll og þar breytir fjöðrunin mestu. Ég hef ekki enn mætt ofjarli mínum í yfirferð í ósléttu færi, en þar koma yfirburðir fjöðrunarinnar best í ljós. "35 bíllinn þinn hefur væntanlega ekki verið með hásingafærslu, eða hvað?
Nú þetta með hávaða í LC 90 kannast ég heldur ekki við. Ég er svo sem ekki með neina súperheyrn, en ég sleppi alveg heyrnahlífum og næ meira að segja stundum að halda uppi samræðum…
Nei, ég hef ekki prófað Terracaninn (enda myndir þú væntanlega vita það, handhafi eina eintaksins 😉 Mig dauðlangar að upplifa þennan unað… En… hefur þú prófað "38 LC 90???
Ferðakveðja,
BÞV
15.05.2002 at 00:39 #461042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll þorri.
Ég verð eiginlega að biðja hann Benedikt (38" LC90 eigandi), hann skoðaðai Terracaninn vel og vandlega fyrir norðan um helgina. En hvað sem öðru líður, þá var alltaf meiningin að fá sér LC90 á 38" og þeir voru nokkrir sem voru prófaðir.
En ástæðan fyrir þvá að ég valdi mér þennan eru vegna þessara ástæðna sem ég taldi hér að ofan. Eitt hefur þó LC90 bíllinn framyfir, það er að hann er um 200kg léttari an Terracanin. Einnig skilst mér að dekk skipti miklu máli í snjó, en það er hlutur sem ég á eftir að finna út fyrir mig og hvaða dekk eru best. Mér skilst að það sé alveg ægileg pólitík í kringum þessi dekk, þar sem nánast eingin hefur sömu skoðun.
Þið getið aflaust kæft mig í spurningum, þar sem 10 menn kæmu með 10 mismunandi svör, en aðalatriði þessarar umræðu er sú að ég er að hrósa bíl sem ekki einu sinni ég hafði trú á fyrr enn á reyndi. Bílmerkið Hyundai hefur kannski ekki verið í áliti haft undanfarin ár, en ég verð að segja að þessi bíll hefur konmið mörgum á óvart, reyndar öllum þeim sem prófað hafa þennan bíl eru mjög ánægðir með útkomuna, sem er ennþá í fæðingu. Björn þér er velkomið að slá á þráðinn til mín, og ég búð þér í reynsluakstur, eingin spurning.
Ég bíð við símann Gretar
15.05.2002 at 04:06 #461044Sælir strákar.
Á nú að blanda mér í þetta hahahaa…
Bíllinn er bara mjög fínn og ekkert nema gott um hann að segja.
Ég prufaði tækið og var þetta bara á malbiki sem ekið var á þannnig að lítið reyndi á fjöðrun og aðra hluti þannig að dómur er ekki fallinn.
Afl, þetta er mjög viðkvæmt fyrir ýmsum sýnist mér þannig að ég mæli með að þið bara prufið bílinn sjálfir. Ég veit að Grétar er ekkert á móti því að lofa ykkur að grípa í. Ef ég miða við mína dollu (LC90 VX árg. 2002) þá finnst mér aflið í LC90 mun betra sem þýðir samt ekki að Terracaninn sé afllaus. Hann vinnur allveg ágætlega og mér finnst hann vera á sviðuðu róli og eldri LC90, þó ekki sama tork á milli 1000 og 1800rpm þar er eldri aflmeiri en Terracaninn sá síðarnefndi er hins vegar skemmtilegri þar fyrir ofan þ.e 1800+. Gamli LC90 er leiðinlegur þegar er komið upp fyrir 2000rpm, það er bara ekkert flóknara en það (miðað við nýja LC90). Nýr jeppi í þesum stærðarflokk fyrir ca 4.5m 38" full breyttur ef við miðum við það þá var ég bara nokkuð hrifin af þessum bíl. Minn kostaði 6.7m til dæmis og jú er sannarlega þess virði líka.
Þegar búið er að skipta um gorma lækka hlutföllin setja 3" púst og tölvukubb þá verður Terracaninn mjög skemtilegur bíll það er engin spurning, eina spurningin og sú stóra í mínum huga kanski hvernig endist þessi bill. Það verður bara að koma í ljós. Það er ekkert sem segir mér að þessi bíll sé slæmur, alla vegana ekkert sem ekki má laga. Gleymum ekki að LC90 er búinn að vera í nokkur ár hér í snjónum og hvernig er honum breytt í dag miðað við fyrsta bíl. Grétar er hér með fyrsta bílinn af þessari tegund og eðlilegt þykir mér þó eitthvað eigi eftir að þurfa að laga til í honum bara eins og með LC90 og alla hina.
Ef ég færi í bílakaup í dag og peningar væru ekki málið færi ég í LC90, ástæða:1.Mikil og góð reynsla ( ég er svo mikið chiken að prufa eitthvað nýtt)
2.Engin af þessum nýju jeppum sem ég hef prufað ( Patrol, Hyndai, Daewoo, Isusu) hefur sama afl.
3.Ef ég þyrfti að gera upp á mill Patrol, Hyndai, Isusu og Daewoo myndi ég velja Hyndai.
Kveðja
Benedikt
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.