This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.09.2003 at 17:19 #192897
Nokkrar myndir hafa verið settar inn á heimasíðu Norðlendinga. Þar eru myndir frá Vatnajökli en farin var ferð sem hepnaðist virkilega vel hvað varðar veður og færð
þann 12-14 Sept eða sömu helgi og norðan klúbburinn frestaði sömu ferð vegna veðurs…KELLINGAR!Fleiri myndir koma í kvöld vonandi af sprungu ævintýri og fl. En það var mjög títt að það heyrðist í talstöðinni: „Stákar getið þið aðeins hjálpað mér!“ og alltaf var það sami aðilinn sem var alltaf að koma sér í vandræði og hver haldið þið nú að það hafi verið? …hann er á hvítum hilux… Ég sagði aldrei að fyrsti stafurinn væir Lúther.
Kv.
Benni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2003 at 23:49 #476778
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Benni minn.
Ég er einn af þeim sem les nokkuð af því sem hér er skrifað á síðuna, oft hefur mig langað að leggja orð í belg sérstaklega þegar menn ganga of langt í skrifum sínum, en mér hefur hingað til hugnast betur að vera sérfræðingur með sjálfum mér, því þar er jú minnst gagnrýnin.
Ég get nú ekki annað nú en brotið odd af oflæti mínu og svarað fyrir þessi síðustu orð þín.
Það eru nokkur atriði sem ég vil benda þér á, í fyrsta lagi þá var ferðin sem við "kellllingarnar"(með fjórum ellum)svo kallaðar skipulögðum ekki á þær slóðir sem þú fórst, okkar ferð var áætluð upp Köldukvíslarjökull. Þú ættir kannski sem "alvanur" fjallamaður að vita að það kemur fyrir að það er ekki eins gott veður á þeim slóðum sérstaklega þegar vindur blæs úr suðvestri.
Annað atriði sem einnig skiptir máli, það er það að það er mikill munur á að bera ábyrgð á 23 bíla klúbbferð eða 6 bíla "fjölskylduferð" ekki síst á þær slóðir sem fyrirhugað var að fara á og miðað við fyrirliggjandi veðurspá. Mér léki forvitni á að vita hvernær þú hefðir verið kominn heim með 23 bíla hópinn hefðir þú tekið hann allan með þér, þú náðir í hádegismat á mánudaginn er það ekki? Var þetta ekki frábær ferð í góðu veðri.Nei Benni minn, við í ferðanefnd komum til með að halda áfram að skipuleggja ferðir á vegum klúbbsins þrátt fyrir þessi skilaboð, við setjum okkur að leiðarljósi að skipuleggja vandaðar ferðir sem skila okkur ánægju og í leiðinn öflugri félagsskap.
Ferðakveðja
Tómas Ingi
Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar.
23.09.2003 at 00:06 #476780Hvert er veffang þessarra norðlendinga?????????
23.09.2003 at 00:26 #47678223.09.2003 at 01:20 #476784Ææææ, þarna hef ég greinilega snert viðkvæma strengi hjá einhverjum.
Fyrir hádegismat, jú, það er nánast rétt hjá þér. Við komum heim um kl.7:30 á mánudagsmorgun og taktu nú eftir, Tómas, það er vegna þess að þegar við vorum löngu komin niður af jökli á leið í Kárahnjúka fór einn af bílunum útaf og var við það að velta. Þarna eyddum við mörgum klukkutímum við að ná honum upp og er það ástæða fyrir því að við komum seint heim. Ég ráðlegg þér eindregið að kynna þér fyrst málin áður en þú mundar byssuna í framtíðinni, Tómas, því svona púðurskot virka ekki.
Einnig þér til fróðleiks.
Bæði Stöð 2 og Ruv töluðu um það í veðurspá á fimmtudagskvöldi, degi fyrir fyrirhugaða ferð að sú lægð sem von var á myndi fara framhjá landinu sem og varð. Einnig mátti sjá á veðurkorti Halo allt um veðrið og leit það bara vel út fyrir þessa helgi og staðreyndin er sú að veðrið var alveg frábært alla helgina á jöklinum. Á laugardag var smá GOLA, ekki rok heldur smá GOLA. Um kveldið snjóaði á okkur og var það alveg hræðileg tilfinning að aka um í nýföllnum snjó. Á sunnudag var mjög bjart og logn, við reyndar þurftum ekki að nota sólgleraugun eins og daginn áður.Færið á jöklinum var eins og best verður á kosið og var alveg frábært.
Ég skil vel, Tómas, viðbrögð þín. Þið voruð búnir að dæma þessa ferð af með löngum fyrirvara eða á þriðjudegi eftir því sem mér er sagt og standa menn á þeirri meiningu að það sé vegna áhugaleysis hjá ferðanefnd. Útskýrðu til dæmis eitt fyrir mér og hinum sem eru búnir að vera að bauna réttilega á ykkur. Af hverju var þessi ferð ekki sett í skoðun aftur eftir 2 eða 3 vikur. Þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir að þarna voru fullt af mönnum sem voru búnir að bíða lengi eftir þessari ferð. Það er líka þannig, Tómas, að þarna er stór hópur eins og þú bendir réttilega á og svei þér að líta á þá sem einhverja ósjálfbjarga aumingja því þarna eru menn sem er margir búnir að vera að ferðast frá því að menn eins og ég voru í jeppaleik í sandkassa og þeim sem ekki hefðu litist á blikuna hefðu bara getað verið heima.
Þetta með veðurspána, datt ég einhvers staðar svona hræðilega að höfuðið á mér er svona illilega skaddað, er íslenska veðurspáin nú orðin svona rosalega rétt að ef spáð er vindi á eiga bara allir að vera heima?
Ég er svo hissa, Tómas, maður með jafn mikla reynslu og þú, þú er einn af okkar bestu jeppaköllum hér fyrir norðan hvar í fjandanum náðir þú þér í öll þessi KVENNHORMÓN? Vinsamlegast skilaðu þeim því þau fara þér ekki vel.
Kveðja
BenniPS.
Skammaðu mig bara á morgun…
23.09.2003 at 10:52 #476786Ég ætla rétt að vona að maðurinn eigi ekki við KVENhormón… En ef svo er þá frábið ég mér svoleiðis samlíkingar. Kvenhormón eru ekki það sama og roluhormón. Sá sem heldur það er illa haldinn af skynvillu (og hefur ekki ferðast með alvöru KVENmönnum!).
Tek það fram að ég er ALLS ekki að taka afstöðu til þess hvort umrædd ferð hafi átt að vera farin eða ekki. Það hefur frekar með skynsemi að gera en kynhormóna..
kveðja
Soffía
23.09.2003 at 11:45 #476788Hehe, sæl Soffía.
Elskan mín, láttu þér ekki detta til hugar að svona stubbur eins og ég myndi voga sér að láta svoleiðis út úr sér fara, þ.e. að kalla alvöru dömu eins og þig kellingu. Það á ekki við þig frekar en aðrar alvöru konur/dömur. Ég er svo heppinn að eiga alvöru jeppakonu nefnilega sjálfur og var það hún sem kallaði ferðanefndina kellingar. Ég fékk þetta bara lánað hjá henni. Annars bara svo það misskiljist ekki þá hefur þessi blessaða nefnd okkar staðið sig vel í gegnum árin og eru þar mjög fínir einstaklingar í henni. Það er bara þannig að þegar menn svara eins og hér að ofan og láta mig líta út eins og einhvern hálvita þá verða menn náttúrlega að svara fyrir sig stundum, ekki satt? Það er ekki líkt mér að skrifa á þessum nótum og þykir mér það miður í sannleika sagt en því var ekki hjá komist í þetta sinn.
Kv.
Benni
23.09.2003 at 13:36 #476790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll aftur Benni.
Það er rétt hjá þér, þú snertir viðkvæma strengi, annars væri ég ekki að svara þér á þessum vetvangi.
Við skipulagningu ferðarinnar voru nokkrir hlutir hafðir til hliðsjónar.
Það þyrfti að hafa snjóað á jökulinn, einmitt til að hylja sprungur samskonar og sjást á myndum frá þér.
Veður varð að vera nokkuð gott. Þessir þættir ásamt fleirum áttu að skila okkur ekki síðri ferð en þeirri sem við fórum í fyrrahaust.Meginástæður frestunar voru og eru enn nákvæmlega þær sömu og komu fram á fundinum fimmtudagskvöldið 11 sept. Veðurspá var ekki nógu trygg, það er rétt að þær voru misvísandi, það var hins vegar okkar mat að treysta ekki á hana, þú bendir sjálfur á það í svari þínu að "íslenska veðurspáin sé nú ekki svo rosalega rétt".Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort þú hafir dottið á hausinn og því síður hvort þú hafir skaddast.
Á umræddum fundi kynntum við ástæður frestunar, ég man ekki til þess að þú hafir haft þig sérlega í frami frekar en aðrir þeir sem þar voru og höfðu umrætt álit á ferðanefnd.
Varðandi nýja tímasetningu þá kom til greina af okkar hálfu að fresta annað hvort í 2 vikur eða eins og raunin var, að bíða til fyrstu helgar eftir oktoberfund. Það er jú opinber ferðahelgi klúbbsins, svokölluð 33" ferð.Ef þú og "þeir sem þér hafa sagt" viljið koma skoðunum ykkar á ferðanefnd á framfæri þá er kjörinn vetvangur almennir félagsfundir, þú getur jafnvel í framhaldi boðið þig fram í ferðanefnd, þetta er jú lýðræðislegur klúbbur.
Svo getið þið jafnframt gert nákvæmlega það sama og þú gerðir sjálfur svo vel, ferðast um fjöllin sjálfur á eigin forsendum, þar er engin ferðanefnd til að skipta sér af þér. Það geta allir sem það vilja ferðast um fjöllin okkur að ósekju, getur kannski verið að þeim hafi "ekki litist á blikuna og verið heima".Benni, það ér rétt hjá þér þó ég segi sjálfur frá, við í ferðanefnd búum að mikilli reynslu, það var á þeirri reynslu sem við byggðum þá ákvörðun um að fresta ferðinni.
Hvernig var annars aðkoman í Grímsvötnum voru ekki uppbúin rúm og heitt á könnunni eins og þeir JÖRFA menn lofuðu.
Byggjum nú upp væntingar fyrir næstu ferð, hún verður farinn í 10-12 oktober, sjá heimasíðu Eyjafjarðardeilar.
Kveðja
Tómas Ingi
Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar.P.s. Soffía, gott að ég var bara með roluhormón ekki rolluhormón.
23.09.2003 at 17:10 #476792Það að hætta við ferð hefur, eins og ég nefndi, lítið með roluskap að gera heldur frekar skynsemi. Og það sem einum þykir vera skynsamt þykir öðrum vera út í hött. Allir geta verið með misjafnar skoðanir á því….
Ég tel mig t.d. ekki vera rolu þótt ég hefði haft takmarkaðan áhuga á að upplifa svona opnar sprungur á jökli eins og sumir voru að "gægjast" ofan í þarna í ferðinni. Myndi frekar bíða eftir meiri snjó. Ég hef fengið minn skammt af "ævintýrum" á þessu ári…
Fjallakveðja
Soffía
23.09.2003 at 19:39 #476794Sæl Soffía.
Þessar sprungur sem sjást á einni myndinni gefur ekki rétta mynd af jöklinum. Þegar farið er upp hjá Snæfelli þá var farið upp of vestarlega þar sem þessar sprungur eru og auðvitað þurftu sumir aðeins að máta þær. Sú leið sem við fórum er hinsvegar talsvert austar og eru engar sprungur þar. Þetta með snjó á jöklinum þá getur það líka verið mjög hættulegt, ef smá snjó hula felur þær. Á þessum árstíma er ekki von á miklum snjó og getur þá verið betra að ekki hafi snjóað því þá eru meiri líkur á að þú sjáir þær og getir þar að leiðandi forðast þær betur. Eins og fram hefur komið fram hjá bæði mér og fleirum sem hafa verið að ferðast á jöklinum þá er hann með besta móti núna. En þetta er alltaf álita mál og misjafnar skoðanir sem menn/konur hafa bara eins og gengur og gerist.
Kv.
Benni
23.09.2003 at 22:06 #476796Heilir og sælir félagar
Það er auðvitað ekki gott mál ef að úr þessu eiga að verða einhver leiðindi, þetta er bara ekki þess virði fyrir okkur öll.
En allir sem hafa tjáð sig hér að ofan hafa vissulega eithvað til síns máls. Þó skal þess gætt að þessar tvær leiðir, sú sem deildin ætlaði að fara og sú ferð sem ég og Benni fórum eru gjörólíkar og alls ekki hægt að bera þær saman.Að fara úr Laugafelli um Vonarskarð og upp Köldukvíslajökul finnst mér ekki mikil áhætta þó það skelli á vonskuveður einfaldlega þar sem enginn snjór er á leiðinni fyrir utan stuttan spöl á jöklinum, ef vonskuveður hefði skollið á hefði það eingöngu haft slæm áhrif á jökli, og ef fararstjórum hefði ekki litist á að halda áfram hefði mátt keyra með hópinn í Jökulheima með litlum útidúr og gert eitthvað gaman í framhaldi af því. (ekki satt?).
Þessu var ekki að sælda í okkari ferð og það að fara að gera eithvað lítið úr Benna að hann næði ekki í Grímsfjall
er ekki rétt, því þar hafði hann skynsemina ofar en einhverja ævintýraþrá.Enn það er heldur enginn lýgi að ferðin var virkilega vel heppnuð og var farinn í góðu veðri.
Ýmislegt hefur nú gengið á á fjöllum til að mynda var aldrei snúið við úr 101 Reykjavík eða Aldamótaferðinni þar var ákveðið að hafa bara gaman af og "skammast á morgun"
Hlýjar kveðjur norður á bóginn kv.Lúther
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.