This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Heil & sæl,
smá raunarsaga úr daglega lífinu.
Ég las hér á f4x4.is einhverntímann að margir jeppamenn skiptu við ákveðna bónstöð í henni Reykjavík. Mér varð hugsað til þess þegar ég ákvað að tími væri kominn á dekurdag fyrir bílinn minn.
Leitaði ég nú uppi heimasíðu bónstöðvarinnar og skoðaðu þar meðal annars lýsingu á þeirri þjónustu sem veitt er. Eftir að hafa rent yfir lýsinguna var ég ekki í vafa, alþrif og teflonbón skyldi það vera á þessum dekurdegi.
Ég mæti með bílinn í morgun eftir að hafa pantað tíma fyrir 2 dögum. Er sagt að hann verði tilbúinn c.a. um hádegi ef allir mæti á réttum tíma.
Ákvað ég því að vera ekkert að stressa mig og næ í bílinn rétt fyrir 14:00. Þegar ég kem inná stöðina, þá eru þar tveir lögreglumenn og virðist öðrum þeirra (þessum sem hélt á blokk og penna) vera nokkuð heitt í hamsi og var að spyrja um skráningu á kennnitölu og eitthvað sem ég náði ekki alveg. Eigandinn (geri fastlega ráð fyrir því að þetta hafi verið eigandinn) er nokkuð þungur á brún og horfið niður á borðið. Lögreglan verður vör við mig og spyr manninn hvort hann vilji ekki afgreiða mig, hann kallar á útlending sem kemur og fer að ræða við lögregluna á meðan ég er afgreiddur. Inni í sal eru nokkrir aðilar sem töluðu hátt og mikið, allir töluðu að mér heyrðist pólsku.
Ég borga manninum, fæ lyklana að bílnum og geng að annarri hlið hússins þar sem bíllinn var. Ég svona lít létt yfir hann og sé að álfelgurnar eru ennþá frekar skítugar þó að hreini hlutinn glansi. Ennþá töluvert af tjörublettum osfrv. Hugsa ég þá með að þetta sé ekkert, ég tek þetta bara betur sjálfur þegar ég kem heim. Ekkert að gera mál úr því.
Eftir að inn í bíl er komið er mér litið á farþegasætið, á því mátti sjá för eftir tjörudrullu eða olíu. Hugsanlega eins og skítugur ryksugubarki hafi verið dreginn þarna um, förin eru á sitthvorri hliðinni á sætinu ásamt því að það er rönd á stokknum á milli sætanna. Þetta var ekki þarna um morguninn. Lít ég aftur í bíl, og sé ég þá eitthvað þarna hjá öryggibeltaklemmunni, teygji mig í það og viti menn. Þarna var hlaup, sennilega eitthvað gamalt eftir börnin.
Sáttur var ég ekki og keyri að bónstöðinni og ætla að kvarta. Sé þá að „mínir menn“ eiga fullt í fangi með lögregluna þannig að ég ákvað á þeirri stundu að láta gott heita og versla bara ekki þarna aftur.
Á leiðinni heim, er mér mjög oft litið á sætið og rákirnar. Er bara ekki sáttur. Ég rúlla bílnum inn í skúr og fer aðeins að skoða og reyni að ná þessum blettum úr sætinu og stokknum.
Niðurstaðan varð þessi:
– felgur ílla þrifnar (get ekki séð að þær hafi verið sýruþvegnar eins og segir í lýsingu)
– ílla ryksugaður (mylsnur mátti sjá í sætum, á milli sætis og stokks osfrv)
– ílla þrifin hurðarföls, bón ekki þurkað af sumum
– vínill í hurðum ekki hreinsaður, né borið á (eins og kemur fram í lýsingu)
– ekki þrifið bakvið varadekk (sérstaklega tekið fram í lýsingu að ef um jeppa sé að ræða sé dekk tekið af, hreinsað og bónað undir því ásamt hlíf)
– Afturhleri ekki einu sinni opnaður til að þrífa (amk er svo að sjá, falsið og hurð eru eins og þau voru í gær. Einnig stuðarinn þar sem hurðinn er yfir honum og til hliðar)
– einn og einn tjörupunktur á bílnumOg til að toppa þetta, þá var límdur límmiði í afturrúðuna hjá mér með nafni þessa fyrirtækis að mér forspurðum!
Nú býð ég bara eftir að Auður Blöndal mæti með myndavélar og segir að ég hafi verið „tekinn“.
Þetta fyrirtæki er komið á listann minn sem heitir „Aldrei að versla þarna aftur“, svona gerist þetta á eyrinni…
kv,
– Bjarni
You must be logged in to reply to this topic.