This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristjón Jónsson 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Var inni í afdal lengst upp í sveit núna fyrir stuttu þar sem 37 „dekk, af öðrum bíl af tveimur í ferðinni missti loft eftir að bíllinn hafði staðið í tvo daga. Ekki var loftdæla í ferðinni en samt þetta fína varadekk með í för en einhverja hluta vegna fannst engin toppur upp á felgurærnar svo varadekkið var frekar gagnslitið. Ég var þó með loftslöngu með mér og vafði upp á slönguendann renning af álpappír og stakk slönguendanum inn í púströr þar sem álpappírinn þétti á milli púströrs og slöngu og setti í gang. Náðist sex punda þrýstingur á þennan hátt og þótti bara nokkuð gott. En þá kom eigandinn á loftlitla bílnum með nokkuð sniðuga hugmynd. Tengja slönguna á milli tveggja dekkja á bílnum en hin dekkin stóðu í ca. 28 pundum. Framkvæmdum þetta og virkaði fínt. Stóðu bæði dekkin í 12 pundum eftirá. Mjög einföld redding sem ég veit ekki til að hafi verið notuð sem þó getur vel verið. En notadrýgst væri þessi aðferð við að fá mikið loft í einu við að koma þrýsting inn í affelgað dekk þegar menn eru ekki með loftkút í bílnum eða kolsýrukút. Af því gefnu að loftdæla væri með í för sem myndi pumpa í það dekk, sem ætti að taka loftið úr, háum þrýsting. Tengja síðan slöngu úr því í affelgaða dekkið. Með þessu fyrirkomulagi næðist mikið loftmagn í einu sem oftast er þörf á þegar verið koma dekki á felgu aftur. Myndi ekki telja að loftgjafardekkið affelgist af sjálfu sér þó allt loft fari úr því við þetta nema kannski ef bíllinn myndi liggja í mjög miklum hliðarhalla.
You must be logged in to reply to this topic.