FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nokkuð sniðugur loftgjafi.

by Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nokkuð sniðugur loftgjafi.

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristjón Jónsson Kristjón Jónsson 16 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.08.2008 at 17:10 #202818
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member

    Var inni í afdal lengst upp í sveit núna fyrir stuttu þar sem 37 „dekk, af öðrum bíl af tveimur í ferðinni missti loft eftir að bíllinn hafði staðið í tvo daga. Ekki var loftdæla í ferðinni en samt þetta fína varadekk með í för en einhverja hluta vegna fannst engin toppur upp á felgurærnar svo varadekkið var frekar gagnslitið. Ég var þó með loftslöngu með mér og vafði upp á slönguendann renning af álpappír og stakk slönguendanum inn í púströr þar sem álpappírinn þétti á milli púströrs og slöngu og setti í gang. Náðist sex punda þrýstingur á þennan hátt og þótti bara nokkuð gott. En þá kom eigandinn á loftlitla bílnum með nokkuð sniðuga hugmynd. Tengja slönguna á milli tveggja dekkja á bílnum en hin dekkin stóðu í ca. 28 pundum. Framkvæmdum þetta og virkaði fínt. Stóðu bæði dekkin í 12 pundum eftirá. Mjög einföld redding sem ég veit ekki til að hafi verið notuð sem þó getur vel verið. En notadrýgst væri þessi aðferð við að fá mikið loft í einu við að koma þrýsting inn í affelgað dekk þegar menn eru ekki með loftkút í bílnum eða kolsýrukút. Af því gefnu að loftdæla væri með í för sem myndi pumpa í það dekk, sem ætti að taka loftið úr, háum þrýsting. Tengja síðan slöngu úr því í affelgaða dekkið. Með þessu fyrirkomulagi næðist mikið loftmagn í einu sem oftast er þörf á þegar verið koma dekki á felgu aftur. Myndi ekki telja að loftgjafardekkið affelgist af sjálfu sér þó allt loft fari úr því við þetta nema kannski ef bíllinn myndi liggja í mjög miklum hliðarhalla.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 23.08.2008 at 19:10 #627948
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Takk fyrir hugmyndina þetta gæti bjargað seinna ef maður gleymir að undirbúa sig.
    kv:Kalli gleymirstundum





    23.08.2008 at 19:56 #627950
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Það er oft að kunna góð og gild húsráð til að redda sér. 😉
    .
    kkv, Úlfr sem reddar sér (og öðrum) *oftast*
    E-1851





    23.08.2008 at 20:06 #627952
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Já það er gott þegar menn getað bjargað sér, oft þarf bara fjörugt ímyndunar afl og slatta af seiglu.

    En þessi saga minnir mig á spurningu sem ég gataði á í meiraprófinu. Spurningin var hvað gerir þú ef þú ert á fjöllum á rútu sem dautt er á , stendur í brekku , er rafmagnslaus , loftlaus og liggur í bremsunum vegna þess.

    Rétta svarið var að maður átti tengja loftslönguna sem fylgir flestum bílum með loftkerfi inná loftkerfið fyrir bremsunar í annan endann og hinn í varadekkið. Þá átti að vera hægt að láta bílinn renna í gang. Hvort þetta er hægt í raunveruleikanum skal ég ósagt látið.

    Stjóni





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.