Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nóg af peningum á landsbyggðinni…
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.05.2003 at 08:39 #192567
Sælir félagar.
Nú er aðalfundurinn afstaðinn og fór vel fram. Stjórn félagsins skilaði ágætum rekstrarafgangi með ráðdeild og skynsemi, þrátt fyrir öflugt starf sem alltaf tekur jú til sín peninga.
Eitt kom mér verulega á óvart, þ.e. að engin landsbyggðadeild skyldi vera með ósk um fjárveitingu til ákveðinna verka eins og verið hefur nánast á hverjum einasta aðalfundi sl. 10 ár. Hvað segja landsbyggðamenn. Eiga þeir nóg af peningum í þau verkefni sem framundan eru eða eru engin slík verkefni í gangi?
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.05.2003 at 09:46 #473120
Já, þetta með peninga – erum við alltaf að betla, ræflarnir og lúserarnir á landsbyggðinni? En hvað um það, deildin hérna heldur sinn aðalfund í kvöld og þar kemur í ljós hvort hún telur sig þurfa að biðja um aura. Hvort menn dreymir um fjárfestingar kemur fram þar. Einhverjar hugmyndir munu vera um að stækka Skiptabakkaskálann og endurbæta innganginn í leiðinni. Þótt skálinn sé afbragðs góður, þá er hann í minnsta lagi, einkum kvelur það okkur að hann rúmi ekki lengur árlegt þorrablót deildarinnar. Stjórn deildarinnar kemur þá væntanlega til með að ráðfæra sig við ykkur syðra ef spenningur er fyrir þeirri hugmynd. Við vonum líka að fleiri en við hérna í Skagafirði höfum gagn og skjól af þessum skála, jafnt að sumri sem vetri.
kv.
ólsarinn
06.05.2003 at 12:36 #473122Sæll ólsari.
Það sem Björn á við er að það á að sækja um fjárveitingar á aðalfundi fyrir þeim verkefnum sem er verið að fara út í. Þ.e.a.s ef menn ætla að framkvæma eitthvað…..
P
06.05.2003 at 13:18 #473124Sæll fóstri!
Var alveg klár á því, gott hjá þér að benda mér á að innlegg mitt gæti misskilist. Ég var eiginlega að smokra því að, að þetta issue gæti komið upp á fundinum hjá okkur í kvöld og því gæti svona erindi komið til meðferðar eftir ár. Er þetta ekki kallað lobby-ismi í útlöndum?
06.05.2003 at 17:18 #473126Við höldum bara veglegri árshátíð fyrir allar krónurnar sem stjórnin gat sett í sparigrísinn í vetur.
Ef við eigum afgang eftir partýið mæli ég með að hann fari í borholusjóð fyrir Setrið…
Hlynur
06.05.2003 at 22:18 #473128Sælir.
Ég verð síðastur manna til að kalla landsbyggðamenn ræfla og lúsera, enda sjálfur dreifari fram í fingurgóma. Ég hef hins vegar áhyggjur af því ef það öfluga uppbyggingarstarf sem deildirnar hafa staðið fyrir, einkum í viðhaldi, endurbótum og viðbótum á skálum, er eitthvað að dvína. Það er einmitt vegna þess sem ólsarinn benti á að það er sameiginlegt hagsmunamál allra ferðamanna um hálendið að gisting sé sem víðast til staðar. Mín skoðun hefur hins vegar almennt séð verið sú að heppilegra sé að hafa fleiri smáa en fáa stóra skála, enda erfitt að kynda stór hús í vetrarhörkum og oftast óþarfi, þar sem sjaldan eru hópar mjög stórir þó vissulega komið það fyrir.
Það verður hins vegar aldrei hægt að byggja svo stórt hús að það sé ekki hægt að stefna þangað svo mörgum á sama tíma að ekki komist allir inn…
Lifi landsbyggðin, hálendið, mölin og þjóðin…
Ferðakveðja,
BÞV
06.05.2003 at 22:28 #473130Er maðurinn í framboði…? :-))
06.05.2003 at 22:58 #473132Nei, var það ekki Stella?
07.05.2003 at 06:50 #473134Maður er náttúrulega alveg sammála þér BÞV með það að skálarnir þurfa ekki endilega að verða einhverjar hallir, síður en svo. Málið er bara eins og þú þekkir betur en ég, að lagaumhverfið hér takmarkar afskaplega mikið möguleikana á því byggja fleiri skála á hálendinu. Merkilegt, og svo getur hæstvirtur forseti Alþingis ákveðið að eyðileggja með vegagerð eina svæðið á hálendinu, sem vonir stóðu til að yrði látið í friði fyrir mannvirkjagerð, þ.e. heiðarnar suður af Húnavatnssýslunum, bara af því að Akureyringum leiðist að aka um svæðið milli Holtavörðuheiðar og Öxnadalsheiðar. Til viðbótar eru allir, sem þekkja til sammála um, að þetta geti aldrei orðið góð vetrarleið vegna þess að veðurhörkur þarna geta verið miklar. Sannarlega væri skynsamlegra að ljúka vegagerð norður yfir Sprengisand ef stytta á leiðina milli þessara tveggja meginpóla, Höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. En það hefur þegar verið rætt um þetta á öðrum þræði hér. En af því ég komst ekki á aðalfund deildarinnar hér í gærkvöldi veit ég ekki hvað var rætt þar. Hitt veit ég fyrir víst, að áhugi er fyrir því að byggja forstofu við Skiptabakkaskála svo maður gangi ekki með snjóinn beint inn í húsið og svo væri án efa gaman að lengja hann til vesturs um sem svarar einni kojulengd! Ég hef hinsvegar meiri efasemdir um að hækka risið á skálanum, eins og sumir hafa stungið upp á, því það myndi gera hann erfiðari í upphitun. Nú talar maður eins og allir viti allt um þennan skála, en auðvitað er ljóst að svo er ekki. Geri hinsvegar ráð fyrir að BÞV sem Lýtingur í móðurætt hafi komið þarna einhverntíma á ævinni, þótt bæði Mælifellsá og Hvíteyrar hafi meira af vesturheiðinni að segja en Hraununum og Hofsafrétt!
kv.
ólsarinn.
07.05.2003 at 21:15 #473136Sæll Ólsarinn.
Ég er sammála þér varðandi þversagnir kerfiskallanna, alveg virðist fyrirmunað að fá að stinga niður 30 fm. skála nokkursstaðar á hálendinu, en það má leggja vegi og háspennulínur um það þvert og endilangt…
Auðvitað hef ég komið í Skiptabakkaskála, en hann er eins og ég hef áður lýst hér á spjallinu að mörgu leiti fyrirmyndar fjallaskáli í mínum huga. Lágreistur, mátulega stór/lítill, með vatnssalerni innandyra, góðar kyndigræjur og síðast en ekki síst fagurlega uppgerður og ber smiðunum fagurt vitni. Ég hef komið þarna í 20 stiga gaddi og sannreynt það að skálinn er við þær aðstæður orðinn notalegur á 30-45 mín. Ef þið ætlið að stækka hann, þá myndi ég eindregið mæla gegn því að hann yrði hækkaður, þar sem hann yrði mun erfiðari í kyndingu eins og þú nefnir.
Ef mér skjöplast ekki þá sá ég að einhverju leiti um skjalagerð og samdi m.a. afsal sveitarfélaganna sem áður áttu húsið, þegar Skagafjarðardeildin keypti það, þannig að ég þekki nokkuð til málanna. Til gamans má nefna það, að við Stebbi formaður ákváðum í sameiningu að setja inn ákvæði þess efnis að skálanum fylgdu 1 ha. lóðarréttindi sem heimilt væri að girða af m.a. til gróðursetningar og ræktunar ef klúbburinn vill og var það samþykkt.
Ferðakveðja,
BÞV
07.05.2003 at 21:19 #473138Gleymdi líka að taka undir með SkúlaH varðandi störf fyrri skálanefndar. Þessir snillingar úr Rottugenginu hafa unnið mjög gott starf og skilað fjárhagslega betri afkomu en ég man eftir að hafa áður séð.
Ég vona sannarlega að þeir séu ekkert endanlega horfir á braut, þótt þeir hafi flestir ákveðið að taka sér árs pásu frá Skálanefndinni…
Ofnakveðja,
BÞV
07.05.2003 at 23:13 #473140Við þökkum hólið Björn þorri og Skúli þetta tímabil var nú bara skemmtilegt og ég á ekki von á því að Rottugengið sé horfið á braut. Því alltaf eru næg verkefni og til umhugsunar fyri þá sem eru ekki virkir þá er ekki nauðsinlegt að vera í stjórn eða nefndum til þess að vera með, alltaf vantar fólk til starfa og ábyggilega ferskar hugmyndir vel þegnar,td mætti segja mér að Páll og afmælisnefndinn væru fegnir að fá aðstoð með uppákomur í sumar, eða skemtinefndin. Einnig er mjög skemmtilegt að fara í vinnuferðir skálanefndar og kynnast fólki er það upplagt fyrir byrjendur, á ég von á því að þeir fari sína fyrstu ferð í byrjun júní svo það er bara að hringja í hann Magna og ská sig. Einnig vil ég minna á stikuferðir Umhverfisnefnrar sem er einnig kjörinn vetvangur til þess að kynnast fólki og takast á við skemtilegt verkefni.
Jón Snæland.
08.05.2003 at 18:35 #473142Sælir félagar.
Manni hlýnar bara um hjartaræturnar að lesa þennan þráð enda búinn að leggja hönd á plóginn við byggingu skálans.
"Ólsari" nú er ráð að fara að huga að byggingu því ég fer að flytja heim aftur og er að sjálfsögðu tilbúinn í vinnuferðir, því fátt er skemmtilegra en vinnuferðir á hálendinu með góðum félögum.Med venlig hilsen
hilbal
08.05.2003 at 18:35 #473144Sælir félagar.
Manni hlýnar bara um hjartaræturnar að lesa þennan þráð enda búinn að leggja hönd á plóginn við byggingu skálans.
"Ólsari" nú er ráð að fara að huga að byggingu því ég fer að flytja heim aftur og er að sjálfsögðu tilbúinn í vinnuferðir, því fátt er skemmtilegra en vinnuferðir á hálendinu með góðum félögum.Med venlig hilsen
hilbal
12.05.2003 at 10:31 #473146Sæl öll.
Í framhaldi af skálaumræðu datt mér í hug að nefna það við eina af öflugri landsbyggðardeildum félagsins, hvort ekki sé á döfinni að deildin komi sér upp skála (taki skála í fóstur eða byggi eins og einn slíkan)?
Mér þætti fengur í því ef slíkt kæmist á koppinn, en þess ber að geta að þessir orkuboltar á Snæraskaga smelltu upp endurvarpa á Strút á sl. ári og létu sig ekki muna um það. Þeir yrðu örugglega ekki lengi að koma upp fyrirmyndar skálaaðstöðu ef þeim dytti það í hug.
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 13:23 #473148Sá þetta innlegg þitt ekki fyrr en núna herra mjólkurtæknifræðingur. Það er allavega gott að heyra að þú sért á leiðinni til manna aftur frá flatlendinu þarna við sundin. Það er alveg viðbúið að deildin fari út í einhver ævintýri strax og þú birtist á svæðinu – þetta hefur eiginlega verið full rólegt meðan þú varst að nema fræðin hjá Margréti Þórhildi. Vona bara að kerlingin hafi ekki kennt þér að reykja!!!
Bestu kveðjur úr heimabyggðinni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.