This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Heimir Jóhannsson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Það hefur verið vandamál með Nobeltec Visual Navigation sute, eða bara nobeltec, að menn hafa verið að týna út öllum upplýsingum um trökk og rútur.
Ég mæli með að menn taki afrit af skránni navobj.txt sem er geymd í undir-efnisskrá „database“. Þessi skrá hefur að geyma allar þær upplýsingar sem forritið vinnur með. Það er nauðsynlegt að taka afrit af þessari skrá annað slagið til að vera viss um að týna ekki út upplýsingum.
Forrit tekur sjálfkrafa afrit í efnisskrá(directory) sem heitir backup. En það hefur komið fyrir að menn hafa ræst hugbúnaðinn oftar en fimm sinnum eftir að upplýsingarnar eru farnar og þá hefur allt verið FARIÐ! Ég mæli því með að menn taki afrit af þessari skrá. Það er hægt að þjappa þessa skrá mjög mikið með zip eða arj. Hún þjappast úr 10mb í um 600kb.
Þetta hefur komið fyrir ef skráinn er orðinn mjög stór t.d 10mb. Ég hef sjálfur búið mér til batch scriptu sem sér um að afrita þetta og þjappa fyrir mig sjálfkrafa. Ef menn hafa áhuga á því að fá þessa scriptu þá geta menn póstað á mig á heijo@xo.is. Hún kostar ekki neitt að sjálfsögðu. Ef menn hafa áhuga á að fá mikið að rútum og trökkum þá á ég yfir 30mb af rútum og trökkum. Og það kostar heldur ekki neitt.´
Þeir sem eru að keyra Nobeltec útgáfu 4.0. þá er betra að uppfæra í 4.1 og setja inn service pack 400 til að hugbúnaðurinn verið stöðugri. Það er ekki hægt að downloada 4.1 uppfærslu á netinu hjá nobeltec.com. En ef mönnum vantar það þá get ég sent það líka. Og það kostar heldur ekki neitt.
Ef það verður mjög mikið um póst þá set ég þetta á ftp svæði þar sem menn geta sótt þetta sjálfir..
Ferðakveðja,
heijosjáumst á fjöllum um helgina..
You must be logged in to reply to this topic.