FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nobeltec eða aðrir kortagrunnar?

by

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Nobeltec eða aðrir kortagrunnar?

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Helgi Valsson Helgi Valsson 21 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.07.2003 at 10:32 #192727
    Profile photo of
    Anonymous

    Leyfi mér að leita ráða hjá reyndum mönnum á þessum vef þótt mitt 4×4 farartæki fari aldrei út af merktum slóðum og myndi sökkva í snjó.
    Það er tvennt sem er að vefjast fyrir mér:
    Í fyrsta lagi er það spurningin um hvaða forriti þið mælið með ef maður notar Garmin Venture göngutæki og vill geta sótt sér punkta, ferla og leiðir á netið og vistað þá sem maður hefur þegar safnað þannig að þeir séu aðgengilegir síðar, bæði fyrir mann sjálfan og aðra?
    Í öðru lagi er það spurningin um forrit sem vinna með kortagrunna. Ég hef kíkt á Nobeltec sem hefur þann kost að þar er búið að setja inn nokkuð stóran grunn Íslandskorta. En stóru spurningarnar eru samt nákvæmnin og gæðin á útprentun. Er hægt að prenta út kort á litaprentara með göngu- og akstursleiðum í nógu miklum gæðum til að það verði að gagni ásamt áttavita á ferðalögum?
    Og loks er það hinn möguleikinn sem er mjög athyglisverður en hann er sá að opna kortagrunninn og „stinga út“ vegpunkta á kortinu til viðmiðunar og búa þannig til leið sem hægt er að prenta út á korti og hlaða einnig inn í GPS tækið til að ganga eftir. Vitið þið hve nákvæmt það yrði að stinga þannig út leið á kortagrunninum? Ég geri mér grein fyrir að menn myndu varla aka eftir slíku í blindu en hugsanlega gæti þetta orðið að gagni sem viðmið á göngu og þá jafnvel sem öryggisventill (maður yrði á leið í rétta átt að punkti og vissi t.d. að á leiðinni væri framundan klettabelti til hægri og gil til vinstri sem krækja þyrfti fyrir. Svo mætti náttúrulega leiðrétta punktana jafnóðum og maður ferðast leið sem væri stungin út með þessum hætti.
    En spurningin er sumsé: Út frá ykkar reynslu af GPS og kortagrunnum, er þá hægt að prenta út nothæf kort úr svona grunnum og „stinga út“ punkta og leiðir á tölvuskjánum?
    Kveðja
    Gestur á þessum ágæta og fróðlega vef

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 17.07.2003 at 11:28 #474904
    Profile photo of Hafsteinn Sigmarsson
    Hafsteinn Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 119

    Sæll Arnar.

    Því miður er það þannig að mismunandi forrit nota mismunandi format á gögnunum. Gott væri ef allir notuðu sama formatið þannig að sama skráin dygði fyrir öll forritin – en staðlaráð hefur enn ekki komið sérstökum staðli á þetta. Margir nota Nobeltec og því ætti að vera mikið af því formati á vefnum. Einnig hef ég séð menn skila gögnum af sér frá PCX5 forritinu sem menn nota þá með öðrum forritum eins og Nobeltec eða Oziexplorer. Ég hef notað [url=http://www.oziexplorer.com:1qx6cyhk]Oziexplorer[/url:1qx6cyhk] í nokkur ár – það er ekki dýrt ($75 og þá ertu með löglega útgáfu!!!) – það getur notað sömu kortagrunna og Nobletec og einnig er hægt að skanna inn kort sjálfur.
    Þegar þú prentar út síður frá þessum kortagrunnum þá er ekki hægt að treysta því að það sé nákvæmt. Mér finnst samt í lagi að prenta út síður til að styðjast við en vera með það jafnframt í huga að blöðin geta gefið rangar upplýsingar.
    Ég hef notað það talsvert að stinga niður slóð og nota á göngu. Eins með það að þetta eru bara viðmiðunarpunktar sem maður fer EKKI eftir í blindni.
    Gangi þér vel.

    Kv Hafsteinn.





    17.07.2003 at 21:58 #474906
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    Sæll.

    Ég hef bæði prófað NavTrek (Nobletec) og Oziexplorer. Það má segja að hvort forritið hafi sína kosti og sína galla. Í heildina er Ozi einfaldara í notkun, þægilegra og talsvert ódýrara. Það á líka auðveldara með að tala við GPS tæki. Það er ekki vandasamt að setja inn kort í það og ef þú hefur grundvallarþekkingu í siglingafræði þá ætti ekki að vefjast fyrir þér að setja upp kort með réttum punktum. Það er hægt að setja upp allt að 10 punkta (minnir mig) á hverju korti þannig að nákvæmnin getur verið talsverð. Útprentun korta er einnig betri í Ozi en öðrum forritum sem ég hef komist í að skoða.

    Þegar frá er talin þessi grunnvinna og komið er á fjöll finnst mér betra að keyra eftir NavTrek.

    Ef þú ert til í að splæsa 75$ og sækja þér Ozi þá kemstu fljótt að því hvort það hentar þér, en ef kortið er rétt sett upp í forritinu þá er ekkert mál að taka út punkta og plotta leið sem þú færir inn í GPS tækið þitt.

    Ég minni hinsvegar á að svona dót er aldrei hægt að stóla á 100% og ég myndi ekki fara á ókunnar slóðir á fjöllum nema hafa "gömlu góðu" kortin með, kompás, sirkil, plotter og blýant. Þá þarf maður engan GPS!!!

    Bestu kveðjur,
    HalliB
    R-2484





    18.07.2003 at 09:21 #474908
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Fyrir þínar þarfir myndi ég frekar mæla með Ozi. Ozi var upphaflega smíðaður út frá gps tækjum, þ.e.a.s. til að plana leiðir og skoða heima hvert þú fórst og svoleiðis. Navtrec var smíðaður sem siglingartæki fyrir skip, ætlaður upp í brú til að sigla eftir, án þess að þurfa mikil gagnasamskipti (önnur en nmea 183) við hin mismunandi GPS tæki.
    Ozi er þrusu forrit og með meiri stillingarmöguleikum. Honum vantar hinsvegar sjálfvirka samskeytingu á kortum sem navtrekinn hefur, og er því ekki eins góður til að keyra eftir.

    Rúnar.





    18.07.2003 at 10:47 #474910
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk fyrir svörin.
    Ég hlóð niður ókeypis útgáfunni af OziExplorer og finnst líklegast að ég skrái hana (sjálfvirk samskeyting korta er ekkert stórmál fyrir göngur). Prófaði að vista bæði ferla og leiðir sem ég var með í GPS tækinu með því að setja það á tómt WGS84 kort. Svo gat ég hlaðið þessu inn í tækið aftur.
    OziExplorerinn umreiknar alla ferla og punkta yfir í WGS84 um leið og þeir eru sendir í Etrex tækið. Spurningin er hvað gerist ef ég hef t.d. skannað inn kort byggt á Hjörsey 1955 og vil svo skoða á því leið sem einhver hefur hlaðið inn á netið með WGS84. Umreiknar OziExplorerinn alla punkta miðað við Hjörsey 1955 áður en leiðin er teiknuð á kortið? Tæki hann svo þessa sömu punkta og umreiknaði aftur í WGS84 um leið og ég hleð leiðinni inn í Etrexinn?
    Þetta lítur út fyrir að geta verið mjög skemmtileg viðbót við gamla áttavitann því ég myndi auðvitað aldrei halda á ókunnar slóðir án hans og almennilegs korts.
    Í Bretlandi skiptast göngumenn gjarnan í tvær andstæðar fylkingar: Áttavitamenn og GPS menn. Það er mjög fróðlegt að lesa ritdeilur milli þeirra en hvað mig varðar þá finnst mér augljóst hvernig GPS tækið getur aukið öryggi og gert lífið léttara án þess að koma í stað korts og áttavita.
    GPS tæki (og nóg af aukarafhlöðum) sem ferlar stöðugt gönguna er mikið öryggi (backtrack möguleikinn). Svo er ekki alltaf skyggni til að staðsetja sig með áttavita og í lélegu skyggni held ég að það yrði í raun miklu nákvæmara á lengri gönguleggjum að ganga eftir GPS tækinu á tiltölulega ónákvæman punkt sem stungin hefur verið út á korti heldur en reyna að halda réttri áttavitastefnu (fáar gráður verða fljótt að fleiri hundruð metrum). Og svo getur GPS tækið séð um að mæla gönguhraða og fjarlægðir miklu nákvæmar en með því að telja skref og áætla í huganum hve mikið þarf að bæta við eða draga frá eftir því hvernig göngufærið er (það tekur fleiri fleiri ár að fá nokkuð góða tilfinningu fyrir slíku en með því að nota GPS tækið markvisst má kannski reyna að þjálfa hana upp með því að hafa upplýsingarnar úr því til samanburðar).
    Jæja, næst reyni ég að hlaða niður t.d. göngupunktum EHH fyrir Lónsöræfin og prófa að leggja leiðina ofan á göngukort af svæðinu sem ég ætla að reyna að skanna og stilla af.
    Hvernig er það annars, skiptast menn á tilbúnum kortaskrám (*.map) hér á vefnum?
    Kveðja
    Arnar





    18.07.2003 at 12:27 #474912
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Má til með að benda á [url=http://www.ncc.up.pt/gpsman/:2va6ekb5]GPS Manager[/url:2va6ekb5], ókeypis forrit sem getur haft samskipti við GPS tæki (Garmin og ?Magellan?) og tekið inn skönnuð kort.

    Einnig er til forrit sem breytir milli skráarsniða sem notuð eru af hinum ýmsu kortaforritum(Ozi, Mapsource, Fugavi …). Það heitir GPSBabel og má nálgast [url=http://http://gpsbabel.sourceforge.net/:2va6ekb5]hér[/url:2va6ekb5].

    Kveðja

    Indriði Einarsson





    22.07.2003 at 08:40 #474914
    Profile photo of Helgi Valsson
    Helgi Valsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 131

    Guest hafðu samband í hev@simnet.is





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.