This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Helgi Valsson 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Leyfi mér að leita ráða hjá reyndum mönnum á þessum vef þótt mitt 4×4 farartæki fari aldrei út af merktum slóðum og myndi sökkva í snjó.
Það er tvennt sem er að vefjast fyrir mér:
Í fyrsta lagi er það spurningin um hvaða forriti þið mælið með ef maður notar Garmin Venture göngutæki og vill geta sótt sér punkta, ferla og leiðir á netið og vistað þá sem maður hefur þegar safnað þannig að þeir séu aðgengilegir síðar, bæði fyrir mann sjálfan og aðra?
Í öðru lagi er það spurningin um forrit sem vinna með kortagrunna. Ég hef kíkt á Nobeltec sem hefur þann kost að þar er búið að setja inn nokkuð stóran grunn Íslandskorta. En stóru spurningarnar eru samt nákvæmnin og gæðin á útprentun. Er hægt að prenta út kort á litaprentara með göngu- og akstursleiðum í nógu miklum gæðum til að það verði að gagni ásamt áttavita á ferðalögum?
Og loks er það hinn möguleikinn sem er mjög athyglisverður en hann er sá að opna kortagrunninn og „stinga út“ vegpunkta á kortinu til viðmiðunar og búa þannig til leið sem hægt er að prenta út á korti og hlaða einnig inn í GPS tækið til að ganga eftir. Vitið þið hve nákvæmt það yrði að stinga þannig út leið á kortagrunninum? Ég geri mér grein fyrir að menn myndu varla aka eftir slíku í blindu en hugsanlega gæti þetta orðið að gagni sem viðmið á göngu og þá jafnvel sem öryggisventill (maður yrði á leið í rétta átt að punkti og vissi t.d. að á leiðinni væri framundan klettabelti til hægri og gil til vinstri sem krækja þyrfti fyrir. Svo mætti náttúrulega leiðrétta punktana jafnóðum og maður ferðast leið sem væri stungin út með þessum hætti.
En spurningin er sumsé: Út frá ykkar reynslu af GPS og kortagrunnum, er þá hægt að prenta út nothæf kort úr svona grunnum og „stinga út“ punkta og leiðir á tölvuskjánum?
Kveðja
Gestur á þessum ágæta og fróðlega vef
You must be logged in to reply to this topic.