Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT símar gull eða ekki gull ???
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.08.2006 at 00:42 #198348
Daginn félagar
Mig langar að vita hvað gangverð á NMT síma er, og hvort men liggja ekki á þessum tækjum eins og ormar á gulli
kv Á
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.08.2006 at 01:03 #557584
Það er eflaust til nóg af þessum símum út um allt en eflaust erfitt að fá góðan síma líkt og Dancall. Eg á einn svoleiðis sem er allur nýlega yfirfarinn og á að vera eins og nýr og væri vís með að láta hann frá mér, hef ekkert með 2 að gera.
10.08.2006 at 01:04 #557586Þú ættir að geta fundið þér brúkhæfan síma á 10-15 þús
get bent þér á aðila..fín öryggistæki eins og er….
Annars ef ég væri ekki með þetta í bílnum mundi ég varla setja þetta í.Gaman verður að sjá hvaða spil verða lögð á borðið í stað NMT
á ekki að leggja kerfinu áramótin 2007-2008
10.08.2006 at 03:34 #557588"Annars ef ég væri ekki með þetta í bílnum mundi ég ekki setja þetta í"
Sko við skulum hafa það alveg á tæru að þú hlustar ekki á svona lagað.
Ef þú ætlar að ferðast utan alfaraleiða þá setur þú NMT, VHF og GPS í dolunna og ekkert múður með það.
Að NMT kerfið sé eitthvað dapurt ?????það má vera að það sé ekki jafn gott og það var en ég hef ekki verið að lenda í neinum vandamálum með það hjá mér hingaðtil hitt er annað mál að maður heirir og menn kvarta og kveina að þetta virki ekkert orðið og mér hefur nú oftar en ekki fundist að það hafi verið vegna þess að 1. loftnet og lagnir hafa verið til skammar þ.e frágangur og umhirða. 2. að menn hafa verið með síma sem eru einfaldlega ekki góðir eða orðnir daprir að einhverju leiti. Svo notar þú þetta meðan þjónustan er til staðar og þegar eitthvað nýtt verður komið skoðar þú það eins og við hinir.
10.08.2006 at 03:45 #557590Ég er búinn að nota sama NMT símann síðan 1992. Ég hef ekki orðið var við að þjónustu NMT kerfisins hafi hrakað, t.d. náði ég sambandi allstaðar þar sem ég prófaði, þegar ég fór Gæsavatnaleið í síðasta mánuði. Mér þykir það nokkuð gott fyrir kerfi sem vinnur á 70 sm bylgjulengd og er þar af leiðandi takmarkað við sjónlínu. Það verður mjög stórt skref aftur á bak, þegar kerfinu verður lokað.
-Einar
10.08.2006 at 06:57 #557592Sammála Einari Kj. um að NMT er að virka alveg ágætlega frá mínum bæjardyrum. Ég er reyndar ekki lengur með NMT fasttengdan í bíl, er með hann laustengdan og nota hann líka í bústaðnum, en ég er með fasttengdan síma í bátnum og mér finnst hann ómissandi þar. GSM virkar lítið úti á sjó nema bara rétt upp við land, næst þéttbýlisstöðum. Umræðan um hvað tekur við af NMT hefur farið nokkrum sinnum fram hér á vef 4×4, svo sem eðlilegt má telja meðan menn vita ekki hvað tekur við, líklega árið 2008 eftir því sem mig minnir. En vegna þess að hagsmunir strandveiðiflotans og fjallamanna fara saman á þessu sviði, er spurning hvort ekki eigi að óska eftir samstarfi milli okkar klúbbs, annarra útivistarfélaga og síðan t.d. Landssambands Smábátaeigenda til að verja sameiginlega hagsmuni á þessu sviði. Kannski það sé bannað sem samkeppnishamlandi aðgerðir?
10.08.2006 at 07:22 #557594Ég er sammála þessum mönnum um nmt,núna um helgina var ég í sambandi allstaðar á gæsavatnaleið nema á Flæðunum að hluta,og hefur síminn verið eitt helsta öryggistæki í bílnum hjá mér frá 87.
Sjómenn og fl eru mjög háðir símanum og ætti þeim ásamt okkur að vera hagsmunarmál að halda í þetta kerfi,Ekki spurning að hafa símann í bílnum
kv Klakinn
10.08.2006 at 11:54 #557596eða ca næstu 14 mánuðina er það ekki ?
NMT er frábært öryggistæki eins og er, ég er sammála öllum ræðumönnum með það. En ég er með toppfrágang á mínum síma og hann hefur virkað mér vel og lengi.
hins vegar eru margir dauðir staðir á NMT kerfinu.
Slys hafa orðið td þar sem ekki hefur verið NMT samband.
NMT er fínt meðan það virkar. En það eru svo loðin svor
sem okkur eru gefin verður þessu lagt um áramótin 2008?Ef ég tala fyrir mig. myndi ég tæplega kaupa mér síma í dag til að nota ca í nokkra mánuði.
það reyndar kæmi manni ekki mikið að óvart þó því yrði frestað að leggja kerfinu 2008.
10.08.2006 at 21:22 #557598Ég tek líka undir það sem hér hefur komið fram að það skiptir okkur og fleiri öllu máli hvað tekur við af NMT, því það er greinilega óhjákvæmilegt að kerfið verður að leggja niður vegna m.a. varahlutaskorts. En eins og ég kom inn á hér ofar á þræðinum, þá hafa fleiri hagsmuna að gæta í þessu efni. Er nokkuð athugavert við það að stjórn okkar félags skrifi einhverjum af forsvarsmönnum þeirra aðila, sem hafa hagsmuni af því að vita sem fyrst hvað verður á boðstólum í staðinn fyrir NMT og hvað það kemur til með að kosta í tækjum og afnotum? Ég nefndi Landssamband Smábátaeigenda, aðallega vegna þess að það félag stendur mér sem trillueiganda nærri, en það er auðvitað um fleiri aðila að ræða, svo sem rekstraraðila í ferðaþjónustu, flutningafyrirtæki ofl. auk annarra útivistarfélaga. Hvað segja menn um þessa hugmynd?
10.08.2006 at 21:24 #557600GSM kerfið sem leysti NMT kerfið af í Færeyjum er að draga allavegana 60 sjómílur á haf út.Þá er ég að tala um síma sem eru græjaðir í skip með góðu loftneti.Færeyingarnir fullyrða að það sé pottþétt samband hringinn í kringum eyjarnar.Ég hef verið að hringja heim til Íslands með gamla Nokia símanum mínum í kringum 40 mílurnar frá eyjunum.Það virðist vera hægt að stóla á það.Kannski ættum við að kaupa samskonar GSM senda og þeir hafa. GSM kveðja Viðar
10.08.2006 at 21:45 #557602…frá Viðari. Nú er ég ekki tæknimenntaður, en get mér þess til af því að aðstæður í Færeyjum eru þannig, að eins og allir eiga að vita, þá er þetta klasi tiltölulega smárra eyja, sem flestar eru byggðar, og því fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að hafa senda á þeim öllum, og með því sem og að hafa stöðvarnar í flestum tilvikum tiltölulega hátt yfir sjávarmáli, má áreiðanlega ná talsvert mikilli dekkun. Til að ná sambærilegum árangri í öllum okkar flóum og fjörðum og miðum, mætti segja mér að þyrfti gríðarlegan fjölda samskiptastöðva. En nú er málið komið á þð mikið tæknistig, að það er nú best að fullyrða sem allra minnst. Hvað sem öðru líður, held ég að stjórn okkar félags eigi, annað hvort ein sér eða í félagi við aðra hagsmunaaðila að skrifa réttum yfirvöldum og krefjast svara um það hvað sé áætlað að taki við. Ég held að t.d. fyrir heimamiðaflotann skipti það alvet gríðarlegu máli að hafa gott símasamband. Svo vill til að þarna fara hagsmunir margra saman, því þá ekki að taka á málinu saman?
10.08.2006 at 22:50 #557604Ríkið er búið að selja siman og ráða osköp litlu hvað verður ofan á í þessum efnum, en þeir geta komið með tilögu um hvað er í boði hverju sinni svona er það bara. þanig að við ættum að snúa okkur að ráða mönnum símans og fá svör frá þeim.
kv ,,,MHN
10.08.2006 at 23:32 #557606NMT kerfið er gott svo langt sem það nær. Hins vegar tel ég of mikið vantar uppá að það dekki allt landið. Þar sem samband er, sem er mjög víða, þá er það gott og veitir mikið öryggi. Hins vegar er of víða ekkert eða lélegt samband. Ég get nefnt nokkur dæmi: Stórt svæði norðan Bláfellsháls, stórt svæði á leiðinni frá Öxi í Bjarnarhýði við Hornbrynju, nær öll leiðin frá Borgarfirði Eystri í Loðmundarfjörð, stór svæði á Vatnajökli og svo má telja áfram. Við viljum að sjálfsögðu vera allstaðar í símasambandi, ekki bara á flæðunum á Gæsavatnaleið !! Ég óttast mjög að í stað NMT verði eytt hálfum eða heilum milljarði í styrk til að byggja upp arftaka NMT sem hefur sömu tæknilegu annmarka og NMT kerfið, það er að það verður ekki landsdekkandi (skv íslenskri merkingu á orðinu).
Það var afturför í öryggismálum á hálendinu þegar vöktunin í Gufunesi var lögð af. Mér finnst reyndar ótrúlegt hvernig menn skrifa eins og það sé ásættanlegt að geta ekki náð neyðarsambandi hvar sem er á landinu.
Mín skoðun er að f4x4 eigi að ganga í að fá úthlutað tíðnum fyrir SSB á HF, t.d. á bilinu 3 Mhz til 9 Mhz og taka upp almenna notkun á þeim á ný. Þessar tíðnir gefa möguleika á aðeins minni stöngum heldur en gömlu "gufunesstöngunum". Samhliða VHF kerfinu, GSM kerfinu og NMT eða arftaka þess mun landið þá verða mun betur "coverað" en nú. Ýmsar nýjungar gefa líka möguleika á að kerfið verði notendavænna en gamla SSB kerfið sem er á 2,79Mhz. Og gömlu stöðvar myndu nýtast áfram.
Svo getum við líka fengið okkur Iridium síma á 150.000 og greitt næstum 30.000 á ári auk næstum 100 kr á mínútuna !!!! það er eini "landsdekkandi" kosturinn í dag en hann er dýr.
Þetta eru samt bara pælingar og þetta þarf að skoða vel, vonandi getum við sameinast um að fara vel yfir þessi mál í haust og hafa áhrif á ákvarðanir þannig að öryggi okkar verði sem best á fjöllum án Iridium útgjalda.
Snorri.
10.08.2006 at 23:48 #557608Já það er slappt hvernig Dekkun NMT kerfisins er.
Og það lagast ekkert. Það er ekki langt í það að NMT verði
ekki öryggistæki lengur.
Held það séu margir sem telja sig ná til byggða hvar sem er með NMT.
Er rétt að td í Hofsjökulsslysinu hafi þurft að keyra frá slysstað til að ná NMT sambandi ?
Man ég eftir ca 2-3 slysum þar sem þess hefur þurft á hálendinu.
Auðvitað notum við NMT svo lengi sem því verður komið við.
en hvað svo…
Ég tek undir með Snorra að það er algjörlega óásættanlegt að geta ekki komið skilaboðum til Neyðarlínu eða björgunaraðila hvar sem er á landinu.
Hvað ef 3 bílar eru á ferð á vatnajökli 1 fer í sprungu
og hinir festast eða lenda í basli við að komast á stað þar sem NMT nær samb. Maður þarf nú stundum að leita að hól til að keyra upp á til að ná sambandi með NMT…
Það eru kannski einhverjir með einhverja töfra NMT síma
en ég er með 2spólu loftnet og missi oft út merkið…
stundum í lengri tíma.
10.08.2006 at 23:50 #557610Skoðið þetta, Ástralararnir eru að fást við sama vanda og við, bara miklu meiri víðáttur.
Sjá link [url=http://www.icom.co.jp/world/products/land_mobile/F7000/index.html:3c56p4iy][b:3c56p4iy]hér[/b:3c56p4iy][/url:3c56p4iy]
Og bækling [url=http://www.icom.co.jp/world/products/pdf/IC-F7000.pdf:3c56p4iy][b:3c56p4iy]hér[/b:3c56p4iy][/url:3c56p4iy]
Takið eftir loftnetinu framan á Rovernum, AT230 !!
Þessi stöð virðist alveg frábær, vafalaust eru kenwood og Yaesu með sambærilegar stöðvar. Svo munu gömlu SSB Yaseu og Seiki nýtast áfram fyrir þá sem eiga þær, það þarf að bæta við krystöllum fyrir nýjar tíðnir.
Snorri.
11.08.2006 at 00:03 #55761211.08.2006 at 00:11 #557614Er þetta ekki amateur stöð ? Það sem okkur vantar er comercial eða stöð fyrir almenna notkun.
Þær eru þarna vaflaust líka.Snorri.
11.08.2006 at 00:14 #557616"comercial" er það til ?
Amator stöð…..verðum við ekki að fá PRO stöð með 30+ metra loftneti, erum við einhverjir hobby kallar HA…… segir sá sem ekkert vit hefur á HF ehf etc……
11.08.2006 at 00:24 #557618Hvernig í and….. sér maður hvort þetta sé commercial public eða for NASA only????
11.08.2006 at 00:33 #557620Ég er búinn að vera að reyna að sjá þetta sjálfur en þetta er ekkert augljóst á þessum síðum. Verðum að leita til fróaðri manna um hvernig þetta er sett fram. Svo ættu Aukaraf (ICOM) og RSH (YAESU) og RadíóRaf (Kenwood) og etf fleiri að geta frætt okkur um möguleika á þessum stöðvum fyrir almennan markað.
Snorri.
11.08.2006 at 00:44 #557622Og talandi um loftnet: Here is the picture of the new HB9ABX Antenna for 40 m, antenna is 1.5 m long:
http://home.datacomm.ch/hb9abx/ant–abx-e.htm
Þá erum við búnir að redda þessu þá vantar bara stöð
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.