This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Góðar fréttir fyrir jeppamenn, þessi tilkynning var að koma frá Símnum.
mbk.MundiNýlega var opnuð ný GSM- og NMT stöð á Sauðafelli í Vestur-Öræfum en Sauðafell er rétt norðan Snæfells. Stöðvunum er ætlað að bæta GSM- og NMT samband á framkvæmdasvæðum í sambandi við fyrirhugaða Kárhnjúkavirkjun.
NMT-kerfið mun þjóna viðpskiptavinum sínum um ókomin ár og ekkert annað kerfi er í sjónmáli sem hefur jafn þétta víðáttumikla dreifingu. Þess má geta að NMT getur boðið þjónustu á mjög hagstæðu verði og kostar svipað að hringja úr NMT-síma og úr GSM-síma. Síminn hefur rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun til reksturs kerfisins fram til 2007 og er alveg ljóst að kerfið verður rekið til þess tíma. Í dag eru notendur NMT kerfisins rétt um 26.000. Ekkert bendir í dag til annars en Síminn óski eftir framlengingu rekstrarleyfinu, enda ljóst að eins og staðan er í dag að GSM- kerfið er ekki tilbúið til að taka yfir dreifingu og öryggi NMT kerfisins.
Síminn hefur til margra ára lagt sig fram um að þjóna og tryggja öryggi allra landsmanna, hvort sem þeir eru staddir á sjó eða landi, jafnt í alfaraleið sem utan. NMT er langdræga farsímakerfið og eru kostir kerfisins fyrir ferðalanga og atvinnustarfsemi ýmiss konar ótvíræðir. NMT- farsímar hafa margsannað gildi sitt sem öryggistæki síðan kerfið var tekið í notkun árið 1986.
Dregur 100-150 km frá landi
NMT-kerfið býður sjómönnum símaþjónustu sem á margan hátt var sambærileg við það sem aðrir höfðu í landi. Samband næst víða allt að 100 til 150 km frá ströndinni og dæmi eru um samband jafnvel enn lengra út. Sjómenn hafa fyrst og fremst notað 15 Watta- NMT síma sem hægt er að fasttengja í bátinn. Farsímaverkstæði Símans mun sjá um að útvega 15 watta síma ef nýir símar fást ekki, notendur þurfa því ekki að kvíða því að símarnir fáist ekki. Vinsælustu handsímarnir í dag eru Exion síminn frá Benefon. Sendistyrkur hans er 1,2 wött og hann vegur aðeins 100 gr. og rafhlaðan endist í marga daga sé síminn lítið notaður.
Áskriftarflokkar við allra hæfi
Viðskiptavinir NMT geta nýtt sér flesta þá þjónustumöguleika sem boðið er upp á í GSM þar með talinn Boða, t.d. ef þörf er á að senda talskilaboð til margra aðila í einu Þrír mismunandi áskriftarflokkar eru í boði fyrir NMT- farsímakerfið, almenn áskrift, frístundaáskrift og stórnotendaáskrift. Viðskiptavinum stendur til boða tvær sparnaðarleiðir Dúett og 15% afslátt í þrjú númer. Með reiknivél sem er á heimasíðu Símans þá getur hver og einn reiknað út hagstæðustu sparnaðarleiðina og áskriftarleiðina fyrir sig.
Með Dúett sparnaðarleiðinni eru tveir farsímar á sama innhringinúmerinu. Farsímarnir tengjast einu og sama símanúmerinu en notkun þeirra er að mestu leyti óháð innbyrðis. Viðskiptavinir NMT geta nú fengið sjálfvirkan 15 % afslátt af þremur númerum sem oftast er hringt í. Þessi númer mega vera í almenna símkerfinu, NMT eða GSM kerfi Símans. Áskrifendum í NMT- kerfinu er auk þess gefinn kostur á að fá símreikninga sína sundurliðaða.
Frekari upplýsingar veitir: Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans,
Síminn 23. október 2002
You must be logged in to reply to this topic.